Leita í fréttum mbl.is

Friðardúfan Össur

Útreikningar mínir sem ekki hafa verið dregnir í efa sýna svart á hvítu að það hafa tapast út úr rjúpnastofninum um 400 þúsund rjúpur á síðustu tveimur árum umfram það sem reiknilíkan Náttúrufræðistofnunar getur skýrt. Reiknilíkanið "góða" var notað til grundvallar veiðiráðgjöf umhverfisráðherra Þórunnar Sveinbjarnardóttur sem lagði til að 38.000 rjúpur yrðu veiddar þetta haustið. Veiðin er því innan við 10% af því sem tapast hefur út úr líkaninu.



Ég kynnti þessa útreikninga á vef veiðmanna hlad.is og síðan í blaðagrein í Blaðinu. Það er óhætt að fullyrða að ég hafi fengið vægast sagt mjög sterk viðbrögð frá veiðimönnum um allt land en nokkrir tugir höfðu samband og óskuðu eftir að fá útreikningana senda sem staðfestu hversu gapandi vitlaust líkanið er. Það voru ekki einungis veiðimenn sem óskuðu eftir að fá útreikningana senda heldur einnig nokkrir líffræðingar sem trúðu ekki að því væri haldið fram af Náttúrufræðistofnun að veiðar mögnuðu upp önnur afföll rjúpnastofnsins.



Í bréfaskiptum mínum við veiðimenn hefur komið fram mikið vantraust á grundvöll rjúpnaráðgjafarinnar og telja þeir að lítið mark sé tekið á sjónarmiðum þeirra. Sama vantraust virðist vera uppi af hálfu helstu sérfræðinga sem koma að veiðiráðgjöfinni í garð veiðimanna en við mat á veiðinni er ekki tekið mark á skýrslum veiðimanna sem velflestir fylla út samviskusamlega, heldur er einungis lögð til grundvallar neyslukönnun sem gerð er af Gallup.



Það skiptir afar miklu máli að það verði gætt að því að nýr umhverfisráðherra Þórunn Sveinbjarnardóttir grafi ekki frekar undan því trausti og samstarfi veiðimanna og stjórnvalda en sá sem lagði góðan grunn að því samstarfi er einmitt Össur Skarphéðinsson þegar hann kom á fót veiðikortakerfinu. Fyrrverandi umhverfisráðherra tókst svo vel upp með að innleiða veiðikortakerfið að veiðimaður hér norðanlands á það til að nefna Össur friðardúfu veiðimanna.



Einn mikilvægur þáttur í því að efla traust er í mínum huga að svara málefnalegri gagnrýni veiðimanna eins og þeirri sem ég hef lagt fram. Með því mætti eyða misskilningi og endurreisa traust á veiðiráðgjöf umhverfisráðherra.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

mitt reiknilíkan varðandi rjúpur er sú að ef ég ekki sé rjúpu á þeim slóðum þar sem ég sá mikið af henni á árum áður.. þá hefur henni fækkað !  Ég sé varla rjúpu á sv landinu lengur.

Óskar Þorkelsson, 25.10.2007 kl. 11:39

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Hef fína sjón.. þessi stöku kvikindi sem maður sér á sv horninu eru svo einmana að maður hefur ekki brjóst í sér að freta á þær..

Óskar Þorkelsson, 25.10.2007 kl. 15:42

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ein af þinum gullgreinum Sigurjón.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 26.10.2007 kl. 03:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband