Leita í fréttum mbl.is

Vestfirskir sjómenn gáttađir á Einari Kristni

Nú um helgina hitti ég fjölmarga smábátasjómenn af Norđurlandi og áttu ţeir ţađ sammerkt ađ ţeir hafa enga trú á ráđgjöf Hafrannsóknastofnunar um niđurskurđ á aflaheimildum í ţorski. Ţeir töldu útilokađ ađ veiđa 90 ţúsund tonn í ýsu samanboriđ viđ veiđiheimildir í ţorski upp á 130 ţúsund tonn. Nú verđur örugglega lögđ áhersla á ađ hanna og útbúa veiđarfćri sem sneiđir hjá ţorskinum. Ţađ er fáheyrđ vitleysa ađ vera ađ hanna veiđarfćri sem veiđa ekki.

Nú berast fréttir af ţví vestan af fjörđum ađ einn af stćrri togurum landsmanna, Örfiriseyin, sé ađ skarka lengst inni í Ísafjarđardjúpi og verđi ađ ţví í rúma viku, ţ.e. hamist á hefđbundinni veiđislóđ smábáta. Fréttir herma ađ veriđ sé ađ gera tilraunir međ troll sem sneiđir hjá ţorski. Vestfirskir sjómenn sem hafa haft samband viđ mig kunna ţessum mótvćgisađgerđum sem samţykktar eru sérstaklega af Einari Kristni sjávarútvegsráđherra ekki neinar ţakkir og vildu helst vera lausir viđ ţćr. Hér er um ađ rćđa mikilvćga veiđislóđ sem smábátasjómenn nýta sér ţegar belgingur er í veđrinu, ţá er hćgt ađ fara inn í Djúpiđ ţótt ţeir ţurfi betra veđur til ađ fara út á rúmsjó.

Ţađ er orđiđ löngu tímabćrt ađ taka til endurskođunar alla ţessa fiskveiđistjórnun og gera miklu frekar tilraunir til ađ auka frelsi í greininni í stađ ţess ađ setja stćrstu togara landsins í tilraunaverkefni innfjarđar. 

Í vikunni verđur haldinn ađalfundur LS og reiknađ er međ ađ ţar verđi teknar snarpar umrćđur um málin. Ţađ sem kemur mér á óvart er ađ á dagskrá fundarins er enginn málsmetandi ađili sem hefur haldiđ uppi málefnalegri gagnrýni á líffrćđilegar forsendur núverandi fiskveiđistjórnunar, s.s. Jón Kristjánsson fiskifrćđingur.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Ţorkelsson

Enn og aftur.. ég vill ađ FF beyti sér fyrir ţví ađ krókaveiđar verđi frjálsar.. óháđar kvóta togaranna.

Óskar Ţorkelsson, 15.10.2007 kl. 14:29

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Ţađ ţarf ađ finna einhverja leiđ til ađ ógilda ákvarđanir ţessara vitleysinga, međ sjávarútvegsráđherran í broddi fylkingar, ţetta er óţolandi ástand. 

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 15.10.2007 kl. 16:27

3 Smámynd: Sigurjón Ţórđarson

Nei nei mig var ekki ađ dreyma ţví miđur en smábátafélagiđ Elding er búiđ ađ álykta gegn ţessum rannsóknum Einars K Guđfinnssonar.

Sigurjón Ţórđarson, 15.10.2007 kl. 21:26

4 Smámynd: Sigurjón Ţórđarson

Hér er frétt af Hafró vefnum:

Prófun á lagskiptri botnvörpu

Í kjölfar ákvörđunar um niđurskurđ á aflaheimildum í ţorski á sama tíma og ýsustofn er í hámarki, hefur veriđ mikil umrćđa um vandamál ţví samfara ađ veiđa ýsuna án ţess ađ fá ţorsk sem međafla. Í ţeim tilgangi ađ kanna
möguleika á ađskilnađi ţessara tegunda viđ veiđar voru á tímabilinu febrúar-apríl farnir á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar leiđangrar á togbátnum Gunnbirni frá Bolungavík til ţess ađ prófa lagskipta botnvöpu. Lagskipt botnvarpa er venjuleg botnvarpa međ láréttu netţili sem skiptir vörpubelgnum í efri og neđri hluta, í ţeim tilgangi ađ ađskilja fisktegundir í veiđiferlinu.

Sigurjón Ţórđarson, 15.10.2007 kl. 23:53

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband