Leita í fréttum mbl.is

Formaður Norðurlandaráðs gagnrýnir forsætisráðherra harkalega

Árni Páll Árnason deilir mjög hart á forsætisráðherra í grein í Morgunblaðinu í dag. Ekki eru það mannréttindabrotin á sjómönnum sem valda þingmanninum hugarangri, enda eru stjórnarflokkarnir samstiga í þeim efnum að halda þeim áfram, heldur það hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur haldið á efnahagsmálunum undanfarin ár.

Tónninn í greininni er eins og hjá manni sem nýbúinn er að kaupa bíl af forsætisráðherra sem honum var sagt að væri í lagi en fljótlega eftir að hann settist undir stýri kom í ljós að hann væri vart í ökuhæfu ástandi. Svona lýsir Árni Páll ábyrgðar- og fyrirhyggjuleysinu. Eina leiðin til úrlausnar er að fara með bílskrjóðinn til Brussel til viðgerða.

Þetta er áhyggjuefni, að þeir flokkar sem sjá um að stýra landinu virðast eyða megninu af kröftum sínum í púðurskot hvor á annan. Á meðan virðist að-gera-ekki-neitt-stefnan blómstra. Samfylkingin reynir að þvo hendur sínar af stöðu mála og kannast heldur ekki við að hafa þanið út ríksútgjöld yfirstandandi árs og þar með kynt undir verðbólgunni.

Með þessu áframhaldi spái ég að ríkisstjórnin veslist upp á skömmum tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég sagði það þegar þessi ríkisstjórn varð til, að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir væri bara að ná sér í reynslu sem ráðherra og þegar henni þætti nóg komið myndi hún "sprengja" þetta stjórnarsamstarf í loft upp og mynda nýja ríkisstjórn með núverandi stjórnarandstöðu, með síg sem forsætisráðherra.  Hún hefur sýnt það og sannað að hún sættir sig ekki við að vera "bara" stýrimaður á fleytunni.  Ég er ennþá á þessari skoðun. Ég bjóst við að "þetta" yrði gert eftir tveggja ára stjórnarsetu en þetta gæti allt eins orðið að veruleika fyrr er ekki bara verið að undirbúa "plottið"?

Jóhann Elíasson, 16.6.2008 kl. 19:35

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Afar fróðlegt, ef til vill telja Samfylkingamenn sig lifa af eftir stjórnarsamstarfið með því að mala út og suður.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.6.2008 kl. 21:46

3 Smámynd: Vigfús Davíðsson

Já þetta er alveg rétt hjá þér Jóhann. Og mig hlakkar til þess , þegar hún verður orðinn Forsætisráðherra og Guðjón Arnar orðinn Sjávarútvegsráðherra. Ég á tvær kvótalausar trillur, og mig vantar kvóta á þær.

Vigfús Davíðsson, 17.6.2008 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband