Leita í fréttum mbl.is

Óábyrg ráðgjöf í fiskveiðistjórnun og reynslan úr Barentshafi

Jóhann Sigurjónsson situr í stjórn Alþjóða hafrannsóknaráðsins (ICES) sem hefur sannarlega veitt ranga veiðiráðgjöf í Barentshafinu.

Í Barentshafi hefur verið sýnt fram á að þorskstofninum þar hefur ekki orðið meint af því að veitt væri iðulega umtalsvert meira en ráðið taldi ráðlegt. Nokkur dæmi eru um margfalda umframveiði. 

Íslenskir fiskifræðingar sem hafa séð um niðurskurðartillögur undanfarna áratugi hafa jafnframt lýst skoðun sinni á veiðum í Barentshafinu. Þeir hafa nánast sagt að Barentshafsþorskurinn væri dæmdur til dauða ef ekki yrði dregið úr veiðum. Þessa dóma hafa síðan fjölmiðlar bergmálað gagnrýnislaust s.s. leiðaraskrif Morgunblaðsins bera með sér.

Þessi meinta ofveiði hefur ekki komið að sök eins og kom fram í samantekt Magnúsar Þórs Hafsteinssonar varaformanns Frjálslynda flokksins á landsráðsþingi Frjálsynda flokksins sem haldið var á Laugavatni í gær.  Þessar fréttir af rangri veiðiráðgjöf eru ekki nýjar fyrir okkur í Frjálslynda flokknum. En það er engu líkara en að íslenskir fjölmiðlar hafi ekki kraft og dug til þess að fylgja þessu máli eftir ef frá er talinn góður sprettur sem fréttastofa Stöðvar 2 tók fyrir um ári síðan.

Það er algerlega óábyrgt að fylgja ráðum í blindni varðandi nýtingu. Einnig er það óábyrgt að hunsa tillögur Guðjóns Arnars Kristjánssonar formanns Frjálslynda flokksins sem hann lagði fram í tímamótaræðu sinni á Landsráðsþingi flokksins í gær.

En það er svo sem ekkert nýtt að íslensk fiskveiðistjórnun sé óábyrg. Árangursleysi hennar er einmitt óræk sönnun þess.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir síðast Sigurjón.

Alveg sammála.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.6.2008 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband