Leita í fréttum mbl.is

Þorskurinn og Guðfinna Bjarnadóttir

Mér þótti nokkrum tíðindum sæta að líffræðiskor Háskóla Íslands skyldi álykta harkalega gegn einum óbreyttum nýliða á þingi, Guðfinnu S. Bjarnadóttur. Ástæðan var sú að nýliðinn vildi ekki setja skólum Evrópu fyrir hvort þróunarkenningin væri kennd sem fræði eður ei. 

Eflaust hefur þessi harði tónn komið ýmsum fleirum á óvart þar sem deilur líffræðiskorar HÍ og guðfræðideildar við sama skóla hafa ekki farið mjög hátt.  

Ég hefði talið miklu nærtækara fyrir líffræðiskor háskólans að beina gagnrýninni hugsun sinni að reiknisfræðilegri fiskveiðiráðgjöf sem er á góðri leið með að rústa sjávarútvegi víða um heim enda stangast fræðin á við viðtekna vistfræði. Landsmenn vita að þessi fræði hafa ekki gengið upp hér við land en nú er aflinn um 30% af því sem hann var að jafnaði um áratuga skeið. 

Í Norðursjónum eru þessi fræði lengra gengin og þorskaflinn nú einungis um 10% af því sem hann var áður en uppbyggingarstarfið hófst þar með markvissu uppbyggingarstarfi. Nú berast fréttir af því að að nýliðun hafi aukist annað árið í röð en ráðgjöfin er alltaf sú sama: aukinn niðurskurður á aflaheimildum. Í fyrra var ráðgjöfin þorskveiðibann og í ár var lagður til verulegur niðurskurður.

Það er orðið löngu tímabært að fræðasamfélagið taki þessa fiskveiðiráðgjöf til gagngerrar endurskoðunar, þ.e. ef þessi fræði eiga að verða meðhöndluð eins og vísindi en ekki trúarbrögð.


mbl.is Aukin nýliðun í þorskstofninum í Norðursjó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í þessu sambandi er vert að hugleiða sambandið á milli hvala og fiska. Fyrr á öldum voru hvalastofnarnir mjög sterkir í norðurhöfum og á Íslandsgrunni. Á sama tíma voru fiskistofnarnir oft mjög sterkir líka. Nú halda margir fiskifræðingar því fram að hvalirnir séu bein ógn við fiskistofnana. Kannski þjónuðu hvalirnir einmitt því hlutverki að stemma stigu við offjölgun á smáfiski þegar of lítið var um átu, því margir hvalir lifa líka á átu.

Varðandi deilur á milli  líffræðiskorar og guðfræðideildar HÍ um þróunarkenninguna. Þá er hægt að segja að þróunarkenningin svarar alls ekki öllum veigamiklum spurningum um tilurð og þróun lífsins, en það gera trúfræðikenningar guðfræðideildarinnar enn síður. Kenningin um tilviljunarkenndar stökkbreytingar, en sú kenning er fasttengd þróunarkenningunni, getur engan vegin útskýrt svo flóknar, en hnitmiðaðar breytingar, sem oft hafa átt sér stað á lífverum. 

Guttormur Sigurdsson (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 23:28

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Guttormur, þetta er sennilega langbesta útskýring sem ég hef séð í sambandi við hrun fiskistofnana !  góður punktur.

Vil bæta við að eftir að veiði á loðnu síld og þess háttar stofnum hefur bolfiskstofnarnir hrunið líka.. það er hreinlega ekkert eftir til að éta í sjónum.  við veiðum bæði bráðina og rándýrin.

Back to the basics.. upp með krókaveiðar og bannið trollin.

Óskar Þorkelsson, 16.10.2007 kl. 09:30

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég er nú ekki viss um að það sé hægt að leysa þessa stjórn fiskveiða með togveiðibanni.  Það er umhugsunarvert að ástand stofna fer saman við hvað veitt er úr þeim.  Með aldursaflaaðferð þá mælist stofn lítill ef ekkert er veitt. 

Í þessu sambandi er rétt að hugleiða að það hafsvæði þar sem hve verst gengur að halda utan um veiðar þ.e. að stýra að veiðar fari ekki yfir það mark sem ráðlagt er þá virðast sem stofnarnir þar vera í góðu ásigkomulagi og gefa af sér mikinn afla.  Ég er að tala um Barentshafið en þar veiða Rússar mörghundruð þúsund tonn umfram ráðlagða veiði og það sem meira er veitt er nær eingöngu með togskipum.

Sigurjón Þórðarson, 16.10.2007 kl. 09:52

4 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Smá nafna leiðrétting, Matthilda M Thorshamar. kv.

Georg Eiður Arnarson, 16.10.2007 kl. 10:46

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð grein hjá þér Sigurjón.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.10.2007 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband