Leita í fréttum mbl.is

Steingrímur J. og AGS minna æ meira á bankabófana

Fjármálaráðherrann Steingrímur J. Sigfússon er vanur að hafa hlutina alveg á kristaltæru, hvort sem hann vill greiða Icesave eða ekki og sömuleiðis hvort sem hann vill koma Alþjóðagjaldeyrissjóðnum úr landi eða hengja sig í hann sem bjarghring. Það er helst að það vefjist eitthvað fyrir Steingrími hvort hann vill inn í ESB, en hann vill þó alltént sækja um til þess að sjá hvað sjoppan býður upp á.

Þegar fjármálaráðherra er síðan spurður út í hvað þjóðin og hið opinbera skuldar í útlöndum vefst honum hins um tönn við að segja satt og rétt frá.  Á sama tíma vefst það hins vegar ekki fyrir Steingrími að húðskamma þá sem birta mjög varfærið mat á skuldastöðunni.

Með Steingrími í þessum ljóta leik að halda réttum upplýsingum frá þjóðinni eru síðan sérfræðingar AGS sem svara í véfréttastíl þegar talið berst að skuldum landsmanna. Þetta verklag Steingríms J. og AGS minnir æ meira á tölufals bankabófanna sem vantöldu skuldir og ofmátu eignir um hundruð milljarða, til þess að geta slegið enn meira lán.


mbl.is Alvarlegar dylgjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Hann er leppur Jóhönnu...og það hafa allir gert sér grein fyrir því.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.12.2009 kl. 14:30

2 identicon

Í mínum huga er akkuert enginn munur á okkar íslensku bankaræningjum & starfsemi AGI.  Okkar bankaeigendur & stjórendur voru í raun stærstu bankaræningjar Evrópu, en AGI sérhæfir sig í því að ræna þjóðir út um allan heim.  Lygar & blekkingar eru þau verkfæri sem þeir kunna að nota...!  Það hjálpar AGI gríðarlega þegar verkstjórn í viðkomandi löndum er í molum, en verkstjórn Heilögu Jóhönnu & SteinFREÐS hefur verið til skammar allan tímann.  AGI á ekki í neinum erfiðleikum með að spila á þau skötuhjú, enda stíga þau því miður ekki í vitið.  Þeirra tími er svo sannarlega liðin og það eina gáfulega sem þau tvö geta gert í stöðunni er að HÆTTA afskiptum af stjórnvöldum.  Þau gera ekkert gagn fyrir land & þjóð, en mikið ógagn.

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 20:42

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Góður! ´Steingrímur vill sjá hvað sjoppan bíður upp á.
     Kjósendur hans heyrðu hvað hann bauð upp á.
         Á kristaltæru?

Helga Kristjánsdóttir, 5.12.2009 kl. 01:54

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Það skilur himinn og haf milli þeirra sem höfðu hag af hruninu, annað hvort fyrir eða á eftir og Steingrími hins vegar.

Hvernig fólk leyfir sér að skrifa og taka svona djúpt í árina, finnst mér stundum vera ámælisvert.

Finnst ykkur rétt að hengja bakara fyrir smið?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 5.12.2009 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband