Leita í fréttum mbl.is

Billegur sjóari

Í Mogganum mínum í morgun renndi ég í gegnum grein eftir Friðbjörn Orra Ketilsson þar sem hann jós kjaftagleiður sviguryrðum að ritstjórn Moggans. Í sjálfu sér hefði það verið góðra gjalda vert ef sjóarinn hefði rökstutt mál sitt. Þessi ódýri málflutningur kom mér í sjálfu sér ekki á óvart þar sem ég sat einhverju sinni í þættinum Silfri Egils með honum þar sem hann viðhafði ómerkilegan málflutning og ýkti fjölda múslima í landinu.

Það sem kom mér hins vegar skemmtilega á óvart var að Friðbjörn titlaði sjálfan sig sem formann Félags ungs fólks í sjávarútvegi. Ég ákvað að kynna mér störf hans og reynslu af atvinnugreininni sem hann hafði greinilega miklar skoðanir á og fordæmdi aðra harkalega fyrir að vera ekki sömu skoðunar. Í ferilsskrá Friðbjarnar sem fram kemur á heimasíðu hans eru engar upplýsingar um að hann hafi starfað í sjávarútvegi. Hann hefur hins vegar átt farsælan starfsferil hjá verslunarkeðjunni Bónus. Þetta er því vel varðveitt leyndarmál hjá formanni Félags ungs fólks í sjávarútvegi.

Það væri forvitnilegt ef einhver gæti upplýst um störf þessa kraftmikla sjómanns.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Þetta er ansi spaugilegt.  Ætli hinir tveir í þessu merka Félagi ungs fólks í sjávarútvegi séu ekki vinnufélagar Friðbjarnar á afgreiðslukössunum í Bónusi?

Jens Guð, 30.10.2007 kl. 14:52

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Við hljótum að fá upplýsingar um það en það var sjóari vestan af Fjörðum sem sló á þráðinn til mín í hádeginu og spurði hvaðan þessi sjóhundur væri - þannig að öllum líkindum hefur hann ekki látið til sín taka á kassanum á Ísafirði.

Sigurjón Þórðarson, 30.10.2007 kl. 15:40

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta er víst þrautreyndur jaxl sem ólst upp í Lófóten og svo harður af sér að hann dregur netin á höndum á níutíu föðmum og sér honum enginn bregða.

 Það er eitthvað í svipnum sem minnir á Stjána bláa.

 Svo handheitur er hann sagður að aldrei dregur hann vettlinga á hendur sér en mígur í lófana á vaktaskiptum ef frostbruninn meinar honum að opna neftóbaksdósirnar.

Svo sjókaldur er hann að enginn er sagt að fari með honum tvo róðra á sömu vertíð.

Flestum skipstjórum þar sem hann gerir út frá höfn stendur ógn af þessum manni.

Hann ærist með víni í lok hverrar vertíðar og verður ekki sefaður fyrr en yfir hann hefur verið slegið trolli með hlerum, bobbingalengju og öllu heila klabbinu.

Ég mundi ekki styggja þennan mann með hvatvíslegu efasemdagjálfri.

Árni Gunnarsson, 30.10.2007 kl. 16:21

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Mér virðist af lýsingunni hjá þér Árni, að Mái geti notað fyrirbrigðið....hann var ábyggilega á forhleranum á "Nebbanum" og rotaðist aldrei sjaldnar en tvisvar á vaktinni....En Sigurjón þarf að passa að styggja ekki manninn.....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 30.10.2007 kl. 16:58

5 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ef ég man rétt þá titlaði nefndur Friðbjörn Orri sig sem formann frjálshyggjufélags, eitthvað ? Man ekki hvar ég sá það en mig minnir að apakötturinn hafi verið að skrifa greinar í "Þjóðmál".

Níels A. Ársælsson., 31.10.2007 kl. 06:20

6 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það væri laglegur andskoti að lenda með svona háseta um borð hjá sér. Er ekki málið Nilli að draga larfinn út á sjó og sjá svo hversu digurbarkalega kvikindið tjáir sig á eftir.

Hallgrímur Guðmundsson, 31.10.2007 kl. 07:25

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Á hvaða skipi ert þú Hllgrímur.

Sigurgeir Jónsson, 31.10.2007 kl. 21:45

8 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Á að vera Hallgrímur.

Sigurgeir Jónsson, 31.10.2007 kl. 21:46

9 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ég veit að það þýðir ekki fyrir mig að biðja þig um pláss, vegna gifurlegrar eftirspurnar eftir að komast í í plass hjá þér, en á hvaða skip ætlar þú að draga larfinn, svo notuð séu þín orð. 

Sigurgeir Jónsson, 31.10.2007 kl. 21:53

10 Smámynd: Jens Guð

  Ég hef áreiðanlegar upplýsingar fyrir því að hýsing á klámvef sem hét batman.is hafi fyrir örfáum árum verið rakin heim til þessa drengs.

Jens Guð, 31.10.2007 kl. 22:33

11 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Jens, hann hefur ef til vill gert út á leigukvóta og hefur þess vegna þurft að bjarga sér.  Það væri aldrei að vita nema að Sigurgeir eða þá Halli gætu upplýst okkur frekar um málið.

Sigurjón Þórðarson, 31.10.2007 kl. 22:54

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Skubb

Ath! 

"Formaður Samtaka ungs fólks í sjávarútvegi" , var rétt í þessu að fjarlægja ferilskránna af heimasíðu sinni. 

Að hugsa sér að Morgunblaðið skuli hafa eytt heilum leiðara í þennan joker!!

Sigurður Þórðarson, 31.10.2007 kl. 23:18

13 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sigurgeir, bara svona upp á djókið væri ég tilbúinn að fara eina ferð með guttann á mínum bát. Svarið við spurningu þinni Sigurgeir er á síðunni minni. Auka mannskap hef ég lítið við að gera Sigurgeir, eins og þér ætti að vera fullkunnugt um bera útgerðir sem gerðar eru út á leigukvóta  ekki  marga menn í vinnu. Við leiguliðarnir vinnum þetta einfaldlega sjálfir, það er enginn afgangur fyrir aukamenn. Þannig að þú og aðrir sem eru að leita sér að vinnu verða einfaldlega að leita eitthvað annað. Annars eru þetta merkileg orð  Sigurgeir, vegna gífurlegrar eftirspurnar eftir að komast í í pláss hjá þér. Er ég að leita eftir mönnum? Það hefur alveg farið fram hjá mér. Svona þér til fróðleiks Sigurgeir er næg eftirspurn eftir plássi en það stendur ekki til að bæta við svo einfalt er það. Sigurjón látum Sigurgeir um að upplýsa okkur um málið það er hans sérgrein.

Hallgrímur Guðmundsson, 1.11.2007 kl. 04:45

14 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Viðar þátturinn var í nóvember desember 2006

Sigurjón Þórðarson, 1.11.2007 kl. 15:12

15 Smámynd: Friðbjörn Orri Ketilsson

Sælir félagar

Ég hafði ekki hugmynd um öll þessi skrif hér á moggablogginu um þessi mál.

http://fridbjornorri.blog.is/blog/fridbjornorri/entry/356966/

Friðbjörn Orri Ketilsson, 5.11.2007 kl. 18:34

16 Smámynd: Geir Ágústsson

Ánægjulegt og athyglisvert að fá innlit inn í það sem hluthafar í íslenskum útvegsfyrirtækjum hafa til málanna að leggja í "umræðunni" (þá meina ég ykkur alla sem borgið í lífeyrissjóði sem fitna þegar útvegsfyrirtækjum á hlutabréfamarkaði vegnar vel).

Geir Ágústsson, 6.11.2007 kl. 00:45

17 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Geir staðan er því miður sú að það er ekkert útvegsfyrirtæki eftir á aðallista kauphallarinnar en Vinnslustöðin boðaði að hún ætlaði út af markaði. 

Staðan er virkilega slæm þrátt fyrir áratuga uppbyggingu og besta kerfi í heimi og eitt er víst að helsta vandamál íslensks sjávarútvegs er alls ekki einhver aumur byggðakvóti eins og sumir virðast ætla.

Sigurjón Þórðarson, 6.11.2007 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband