Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðisflokkurinn þarf hjálp

Stjórnmálaflokkar sem hafa lent í því að stefna þeirra hafi rústað og valdið eyðileggingu hafa venjulega endurskoðað stefnu sína eða þá verið lagðir niður sbr. þýski nasistaflokkurinn.  Ekki verður því á móti mælt að löng óábyrg stjórnarstefna Sjálfstæðisflokksins olli hruninu sem miklu frekar einkenndist af spillingu en eðlilegum stjórnarháttum kennda við hægri eða vinstri.  Engu að síður virðist sem flokkurinn sé ekki tilbúinn að endurskoða stefnu sína í neinum atriðum og meiri segja ekki í sjávarútvegsmálum, þó svo að stefnan brjóti í bága við mannréttindi og hafi ekki skila þjóðfélaginu öðru en stórtjóni.  

Í Morgunblaðinu í dag má lesa grein eftir sjálfan Sigurð Kára sérlegan aðstoðarmann Bjarna formanns Sjálfstæðisflokksins.  Í grein sinni spyr Sigurður Kári liðsmenn Vg um trúnað þeirra við stefnu flokksins í umhverfismálum vegna þess að til stendur að opna örlitla glufu eitthvert jafnræði og frelsis til skötuselsveiða.  Aukið frelsi til veiða myndi leiða til þess m.a. að grásleppusjómenn hringinn í kringum landið, sem fá skötusel í netin geti fénýtt fiskinn.

Það rekst hvað á annars horn í málflutningi Sjálfstæðisflokksins þar sem forysta flokksins hefur nýverið  lagt til að auka þorskveiðiheimildir um tugi þúsunda tonna þ.e. ef og aðeins  ef aukningin lendir hjá núverandi handhöfum veiðiheimilda, en síðan virðist vera sem að sömu aðilar tíni til öll rök m.a. sjálfbæra nýtingu, græna atvinnustefnu og umhverfismerkingar gegn því að auka skötuselsveiðar um einhver hundruð tonna. Ástæðan fyrir andstöðunni er augljóslega eingöngu sú að það eigi að gæta jafnræðis við úthlutun veiðiheimilda á skötuselnum. 

Það er augljóst að almennt jafnræði, virðing fyrir atvinnufrelsi einstaklinga er eitur í beinum forystu Sjálfstæðisflokkins en ég efast að sama skapi um að almennir flokksmenn taki undir með forystunni í þessum efnum.       


mbl.is Leyft en þó ekki ávísun á ofveiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ha ha ha.......góður

Sammála verðandi formanni Frjálslynda flokksins.

Níels A. Ársælsson., 17.3.2010 kl. 10:48

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Villandi fyrirsögn sem þekkja fortíð Guðjóns Arnar í pólitík og vita hvaðan hann kemur. En sem betur fer ertu ekki að bjóða flokknum hjálp þótt ennþá eigi Frjálslyndi flokkurinn eftir að skilgreina sína stefnu. Ætlið þið að vera annar Framsóknarflokkur eða sama gamla klofningsbrotið úr Sjálfstæðisflokknum?

mbk

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 17.3.2010 kl. 11:12

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Jóhannes við ætlum að vera Frjálslyndi flokkurinn og höfum fyrir margt löngu skilgreint stefnu Frjálslynda flokksin en hana er að finna inn á www.xf.is

Sigurjón Þórðarson, 17.3.2010 kl. 11:22

4 identicon

hefur sjálfstæðisflokkurinn einhver önnur stefnumál en verndun LIU á sinni stefnuskrá ?

arni (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 11:40

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Gangi þér vel Sigurjón og passaðu þig á lukkuriddurunum

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 17.3.2010 kl. 11:53

6 identicon

Thetta thurfa allir ad lesa:

http://gudbjornj.blog.is/blog/bubbi/entry/1031190/

Gott blogg (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 12:19

7 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Er ekki Sjálfstæðisflokkurinn orðin skrifstofa almannatengsla fyrir LÍÚ

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 17.3.2010 kl. 14:07

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hvað fylgið varðar þurfa sumir aðrir meiri hjálp;)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.3.2010 kl. 15:02

9 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Heimir þú átt við að við þurfum samhjálp væntanlega?

Sigurjón Þórðarson, 17.3.2010 kl. 15:17

10 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Það er náttúrulega grátlegt að þú skulir líkja stefnu þýska nasistaflokksins við stefnu Sjálfstæðisflokksins, ég veit ekki betur en að við búum enn við markaðshagkerfi enn þann dag í dag. Vandamálið er að það voru ótíndir glæpamenn sem misnotuðu þær aðstæður sem höfðu skapast hér til þess að kafsigla landið í það hrun sem dundi yfir okkur hér.

Magnús V. Skúlason, 17.3.2010 kl. 15:19

11 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sjálfstæðisflokkurinn þarf sannarlega á hjálp að halda. Við getum lagt honum verðskuldað lið 29. maí n.k. hvarvetna á landinu.

Pössum okkur á að ljá vonlausum framboðum lið okkar í sveitarstjórnarkosningunum.

Sínum samhjálp í verki Sigurjón.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.3.2010 kl. 15:23

12 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Magnús V. Skúlason þeir sem þú kallar ótínda glæpamenn nutu liðsinnis Sjálfstæðisflokksins og flokkurinn fékk endurgoldið í kosningarsjóði flokksins og einstaka frambjóðenda.

Það sem mér finnst sérlega óhuggulegt er að Sjálfstæðisflokkurinn vill lítið sem ekkert breyta út af fyrri stefnu og jafnvel halda áfram mannréttindabrotum í sjávarútvegi.

Sigurjón Þórðarson, 17.3.2010 kl. 15:32

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Áfram XF.  Við erum ennþá til, og það hefði betur verið hlustað á rödd okkar fyrir síðust kosningar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.3.2010 kl. 20:23

14 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn er algjörlega rúinn trausti og ekki að ástæðulausu. Tjáningarfrelsið hefur verið takmarkað innan dyra í marga áratugi, og ekki verður séð að um neina stefnubreytingu varðandi siðvæðingu innan flokksins.

Helst virðist vera gripið til þess yfirklórs að kenna öðrum um eigin óhæfuverk.

Vonandi verður þú næsti fomaður Frjálslynda flokksins, með ósk um samstöðu til að standa vörð um Ísland og hagsmuni þjóðarinnar, gegn hagsmunum hinna fáu, sem hafa skammtað sjálfum sér í gegnum Valhöll og Framsóknarflokkinn stórum hluta af eignum þjóðarinnar.

Erlingur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 22:24

15 Smámynd: Bjarni Kjartansson

 Góður pistill Sigurjón: Þetta er nákvæmlega svona. Það er ekki smáræðis tök sem LÍÚ hefur á sjálfstæðisflokknum, hann opnast í báða enda til að þóknast þessum háu herrum um leið og þeir senda út áliktannir.

Bjarni Kjartansson, 17.3.2010 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband