Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Þegar ríkið skuldar minna en ríkið og hið opinbera jafnvel enn minna en fyrirtæki hins opinbera - Er þá ekki allt í góðu?

Í fréttatilkynningu Steingríms J. kemur fram að erlendar skuldir ríkisins nemi 356 milljörðum króna sem er svipuð upphæð og nemur erlendum skuldum Landsvirkjunar, sem eru vel að merkja með ríkisábyrgð!

Á vef Seðlabankans koma fram þær upplýsingar að erlendar skuldir hins opinbera séu 658 milljarðar króna, í loka árs 2009.  Það er svipuð fjárhæð og nemur erlendum skuldum Landsvirkjunar sem ríkisábyrgð hvílir á eins og áður segir, að viðbættum skuldum Orkuveitu Reykjavíkur. 

Þetta eru mjög merkilegar "upplýsingar" sem gefa til kynna að Ísland sé í lagi.


mbl.is Ríkið skuldar 1176 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framboð til formanns Frjálslynda flokksins

Hér er viðtal við mig í Feyki.is.

Sigurjón Þórðarson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Frjálslynda flokksins en Landsþing flokksins fer fram í Reykjavík helgina 19. – 20. mars. Áður hafði Guðjón Arnar Kristjánsson, sem verið hefur formaður í 7 ár, gefið það út að hann gefi ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku.

Ég hef starfað með Frjálslynda flokknum frá upphafi og hef djúpa sannfæringu fyrir því að baráttumál flokksins gegnum tíðina hefðu betur náð fram að ganga. Svo sem viðspyrna gegn einkavinavæðingu, skuldsetningu og sanngjörnu og árangursríku  fiskveiðistjórnunarkerfi, segir Sigurjón. –Ég er líka vissum að besta leið þjóðarinnar út úr kreppunni sé að fara leið Frjálslynda flokksins og horfa til þess hvar hægt sé að skapa raunveruleg verðmæti og gjaldeyri sem þjóðin þarfnast sárlega. Eins er það vaxtastig sem þjóðin býr við í dag óviðunandi og þarf að snarlækka og má segja að á þessum málum sé hálfgert Bakkabræðralag þar sem er verið að rukka hæstu vexti á byggðu bóli með annarri hendinni en með hinni er verið að afskrifa sömu lán.

Nú á flokkurinn ekki lengur rödd á alþingi er til einhvers að halda áfram?  -Við eigum sveitarstjórnarfulltrúa og ég er vissum að í komandi sveitastjórnarkosningum þá muni þeim fjölga. En það er alveg satt sem fram kemur í spurningunni að við eigum ekki fulltrúa nú á þingi og það eru margir sem sakna þeirra radda hef  ég orðið var við að það á sértaklega við um þá umræðu sem snýr að undirstöðu atvinnu þjóðarinnar, sjávarútvegsmálum, og kjörum eldri borgara og lífeyrisþega.

Áttu von á mótframboðum? –Alveg eins, ekkert sem ég hef heyrt um.

Aðspurður segist Sigurjón ekki vera kominn með fasta tölu um fjölda fulltrúa á þinginu en hvetur fólk til þess að skrá sig. -Það er mikilvægt fyrir flokkinn að Guðjón Arnar Kristjánsson skuli ætla að starfa áfram að fullum krafti með okkur og mér finnst vel koma til greina ef að flokkurinn nær að komast í ríkisstjórn þegar fram líða stundir að Guðjón Arnar taki að sér embætti sjávarútvegsráðherra.


Bankarnir ráðast á viðskiptavinina

Fréttirnar sem greina frá því að viðskiptabankarnir hafi veðjað á fall íslensku krónunnar og grafið undan henni eru með ólíkindum. Bankarnir gerðu lánasamninga í erlendri mynt við viðskiptavini sína og grófu jafnframt skipulega undan forsendum samninganna. Það má líkja þessu athæfi við að bankinn gerði samning um leigu á húsnæði sem fæli í sér ströng ákvæði um að skila húsnæðinu til baka í mjög góðu ásigkomulagi á ný en senda innbrotsþjófa jafnharðan og blekið væri þornað á samningnum til að brjótast inn og eyðileggja og koma þannig algjörlega í veg fyrir að hinn aðili samningsins gæti staðið við hann.

Núna hefur verið tekin saman skýrsla um ólöglegt og siðlaust athæfi bankanna og í stað þess að þeir sem stóðu að svikunum séu látnir sæta ábyrgð eru jafnvel sömu stjórnendur með hreðjatak á fyrirtækjum og fólki sem bankarnir setja þá afarkosti að greiða samninga sem markvisst hefur verið unnið að því að eyðileggja forsendurnar fyrir.

Þetta er meira en lítið öfugsnúið og sætir furðu að ríkisstjórnin ætli að leyfa þennan tuddaskap.


Ólína og Guðbjartur hika ekki við að fara ofan í veski gamla fólksins

Ég hef fyrir mér raunverulegt dæmi um skerðingu á kjörum gamalla hjóna í sjávarþorpi sem sáu fram á bjartari daga með valdatöku norrænu velferðarstjórnarinnar sem hafði lofað að virða mannréttindi og halda hlífiskildi yfir þeim minna mega sín. Hjónin höfðu vonast til þess að líf
færðist yfir þorpið með því að opna fyrir fyrir veiðar en fjörðurinn er fullur af fiski.

Það hefur engin breyting orðið á illræmdu kvótakerfi í sjávarútvegi þrátt fyrir loforð Samfylkingar og Vg ef frá er talin örlítil opnun á strandveiðar. Ólína Þorvarðardóttir sem áður hafði uppi stór orð og mikil skrif um breytingar á kerfi mannréttindabrota í sjávarútvegi skrifar nú mikinn langhund í héraðsfréttablöð með aðstoð Guðbjarts Hannessonar þar sem fallið er frá boðaðri stefnu ríkisstjórnarinnar um að virða jafnræði til nýtingar sameiginlegra auðlinda næstu tvo áratugina eða þar til Ólína er hætt afskiptum af pólitík.

Svo virðist sem eitthvert hik hafi komið á Ólínu og Guðbjart við að framfylgja stefnunni sem þau lofuðu kjósendum að framfylgja. Það má vera að auglýsingar núverandi handhafa aflaheimilda hafi haft deyfandi áhrif. Skuldum vafnir talsmenn þröngra sérhagsmuna hafa haldið fundi, auglýst í gríð og erg í fjölmiðlum sem þeir eiga eða skulda sjálfir, á milli þess sem þeir hafa setið á biðstofum banka til að biðja um afskriftir á lánum sínum.

Það er umhugsunarvert að bera hik Samfylkingarinnnar í fiskveiðistjórnunarmálum við röggsemi stjórnar Vg og Samfylkingar strax eftir síðustu alþingiskosningar við að sækja aura í veski gamla fólksins.

Hjónin sem ég greindi frá hér í upphafi munu fá á annað hundrað þúsund krónum minna útborgað á árinu 2010 en í fyrra á sama tíma og verðlag á öllum nauðsynjum hefur hækkað mjög.

Það er greinilegt að Samfylkingin er ekki flokkur almannahagsmuna.

Er búið að afskrifa skuldir hins opinbera?

erlendar_skuldir_hins_opinbera_i_lok_ars_2009.jpg

Til þess að meta hvort að þjóðfélagið ráði við þungan skuldabagga er nauðsynlegt að fá haldgóðar upplýsingar um skuldir ríkis og sveitarfélaga.  Það þarf að vera til gjaldeyrir í landinu til þess að greiða vexti og afborganir af lánum sem á að standa undir.  Í fyrra var sett met í jákvæðum vöru- og þjónustujöfnuði þ.e. það voru miklu verðmæti í formi vöru og þjónustu flutt út úr landinu en inn.  Engu að síður þá var viðskiptajöfnuðurinn í fyrra óhagstæður vegna gífurlegs vaxtakostnaðar þjóðfélagsins

Hverjar eru skuldir hins opinbera? Á heimasíðu Seðlabankans kemur fram að þær hafi verið 658 milljarðar í lok árs 2009.  Það er svipuð fjárhæð og skuldir Landsvirkjunar sem ríkisábyrgð hvílir á er að viðbættum skuldum Orkuveitu Reykjavíkur.  Þessar upplýsingar geta ekki verið réttar nema þá ef drjúgur hluti af erlendum skuldum ríkis og sveitarfélaga hafi verið afskrifaður.

 


Sama gamla þreytta karpið í Silfrinu

Í Silfri Egils í dag ræddu leiðtogar stjórnmálalflokka sem nú eiga sæti á Alþingi úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave. Það var fátt nýtt sem fram kom í Silfrinu og engir nema Birgitta voru tilbúin að endurmeta stöðuna, heldur var áherslan að grafa dýpra í hefðbundinni flokkspólitískri skotgröf.

Það var þó greinilegur óttaglampi í augum formanns Sjálfstæðisflokksins þegar talið barst að rannsóknarskýrslunni og sömuleiðis virðist hann ekki mega hugsa þá hugsun til enda ef að breyta á í einhverju gjaldþrota kvótakerfi í sjávarútvegi.

Steingrímur j. virtist enn halda að nei þýði eitthvað annað en nei og spilar sömu Icesaveplötuna og fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna enda veit hann flest betur enn aðrir.


mbl.is Nei sögðu 93,2%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver var besti forsætisráðherrann?

Margur hefur réttilega hneykslast á ráðaleysi Jóhönnu okkar Sigurðardóttur forsætisráðherra, sem ætlar að sitja heima á  morgun í festum.  Mér finnst rétt að því tilefni að velta þeirri spurningu upp hver hefur verið bestur í  djobbinu á síðustu tveimur áratugum en það eru þau Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson, Geir Haarde og svo frú Jóhanna Sigurðardóttir sem koma til greina. 

Niðurstaða mín kom mér satt að segja verulega á óvart en mér finnst að Jóhanna sé eftir nokkuð jafnan samanburð ekki vera langt frá toppsætinu.

 


Hvað á maður að kjósa?

Ég lenti í nokkrum vandræðum um daginn þegar mér stóð til boða að gera upp hug minn til fylkinganna í stúdentapólitíkinni þar sem ég er skráður í HÍ. Ég fór inn á vefsvæði Vöku og datt m.a. inn í upplýsingar um fyrri stjórnir Vöku þar sem sjá má víkinga, Íraksfara og sjálfan Evrópukratann Baldur Þórhallsson. Á endanum lét ég það ógert.

Það er hins vegar mjög létt að gera upp við sig hvernig á að merkja við kjörseðilinn á morgun. Ég segi NEI þrátt fyrir fýlu og úrtölur Steingríms og Jóhönnu. Vilji þeirra til að borga ólögvarðar kröfur óreiðumanna er óskiljanlegur þegar litið er til viljaleysis til þess að taka á sömu mönnum með hörku og opna jafnvel á að veita þeim sérstakar skattaívilnanir.


Samtök iðnaðarins ættu að líta í eigin barm

Það er rétt að óska nýkjörnum formanni Samtaka iðnaðarins til hamingju með kjörið. Mér finnst samt sem áður að í stað þess að agnúast út í þá sem vilja gera róttækar breytingar á íslensku samfélagi ætti hann að líta í eigin barm, bæði formaðurinn sjálfur og samtökin sem slík. Í ræðu sinni (sem fylgir ekki fréttinni) ákveður hann að mála mjög óvægnum litum gagnrýni á kerfi og stjórnskipan sem er hrunið, sverta gagnrýnina með því að lýsa henni sem haturs- og niðurrifsöflum. Miklu nær væri fyrir formanninn að lesa ræður sínar á Iðnþingi á umliðnum árum, sjá og viðurkenna að hann hefur haft rangt fyrir sér.

Árið 2007 taldi hann fátt eitt geta komið í veg fyrir áframhaldandi góðæri nema ef vera skyldi einhver stjórnmálakreppa. Formaðurinn fékk þá um vorið stjórnina sem hann óskaði sér. Svo voru Evrópumálin eitthvað að þvælast fyrir honum. Árið eftir þegar farið var að molna undan loftbóluhagkerfinu var ekki eins bjart yfir formanninum en hann var verulega ósáttur við háa vexti og sömuleiðis skuldatryggingarálagið sem hann taldi ósanngjarnt og, jú, neikvæða sögu úti í heimi þess efnis að íslenskt efnahagslíf stæði ótraustum fótum.

Samtökin flutu því sofandi að hrunsósnum haustið 2008. Zzzz ...

Núna virðist sem samtökin hafi ekkert lært heldur ætli að halda áfram í skurðgreftri í skotgröfum fallins kerfis og séu ekki tilbúin til að taka þátt í málefnalegri umræðu um hvernig við getum losnað út úr öngstrætinu þar sem almannahagsmunum hefur verið fórnað fyrir afar þrönga sérhagsmuni.

Nema formaðurinn hlusti á uppbyggilega gagnrýni og taki sér tak.

Es. Þegar ég var hættur að leita fann ég fréttina sem ég ætlaði að tengja við. Svo mælti Helgi Magnússon:

Neikvæð umræða einkennir fjölmiðla, svonefnda bloggheima, álitsgjafa og sérfræðinga – jafnt raunverulega, tilbúna og sjálfskipaða. Það er því miður frjór jarðvegur fyrir neikvæðni, hefnigirni, reiði og hatur sem alið er á af miklum móð.


mbl.is Helgi Magnússon áfram formaður SI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óheppileg þjóðaratkvæðagreiðsla?

Hún er furðuleg flóttaleið ríkisstjórnarinnar út úr Icesavemálinu að segja að þjóðaratkvæðagreiðslan sé óheppileg og  marklaus þar sem aðstæður séu sérstakar í ljósi vonar um að það berist nýtt og betra tilboð frá  Bretum.  Ríkisstjórnin hefur jafnvel gefið í skyn að það sé ekki endilega ástæða til þess að virða stjórnarskrána og að kosningin fari fari alls ekki fram! Litlu fylgifiskarnir í flokkunum reyna hvað þeir geta við að enduróma þessa vitleysu og þeir sem skarta gráðum frá háskólum og gegna jafnvel stöðum við menntastofnanir sem eiga að hafa gagnrýna hugsun að leiðarljósi, reyna af veikum mætti að búa ólýðræðisleg viðhorf foringjanna í einhvern fræðilegan búning s.s. heimspekingurinn sem mætti í Kastljósið í kvöld. 

Það væri miklu nær að ríkisstjórnin bæði afsökunar m.a. á hótunum þingmanna í garð forsetans í aðdraganda þess að hann synjaði undirskrift laganna.  Ég er viss um meirihluti þjóðarinnar þætti vænt um einlæga afsökunarbeiðni og það væri vænlegri leið til vinsælda.


mbl.is Ekki formlegir fundir á næstunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband