Leita í fréttum mbl.is

Forsenda skilnings útlendinga

Hrunið á Íslandi hefur ekki einungis bitnað á íslenskum almenningi, heldur einnig fjárhag erlendra sparifjáreigenda, sveitarfélaga og líknarfélaga sem hafa tapað gríðarlegum upphæðum, mörg þúsund milljörðum, á íslensku bankabófunum, ónýtu eftirlitskerfi og andvaralausum og/eða spilltum stjórnmálamönnum.

Það er ljóst í mínum huga að við getum ekki staðið undir þeim byrðum sem verið er að leggja á þjóðfélagið, m.a. með Icesave-samfélaginu og í þess stað þurfum við að leita skilnings meðal annarra þjóða á stöðu okkar. Það er útilokað að nokkur taki undir málstað okkar nema við gerum hreint fyrir okkur dyrum. Það gengur ekki að vera áfram með kúlulánaþega og Icesave-ráðherra sem gabbaði sparifjáreigendurá þingi, þjóna bankabófanna í bönkunum og sem aðstoðarmenn ráðherra. Sömuleiðis er fáheyrt að hrunsmenn stjórni enn stærstu fjölmiðlum landsins og séu jafnframt í atvinnuuppbyggingu með stjórnvöldum.

Steingrímur J. og Jóhanna hafa ekki haft dug til að hreinsa til í samfélaginu, heldur virðast þau treysta á að hægt sé að byggja upp á fúnum stoðum.

Enginn útlendingur getur tekið mark á stjórnvöldum sem hegða sér svona og þeir koma heldur ekki með fjármagn inn í landið. Það er ekkert verið að gera til að rétta skútuna við, t.d. með því að sækja peningana þar sem þeir halda til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er hárrétt hjá þér Sigurjón.  Við höfum ekki enn læitið í okkar eiginn rann.  Á meðan við viðurkennum ekki okkar eigin mistök og tökum ekki á glæpunum/glæpamönnunum þá er ekki von á því að okkur verði réttur bjarghringur.  Það sést ágætlega á viðbrögðum þeirra þjóða sem við höfum til þessa kallað vinaþjóðir.

Ég er hræddur um að það einfaldlega gangi ekki upp að hafna icesave eins og mál standa. Málið er að ríkisstjórn Geirs H. Haarde var búinn að marg lýsa yfir greiðsluvilja og greiðslugetu íslenska ríkisins. Þau voru algerlega réttmæt kjörin og óskorað ríkisvald íslands á þeim tíma er það ekki?

Eins og staðan er í dag jafngildir höfnun á icesave uppsögn EES samningsins og jafnfram geta menn gleymt inngöngu í ESB. EES samningurinn er í raun löngu fallinn og erum við einungis með þann samning í gildi vegna þess að esb þjóðirnar bíða átekta en vilja ekki enn henda þjóð í vanda úr samfélagi esb þjóðanna. Gerumst við ósannindamenn gagnvart alþjóðlegum og margviðurkenndum skyldum okkar mun þolinmæði þeirra bresta. Með höfnun á margítrekuðum og undirskrifuðum samningum erum við því að festa okkur í sessi sem ósannindaþjóð.  NotaBene ein aðalstoð EES samningsins er frjáls för fjármagns. Slíku er varla til að dreifa með gjaldeyrishöftunum alræmdu.  Er eðlilegt að ætlast til að fá að halda EES samningunum í gildi við slík skilyrði og telja menn að esb þjóðirnar sætti sig við að hafa slíkt vandræðabarn innan sinna raða?

Við skulum gera okkur grein fyrir einu, eftir sjö ár verða nýir valdhafar í evrópu. Líkur eru á því að verði íslendingar ekki borgunarmenn fyrir icesave á þeim tíma þá munu okkur sennilega standa opnar dyr hjá þessum þjóðum til viðræðna um þær skuldir verðum við yfir höfuð enn í samfélagi þeirra þjóða. Eins og staðan er í dag geta þessar þjóðir ekki gefið okkur þetta eftir í dag enda myndi slíkt kalla á gríðarlega reiði innan þeirra landa enda ósanngjarnt með afbrigðum. Það voru NB við sem fórum ránshendi og stálum sparifé þeirra með algeru samþykki íslenskra stjórnvalda sem og eftirlitsstofnanna okkar. Síðast í maí 2008 fór síðasta sendinefndin frá íslandi til að sannfæra erlend ríki um greiðslugetu og vilja íslenskra stjórnvalda.

Við höfum það val í dag að samþykkja icesave og setja stefnuna á esb ellegar að segja okkur frá EES og jafnframt á algera einangrun þjóðarinnar. Þjóðinni myndi fækka allverulega við þetta og myndi breytast í verstöð. Ef það er sú framtíð sem menn sjá fyrir landið þá verður svo að vera en þá verð ég í hópi þeirra sem kjósa með fótunum.

Óvinir Íslands eru ekki Bretar og Hollendingar. Óvinir Íslands eru þeir sem skuldsettu þetta land nær til ólífis og stálu sparifé vinaþjóða okkar í skjóli okkar fyrrum góða nafns. Fyrir það höfum við ekki einu sinni haft manndóm til þess að biðjast afsökunar á.

Þórður Áskell Magnússon (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 13:27

2 identicon

Þórður, þótt ég virði þitt viðmið þá vil ég segja að það voru EKKI við sem fórum rænandi grandalausan evrópskan almenning !!

Ég skil samt reiði þessa hóps, því vissulega væri þetta ómögulegt hjá bankaruplurunum okkar ef Íslensk stjórnvöld hefðu ekki spilað með.

En VIÐ rændum engu.. ENGU !!

Það er ekki réttlátt að þjóðerni mitt geri mig að glæpamanni !! Allar þjóðir eiga sína svörtu sauði en sem betur fer dæmir venjulega gefið fólk ekki landa þeirra meðseka.

Bretar og Hollendingar eru ekki beint óvinir okkar.. en sannarlega hafa þeir ekki gert þjóð okkar skrefin léttari, sérstaklega breska ljónið.

runar (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 14:31

3 identicon

Að sjálfsögðu rændir þú engu Rúnar, ekki frekar en ég.  Það breytir ekki þeirri staðreynd að á það verður ekki litið i augum þessarra þjóða.  Alveg eins og það voru ekki ALLIR þjóðverjar sem studdu nasismann þá er þjóðin dæmd af verkum þeirra sem með völdin fóru.  Í þessu sambandi er vert að minnast þess að þessar sömu þjóðir og nú gjalda fyrir afglöp íslenskra (ó)ráðamanna nánast grátbáðu íslensk stjórnvöld að bregðast við.  Á það var ekki hlustað og nánast gert grín af þeim.  Digurbarkalegar yfirlýsingar gefnar út um skuldleysi ríkissjóðs og stærð/getu tryggingarsjóða bankanna og ríkisins til þess að standa undir öllu saman ef "svo ótrúlega vildi til að bankakerfið færi á hausinn" svo vitnað sé í þá sjalfa.

Nú vil ég ekki borga þennan risa reikning fremur en þú.  Ég tel hinsvegar líklegra að hægt sé að semja sig undan greiðslunum eftir sjö ár fremur en nú.  Ástæðan er meðal annars að þá liggur greiðslugeta okkar væntanlega fyrir (sem verður sennilega mjög lítil) og það sem sem skiptir mestu máli - aðalleikararnir verða aðrir.  Nú eru þeir sem vöruðu okkur við að semja við sjálft  hrunafólkið.  Finnst ykkur það líklegt til  góðrar niðurstöðu?  Hvernig myndir þú sjálfur bregðast við værir þú þegn Bretlands, Hollands eða Þýskalnds ef þú heyrðir að búið væri að skera hrunafólkið á íslandi niður úr snörunni á sama tíma og ekki er búið að handtaka neinn eða gera neitt upp?

Ég er alveg jafn ósáttur við að greiða icesave og allir hinir en ég geri mér grein fyrir því að afleiðingarnar af því að skrifa ekki undir núna geta orðið ógnvænlegar, uppsögn ees samningsins og elger einangrun þjóðarinnar á alþjóðavettvangi.  Stundum er betra að velja minnst vonda kostinn og vona að það komi betri tíð með blóm í haga.  Þá skulum við líka vona að nýjir valdhafar í Evrópu sjái aumur á vesalingum í norðri sem eru með allt niðrum sig og semji við okkur þá.  Að gera kröfu um góða samnnga nú er jafn ólíklegt og að gerðir hefðu verið góðir Versalarsamningar.  Menn eru okkur enn mjög reiðir og hafa ríka ástæðu til.

Þórður Áskell Magnússon (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 15:09

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég er sammála þér Sigurjón, að það er vont mál að Samfylkingarliðið sjái ekkert rangt við að hrunsliðið sitji sem fastast.  En vandinn er innbyggður í stjórnarfarið og ekkert mun breytast fyrr en þjóðin hefur sett sér nýja samfélagssátt.  En ef marka má stjórnmálaumræðuna þá er engin iðrun merkjanleg hjá hrunverjum og engin von um siðvæðingu viðskiptalífsins.  Það hefur stundum verið sagt í gamni að síðasta úrræði til að koma á breytingum sé að skipta um þjóðina og það er það sem rætist þegar við verðum innlimuð í ESB

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.12.2009 kl. 15:48

5 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Þórður, með hvaða rökum eigum við að samþykkja að borga eitthvað sem við getum ekki borgað.Hvað fær þig til að halda að Bretar og Hollendingar muni setja skulabréfið í tætarnn. Það er ekki búið að hræða mig út í horn af Samfylkingunni og ég er ekki með neitt samviskubit. Ég legg til að góðhjartaðir Íslendingar stofni hóp sem kallar sig borgunarmenn Icesave og sleppi okkur hinum sem ekki viljum vera með.

Helga Þórðardóttir, 6.12.2009 kl. 01:16

6 identicon

Íslenski valdakerfi(fjórflokkurinn) hefur verið vettvangur spilltra skriffinna,ævintýramanna og klækjarefa, sem allir höfðu aðeins eitt sameiginlegt - fégræðgi,ræna íbúa landsins sem og aðra þjóðir vísvitandi .Hver vill eiga viðskipti við þetta lið?????????? Illur fengur,illa forgengur.

Ludvik (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband