Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012
31.3.2012 | 10:14
Vill Jóhannna Sigurðardóttir láta gott af sér leiða?
Á fundi í Grasrótarmiðstöðinni mun ég fjalla um ný frumvörp ríkisstjórnarinnar um stjórn fiskveiða. Með þeim er verið að festa í sessi óréttlátt kerfi sem hefur reynst afar illa. Kerfið sem "Norræna Velferðarstjórnin" vill festa í sessi kemur beint úr hugmyndasmiðju útópískri hagfræðistefnu nýfrjálshyggjunnar.
Það er búið að reyna kerfið síðustu áratugina og er niðurstaðan einfaldlega hræðileg og eru afleiðingarnar m.a.: minni afli, aukinn eftirlitskostnaður, skuldsetning og svindl.
Í stað þess að vera að böðlast með alvond frumvörp í gegnum þingið sem margir stjórnarþingmenn hafa miklar efasemdir um, þá gæti hún auðveldlega komið með einfaldar breytingar á stjórn fiskveiða sem efldu strax hag þjóðarinnar.
Í fyrsta lagi að fiskur fari uppboðsmarkað en það myndi strax hækka tekjur sjómanna og hafna og leiða til aukinna skatttekna ríkisins. Skilvirk og sanngjörn verðlagning á fiski yrði örugglega til þess að taka fyrir svindlið á gjaldeyrishöftunum sem Samherji er augljóslega að stunda. Með þessari aðferð er ekki hægt að segja að það sé verið að taka eitt né neitt af neinum heldu fá allir útgerðarmenn hæsta verð á hverjum tíma.
Í öðru lagi þá gæti ríkisstjórnin gefið handfæraveiðar alfrjálsar í sumar en það myndi örugglega lyfta brúninni á mörgum í sjávarbyggðunum hringinn í kringum landið. Útilokað er að ætla að mögulegt sé að stunda eitthvað sem kallast ofveiði með nokkrum krókum.
Í þriðja lagi þá þarf að fara yfir núverandi ráðgjöf og auka aflaheimildir og nota aukninguna til þess að vinda ofan af núnverandi kerfi.
Fundurinn í Grasrótarmiðstöðinni hefst kl: 13 þann 31. mars.
28.3.2012 | 22:11
Pólitískur hálfvitagangur ríkisstjórnarinnar
Erfitt er að ráða í, hvað það er raunverulega, sem rekur Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra áfram í því að brjóta öll kosningloforð Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum og sömuleiðis stjórnarsáttmálann. Það er flestum ljóst að ríkisstjórnarflokkarnir eru með svikunum endanlega að glata stuðningi stórs hluta kjósenda sinna!
Ekki er að sjá að fámennur en hávær hópur sérhagsmuna, sé að verðlauna ríkisstjórnina fyrir að ætla að festa sérgæðin í sessi næstu áratugina. Heimtufrekjan er slík og sömuleiðis þjónkun ríkisstjórnarinnar, að eðlilega er gengið á lagið í frekari kröfugerð.
Umræðan sem fram fer nú um frumvarpið um stjórn fiskveiða, á hinu háa Alþingi er óvenju lágkúruleg. Þingmenn vitna ótt og títt samtöl sín við einstaka útgerðarmenn og skuldastöðu þeirra. Engin umræða er um að kerfið sem nú er verið að festa í sessi, hafi brugðist algerlega öllum upphaflegum markmiðum sínum. Augljóst er að afli botnfiskstegundanna sem kvótakerfið átti að byggja hratt og örugglega upp, hefur dregist svakalega saman frá því að kerfið var sett á! Engin umræða er um sóunina í kerfinu og svindlið sem því hefur fylgt. Engin umræða er um að áfram verði handhöfum veiðiheimilda leyft að selja og leigja sameiginlegar eigur almennings. Engin umræða er um álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.
Nú er að sjá hvort að Ögmundur Jónasson mannréttindaráðherra komi að áliti Mannréttindanefndarinnar í umræðunni á þinginu, en hann flutti sérstakt þingmál um að það ætti skilyrðislaust að virða álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.
Ég ber enn þá von í brjósti á því að Ögmundur nái góðri og heiðarlegri lendingu í málinu rétt eins og Jón Bjarnason virðist vera búinn að gera og snúa baki við vondu frumvarpi.
Styður frumvarpið ekki óbreytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.3.2012 | 21:25
Ólína Þorvarðardóttir hlýtur að segja af sér þingmennsku?
Það hefur lítið sem ekkert heyrst í Ólínu vegna frumvarps Jóhönnu og Steingríms J.. Óstaðfestar fréttir herma þó að Ólína styðji óskapnaðinn sem er margfalt verri smíð en það frumvarp sem fyrrverandi sjávarútvegsráðherra lagði fram á sínum tíma. Heyrst hefur þó að hún hafi sett einhverja fyrirvara um stuðning sinn og þá við einhver smáatriði í frumvarpinu.
Þegar Jón Bjarnason lagði fram sitt frumvarp, þá heimtaði Ólína Þorvarðardóttir afsögn ráðherra. Nú hlýtur hún sjálf að vera að íhuga sjálf að segja af sér þingmennsku?
27.3.2012 | 09:56
95% óréttlæti njörvað niður til ársins 2047! Samið fyrir Samherja
Frumvarp Steingríms J. Sigfússonar og Jóhönnu Sigurðardóttur um stjórn fiskveiða er komið fram og felur það í sér í stuttu máli að verið er að festa núverandi óréttlæti og mannréttindabrot í sessi a.m.k. til ársins 2047. Frumvarpið er alls ekki samið fyrir almenning í landinu heldur Samherja og útgerðaraðalinn sem skuldsetti flest upp fyrir rjáfur í aðdraganda hrunsins og flaug um á þyrlum. Græðgin virðist vera svo mikil að grunur er uppi um að svindlað sé á gjaldeyrishöftunum á sama tíma og Steingrímur j. er að sérsníða löggjöf un stjórn fiskveiða fyrir Samherja.
Frumvarpið felur ekki í sér að jafnræði muni ríkja í auknum mæli til ýsu eða þorskveiða umfram það sem sem nú er þegar til staðar í kerfinu í gegnum strandveiðar og byggðakvóta. Megnið af því lítilræði sem kemur til aukningar á aflaheimildum sem jafnræði mun gilda um kemur úr veiðiheimildum annarra tegunda s.s á uppsjávartegundum. Þetta frumvarp er fáránleikinn einn og það verður fróðlegt að sjá Ólínu Þorvarðardóttur mæla fyrir því sem hún barðist gegn fyrir síðustu kosningar. Maðu spáir óneitanlega í það hvort að þingmenn Samfylkingarinnar og Vg hafi enga sómatilfinningu eða þá hitt sem er heldur skárra að þeir hafi ekkert vit á því sem þeir eru að tjá sig um?
Húsleit hjá Samherja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.3.2012 | 18:02
Kynning á frumvarpi sem ekki þolir dagsljósið
Kynning Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar allsherjarráðherra á nýja kvótafrumvarpinu sem á að gilda næstu tvo áratugina, var meira en lítið furðuleg sýning. Kynningin var loðin og hægt er sömuleiðis að lesa ýmsa merkingu í þann texta sem er að finna á heimasíðu sjávarútvegsráðuneytisins. Frumvarpið sjálft er hins vegar hvergi að finna.
Þó svo að almenningi sé ekki treyst til þess að sjá frumvarpið þá hefur það fengið rækilega kynningu í LÍÚ og segir það eflaust meira en flest um hvers er að vænta um innihaldið.
Ríkið tekur yfir 70% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Guðni Ágústsson var vanur að vera ákaflega valtur í stuðningi sínum við sinn leiðtoga, hvort sem það var stuðningur við siðlaust kvótakerfi Halldórs Ásgrímssonar eða Íraksstríðið.
Alltaf þegar á reyndi, þá studdi Guðni sinn formann og fékk í staðinn að dingla eitthvað sem ráðherra og stjórna þorrablótum.
Nú virðist sem að Ögmundur Jónasson mannréttindaráðherra sé að lenda í sömu brjóstumkennanlegu stöðu og Guðni.
Ögmundur hefur andæft í flestum vondum málum sem ríkisstjórnin hefur ráðist í, hvort sem það hefur verið; AGS, Icesave eða þá að festa mannréttindabrot kvótakerfisins í sessi.
Alltaf þegar atkvæði Ögmundar hefur skipt sköpum, þá hefur Ögmundur hins vegar staðið með sínum foringja.
Nú stefnir í að sjálfur mannréttindaráðherrann ætli að festa mannréttindabrot kvótakerfisins í sessi og það næstu áratugina!
Ef að líkum lætur þá fer Ögmundur í sögubækurnar á sömu blaðsíðu Guðni sem gagnlegur samverkamaður misviturs leiðtoga, sem kom þjóð sinni illa.
Verðlaun Ögmundar eru vissulega ekki eins skemmtileg og að fara á þorrablót heldur að steyta hnefann framan í vélhjólagengi á meðan hann réttir sumum þeim sem sannarlega komu þjóðinni í koll, sérstök réttindi fram yfir aðra landsmenn.
19.3.2012 | 19:12
Dæmdur ómerkingur vitnar í sálfan sig
Björn Bjarnason, sá hinn sami og Guðlaugur Þór Þórðarson sigraði svo eftirminnilega í prófkjöri um árið, að vísu með Baugspeningum, vitnar í sjálfan sig á heimasíðu sinni í gær. Ekki hefur farið framhjá neinum hversu reiður Björn Bjarnason er Baugsmönnum enda má til sanns vegar færa að hann hafi ekki alltaf fengið sanngjarna umfjöllun í Baugsmiðlum og að þeir hafi að sönnu greitt Birni dómsmálaráðherra náðarhöggið með gríðarháum fjárstyrkjum í prófkjörsbaráttu Guðlaugs Þórs.
Sárindi og reiði Björns virðist eitthvað rugla annars ágæta dómgreind hans þegar Baug ber á góma, svo mjög reyndar að Björn situr uppi með það að vera dæmdur ómerkingur eftir að hafa farið fram úr sér í bók sinni, Rosabaugi yfir Íslandi. Í skrifum sínum hefur hann sömuleiðis slitið úr samhengi og rangtúlkað þingræður mínar um Baugsmálið. Einhverra hluta vegna hefur hann fengið það á peruna að ég hafi verið það sem kallast Baugspenni. Sannleikurinn er sá að greinar sem ég hef sent í Fréttablaðið hafa ekki fengist birtar fyrr en eftir vikur og jafnvel mánuði. Ekki hefur það verið vegna þess að þær hafi verið einhver delluskrif um sjávarútvegsmál, nei, það hefur heldur betur sýnt sig að málflutningur Frjálslynda flokksins var í öllum meginefnum réttur.
Óvart er það svo Sjálfstæðisflokkurinn sjálfur, með þá Davíð Oddsson og Björn Bjarnason fremsta í flokki, sem á mestu sökina á því hvernig Baugsmálið fór á sínum tíma. Flokkurinn hafði rýrt algerlega trúverðugleika stjórnkerfisins þar sem það blasti við hverjum manni að jafnræði ríkti ekki við úrlausn mála. Flokkurinn lagði blessun sína yfir olíusamráðssvikamálið, útdeildi eigum almennings til útvalinna flokksgæðinga og sá í gegnum fingur sér með athæfi þeirra sem voru Sjálfstæðisflokknum þóknanlegir - en ærðist ef Baugsmenn færðust sama í fang.
Í sjálfu sér er skiljanlegt að Björn Bjarnason reyni að blekkja sjálfan sig og aðra en mikið væri hann meiri maður ef hann sæi að sér og bæði þjóðina afsökunar.
19.3.2012 | 05:36
Stefna Dögunar í sjávarútvegsmálum
Kjarnastefna Dögunar í auðlindamálum er skýr:
Orkufyrirtæki verði í eigu ríkis og / eða sveitarfélaga og nýting allra náttúruauðlinda til sjávar og sveita skal vera sjálfbær. Auk þeirra breytinga sem ný stjórnarskrá að forskrift Stjórnlagaráðs hefur í för með sér fyrir skipan auðlindamála er nauðsynlegt að stokka upp stjórn fiskveiða frá grunni. Tryggja þarf aðskilnað veiða og fiskvinnslu og að jafnræði ríki meðal landsmanna við nýtingu á sameiginlegum fiskveiðiauðlindum. Hámarka skal arð þjóðarinnar af auðlindum hennar. Virða skal álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Allur ferskur fiskur skal seldur á fiskmörkuðum.
18.3.2012 | 21:06
Stjórnmálasamtökin Dögun
Það var ánægjulegt að vera á fundi í Grand hóteli og taka þátt í að stofna stjórnmálasamtökin Dögun.
Nokkur aðdragndi hefur verið að stofnfundinum , þar sem margir aðilar komu að undibúningi og lágu fyrir fundinum drög Kjarnastefna. Talsverðar umræður urðu um stefnuna. Almennur samhugur og samhljómur var á meðal fundarmanna um stefnuna.
Baráttan sem er framundan mun ekki snúast um vinstri eða hægri. Hún mun snúast um hvort að hér verið áfram sérhagsmuna- og klíkusamfélag. Fólk sem vill ná árangri í krafti eigins dugnaðar eða verðleika hlýtur að vilja róttækar breytingar.
Mikilvægt er að þeir sem vilja umbætur á íslensku samfélagi, sameini krafta sína í Dögun og myndi öflugt stjórnmálaafl. Ef vel tekst til þá er ég viss um að Dögun muni verða til þess að örmagna ríkisstjórn AGS og Steingríms J. Sigfússonar fái loksins hvíldina. Það eina sem heldur lífinu í stjórninni er sá hryllingur sem blasir við hjá stærstu stjórnarandstöðuflokkunum á þingi, Sjálfstæðisflokkurinn með sína kúlulánaþingmenn og Framsóknarflokkurinn sem er enn undir sterkum áhrifum Finns Ingólfssonar og Halldórs Ásgrímssonar.
Flestir landsmenn geta sameinast undir þeim baráttumálum sem er að finna í kjarnastefnu Dögunnar og er mikilvægt að koma stefnunni sem fyrst til framkvæmda.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
11.3.2012 | 15:31
Landsdómur - Hver er staðan nú?
Ýmsar spurningar hafa vaknað eftir fyrstu viku réttarhaldanna yfir fyrrum formanni Sjálfstæðisflokksins.
Í Þjóðmenningarhúsið hafa streymt i vitnastúkuna helstu höfuðpaurar hrunsins, en gjörðir þeirra hafa stórskaðað hag landsmanna og valdið landflótta. Umræddir aðilar njóta enn stuðnings Sjálfstæðisflokksins, stjórnmálaelítunnar og áhrifamikilla fjölmiðla. Ótrúlegt en satt - margir hrunamannanna eru enn í áhrifastöðu í samfélaginu og stjórna umræðunni vegna taka þeirra fjölmiðlunum. Afleiðingin er sú að sakborningur gengur um eins og húsbóndi, sem á dóminn með hurðum og gluggum.
Staðreyndin er sú að bankanna er með þeim stærstu á heimsvísu og lyginni líkast að vettvangur þriggja af 10 stærstu gjaldþrotum heims skuli vera í einu fámennasta ríki heims. Skipbrotið er algerlega heimatilbúið, þar sem fjárglæframenn fengu að vaða uppi með vitund stjórnvalda.
Ekki kom á óvart forherðing vitnanna, sem flest hver ættu að sitja á bekk sakbornings, en öll sverja þau af sér nokkra ábyrgð eða sök á því hvernig fór. Það sem verra er, að vitnin telja að það hafi verið réttlætanlegt ástunda blekkingarleik og halda réttum upplýsingum um stöðu mála frá almenningi.Það er ónotlalegt að hugsa til þess að margir þeirra sem töldu réttlætanlegt að ástunda blekkingarleik í aðdraganda hrunsins um stöðu efnahagsmála séu enn að flytja okkur fréttir og miðla upplýsingum um stöðu íslenska fjármálakerfisins.
Í ljósi þess er rétt að spyrja hvort eitthvað sé frekar að marka þær upplýsingar sem verið er matreiða nú, en það var að marka eldamennsku sömu aðila á "upplýsingum" í aðdraganda hrunsins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
- Bara ef það hentar mér: Hér má sjá ráðleggingar Hafró um afla hvers árs og það sem enda... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: "Vagn" svei mér þá þú ert bara mun meiri "GRAUTARHAUS" en ég ha... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Jóhann, úthlutaður kvóti, veiðiheimildir, er ekki það sama og r... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Pálmi það skal tekið fram að ég fylgjandi auknum veiðiheimildum... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Sæll Sigurjón Þú ert bara ekki að bera saman epli og epli. Þú v... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Hvað er eiginlega á milli eyrnanna á þér "Vagn"???? Kvóti og v... 7.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 4
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 88
- Frá upphafi: 1019333
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 74
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Af mbl.is
Erlent
- Trump tekinn við sem forseti Bandaríkjanna
- Beint: Trump sver embættiseið
- Hundruð sænskra hermanna til Lettlands
- Bindur vonir við að koma syni sínum aftur heim
- Átta látnir eftir eldsvoða á hjúkrunarheimli
- Trump sver embættiseið í dag
- Létust vera fjórtán ára
- Úr fjötrum og til frelsis
- Rafmagnað andrúmsloft í Washington D.C.
- TikTok aðgengilegt á ný í Bandaríkjunum