16.12.2009 | 23:54
Mun Ármann Þorvaldsson skrifa sögu Samfylkingarinnar?
Ekki er ég viss um að ég eigi eftir að lesa bók Ármanns Þorvaldssonar, Ævintýraeyjuna, enda hef ég ekki lyst á að koma við bókina, hvað þá meira. Ekki ráða þar eingöngu fordómar heldur hef ég ekki komist hjá því að kynnast höfundi og efni bókarinnar í gegnum fjölmörg viðtöl, m.a. á Útvarpi Sögu.
Höfundur bókarinnar talar um efnahagsglæpina sem hann framdi gegn Íslendingum af þvílíkri léttúð að hann virðist ekki gera sér nokkra grein fyrir ábyrgð sinni í því að koma órorði á þjóðina og koma henni á vonarvöl. Hann hljómar svona nett eins og fjöldamorðingi sem segir að glæpirnir hafi verið áhugaverðir og skemmtilegir á sínum tíma sem nú er liðinn og komin eru önnur verkefni inn á sitt borð, m.a. þau að sinna ritstörfum og öðru skemmtilegu.
Í ljósi furðulegra samninga Samfylkingarinnar við þá sem ollu hruninu er alls ekki útilokað og jafnvel talsverðar líkur til þess að sagnfræðingurinn Ármann Þorvaldsson leggi fyrir sig ritstörf og skrifi sögu Samfylkingarinnar. Á þeim bænum er víst nokk sama hvaðan gott kemur.
16.12.2009 | 00:38
Væri Ísland betur komið í enn einni betliröðinni
Fjárhagsstaða landsins er ekki góð þrátt fyrir að reiknimiðlar Samfylkingarinnar og Egils Helgasonar s.s. Vilhjálmur Þorsteinsson reikni fjárhagsstöðuna allgóða.
Helsta leið sumra út úr þröngri stöðu er að ganga inn í Evrópusambandið þrátt fyrir að með inngöngunni væri þjóðin að afsala sér ákvörðunarrétti um hvað væri veitt árlega í úr nytjastofnum þjóðarinnar. Ef þjóðin væri í Evrópusambandinu þá væri nú þessa daganna verið að véla um það í Brussel hversu marga þorska mætti veiða úr hafinu við strendur landsins á næsta ári. Íslenskir hagsmunaaðilar lægju þá væntanlega í betliröð í Brussel til að þrýsta á um við yfirvaldið í Brussel að fá að draga björg í bú.
Núna eiga þá Íslendinga a.m.k. þá von að hægt sé að auka veiðiheimildir til þess að draga landið út úr kreppunni þ.e. ef Vinstri grænir sjá ljósið.
15.12.2009 | 00:11
Vinstri grænir veitast að bágstöddum í skjóli ólaga
Það hefur ekki farið framhjá neinum að í aðdraganda jóla hafa margir viljað láta eitt og annað af hendi rakna til þeirra sem hafa lítið sem ekki neitt til hnífs og skeiðar. Nú bar svo við að trillukarlar buðust til þess að sækja fisk í sameiginlega auðlind þjóðarinnar og láta afraksturinn renna í hjálparstarf.
Í stað þess að kýla á gott mál fór þingflokkur Vg í kerfi og þóttist ekki geta veitt heimild til þess að trillukörlum gætu rétt bágstöddum hjálparhönd. Hver var fyrirslátturinn? Jú, ólögin sem Vg þóttust ætla að breyta á meðan flokkurinn var í stjórnarandstöðu. Túlkun stjórnvalda á lögum um stjórn fiskveiða hefur í gegnum tíðina gengið þvert á markmið þeirra um að um sameign þjóðarinnar sé að ræða og að taka eigi tillit til byggðasjónarmiða. Það hefur ekki orðið breyting á því þó svo að Vinstri grænir séu komnir í sjávarútvegsráðuneytið. Að vísu hefur sjávarútvegsráðherra lagt fram frumvarp um örlitla tilslökun á ólögunum sem flokkurinn virðist þó ekki fylgja mjög eftir í þinginu.
Framganga Vg er sérlega ómerkileg í ljósi þess að þingmennirnir Jón Bjarnason, Atli Gíslason og Ögmundur Jónasson fluttu þingsályktunartillögu á sínum tíma um breytta stjórn fiskveiða í samræmi við úrskurð mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.
Núna þegar þremenningarnir eru komnir í stjórn virðast þeir allir sem einn sætta sig við áframhaldandi mannréttindabrot.
13.12.2009 | 14:58
Skuldastaða Íslands hjá Agli
Það er orðið löngu tímabært að það verði alvarleg og yfirveguð umræða um skuldastöðu þjóðarinnar og hvort að sú leið sem ríkisstjórnin og AGS hafa markað sé fær. Í Silfri Egils sýndi Gunnar Skúli Ármannsson með einföldum og hófsömum hætti að dæmið sem AGS setti upp gengi ekki upp.
Í seinni hluta þáttarins kom fram einn helsti viðskiptafélagi Björgólfs Thors, Vilhjálmur Þorsteinsson ,,fjárfestir", og var boðskapur hans sá að koma því til skila að eftir afskriftir verði skuldir hins opinbera viðráðanlegar. Það er engu líkara en að Vilhjálmur hafi tekið það upp hjá sjálfum sér að afskrifa drjúgan hluta af skuldum þjóðarinnar þar sem tölurnar sem hann byggir sínar ályktanir á eru umtalsvert lægri en þær sem AGS hefur til grundvallar. Ekki verður sagt um Vilhjálm að hann taki alltaf að sér auðveld verkefni en hann varði drjúgum tíma sínum fyrir nokkru í að réttlæta REI-rugl Orkuveitu Reykjavíkur.
Ég hefði talið fara betur á því ef þáttarstjórnandi hefði haft saman lækninn Gunnar Skúla sem lagði fram delluplön AGS og Steingríms J. og síðan helsta talnaspeking Samfylkingarinnar sem virðist trúa því að hægt sé að tala niður skuldir þjóðarbúsins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
10.12.2009 | 15:47
Aumingja Sjálfstæðisflokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn er í brjóstumkennanlegri stöðu en hann hefur hleypt af stokkunum nýrri herferð gegn skattahækkunum ríkisstjórnar VG og Samfylkingar. Þó að skattahækkanastefna VG og Samfylkingar sé dæmd til að mistakast kemur gagnrýni Sjálfstæðisflokksins úr allra hörðustu átt því að flokkurinn sá jók skatta gríðarlega í sinni tíð þannig að hlutur hins opinbera af þjóðarframleiðslunni varð miklum mun hærri undir lok valdatíðar hans en í upphafi.
Það er líka spurning hvers vegna verið sé að hækka skatta. Er það ekki til að borga kúlulánin og óstjórnina á síðustu árum sem margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins eiga beinan þátt í , m.a. formaður þingflokks sjálfstæðismanna?
Sjálfstæðisflokkurinn þarf að fara í allsherjarendurskoðun og það væri miklu nær að flokkurinn beitti sér fyrir auknu frelsi til fiskveiða og meiri tekjuöflunar samfélagsins.
7.12.2009 | 02:03
Steingrímur J. hlýtur að íhuga afsögn
Leki Wikileaks staðfestir að ríkisstjórn Vg og Samfylkingar blekkti þjóð og þing um stöðu Icesves málsins. Það sem gerir málið grafalvarlegt er að leyndinni var ætlað að hafa bein áhrif á úrslit Alþingiskosninganna sl. vor. Fyrir kosningarnar benti Frjálslyndi flokkurinn margsinnis á að gríðarlegar vaxtagreiðslur ríkissjóðs auk boðun stóraukinna útgjalda væri dæmi sem ekki gengi upp. Stjórnmálaflokkar sem héldu því fram væru annað hvort í afneitun eða beittu blekkingum. Hið síðarnefnda reyndist rétt - Stjórnvöld blekktu kjósendur.
Ráðherrar sem hafa orðið uppvísir af vísvitandi blekkingum hljóta að velta fyrir sér stöðu sinni.
![]() |
Icesave-póstar á Wikileaks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.12.2009 | 14:16
Ögmundur líttu þér nær
Ögmundur Jónasson hneykslast réttilega á því að "vinaþjóðir" okkar á Norðurlöndunum séu að skrúfa upp vexti í gegnum Norrænafjarfestingabankann NIB vegna þess hve íslenskir lántakendur s.s. sveitarfélög og orkufyrirtæki standa illa.
Það væri ekki úr vegi fyrir Ögmund að velta því fyrir sér hvernig íslensk stjórnvöld fara með illa stödd fyriritæki en þeim er boðið upp á gríðarlega háa vexti í ríkisbönkunum og ef þau eru vandræðum með að standa skil á gjöldum til hins opinbera í kreppunni s.s. VSK þá falla á gjöldin sérstakt 10% refsiálag ef greiðsla skilar sér ekki innan 10 daga og þar að auki dráttarvextir.
Allt er innheimt með hörðum aðgerðum þar sem alls staðar fellur til mikill kostnaður. Að ríkinu undanskyldu, þá gæti ég trúað að lífeyrissjóðirnir gangi fram með næst mestri hörku gagnvart fyrirtækjum en sjóðirnir eiga endurkröfurétt á ríkið.
Heggur sá er hlífa skyldi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.12.2009 | 13:05
Forsenda skilnings útlendinga
Hrunið á Íslandi hefur ekki einungis bitnað á íslenskum almenningi, heldur einnig fjárhag erlendra sparifjáreigenda, sveitarfélaga og líknarfélaga sem hafa tapað gríðarlegum upphæðum, mörg þúsund milljörðum, á íslensku bankabófunum, ónýtu eftirlitskerfi og andvaralausum og/eða spilltum stjórnmálamönnum.
Það er ljóst í mínum huga að við getum ekki staðið undir þeim byrðum sem verið er að leggja á þjóðfélagið, m.a. með Icesave-samfélaginu og í þess stað þurfum við að leita skilnings meðal annarra þjóða á stöðu okkar. Það er útilokað að nokkur taki undir málstað okkar nema við gerum hreint fyrir okkur dyrum. Það gengur ekki að vera áfram með kúlulánaþega og Icesave-ráðherra sem gabbaði sparifjáreigendurá þingi, þjóna bankabófanna í bönkunum og sem aðstoðarmenn ráðherra. Sömuleiðis er fáheyrt að hrunsmenn stjórni enn stærstu fjölmiðlum landsins og séu jafnframt í atvinnuuppbyggingu með stjórnvöldum.
Steingrímur J. og Jóhanna hafa ekki haft dug til að hreinsa til í samfélaginu, heldur virðast þau treysta á að hægt sé að byggja upp á fúnum stoðum.
Enginn útlendingur getur tekið mark á stjórnvöldum sem hegða sér svona og þeir koma heldur ekki með fjármagn inn í landið. Það er ekkert verið að gera til að rétta skútuna við, t.d. með því að sækja peningana þar sem þeir halda til.
4.12.2009 | 13:57
Steingrímur J. og AGS minna æ meira á bankabófana
Fjármálaráðherrann Steingrímur J. Sigfússon er vanur að hafa hlutina alveg á kristaltæru, hvort sem hann vill greiða Icesave eða ekki og sömuleiðis hvort sem hann vill koma Alþjóðagjaldeyrissjóðnum úr landi eða hengja sig í hann sem bjarghring. Það er helst að það vefjist eitthvað fyrir Steingrími hvort hann vill inn í ESB, en hann vill þó alltént sækja um til þess að sjá hvað sjoppan býður upp á.
Þegar fjármálaráðherra er síðan spurður út í hvað þjóðin og hið opinbera skuldar í útlöndum vefst honum hins um tönn við að segja satt og rétt frá. Á sama tíma vefst það hins vegar ekki fyrir Steingrími að húðskamma þá sem birta mjög varfærið mat á skuldastöðunni.
Með Steingrími í þessum ljóta leik að halda réttum upplýsingum frá þjóðinni eru síðan sérfræðingar AGS sem svara í véfréttastíl þegar talið berst að skuldum landsmanna. Þetta verklag Steingríms J. og AGS minnir æ meira á tölufals bankabófanna sem vantöldu skuldir og ofmátu eignir um hundruð milljarða, til þess að geta slegið enn meira lán.
![]() |
Alvarlegar dylgjur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.12.2009 | 20:09
Kerfið ver mannréttindi lítilmagnans Jóns Ásgeirs
Íslenska réttarkerfið virðist bregðast hratt og örugglega við þegar óljósar fréttir utan úr heimi berast af því að mögulega geti málsmeðferð Baugsmála brotið í bága við úrskurð Mannréttindadómstóls. Settur umboðsmaður Alþingis og fyrrum háskólakennarinn hefur ritað bréf vegna málsins og er ekkert nema gott um það að segja að kerfið reyni að verja lítilmagnann Jón Ásgeir sem sótt er að úr öllum áttum og hefur sjálfur sagst reiðubúinn að vinna á lyftara.
Þetta er ólíkt viðbrögðunum þegar mannréttindanefndin gaf út bindandi álit um að bæta tveimur sjómönnum sem mannréttindi hafa verið brotin á en þá sá forseti lagadeildar HÍ sérstaka ástæðu til að draga gildi álitsins í efa, og fleiri innan kerfisins þyrluðu upp moldviðri til að hægt væri að líta framhjá nauðsyn þess að lagfæra siðferðilega og fjárhagslega gjaldþrota kerfi í sjávarútvegi.
Öreigaleiðtoginn Steingrímur Sigfússon hefur ekki mátt vera að því að bæta viðkomandi sjómönnum í samræmi við álitið enda hefur kallgreyið verið á fullu í afskriftum og leynimakki til þess að bjarga því sem bjarga verður.
Bloggvinir
-
Helga Þórðardóttir
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Jens Guð
-
Hallgrímur Guðmundsson
-
Ásta Hafberg S.
-
Jóhann Elíasson
-
Aðalheiður Ámundadóttir
-
Óskar Helgi Helgason
-
Georg Eiður Arnarson
-
Óskar Þorkelsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Hallur Magnússon
-
Sigurður Þórðarson
-
Gunnlaugur B Ólafsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Katrín
-
Þarfagreinir
-
Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
-
Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
-
Hallgrímur Óli Helgason
-
Jón Kristjánsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Jón Valur Jensson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Halla Rut
-
Ingólfur Þór Guðmundsson
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Guðrún Þóra Hjaltadóttir
-
J. Einar Valur Bjarnason Maack
-
ragnar bergsson
-
Bjarni Harðarson
-
Rannveig Þorvaldsdóttir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
erlahlyns.blogspot.com
-
Agný
-
Guðjón Ólafsson
-
Einar Ben
-
Jón Aðalsteinn Jónsson
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Ólafur Björn Ólafsson
-
Halldór Jónsson
-
Elvar Atli Konráðsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Guðjón Sigþór Jensson
-
Helgi Már Barðason
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Víðir Benediktsson
-
Valgerður Sigurðardóttir
-
Jens Sigurjónsson
-
Vestfirðir
-
Sigurður Ásbjörnsson
-
Jón Magnússon
-
Viðar Friðgeirsson
-
Axel Jóhannes Yngvason
-
Svava S. Steinars
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Quackmore
-
Árni "Gamli" Einarsson
-
Haukur Már Helgason
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Heiða Þórðar
-
Steingrímur Ólafsson
-
Vefritid
-
Ársæll Níelsson
-
S. Einar Sigurðsson
-
Rannveig H
-
Gísli Gíslason
-
Bjarni Kjartansson
-
Steingrímur Helgason
-
Fiðrildi
-
Baldur Fjölnisson
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Félag Ungra Frjálslyndra
-
Hanna
-
Sverrir Stormsker
-
Ottó Marvin Gunnarsson
-
gudni.is
-
Einar Vignir Einarsson
-
Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
-
Valgerður Halldórsdóttir
-
Guðmundur Jónas Kristjánsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Jóhann Kristjánsson
-
Oddur Helgi Halldórsson
-
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
-
María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
-
Grétar Rögnvarsson
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Róbert Guðmundur Schmidt
-
Steinn Hafliðason
-
Landssamband ungra frjálslyndra
-
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
-
Þórir Aðalsteinsson
-
Vilborg Traustadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Sævar Einarsson
-
Ketilás
-
Ómar Pétursson
-
Eyþór Grétar Grétarsson
-
FF
-
Jón Þór Bjarnason
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Árnason
-
Alexander Kristófer Gústafsson
-
Róbert Tómasson
-
Landvernd
-
ThoR-E
-
Haraldur Baldursson
-
Sigurður Jón Hreinsson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
busblog.is
-
Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Svanhildur Karlsdóttir
-
Gísli Birgir Ómarsson
-
Árni Árnason
-
Grétar Mar Jónsson
-
Perla
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Irma Þöll
-
Skattborgari
-
Gulli litli
-
Jón Snæbjörnsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
-
Mál 214
-
Bullukolla
-
kreppukallinn
-
hreinsamviska
-
Arinbjörn Kúld
-
Orgar
-
Guðjón Baldursson
-
Gunnar Þór Gunnarsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Gunnar Björn Björnsson
-
Haraldur Hansson
-
Þórólfur S. Finnsson
-
Birna Steingrímsdóttir
-
Gestur Guðjónsson
-
Jónas Rafnar Ingason
-
Stríða
-
Götusmiðjan
-
Brynja skordal
-
Haraldur Bjarnason
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Ásta
-
Markús frá Djúpalæk
-
Jörundur Garðarsson
-
MIS
-
Þorsteinn H. Gunnarsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
S Kristján Ingimarsson
-
Bryndís Haraldsdóttir
-
Þórður Björn Sigurðsson
-
Magnús Kristjánsson
-
Bergur Sigurðsson
-
Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
-
Heimssýn
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Óskar Arnórsson
-
Sigurbjörn Svavarsson
-
Árni Davíðsson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Árelíus Örn Þórðarson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Guðrún Katrín Árnadóttir
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
L.i.ú.
-
Rafn Gíslason
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Samtök Fullveldissinna
-
Vaktin
-
Arnar Guðmundsson
-
Lárus Baldursson
-
Sveinn Elías Hansson
-
Þórarinn Baldursson
-
Kjartan Magnússon
-
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
-
Berglind Steinsdóttir
-
Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
-
BJÖRK
-
Björn Emilsson
-
Dagný
-
Dominus Sanctus.
-
Friðgeir Sveinsson
-
Guðmundur Ásgeirsson
-
Guðmundur Pálsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Jón Þórhallsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ragnar Stefán Rögnvaldsson
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Stefán Júlíusson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Sveinn Björnsson
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007