Leita í fréttum mbl.is

Vinstri grænir veitast að bágstöddum í skjóli ólaga

Það hefur ekki farið framhjá neinum að í aðdraganda jóla hafa margir viljað láta eitt og annað af hendi rakna til þeirra  sem hafa lítið sem ekki neitt til hnífs og skeiðar. Nú bar svo við að trillukarlar buðust til þess að sækja fisk í sameiginlega auðlind þjóðarinnar og láta afraksturinn renna í hjálparstarf. 

Í stað þess að kýla á gott mál fór þingflokkur Vg í kerfi og þóttist ekki geta veitt heimild til þess að trillukörlum gætu rétt bágstöddum hjálparhönd. Hver var fyrirslátturinn? Jú, ólögin sem Vg þóttust ætla að breyta á meðan flokkurinn var í stjórnarandstöðu. Túlkun stjórnvalda á lögum um stjórn fiskveiða hefur í gegnum tíðina gengið þvert á markmið þeirra um að um sameign þjóðarinnar sé að ræða og að taka eigi tillit til byggðasjónarmiða. Það hefur ekki orðið breyting á því þó svo að Vinstri grænir séu komnir í sjávarútvegsráðuneytið. Að vísu hefur sjávarútvegsráðherra lagt fram frumvarp um örlitla tilslökun á ólögunum sem flokkurinn virðist þó ekki fylgja mjög eftir í þinginu. 

Framganga Vg er sérlega ómerkileg í ljósi þess að þingmennirnir Jón Bjarnason, Atli Gíslason og Ögmundur Jónasson fluttu þingsályktunartillögu á sínum tíma um breytta stjórn fiskveiða í samræmi við úrskurð mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.   

Núna þegar þremenningarnir eru komnir í stjórn virðast þeir allir sem einn sætta sig við áframhaldandi mannréttindabrot.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Sigurjón; æfinlega !

Í þessu máli - einu og sér; sannar Asparvíkur Jón, hversu lítill karl hann er, hið ytra; sem innra, helvízkur þrællinn.

Með; hinum beztu kveðjum, í Skagafjörð norður - úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 01:17

2 identicon

Vg ætla ekkert að gera til að laga kvótamál hér á Íslandi.Kveðja til þín.

Guðrún Hlín (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband