Leita í fréttum mbl.is

Láta fjölmiđlar blekkjast?

Jóhanna og Steingrímur J. ćtla ađ halda eitthvert meiri háttar útskriftarpartí ţar sem ţau kynna gríđarlegan árangur og trausta stöđu ţjóđarbúsins. Uppákoman minnir um margt á örvćntingarfulla kynningarferđ Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar hérna um áriđ, korteri fyrir hrun, ţegar ţau kynntu gríđarlega trausta stöđu ţjóđarbúsins og glćstar horfur.

Hér er bréf sem ég skrifađi ásamt nokkrum fjölda fólks um raunverulega stöđu ţjóđarbúsins ţar sem leiđin út úr vanda er ađ vita hina raunverulega stöđu. Ţess vegna kíki ég af og til inn á heimabankann ...


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dexter Morgan

Jújú, auđvita spila fjölmiđlar međ, enda er ţeim sjálfsagt bođiđ í teitiđ. Hver myndir ekki gera ţađ, frítt vín, bjór, kokteilar, snittur og dćmi.

Dexter Morgan, 26.10.2011 kl. 16:20

2 identicon

Sćll Sigurjón.

Ţetta er athyglisvert framtak hjá ykkur, en ég er međ nokkrar spurningar:

1. Hvađ eigiđ ţiđ viđ ţegar ţiđ segiđ ađ byggja eigi upp „raunhagvöxt samfélagsins“? Ég skil ţetta ţannig ađ ţiđ viljiđ ađ ţađ komist hér á hagvöxtur, sem er jú raunaukning landsframleiđslu samkvćmt hefđbundnum skilgreiningum. Nú er hagvöxtur kominn á, atvinna ađ aukast og atvinnuleysi ađ minnka. Eruđ ţiđ međ einhverja ađra skilgreiningu á hagvexti en almennt er?

2. Hvernig skilgreiniđ ţiđ verđbólgu? Ef ég fer inn á vef Hagstofunnar ţá fć ég nokkuđ lćgri verđbólgu síđustu ţrjú árin en ţiđ taliđ um.

3. Benda ekki launahćkkanir síđustu mánuđi og misser umfram verđlagshćkkun til ţess ađ kaupmáttur launa sé ađ aukast?

Bestu kveđjur,

Stefán Stefánsson

Stefán Stefánsson (IP-tala skráđ) 26.10.2011 kl. 18:24

3 Smámynd: Guđmundur Ásgeirsson

1. Raunhagvöxtur samfélagsins er sá hagvöxtur sem skilar sér í raun til samfélagsins í stađinn fyrir ađ safnast allur upp í bönkunum og/eđa fara út úr hagkerfinu, t.d. til erlendra vogunarsjóđa.

2. Frá janúar 2008 til janúar 2011, á nákvćmlega ţriggja ára tímabili, hćkkađi samrćmd vísitala neysluverđs um 38% og ţó ađ ţađ hafi veriđ námundađ upp í sléttan tug er ţađ hverfandi frávik miđađ viđ alla talnamengunina sem stjórnvöld og fjármálastofnanir hafa framleitt undanfarin misseri međ sífellt misvísandi upplýsingagjöf sinni.

Tilgangurinn međ bréfinu er ekki síst ađ benda á hversu miklu getur munađ eftir ţví nákvćmlega hvađa forsendur ţú gefur ţér. Veistu til dćmis hversu miklu eftirgjöf skulda heimilanna nemur í allri ţessar ţúsundamilljarđasúpu? Ekki nema 30 milljörđum ca. en Samtök fjármálafyrirtćkja hafa hinsvegar fengiđ ađ komast upp međ villandi framsetningu til ađ gefa í skyn fimmfalt hćrri upphćđ sem er firra.

3. Hefur ţú fengiđ launahćkkun? Dugar hún til ađ vega upp hćkkandi kostnađ, t.d. vegna stökkbreyttra húsnćđislána? Ţađ skiptir akkúrat engu máli hvađ einhverjar prósentutölur sem stjórnvöld gefa út í excel formi segja, ef veskiđ ţitt segir allt ađra sögu. Ekki frekar en hvađa fjölda ţorska einhverjir fiskifrćđingar reikna sig niđur á ef ţeir kíkja aldrei nokkurntímann hvađ er ađ gerast ofan í sjónum.

Guđmundur Ásgeirsson, 26.10.2011 kl. 22:36

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Falskur hagvöxtur er vöxtur sem keyrđur er upp á lánum til framkvćmda, sem bera litla sem enga ávöxtun í sér til skamms tíma. Ţađ er akkúrat strategían nú. Ađ byggja og virkja, bora göng og leggja göng í meira mćli en ţekktist jafnvel á góđćristímunum.  Frekara lánshćfi byggist svo á ţessum falska hagvexti og boltinn rúllar aftur af stađ ţar til ađ skuldadögum kemur á ný.

Gott dćmi um slíkan hagvöxt eru fjöldi borga í Kína, sem byggđar hafa veriđ frá grunni s.l. ár án ţess ađ ţar búi sála. Ţćr standa auđar og fasteignaverđiđ hćrra en nokkur borgari rćđur viđ. Ţetta kemur samt vel út á exelinu. GDP er guđ hérna, hvernig sem sú niđurstađa er fengin.

Ţetta er munurinn á raunhagvexti og plathagvexti. 

Jón Steinar Ragnarsson, 26.10.2011 kl. 23:13

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ţess meira sem ţú fćrđ lánađ umfram efni og spređar út í loftiđ, ţess meira fćrđ ţú lánađ og ţess betur lítur bókhaldiđ út í hugarheimi fjármálaaflanna.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.10.2011 kl. 23:16

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Styrkur Íslenskra banka lá í eignarsöfnum sem samanstóđu af útlánum til vitfirrtra framkvćmda og fjárfestinga. Útlánin byggđu svo á erlendum lánum á lágum vöxtum og hagnađurinn var fyrirframreiknađur vaxtamunur á óinnheimtum og óinnheimtanlegum lánasöfnum. Junk bonds.

Lausnin á efnahagsvandanum nú skal vera eftir sömu formúlu.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.10.2011 kl. 23:21

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband