Leita í fréttum mbl.is

Væri Ísland betur komið í enn einni betliröðinni

Fjárhagsstaða landsins er ekki góð þrátt fyrir að reiknimiðlar Samfylkingarinnar og Egils Helgasonar s.s. Vilhjálmur Þorsteinsson reikni fjárhagsstöðuna allgóða. 

Helsta leið sumra út úr þröngri stöðu er að ganga inn í Evrópusambandið þrátt fyrir að með inngöngunni væri þjóðin að afsala sér ákvörðunarrétti um hvað væri veitt árlega í úr nytjastofnum þjóðarinnar.  Ef þjóðin væri í Evrópusambandinu þá væri nú þessa daganna verið að véla um það í Brussel hversu marga þorska mætti veiða úr hafinu við strendur landsins á næsta ári. Íslenskir hagsmunaaðilar lægju þá væntanlega í betliröð í Brussel til að þrýsta á um við yfirvaldið í Brussel að fá að draga björg í bú.

Núna eiga þá Íslendinga a.m.k. þá von að hægt sé að auka veiðiheimildir til þess að draga landið út úr kreppunni þ.e. ef Vinstri grænir sjá ljósið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

NÚ, þú ert sem sagt kominn með samningsdrögin! Það eru margir glöggir hér á landi, það verð ég að segja. Hvar voru þessir glöggu menn og konur fyrir hrunið eiginlega? Ég bara spyr.

Viðar Baldursson (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 16:08

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Viðar, það er hægt að ganga frá því sem vísu að ferlið sem ákvarðar árlegan heildarafla á Íslandi við inngöngu verður svipað og á öðrum svæðum sambandsins.  Ég hvet þig til að skoða tengilinn á greininni en þar er ágæt samantekt á því ferli sem notað er við ákvörðun heildarafla sambandsins.

Hvað varðar talið um glögga menn þá vil ég minna á að það voru þó nokkrir sem börðust gegn skuldsetningu þjóðarbúsins, einkavinavæðingunni og kvótakerfinu fyrir hrun m.a. ég en það var nokkuð snúið að eiga við peninga eða réttara sagt skuldaöflinn á fjölmiðlum og víðar sem vildu fá að auka ferðina á þeirri feigðarför sem samfélagið hefur verið á síðasta áratuginn.

Sigurjón Þórðarson, 16.12.2009 kl. 16:41

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Viðar, kynntu þér Evrópusambandið, Stjórnarskrá sambandsins og sameiginlega sjávarútvegsstefnu þess.

Hjörtur J. Guðmundsson, 16.12.2009 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband