Leita í fréttum mbl.is

Stjórn Frjálslynda flokksins styđur sjómenn í mannréttindabaráttu

Stjórn Frjálslynda flokksins styđur heilshugar ţá sjómenn sem hyggjast berjast fyrir rétti sínum og alls almennings og róa til fiskjar međ handfćri, án kvóta. Sjómennirnir eru í fullum rétti enda ótvírćtt varđir af jafnrćđisreglu stjórnarskrár íslenska lýđveldisins og eru réttindin tryggđ í alţjóđasamningum sem íslenska lýđveldiđ hefur undirgengist. Undir ţađ hafa tekiđ ćđstu valdhafar framkvćmdarvaldsins í málefnum dómsmála og sjávarútvegsmála, sbr. ţskj. 6 á 136. löggjafarsamkomu lýđveldisins.

Stjórnarflokkarnir, Vinstri grćnir og Samfylkingin, gáfu sjómönnunum í mannréttindabaráttunni, sem margir eru ungir ađ árum, skýr fyrirheit fyrir síđustu alţingiskosningar um ađ jafnrćđi íslenskra ţegna yrđi virt viđ nýtingu sameiginlegrar fiskveiđiauđlindar ţjóđarinnar. Engin rök eru fyrir ţví ađ nokkrir almannahagsmunir geti legiđ ţví til grundvallar ađ takmarka handfćraveiđar, s.s. vegna meintrar ofveiđi. Algerlega útilokađ er ađ ofveiđa fiskistofna međ handfćrum.

Sjómennirnir í mannréttindabaráttunni eru međ fullgild veiđileyfi og eru ţví í fullum rétti til ţess ađ nýta sameiginlega auđlind landsmanna. Stjórn Frjálslynda flokksins skorar á ráđherra mannréttinda og sömuleiđis ráđherra sjávarútvegsmála ađ vera samkvćma sjálfum sér, sbr. fyrrgreint ţingskjal, og virđa ađ fullu mannréttindi sjómannanna og styđja frjálsar handfćraveiđar. Stjórn Frjálslynda flokksins skorar sömuleiđis á fjármálaráđherra og forsćtisráđherra ađ styđja verđmćtaöflun sjómannanna í mannréttindabaráttunni, en aukin veiđi mun án efa auđvelda ráđherrunum stjórn efnahagsmála.

Ríkisstjórn Íslands ćtti ađ hafa ţađ hugfast ađ frjálsar handfćraveiđar eru einföld og góđ leiđ til ţess ađ tryggja trausta byggđ í dreifđum byggđum landsins og ţćr njóta almenns stuđnings međal landsmanna.

19. október 2011

Sigurjón Ţórđarson, Ásta Hafberg og Grétar Mar Jónsson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Heyr Heyr!!!!

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 19.10.2011 kl. 17:34

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Heyr heyr (segi ég líka) !!

Haraldur Baldursson, 20.10.2011 kl. 16:54

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband