Leita í fréttum mbl.is

Sjúkt

Ég er nýkominn af mikilli fjármálaráđstefnu, ţar sem ţröng fjárhagsstađa sveitarfélaga var til umrćđu. Heildarskuldir sveitarfélaganna er liđlega ţrefaldar árlegar tekjur ţeirra. Međ ţví ađ sleppa ađ telja međ skuldir Orkuveitu Reykjavíkur og lífeyrisskuldbindingar og ćtla ađ greiđa niđur lán sveitarfélaga um 66 milljarđa á nćstu 10 árum var mögulegt ađ ná fram viđunandi stöđu. Međ framangreindum reiknikúnstum var taliđ mögulegt ađ ná viđunandi stöđu eins og fyrr greinir áriđ 2021. Reyndar er stađa ríkissjóđs síst betri en skuldir eru liđlega ţrefaldar tekjur og gríđarlegur hallarekstur í ţokkabót. Skuldirnar sem ríkissjóđur hefur sankađ ađ sér undir forystu fjórflokksins hefur ađ mestu fariđ í ađ endurreisa nánast óbreytt og fársjúkt fjármálakerfi sem orsakađi hruniđ. Á ráđstefnunni benti ég á ađ upphćđin sem sveitarfélögin ćtla sér ađ nurla saman međ sparnađi í leikskólum og skólum til ţess ađ greiđa niđur stökkbreyttu lánin á nćsta áratug vćri nánast sú sama upphćđ og Ólafur Ólafsson fjárglćframađur, fékk afskrifađ í bankanum sínum, sem ber nú nafniđ Arion. Sagt er ađ á móti niđurfellingu skulda hafi Ólafur ţurft ađ láta af hendi hlutabréf í Granda til bankans.

Mikill leyndarhjúpur hvílir yfir eignarhaldi á umrćddum Arion banka en ekki kćmi á óvart ef ađ Ólafur Ólafsson ćtti drjúgan hlut í bixinu, en ţađ vćri a.m.k. ekki í fyrsta sinn sem ađ hann stćđi í baktjaldarmakki í kringum eignarhald á banka.

Fyrir íslenskan almenning sem glímir viđ miklar fjárhagsţrengingar er ţađ ekki sjálfgefiđ ađ höfuđpaurar hrunsins séu í samningaviđrćđum og haldi áfram umsvifamiklum rekstri eins og ekkert hafi í skorist ţó svo ađ svo sé látiđ í veđri vaka í sumum fjölmiđlum.  Ţađ leiđir hugann ađ ţví ađ furđulegt er ađ fjölmiđlaveldi 365 sé enn stjórnađ af Bónusvíkingum og Morgunblađinu af skuldugum útgerđarađli sem fór í umsvifamikla fjármála og bankaviđskipti međ hrćđilegum afleiđingu. 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ađalsteinn Agnarsson

Mörghundruđţúsund tonn vantar upp á, ađ fiskimiđin skili

ţjóđinni ţeim fiskafla sem eđlilegt er, ţjóđin er eins og ţorskur á ţurru landi, getur ekki bjargađ sér.

Afléttum oki líú, krefjumst frjálsra smábátaveiđa sem leysa byggđa, fátćktar og atvinnuvanda Íslendinga.

Ađalsteinn Agnarsson, 15.10.2011 kl. 00:39

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Semja ţarf um afskriftir skulda. Ţađ má gera međ ţví ađ tryggja greiđslur á afganginum, međ auđlindagjald á :

-bćđi á kvótagreifa og stranveiđar,

-heitt vatn

-rafmagnsframleiđslu

Í framhaldi af ţví ţarf ađ snúa ríki og bćjum viđ. Fćra sem mest undan ţeirra hatti og gera ţađ á réttum megin... leiđin er sú ađ afnema tekjuskatta og útsvar.

Tekjur ríkis og sveitarfélaga minnki og komi fyrst og fremst frá neyslu- og fjármagnsflutningasköttum.

Ţađ ţarf ađ fara ađ snúa ţessu kerfi til frelsis, ekki frelsis án reglna eđa eftirlits, en athafnafrelsi sem skapar verđmćti byggt á hugkvćmni og dugnađi.

Haraldur Baldursson, 15.10.2011 kl. 13:59

3 Smámynd: Anna Sigríđur Guđmundsdóttir

Takk fyrir pistilinn Sigurjón.

Ađalsteinn, hvenćr skyldi ţessi ţjóđ vakna til međvitundar um lífsbjörgina sem syndir hér allt í kring? Ćtlum viđ frekar ađ svelta og flýja land, en ađ nýta vannýttan fiskinn til bjargar ţessari ţjóđ?

Jóhannes Björn sagđi á fundi í Háskólabíói ađ ţađ vćri eitthvađ ađ íslendingum, og um ţađ geta víst allir veriđ sammála, en spurningunni er enn ósvarađ, hvađ er ađ ţessari bjargarlausu nútíma-ţenkjandi ţjóđ? Sem sveltir og svíkur gamla fólkiđ í landinu, sem byggđi hér allt upp međ ţrotlausu striti fyrir ungu kynslóđina.

En sjaldan launar kálfurinn ofeldiđ.

Fjármálastofnunum hefur veriđ bjargađ, en gamla fólkiđ rćnt og svikiđ, ásamt heiđarlegum stritandi almenningi!

M.b.kv.

Anna Sigríđur Guđmundsdóttir, 15.10.2011 kl. 14:06

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband