Leita í fréttum mbl.is

Heilræði til Karls Valgarðs Matthíassonar

Fyrir síðustu kosningar kom Karl V. Matthíasson verulega á óvart og sá og sigraði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Það sem hann gerði öðruvísi en aðrir frambjóðendur var að hann lét sig óréttlætið og óstjórnina í sjávarútvegi miklu varða. Í aðdraganda alþingiskosninganna hélt hann áfram að setja þessi mál á oddinn þannig að fólkið í kjördæminu sem treystir svo mjög á sjávarútveg trúði Karli og treysti fyrir atkvæði sínu.

Formaður Samfylkingarinnar fór ekki dult með að óvæntur sigur Karls V. Matthíassonar væri henni ekki að skapi. Hafði Ingibjörg á orði þegar úrslit prófkjörsins lágu ljós fyrir að hlutur kvenna væri rýr. Væntanlega hefur fleira valdið því að Karl var ekki í náðinni en að hann væri af röngu kyni, ekki síst áherslurnar í sjávarútvegsmálum en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var þá nýlega gengin LÍÚ á hönd.

Eftir myndun ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks var tekin upp stefna Sjálfstæðisflokksins í sjávarútvegsmálum með tilheyrandi óréttlæti og mannréttindabrotum. Henni hefur verið haldið óhikað áfram þrátt fyrir að fyrir liggi álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um að breyta beri stefnunni.

Þessi stefna óréttlætis hefur valdið Karli Matthíassyni ómældum erfiðleikum þar sem hann lofaði fólkinu sem kaus hann öðru. Hann hefur hvað eftir annað verið eins og illa gerður hlutur í umræðunni enda staðinn að því að plata kjósendur sína. Fyrir örfáum dögum sagðist Karl vera glaður yfir hrokafullu og siðblindu svari ríkisstjórnarinnar til mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Í nýlegu útvarpsviðtali á Útvarpi Sögu virtist sem gleðivíman yfir áframhaldandi mannréttindabrotum væri runnin af Karli og hann væri smám saman að átta sig á að hann væri orðinn samsekur í alvarlegri brotastarfsemi gagnvart sjómönnum sem hafa lagt á sig áralanga baráttu fyrir réttlætinu.

Ég tel tímabært að Karl íhugi stöðu sína enda getur hann gengið að því sem vísu að pólitískir andstæðingar munu velta honum upp úr tvöfeldninni, þ.e. að hann láti kjósa sig til réttlátra breytinga en sé síðan í nauðvörn til að viðhalda óréttlætinu og mannréttindabrotum. 

Ekki tel ég að Karl geti vænst mikils stuðnings frá formanni Samfylkingarinnar þegar fram í sækir. Hún mun ekki endurgjalda honum stuðning þó svo að hann styðji hana í þeim skítverkum að framfylgja stefnu hennar og Sjálfstæðisflokksins.

Það eina í stöðunni fyrir Karl er að verða afturbata og lýsa yfir harðri andstöðu við siðblint svar ríkisstjórnarinnar og beita sér af hörku fyrir umbótum en það ætti ekki að vera snúnara fyrir Samfylkinguna að lýsa yfir andstöðu við áframhaldandi mannréttindabrot á sjómönnum en að lýsa andúð á drápi á fáeinum hrefnum.

Ef Karl V. Matthíasson fer ekki þessa leið nú tímabundið gegn straumnum mun róðurinn verða þungur þegar fram í sækir og þá ekki einungis hvað varðar pólitískan feril heldur enn frekar við samviskuna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Sigurjón.

Karl V. Matthíasson er eini stjórnarliðinn sem tjáð hefur hug sinn afdráttalaust um álit Mannréttindanefndar SÞ, og síðast í fréttatíma sjónvarps í gær lýsti hann sig andvígan svari ríkistjórnarinnar til Mannréttindanefndar SÞ, sem miklu áfalli fyrir sig persónulega.

Það er alveg furðulegt með þig að þurfa að ráðast á Karl með þessum hætti !

Níels A. Ársælsson., 15.6.2008 kl. 18:27

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Níels ég er að veita Karli ráð.

Sigurjón Þórðarson, 15.6.2008 kl. 21:02

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Níels hér er viðtal Fréttablaðsins við Karl þar sem hann lýsir gleði sinni með siðblint svar ríkisstjórnarinnar.
"Ég gleðst yfir þeim vilja sem kemur fram til að ráðast í endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu, en tel að það þurfi að vinda sér strax í þá vinnu, ekki eingöngu vegna mannréttindanna heldur líka vegna minni útgerða og smábáta," segir Karl V. Matthíasson, Samfylkingunni.

"Mér finnst svarið frekar vægt, svo vægt sé til orða tekið. Ég hefði viljað sjá mun skýrari og ákveðnari svör og að það hefði verið skoðað hvernig hægt hefði verið að koma til móts við mennina sem hrundu málinu af stað."

Karl segir að kvótakerfið verði að endurskoða. "Eins og það er í dag ber það dauðann í sér fyrir stóran hluta smábáta og minni útgerða. Endurskoðunar er sannarlega þörf."- kóp

Sigurjón Þórðarson, 15.6.2008 kl. 21:15

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég þekki Karl af góðu einu og tel hann til vina minna og er ekki í minnsta vafa um að hann meinti hvert orð í kosningabaráttunni. Það liggur hins vegar fyrir að hann á fleiri skoðanabræður annarsstaðar en í sínum eigin flokk, því miður.  Það yrði mjög góð liðveisla fyrir Frjálslynda að fá Karl V. Matthíasson í sínar raðir.

Sigurður Þórðarson, 15.6.2008 kl. 21:24

5 Smámynd: Bumba

Enn og aftur Sigurjón, NIÐUR MEÐ SAMFYLKINGUNA og hennar drauga. Með beztu kveðju.

Bumba, 15.6.2008 kl. 22:46

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Það er furðuleg óbilgirni og útúrsnúningur hér á ferðinni varðandi skoðanir, vilja og trúmennsku Karls í afstöðu sinni til sjávarútvegsmála. Hann er eini þingmaðurinn sem talar um þessi mál ekki bara af réttlæti heldur líka af mikilli ástríðu vegna þeirra þekkingar sem hann hefur á þessum málum.

Þessi skrif eru svona eins eitthvað sem dregið hefur dám af stjórnarfari Rómverja þegar menn komu aftan að næsta og stungu í bakið eða sveðjuðu höfuðið af!

Hvernig væri að snúa bökum saman í þessu máli og halda kj. á réttum stöðum og nota munninn líka á réttum stöðum og tíma?

Sigurjón, ég er bara að veita þér ráð! Já og auðvitað heilræði líka eins kristilegt siðgæði boðar!

Edda Agnarsdóttir, 16.6.2008 kl. 01:24

7 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Edda hvaða útúrsnúninga áttu við?

Hvað hefur breyst eftir að Karl komst til áhrifa sem leiðtogi Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum -  Kerfið hefur versnað og Samfylkingin skirfað undir svar til Mannréttindanefndar SÞ um að það eigi að halda áfram mannréttindabrotum.

Þetta er ömurlegar staðreyndir fyrir Samfylkiniguna.

Sigurjón Þórðarson, 16.6.2008 kl. 07:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband