Leita í fréttum mbl.is

Vill Helgi Hjörvar afnema bætur til blindra ef margir blindast?

Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur gagnrýnt fyrri ríkisstjórnir fyrir takmarkaðan skilning á mannréttindahugtakinu, þá sérstaklega í tengslum við skerðingu bóta öryrkja. Núna sér Helgi Hjörvar ekkert rangt við og samþykkir með þögninni að ríkisstjórn sem hann styður heils hugar ætli að hunsa skýr fyrirmæli mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um að greiða sjómönnum bætur fyrir þann órétt sem stjórnvöld hafa beitt þá.

Það er gert með þeim skýringum að svo margir hafi orðið fyrir miklum órétti að það væri dýrt að ætla að bæta þeim það öllum, þess vegna sé réttast að láta óréttlætið vera óbætt og láta það áfram viðgangast.

Hvernig ætli Helga Hjörvar litist á að hætta að greiða blindum bætur á þeim forsendum að þeir væru alltof margir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Var Frjálslyndi flokkurinn stofnaður árið 1998 til að vera með Samfylkinguna á heilanum, sem var stofnuð tveimur árum síðar, árið 2000?! Frjálslyndi flokkurinn er hægri sinnaður stjórnmálaflokkur og klofningur úr Sjálfstæðisflokknum.

Í staðinn fyrir að ráðast hér á Helga Hjörvar, hálfblindan manninn, hvernig væri þá að krefjast hér svara hjá Sjálfstæðisflokknum, sem ber fulla ábyrgð á kvótakerfinu? Til dæmis forsætisráðherranum, sem er höfuð ríkisstjórnarinnar, fjármálaráðherranum, sem heldur um pyngjuna, dómsmálaráðherranum, sem ber ábyrgð hér á lagalegri framkvæmd og sjávarútvegsráðherranum, sem úthlutar kvótanum?

Voru og eru allir þessir menn kannski æstir í að breyta núgildandi kvótakerfi en Samfylkingin alfarið á móti því?! Eru ekki tveir flokkar í ríkisstjórninni og annar þeirra þar að auki stærri en hinn?

Nei, Frjálslyndi flokkurinn vill ekki ráðast hér á Sjálfstæðisflokkinn, því hann er "mamma sín".

Þorsteinn Briem, 12.6.2008 kl. 12:54

2 identicon

Þessi samlíking er nú með þeim ósmekklegri sem ég hef séð. Hvernig dettur manni sem vil væntanlega láta taka alvarlega í umræðu um þjóðmál að tengja einkamál Helga Hjörvar við umræðu um fiskveiðistjórnunarkerfið! Færslan opinberar vandann sem Sigurjón er lentur í með sinn málflutning og er honum til stórskammar.

Flosi Eiríksson (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 13:10

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Vinir Samfylkingarinnar láta eins og Helgi Hjörvar sé eitthvert grey en ég veit betur. Ég tók þessa samlíkingu vegna þess að Helgi Hjörvar hefur einkum beitt sér fyrir fólk sem á við þessa fötlun að stríða, og hefur gert það nokkuð vel. Þess vegna finnst mér fráleitt að taka þann bolta Helga á lofti eins og í hlut eigi einhver undirmálsmaður.

Vonandi mannast samfylkingarmenn og fara að ræða efnislega hvers vegna í ósköpunum þeir vilji halda áfram að brjóta mannréttindi á sjómönnum.

Sigurjón Þórðarson, 12.6.2008 kl. 13:41

4 identicon

Auðvitað er Helgi ekki grey og það er reyndar athyglisvert að sjá þá framsetningu hjá Sigurjóni að fólk með einhverja fötlun sé ,,eitthvert grey eða undirmálsmaður" en láttum það liggja á milli hluta. ,,Helgi Hjörvar hefur einkum beitt sér fyrir fólk sem á við þessa fötlun að stríða, og hefur gert það nokkuð vel." segir Sigurjón og er það svo fjarri öllu sanni að Helgi Hjörvar sé mest í því að tala um málefni blindra! Það sýnir nú ekki mikla þekkingu á stjórnmálaumræðum undanfarina ára. Ekki er ég nú specialist í því hvort svar sjávarútvegsráðherra sé sérlega gott en er það ekki efnisleg hugmynd og afstaða sem hann setur fram að setja á fót sérstaka nefnd eða hóp til að fara enn frekar ofan í saumanna á málinu - ef ég hef skilið fréttir réttþ

Flosi Eiríksson (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 14:01

5 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Þetta er einkar barnalegur málflutningur að hálfu Samfylkingarmanna.

Flosi, Sigurjón er hér að verja Helga frá því að vera hlíft eins og einhverju greyi og undirmálsmanni, eins og Steini frá Brjánslæk hér að ofan er að ýja að.
Sigurjón gerir sér grein fyrir því það væri meira móðgandi fyrir vel greindan einstakling eins og HH að hlífa honum frá gagnrýni vegna fötlunar en það að benda á rökvillu í málflutning hans og taka þar sæmi úr málflutningi og aðalbaráttumáli Helga, sem er jú fötlun hans.

Hvað varðar þessar bætur þá er öruggt og þykir sannað að yfirvöld hafa beitt sjómönnum misrétti og barið niður þann iðnað sem land okkar er byggt á og því ætti ríkisstjórnin að sjá að sér og greiða þeim bætur sem verst hafa orðið úr þessu, sjómönnum.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 12.6.2008 kl. 15:15

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nei, Helgi Hjörvar er nú enginn undirmálsþorskur.

En hann hefur aldrei verið sérstök málpípa núverandi forsætisráðherra, fjármálaráðherra, dómsmálaráðherra og sjávarútvegsráðherra, svo ég viti til, enda eru þeir allir í Sjálfstæðisflokknum og Helgi hefur setið á þingi fyrir Samfylkinguna frá árinu 2003.

Þorsteinn Briem, 12.6.2008 kl. 15:30

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég held að Frjálslyndir ættu að ganga í Sjálfstæðisflokkinn, og reyna þannig að hafa einhver áhrif á sjávarútvegsstefnu flokksins, en fyrst þeir vilja ekki hafa hér nein áhrif er það mér að meinalausu.

Frjálslyndi flokkurinn verður aldrei barn í brók með Samfylkinguna á heilanum og gapandi hér um samkynhneigða og blinda.

Þorsteinn Briem, 12.6.2008 kl. 15:42

8 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Steini, ég er á því að Samfylkingin ætti frekar að ganga inn í samstarfsflokk sinn. Það gæti orðið hugguleg deild menntamanna sem hafa mestar áhyggjur af Evrópumálum og mannréttindum einstakra milljarðamæringa.

Sigurjón Þórðarson, 12.6.2008 kl. 15:50

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frjálslyndi flokkurinn hefur sem sagt engan áhuga á að komast nokkurn tíma í ríkisstjórn. Vill að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn sameinist. Þá veit maður það. Frjálslyndi flokkurinn vill bara vera Fúll á móti-flokkur, eins og hann hefur verið frá upphafi.

Sigurjón er náttúrlega ekki menntamaður, enda eru engir menntamenn í Frjálslynda flokknum, frekar en í Sjálfstæðisflokknum.

Þorsteinn Briem, 12.6.2008 kl. 16:16

10 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Steini: ég er sjálfmenntaður og í FF. Ég vil meina að ég sé ágætlega vel að mér, oft meira en jafnaldrar mínir sem eru með pappamiða uppá ágæti sitt.
Við menntasnobbara eins og þig vil ég segja; hoppaðu í þitt óæðra.


Einstein hlaut ekki heldur hefðbundna menntun...

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 12.6.2008 kl. 16:21

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

J. Einar og svo framvegis.

Sigurjón er líffræðingur og því "menntamaður" en þessi skrif hans hér bera nú ekki vott um það. Og þín skrif hér bera heldur ekki þess merki að þú sért sjálfmenntaður "menntamaður".

Og því síður einhver Einstein, frekar en Sigurjón.

Þorsteinn Briem, 12.6.2008 kl. 17:15

12 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Nei, en finnast þér þín skrif hér á þessari síðu ekki bera vott af fordómum og hatri í garð FF liða?

Ég hef aldrei sagst vera menntamaður, enda hef ég lítinn áhuga á slíkum titli.

Því síður var ég að líkja mér við Einstein, en hann var ekki menntamaður.

Það má vera að intellectúalískt techókratí sé hvað þú vilt, en slepptu nú þessum sífelldu ad hominem rökleysum þínum. Þú gjaldfellir sjálfan þig nóg með þessum fordómum þínum til þess að þú gjaldfellir þig og þínar skoðanir ekki gjörsamlega.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 12.6.2008 kl. 17:23

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Minn ágæti bloggvinur Steini Briem:

Stundum vita menn betur sjálfir hvað þeir meina en þeir sem taka til máls út af orðum þeirra. Um þetta veit ég mörg dæmi og vitna til eigin reynslu. En fátt er verra viðfangs en það að fá fólkt til að skilja það sem það er ákveðið í að misskilja; oftast vonlaust.

Af færslu Sigurjóns skilst mér að af kynnum hans við Helga Hjörvar leyfi hann sér að ætlast til af honum þroskaðri skilnings á mammréttindum, en flestum öðrum í hans flokki.

En kannski er þetta rangur skilningur hjá mér.

Ef svo er vona ég að Sigurjón leiðrétti.

Árni Gunnarsson, 12.6.2008 kl. 17:46

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

J. Einar og svo framvegis.

Það væri nú einkennilegt ef ég hefði einhverja fordóma í garð meðlima Frjálslynda flokksins, því ég hef skrifað komment hjá Jens Guði frá því síðastliðið haust og við erum bestu vinir, þrátt fyrir að vera ósammála í stjórnmálum.

En þessi skrif Sigurjóns eru ekki Frjálslynda flokknum til framdráttar og fólk almennt er farið að líta á þennan flokk sem hóp kverúlanta og furðufugla sem engu geta komið til leiðar í íslenskri pólitík, Einsteinar eða ekki. Og eru þar að auki með Samfylkinguna og Ingibjörgu Sólrúnu á heilanum, sem er ólæknandi sjúkdómur.

Þorsteinn Briem, 12.6.2008 kl. 17:55

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árni minn Gunnarsson.

Ég set mig aldrei í einhverjar sérstakar stellingar eftir því hver skrifar, gagnrýni hvern sem er og ég er ekki félagi í Samfylkingunni.

Þorsteinn Briem, 12.6.2008 kl. 18:04

16 identicon

Þetta er ósmekklegur, ósvaranlegur og ómálefnalegur pistill.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 18:10

17 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Steini Briem mér þykir ekket athugavert við og raun jákvætt að þú sért gagnrýnin á skrif mín þó svo mér finnist gagnrýnin efnislega vægast sagt léttvæg.

Í ljósi þessa finnst mér ótrúlegt að það votti ekki fyrir gagnrýni hjá þér á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem er staðráðin í að halda áfram að brjóta mannréttindindi á sjómönnum.

Sigurjón Þórðarson, 12.6.2008 kl. 18:19

18 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Kæri Sigurjón

Þetta er fjórði pistillinn þinn þar sem þú eyðir orkunni í það að vera með leiðindi út í annan stjórnmálaflokk, á vafasömum forsendum, frekar en að beina athyglinni að ykkar góðu stefnumálum og afla þeim stuðning á heilbrigðan máta.

Þessi síðasta færsla kallar á iðrun og afsökun til handa Helga Hjörvar. Hún er það gróf að þú værir maður að meiri að bakka út úr þessu og viðurkenna að þú hafir farið yfir strikið. Mbk,  G

Gunnlaugur B Ólafsson, 12.6.2008 kl. 18:22

19 identicon

Sigurjón ! mér hefur alltaf fundist þú vera einn að fáum sem ég hef horft til,og vonast til að þú kæmist aftur á þing.En þú gerðir út um það núna ég á aldrei eftir að styðja þig og vona að þú eigir eftir að vera maður og biðjast afsökunar á þessari frærslu sem er mjög ómerkileg.

Logi (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 18:52

20 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Gulli voðalegur væll er þetta, sér í lagi í ljósi þess að forystumenn Samfylkingarinnar hafa nú ekki verið að draga af sér á síðustu vikum með að gefa mér einkunn s.s. plebbi, kjáni og þaðan af verra.

Það er greinilegt að Samfylkingunni svíður þessi umræða um mannréttindabrot þingmanna flokksins á sjómönnum rétt eins og þeim svíður sem undir mígur.

Ég er auðvitað alltaf til í að gera betur, iðrast og biðjast afsökunar ef efni standa til þess en ég get ekki séð í þetta sinnið að ég hafi farið yfir eitthvað strik og þætti þess vegna vænt um að fá nánari útskýringu á því við hvað er átt.   

Sigurjón Þórðarson, 12.6.2008 kl. 19:03

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurjón.

Sjálfstæðisflokkurinn, en ekki Samfylkingin, ber ábyrgð á kvótakerfinu og Samfylkingin var ekki til þegar Frjálslyndi flokkurinn var stofnaður. Því væri mun nær fyrir Frjálslynda flokkinn að vera með Geir Haarde og Sjálfstæðisflokkinn á heilanum, frekar en Ingibjörgu Sólrúnu og Samfylkinguna.

Ríkisstjórnin hefði getað hunsað þetta álit Mannréttindanefndarinnar en hún kaus að taka tillit til þess og breyta núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi á næstunni. Og hvort finnst þér nú líklegra að það hafi verið ákveðið að undirlagi Geirs Haarde og Sjálfstæðisflokksins eða Ingibjargar Sólrúnar og Samfylkingarinnar? Og hver segir að Ingibjörg Sólrún hafi ekki viljað greiða einhverjar bætur í þessu máli?

Þorsteinn Briem, 12.6.2008 kl. 19:20

22 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Steini það eru fleiri en ég og fleiri en fólk í Frjálslynda flokknum s.s. Þorvaldur Gylfason sem hefur engan hug á að koma höggi á Samfylkinguna sem finnst þetta svar ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks ómerkilegt og bendi ég þér á grein hans í Fréttablaðinu í dag því til staðfestingar.

Sigurjón Þórðarson, 12.6.2008 kl. 19:35

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurjón.

Samfylkingin ræður að sjálfsögðu ekki öllu í þessari ríkisstjórn og Sjálfstæðisflokkurinn ræður þar heldur ekki öllu. Þetta er samsteypustjórn tveggja flokka og allar samsteypustjórnir eru málamiðlanastjórnir.

Og í þessu tilfelli er málamiðlunin þessi: Bætur verða ekki greiddar en fiskveiðistjórnunarkerfið verður endurskoðað á næstunni. Það er aðalatriðið í þessu máli. Varla barðist Samfylkingin á móti því gegn Sjálfstæðisflokknum. Og til þess var leikurinn væntanlega gerður í upphafi en ekki til að fá bætur.

Mér finnst nú ekki undarlegt að Sjálfstæðisflokkurinn, sem ber ábyrgð á kvótakerfinu, hafi ekki viljað greiða slíkar bætur og það er mikið afrek hjá Samfylkingunni að fá Sjálfstæðisflokkinn til að breyta núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi.

Þorsteinn Briem, 12.6.2008 kl. 20:30

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

Einar Einarsson.

Það þarf nú ekki mikinn sérfræðing til að sjá að Frjálslyndi flokkurinn mun ekki komast í ríkisstjórn á næstunni.
Enginn annar flokkur hefur áhuga á að starfa með honum núna og að mínum dómi er langlíklegast að núverandi ríkisstjórn haldi velli að minnsta kosti jafn lengi og Viðreisnarstjórnin gerði á sínum tíma.

Hvaða kosningaloforð hefur Samfylkingin ekki uppfyllt ennþá og eru ekki ennþá þrjú ár eftir af yfirstandandi kjörtímabili? Lífeyrismálið verður afgreitt í haust en Samfylkingin verður að afgreiða það með fulltingi þingmanna í Sjálfstæðisflokknum og jafnvel öðrum flokkum, því ekki vilja allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins breyta þeim málum.

Þorsteinn Briem, 12.6.2008 kl. 20:47

25 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nú er ástæða til að biðjast afsökunar.

Mér var það nefnilega ekki kunnugt að Samfylkingin væri búin að fá Sjálfstæðisflokkinn til að breyta kvótakerfinu.

Árni Gunnarsson, 12.6.2008 kl. 22:13

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þú heldur náttúrlega að það sé öfugt, Árni minn.

Þorsteinn Briem, 12.6.2008 kl. 22:15

27 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég hef séð og heyrt ISG keppast vð Geir að lýsa því fyrir að úrskurður Mannréttindanefndarinnar sé "bara álit "og ekki þurfi að fara eftir því:

Sjá þetta 

Sigurður Þórðarson, 12.6.2008 kl. 23:41

28 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Steini Briem skrifar "Ríkisstjórnin hefði getað hunsað þetta álit Mannréttindanefndarinnar en hún kaus að taka tillit til þess og breyta núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi á næstunni" Eigum við að klappa fyrir stjórninni?  Þetta vil ég að þú rökstyðjir Steini, er ríkisstjórnin ekki skuldbundin af því að hlíta úrskurðum mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna?

Ber Samfylkingin enga ábyrgð í ríkisstjórnarsamstarfinu?

Er allt Sjálfstæðisflokknum að kenna?

Hvað er athugavert við það að bent sé á að HH finnist eðlilegt að mannréttindi séu bara fyrir suma sem honum þóknast? 

Skiptir það í alvörunni máli hvenær stjórnmálaflokkur var stofnaður hvaða afstöðu hann hefur til mannréttindabrota?

Hverslags andskotans kjaftæði er þetta? Mannréttindi eru ekki fyrir einhverja pólitíkusa til að versla með í málefnasamningum við myndun ríkisstjórnar.

Mannréttindabrot er grafalvarlegt mál sama á hverjum er brotið og ber að laga, ekki seinna en strax. Þetta ætti til dæmis áður nefndur HH að vita.

Allur afsláttur á mannréttindum er þeim sem til afsláttarins leggja til þvílíkrar minnkunar að einungis grófasta útgáfa af sjóaratungumáli getur lýst því svo vel sé. 

Hallgrímur Guðmundsson, 12.6.2008 kl. 23:50

29 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hallgrímur.

Forsætisráðherra sagði á sínum tíma að ekki þyrfti að taka tillit til þessa álits Mannréttindanefndarinnar og ég efast ekki um að dómsmálaráðherra, fjármálaráðherra og sjávarútvegsráðherra hafi verið á sömu skoðun í þessu máli, enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið varðhundur núverandi kvótakerfis.

Ég hef aftur á móti verið á þeirri skoðun að taka ætti tillit til þessa álits Mannréttindanefndarinnar og rökstuddi þá skoðun mína fyrir margt löngu. Og þar að auki hélt ég því fram löngu áður en þetta álit nefndarinnar kom til að taka þyrfti upp nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi.

Frjálslyndir eru hins vegar vanir að hengja bakara fyrir smið, enda eru þeir með Samfylkinguna á heilanum.

Þorsteinn Briem, 13.6.2008 kl. 00:19

30 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Þeir sem eru enn að efast um hvort Mannréttindanefnd sameinuðu þjóðanna hafi eitthvað að segja um þau mannréttindabrot sem framin eru á sjómönnum, nú með hjálp Samfylkingunni ættu að skoða þetta hér.

Síðan væri þeim Samfylkingarmönnum (konum) sem kjósa það að afbaka alla umræðu sem á sér stað um stuðning Samfylkingarinnar á mannréttindabrotum að skoða eigin vesaldóm og ákvörðunarfælni áður en lengra er haldið.

Hér eru til dæmis niðurstöður í skoðanakönnun af þeirra eigin síðu,  xs.is

Sjávarútvegsráðherra hefur svarað mannréttindanefnd SÞ. Ertu ánægður með niðurstöðuna?


Já. Við höfum byggt upp þetta kerfi á löngum tíma og getum ekki farið að rústa því af því einhver nefnd úti í heimi gerir athugasemdir. Skoðum þetta svo í rólegheitunum: 0%



Bæði -- og. Málið er ekki lengur brýnt og lengra varð ekki komist að sinni. Breytingar gætu orðið eftir störf nefndarinnar sem á að sjá um endurskoðun kerfisins: 6%



Nei. Mannréttindi eru brotin og þá er ekkert svar að tala um vinnuhóp í langtímaverkefni. Vona að eitthvað komi út úr því starfi en þá verður líka að fylgja því almennilega eftir pólitískt: 94%

Það má ljóst vera að Samfylkingin er flokkur sem ekki á nokkurn hátt þorir að standa í lappirnar og taka á málunum með eðlilegum hætti.

Eru stólarnir meira virði en vilji kjósenda?

Eigum við að taka fyrir fleiri þingmenn og ráðherra Samfylkingarinnar sem þjakaðir eru af vesaldóm, aðgerðarleysi og ókvörðunarfælni? 

Hallgrímur Guðmundsson, 13.6.2008 kl. 00:34

31 Smámynd: Sigurður Þórðarson

 Steini

Sástu ekki myndbandið:

Hlustaðu á formanninn þinn tala 

Þarna má ekki á milli sjá í horri iðngreininni þau eru.

Kannski hún hafi haldið að  að froskurinn yrði prins ef hún kyssti hann. En hún varð sjálf froskur. 

 

Sigurður Þórðarson, 13.6.2008 kl. 00:37

32 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurður.

Ingibjörg Sólrún sagði að þetta álit Mannréttindanefndarinnar væri ekki bindandi, því það væri ekki dómur eða úrskurður. Það er alveg rétt hjá henni og ég veit ekki til að Ingibjörg Sólrún hafi nokkurn tíma sagt að hún vildi að ríkisstjórnin tæki ekki tillit til þessa álits nefndarinnar.

Og ríkisstjórnin tók þá ákvörðun að taka tillit til þessa álits
. En nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi tekur að sjálfsögðu ekki gildi 1. september í haust, heldur 1. september á næsta ári.

Hlustaðu eftir froskakvaki í þínum eigin ranni og kysstu þinn eigin formannsfrosk, Sigurður minn.

Þorsteinn Briem, 13.6.2008 kl. 00:55

33 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hallgrímur.

Mér skilst að nokkrir sálfræðingar ætli að taka sig saman um að sinna Frjálslyndum, sem eru með Ingibjörgu Sólrúnu og Samfylkinguna á heilanum.

Þetta er eiginlega fyrir utan mitt áhugasvið, svona til lengdar, elsku kallinn minn.

Þorsteinn Briem, 13.6.2008 kl. 01:03

34 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Er það virkilega svo að fyrst menn geta ekki fagnað því að Samfylkingunni hefur tekist að ná Sjálfstæðisflokknum út í grundvallarbreytingar á fiskveiðistjónun landsins að þá snúist málið um einhverjar peningagreiðslur til einstaklinga?  

Það er svo mikill æsingur og gífuryrði að maður áttar sig ekki hvert hin frjálsa lund stefnir. Samkynhneigðir, blindir ....  Temprið ykkur strákar mínir. Þið skorið engar keilur á svona flumbrugangi. Kærleikurinn, kærleikurinn, kærleikurinn....

Gunnlaugur B Ólafsson, 13.6.2008 kl. 01:10

35 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sæll aftur Steini Briem. 

Það þurfti ekki álit mannréttindanefndar til þess að móta mína skoðun á þessu máli, ég hef verið starfandi sjómaður frá 3 Jan 1977 og er nokkuð vel upplýstur um þá ógnaþróun sem átt hefur sér stað í málefnum okkar sjómanna frá þeim tíma.

Það þarf engan sprenglærðan fábjána til að fræða mig eitthvað um þessi mál, hvað þá heldur hálfónýta ef ekki alónýta pólitíska sérvitringa sem hafa einungis séð í besta falli ljósmyndir af fiski eða flökin í búðarborðinu hjá fisksalanum á horninu. 

Hvernig brást Samfylkingin við þegar bent var á hvað myndi gerast við kvótasetningu á nýjustu atvinnuþróun á Vestfjörðum? Túristaveiðum á sjóstangveiðibátunum.

Það er ekki eins og Samfylkingin eigi ekki mann (menn) í sjávarútvegsnefnd Alþingis.

Samfylkingin gerði akkúrat ekki neitt, (ákvörðunarfælni) 

Staðreyndirnar ljúga ekki að okkur um það má lesa hér.

Síðan má lesa meira um það hér

Svo missir fólk sig algjörlega þegar Samfylkingin er gagnrýnd fyrir ákvörðunarfælni og mannréttindabrot.

Er nema von að það skuli allt vera á leið til fjandans í þessu landi þegar hver dugleysinginn á fætur öðrum lepur upp og ver ákvörðunarfælni Samfylkingarinnar?

Hvar höfum við heyrt þingmenn Samfylkingarinnar efast um og gagnrýna veiðiráðgjöf Hafró? Hvað varð um þessa samræðupólitík sem þessi flokkur boðaði? Hafa Samfylkingarmenn haft dug og þor í sér að tala við okkur skipstjórana um hvað er í gangi á miðunum? 

Því miður er það að koma æ betur í ljós að Samfylkingin þorir ekki að gera nokkurn skapaðan hlut sem skipta okkur á landsbyggðinni máli, við megum sennilega éta það sem úti frýs fram að næstu kosningum. Þá byrjar allt loforðaruglið og lygarnar upp á nýtt. 

Meira púðri eyði ég ekki í umræður um þennan flokk sem eitt sinn leit þokkalega út en er fyrir mér í dag handónýtar pólitískar druslur og mannréttindaníðingar punktur. 

Góðar stundi. 

Hallgrímur Guðmundsson, 13.6.2008 kl. 01:20

36 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Fóstbróðir stundi eftir þennan kröftuga pistil! Halli er ekki allt í góðu, svona í aðalatriðum?

Ég er að reyna að átta mig á þessu. Viljið þið að sjómenn fái peninga í bætur fyrir mannréttindabrot? Þá hverjir og hvað mikið?

Gunnlaugur B Ólafsson, 13.6.2008 kl. 01:41

37 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hallgrímur.

Ég vil helst hlífa þér við meiri flengingum hér, því þú ert orðinn rauður eins og karfi á rassgatinu.


Ég hef verið sjómaður, unnið í frystihúsum, saltfiskvinnslum, skreiðarverkun og rækjuverksmiðju, skrifað í mörg ár í Morgunblaðið um sjómennsku, fiskvinnslu og markaðssetningu á fiski um allan heim, gefið út sérblað um sjávarútveg, tekið viðtöl við fiskútflytjendur, fiskverkendur, sjómenn og fiskverkafólk um allt land og erlendis þar að auki.

Taktu ýsuna úr bleyjunni þinni, góurinn.

Þorsteinn Briem, 13.6.2008 kl. 02:31

38 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ég sé að Steini minn Biem hefur ekki passað sig á sólarolíunni,eins og ég benti honum á fyrir ekki löngu.Steini minn Briem, þú gleymir að telja upp að þú hafir unnið á tunglinu í fiski og tekið viðtal við karlinn þar sem hafi birst í heimspressunni. Bið að heilsa  Óla frænda þínum honum gengur vel með olíuhreinsunarstöðina.

Sigurgeir Jónsson, 13.6.2008 kl. 08:31

39 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ef útgerðarmennirnir fá skaðabætur vegna kvótakerfisisins og af því að þeir hafi starfað sem sjómenn, þá hljóta allir sjómenn allt frá 1984 að eiga rétt á því sama.Þar við bætist að allir sem keypt hafa kvóta og ríkið samþykkt söluna með því að taka skatt af henni, munu fara fram á skaðabætur.Eðlilegast er að Mannréttindadómstóll Evrópu dæmi í svona málum.Það verður tækifæri til þess því útgerðarmaður í Sandgerði ætlar að róa kvótalaus. Það mál mun væntanlega enda fyrir Hæstarétti.Lögfræðingarnir Jón Magnússon og Atli Gíslason munu væntanlega aðstoða manninn við að koma málinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu.

Sigurgeir Jónsson, 13.6.2008 kl. 08:53

40 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurgeir minn. Ég held mig ekki á Tunglinu eins og Frjálslyndi flokkurinn. En auk þess að hafa verið sjómaður og unnið í alls kyns fiskvinnslu hef ég einnig til dæmis búið í mörg ár í sveit á Norðurlandi, unnið við framkvæmdir hjá Akureyrarbæ, verið handlangari hjá múrurum, starfað í mörg ár sem öryggisvörður, verið þar trúnaðarmaður og staðið þar fyrir verkfalli ásamt fleirum.

Ég byrjaði að vinna sjö ára gamall í sveit og á veturna sveiflaði ég þar tíu ára gamall upp á axlirnar á mér úttroðnum heypokum sem voru mun stærri en undirritaður. Ég fer því létt með að flengja hér Frjálslynda flokkinn. Og ég vann í sveit, sem verkamaður og sjómaður í mörg herrans ár áður en ég byrjaði að taka viðtöl fyrir Morgunblaðið við bændur, verkamenn, iðnaðarmenn, sjómenn og ráðherra.

Þorsteinn Briem, 13.6.2008 kl. 09:50

41 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er fullkomlega réttmætt að það er ekki hægt að afsaka mannréttindabrot og órétti með magnstærð, að svo margir hafi orðið fyrir því að ÞESS VEGNA beri að horfa framhjá því. Þar af leiðir að helsti punkturinn í þessari færslu er góður og gildur.

Sigurður Þór Guðjónsson, 13.6.2008 kl. 10:12

42 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurður Þór.

Það væri nú ekki mikið mál að greiða þessum sjómönnum bætur, ef málið snerist eingöngu um það.
En ef þessum tilteknu sjómönnum yrðu greiddar bætur væri ríkið búið að skapa fordæmi, þannig að allir íslenskir sjómenn gætu fengið bætur, sem ekki hafa fengið hér veiðileyfi mörg síðastliðin ár.

Hversu miklar bætur ætti þá hver og einn að fá? Hverjir ættu rétt á bótum og hverjir ættu ekki rétt á þeim? Hvað ætti að miða við mikinn afla eða aflakvóta í hverju og einu tilviki og hversu mörg ár aftur í tímann? Og hversu háar yrðu þær upphæðir samtals? Hversu margir tugir milljarðar króna? Hversu margar Kárahnjúkavirkjanir?

Ég legg til að allir Frjálslyndir greiði slíkar bætur úr eigin vasa, fyrst þeir endilega vilja, í staðinn fyrir að krefjast þess að allir landsmenn, ríkið, geri það. Ætli þeir myndu þá ekki gapa hér minna?!

Þorsteinn Briem, 13.6.2008 kl. 11:33

43 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Voðalegt rugl og bull er þetta í þér Steini - Eiga þeir einir að greiða bætur sem hafa bent á ósanngirnina?

Sigurjón Þórðarson, 13.6.2008 kl. 11:53

44 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurjón.

Fyrst Frjálslyndir vilja endilega greiða þessar bætur ættu þeir náttúrlega að gera það. Hins vegar væru þeir nú ekki borgunarmenn fyrir slíkum bótum, og ekki heldur íslenska ríkið, því hér er væntanlega um hundruð milljarða króna að ræða. Það eru ekki svo lítil verðmæti bara í einu kílói af fiski.

Og fleirum en Frjálslyndum finnst núgildandi kvótakerfi ósanngjarnt. Málið snýst um að breyta því en ekki einhverjar bætur, sem enginn hefur efni á að greiða.

Þorsteinn Briem, 13.6.2008 kl. 12:27

45 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sæll Gulli minn, jú jú ég er bara helvíti góður. Álit mannréttindanefndar sameinuðu þjóðanna hljóðar upp á bætur, þær ber að greiða. Hversu mikið er svo annarra að meta.

Ég met mannréttindi ekki í peningum, það gera einungis ógnarstjórnir og eru því miður til of mörg dæmi um slíkt. Viljum við flokkast með þeim löndum sem slíkt hafa stundað og gera reyndar mörg hver ennþá?

Í svari ríkisstjórnarinnar er því miður að finna tilhneigingu til þess að meta mannréttindi ú frá efnahag. Sættum við okkur við að Ísland flokkist til bananalýðvelda?

Sjá dæmi: "Ljóst er að umbylting íslenska fiskiveiðistjórnarkerfisins nú kynni að hafa gríðarleg áhrif á íslenskt efnahagslíf og að sumu leyti virðist vart vera hægt að vinda ofan af kerfinu, t.d. með innköllun kvótans til ríkisins, nema með því að ríkissjóður greiði öllum slíkum þolendum upptöku einhvers konar skaðabætur"

Hvað felst í þessum orðum sem meðal annars má finna í svari til mannréttindanefndar? "Að mati íslenska ríkisins standa ekki forsendur til þess að greiddar verði skaðabætur til viðkomandi kærenda, enda gæti slíkt leitt til þess að fjöldi manns gerði skaðabótakröfur á hendur ríkinu"

Er þetta ekki viðurkenning á því að kerfið hefur brotið á fjölda manna?

Hvernig hljóða síðan lögin um stjórn fiskveiða? Dæmi: "1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum"

Í lögunum stendur hvergi að greiða beri þeim bætur sem keypt hafa og veðsett sameign þjóðarinnar, hvert er þá vandamálið? Er vandamálið ekki ósköp einfalt, Sjálfstæðisflokkurinn nú með aðstoð Samfylkingarinnar telja sig yfir það hafin að fara eftir lögum og reglum? Það ber að gagnrýna og er beinlínis skilda þegna þessa lands.

Steini Briem, það þarf töluvert meira til en þetta til að ég roðni, hvað þá heldur að roðinn nái alla leið að rassgatinu á mér.

Eins og fyrr segir þá er ekkert óeðlilegt við það að menn séu gagnrýndir eigi þeir það skilið og á það svo sannarlega við í þessari færslu, ef þá einhver man um hvað hún snérist. 

Miða við starfsferil þinn Steini þá ert þú væntanlega ellilífeyrisþegi, sem kannski skýrir það hvernig þú lýtur á mig til dæmis, með bleyju.

Það er til haugur af sjálfsskipuðum snillingum um sjávarútvegsmál og sjómennsku, flestir (margir) eiga það þó sammerkt að hafa frekar takmarkaða þekkingu á viðfangsefninu. Vanþekkingin er því oftast uppfyllt með orðagljáðri, ég kalla þá menn atvinnublaðrara.

Það er enginn hafinn yfir gagnrýni, ef gagnrýni leggst illa í menn þá erum við á réttri leið. Sem sagt það sem gagnrýnt er á fyllilega rétt á sér, sannleikanum er hver sárastur stendur einhversstaðar.

Góðar stundir. 

Hallgrímur Guðmundsson, 13.6.2008 kl. 12:35

46 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hallgrímur.

Ég er langt því frá kominn á ellilífeyrisaldurinn og var búinn að vera í öllum þessum störfum áður en ég varð þrítugur, elsku kallinn minn.

Það hefur enga þýðingu að gapa hér um bætur sem enginn hefur efni á að greiða. Ekki hefur nú Mannréttindanefndin verið búin að reikna hér út verðmæti aflakvóta og hversu háar bætur íslenska ríkið þyrfti samtals að greiða, ef það færi að greiða sjómönnum bætur á annað borð vegna núgildandi kvótakerfis og skapa þannig fordæmi.

Alþingi gæti til dæmis sett lög um tíu milljarða króna lágmarkslaun hér á mánuði en að sjálfsögðu yrði ekki hægt að framfylgja þeim. Og launþegar gætu engan veginn sótt þessi laun til ríkisins ef öll fyrirtæki hér legðu upp laupana vegna þessara laga, sem þau myndu væntanlega gera. Lög, dómar, úrskurðir og álit, sem ekki er hægt að framfylgja, eru að sjálfsögðu markleysa.

Aðalatriðið er að breyta núgildandi kvótakerfi og það verður gert.

Þorsteinn Briem, 13.6.2008 kl. 13:44

47 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er reyndar ekki aðalatruiðið að breyta kvótakerfinu. Sú yfirlýsing segir ekki neitt um það hvað þá er í vændum.

Og það er vegna þess að ákvörðunin er enn í höndum þess stjórnmálaafls sem alla tíð hefur haft hagsmuni tiltekinna samtaka að leiðarljósi.

Enn heggur fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Þorsteinn Pálsson í sama knérunn í leiðara Fréttablaðsins fyrir nokkrum dögum.

Þar spyr hann hver eigi að borga skaðann af því ef aflaúthlutun færist frá togurum smám saman og yfir á smáu skipin. Það sé svo mikil hagræðing og sparnaður fólgið í því að veiða sem flesta fiska og sem mest magn á hvert skip:

Þetta er hægt að sýna með einföldu reikningsdæmi á töflu þegar röksemdir eru látnar lúta alræði tölfræðinnar.

Þarna leyfir fyrrverandi forsætisráðherra okkar sér að forðast Þætti eins og yfirbyggingu stórra útgerðarfyrirtækja, afskriftir og síðast en ekki síst olíukostnað.

Af einungis þessum þremur upptöldu atriðum má öllum sem eitthvað þekkja til mála vera ljóst að þessi ályktun Þ.P. er ekki aðeins grunnfærnisleg heldur beinlínis röng.

En það er gífurlega stór hópur í okkar þjóðfélagi svo frátengdur þessu mikla deilumáli og hann kaupir þessi rök umhugsunarlaust eins og ísinn í sjoppunni á heitum sumardegi.

Árni Gunnarsson, 13.6.2008 kl. 15:24

48 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árni.

Aðalatriðið er að breyta núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi þannig að sem flestir verði sáttir við breytingarnar og nýja kerfið standist bæði íslensku stjórnarskrána og alþjóðlega mannréttindasáttmála, sem við erum aðilar að.

Hins vegar er ómögulegt að vera hér með fiskveiðistjórnunarkerfi, sem allir eru sáttir við, frekar en til dæmis umferðarlögin.

Þorsteinn Briem, 13.6.2008 kl. 15:38

49 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sammála þér þarna Steini.

En ég bakka ekki með það að þú sért eftir sem áður helvítis asni.

Bestu kveðjur!

Árni Gunnarsson, 13.6.2008 kl. 19:37

50 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þú er bæði orðheppinn og naskur Árni frændi. Þín lokaorð voru þegar öllu er á botninn hvolft þau skynsamlegustu í allri þessari laungulvitleysu.

Sigurður Þórðarson, 13.6.2008 kl. 22:01

51 Smámynd: Árni Gunnarsson

Orðheppinn og naskur er nú umdeilanlegt. Í það minnsta var þetta groddalegur húmor sem hæfir ekki öldruðum og ég sé mér ekki fært annað en biðja minn ágæta bloggvin afsökunar á.

En þetta var nú einu sinni minn stíll meðan ég var og hét.

Árni Gunnarsson, 13.6.2008 kl. 22:59

52 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þú hefur lögmæta afsökun Árni. Það er á vitorði allra Íslendinga sem eitthvað fylgjast með fréttum að Ísland skrifaði undir valfrjálsa bókun og skuldbatt sig til að hlíta ákvörðunum mannréttindanefndarinnar. Úrskurður mannréttindanefndarinnar er því skuldbindandi að þjóðarrétti og ætti að hafa réttarfarsleg áhrif hér á landi að mati fjölmargra lögmanna sem hafa tjáð sig um málið.

 Steini Briem skrifaði eftirfarandi:"Ingibjörg Sólrún sagði að þetta álit Mannréttindanefndarinnar væri ekki bindandi, því það væri ekki dómur eða úrskurður. Það er alveg rétt hjá henni "

Sigurður Þórðarson, 14.6.2008 kl. 00:19

53 Smámynd: Bumba

Sigurjon, enn og aftur NIÐUR MEÐ SAMFYLKINGUNA. Með beztu kveðju.

Bumba, 15.6.2008 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband