Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
21.11.2008 | 23:39
Boðorð númer eitt: Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum
Íslenska þjóðin hefur haft í vinnu hjá sér norskan hernaðarsérfræðing sem hefur ákaflega góða starfsreynslu hjá sjálfum Glitni banka og það í Noregi. Hann hefur eflaust skilað mjög góðri vinnu en samt er eins og að björgunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar misskiljist eitthvað. Ég vil vitna m.a. í samtal við ágæta vinkonu mína, fréttamann hjá BBC, en hún spurði ítrekað af stakri kurteisi og umhyggju hvernig við hefðum það á klakanum. Mátti heyra að hún furðaði sig á því að enginn hefði sagt af sér þrátt fyrir allt sem á undan væri gengið.
Það er rétt að þjóðin spyr hvað virki ekki. Ég hef ekki mikla þekkingu, en þó einhverja, á þeim fræðum sem kallast almannatengsl en frá mínum bæjardyrum séð hefur ríkisstjórnin ítrekað brotið fyrsta boðorðið, þ.e. að segja satt og rétt frá.
Í öðru lagi hefur ríkisstjórnin aldrei virt boðorð númer 2 sem er að biðjast afsökunar. Reglan er sú að betra er að biðjast afsökunar þó svo að ekki hægt sé að rekja neikvæðar afleiðingar beint til verka viðkomandi aðila.
Í þriðja lagi hefur ríkisstjórnin enga áætlun um úrlausn mála en áætlunin sem uppi er nú, þ.e. að greiða Icesave, er allt önnur en sú sem var fyrir viku.
Í öllu þessu fári eru að þroskast alþýðufræði sem ganga út á það hvernig best sé að meta hvenær þau skötuhjúin Ingibjörg Sólrún og Geir séu að segja satt.
Í þessum fræðum er það ekki talið traustvekjandi Þegar Ingibjörg Sólrún hlær um leið og það stendur upp á hana að svara spurningum en hvað Geir Haarde varðar eiga menn að gjalda varhuga við því þegar hann tekur í munn sér orðin sérstakt og að eitthvað sé rætt.
Greitt af Icesave reikningum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.11.2008 | 11:46
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir bjargar brennuvörgunum
Ingibjörg Sólrún segist vera í miðjum björgunarleiðangri en hverjum er leiðtogi jafnaðarmanna að bjarga?
Björgunin felur í sér að drekkja þjóðinni í skuldir og bjarga þeim sem eiga sök á hruninu og öllu
misferlinu frá því að bera ábyrgð.
Það að þykjast vera í björgunarleiðangri með brennuvörgunum sem hafa tendrað bálið er ekki vænlegt. Loddaraskapurinn er með eindæmum og efast má um að heiðarlegt fólk vilji vera þátttakendur í yfirhylmingu leiðtoga Samfylkingarinnar öllu lengur.
Kosningar ekki tímabærar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
20.11.2008 | 22:23
Ekki kjósa ráðgjöf norska hernaðarsérfræðingsins
Það var ekki neinum að kenna, þetta með bankahrunið, það var bara óheppni að þeir hrundu allir meðan Geir var á vaktinni. Bara rakið ólán.
Geir finnst óráð að verk hans verði sett í dóm kjósenda. Ætli það séu ekki ráð frá norska hernaðarsérfræðingnum sem ræður ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks heilt núna? Dagskipunin er: Rannsakið ekki neitt, gefið öllum klúðrurum, hvort sem eru í bönkunum, Fjármálaeftirlitinu eða ríkisstjórninni, tækifæri til að gera betur. Betur?
Ekki reikna ég með að landsmenn taki skilaboðum Geirs fagnandi. Fólk er einfaldlega nóg boðið. Það er stórfurðulegt að maðurinn komi ekki auga á það sem er nú farið að byrgja honum sýn.
Einn útgerðarmaður fær 25 milljarða út úr bönkunum, upplýsingafulltrúi Glitnis neitar að svara og sá vann til skamms tíma hjá Fjármálaeftirlitinu. Þetta er ein saga af mörgum, sumar eru sennilega hviksögur en sönnu sögurnar sem ganga staflaust um samfélagið eru margar og fólki er nóg boðið, fólki sem fær reikninginn í hausinn í eigin haus, barna sinna og barnabarna.
Ekki stefna aðgerðunum í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.11.2008 | 14:00
Leikaraskapur Samfylkingarinnar heldur áfram
Einn þingmaður Samfylkingarinnar setti á svið í upphafi þingfundar í dag stuttan leikþátt þar sem hann þóttist eitthvað ósáttur við forsætisráðherra. Ekki reikna ég með að mikil meining hafi verið á bak við þann þátt hjá Samfylkingunni, heldur hafi stutt skens verið á ferðinni til að friða óánægða samfylkingarmenn.
Fáránleikinn var algjör, forsætisráðherra lýðveldisins var spurður af þingmanni hvað hefði orðið til þess að hryðjuverkalög voru sett á Landsbankann. Ástæðan var dylgjur Davíðs Oddssonar á fundi með Viðskiptaráði um að hann vissi ástæðuna fyrir beitingu laganna. Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta þegar ég heyrði svar valdamesta manns Íslands þegar hann flutti þær fréttir að hann hefði heyrt að ástæðan hefði getað verið fjármagnsflutningar Kaupþings frá Bretlandi - en bætti síðan við að Kaupþingsmenn hefðu neitað því opinberlega.
Æðsti valdamaður þjóðarinnar vissi ekkert meira en lesa mátti í blöðunum!
Hver trúir þessu kjaftæði?
Annars er ágætt að lesendur virði fyrir sér meðfylgjandi mynd (sem er tekin af vef mbl.is) og spyrji sig hvort einhverjar líkur séu á að raunveruleg rannsókn fari fram.
Nýja Seðlabankastjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.11.2008 | 19:52
Manni er flökurt - hugleiddu afsögn, Ingibjörg Sólrún
Í gærkvöldi viðurkenndi Ingibjörg Sólrún að hafa setið sex fundi með Davíð Oddssyni seðlabankastjóra þar sem farið var yfir erfiða stöðu bankanna. Þessum fundarhöldum hélt formaður Samfylkingarinnar leyndum fyrir ráðherra bankamála.
Rannsókn er ekki hafin á fjármálasukkinu sem þjóðin blæðir fyrir, s.s. að tugir milljarða hafi verið lánaðir út úr almenningsfyrirtækjum án þess að nokkur veð væru lögð fram og það til þess að kaupa ónýta pappíra í FL Group.
Í stað þess að mál séu tekin föstum tökum og þeir sem bera ábyrgð séu kallaðir til yfirheyrslu eða settir í gæsluvarðhald fer Samfylkingin að þvæla um sameiningu tveggja ríkisstofnana, þ.e. Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans.
Ef mið er tekið af fyrri aðgerðum ríkisstjórnarinnar má ætla að niðurstaða málsins verði sú að ekkert verði af sameiningunni en í stað þess verði stofnaðar tvær nýjar stofnanir, þ.e. Nýi Seðlabankinn og Nýja Fjármálaeftirlitið. Að öllum líkindum verður það metið svo að rétt sé að gömlu góðu starfsmennirnir verði ráðnir í sambærileg störf og þeir gegndu áður - enda voru engin mistök gerð í aðdraganda hrunsins.
Ingibjörg, hugleiddu afsögnina af mikilli alvöru.
Nauðsynlegt að vera samstiga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.11.2008 | 13:28
Rán
Skv þessarri frétt þá fékk tiltölulega óþekktur útgerðarmeður 25 milljarða lán til kaupa á hutabréfum í FL-Group. Látum vera að slíkt hefði á þessum tíma talist varasöm fjárfesting þá er miklu veigameiri spurning - hver lánar 25 milljarða án veða til hlutabréfakaupa? Af hverjum var keypt? Svona lánveitingar hljóta að eiga að upplýsast - hver tók ákvörðun um lánveitingu og á hvaða forsendum. Að mínu mati jaðrar þetta við rán og það þá ekkert smávegis rán. Þetta er sambærileg upphæð og fékkst fyrir báða ríkisbankana á sínum tíma. Sjálfur er ég í viðskiptum og þekki enginn dæmi þess að venjulegir viðskiptavinir fái lán án ábyrgða, hvað þá svona fjárhæðir. Ef þetta verður ekki upplýst þá er hægt að leggja efnahagsbrotadeild lögreglunnar niður. Sá sem seldi hlýtur að vera grenjandi úr hlátri ennþá.
Taka höndum saman um þinghúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.11.2008 | 10:01
Skuggi Davíðs
Vandamál ríkisstjórnarinnar er meðal annars Davíð Oddsson og eru það ekki endilega verk hans sem trufla heldur það að litlu sjálfstæðismennirnir hringinn í kringum landið taka orð hans trúanleg og líður að mörgu leyti miklu betur að hlusta á þann baráttuanda sem býr í Davíð. Þeir bera saman við núverandi formann flokksins og sá samanburður virðist vera Davíð í hag.
Mörgum sem hlusta á Geir Haarde finnst honum mælast betur þegar hann talar ensku en þegar hann mælir á íslenska tungu. Sömuleiðis hefur fólk á tilfinningunni að Ingibjörg Sólrún ráði ferðinni í ríkisstjórninni og sé farin að sveigja stefnu Sjálfstæðisflokksins í ýmsar vondar áttir. Ekki bætir úr skák að Geir segir ekki satt og heldur upplýsingum frá þjóðinni eins og Davíð staðfesti í gær.
Skugginn er langur.
18.11.2008 | 15:29
Hvernig stendur á því að Færeyingar geta lánað okkur?
Það ber enn á því þótt ótrúlegt sé að sanntrúaðir fylgismenn íslenska kvótakerfisins, s.s. hagfræðingurinn Ragnar Árnason og arkitektinn Stefán Benediktsson, beri opinberlega í bætifláka fyrir íslenska kvótakerfið. Halda félagarnir fram þeirri staðleysu að íslenska kvótakerfið sé hagkvæmt og hafi skilað einhverjum ávinningi og þess vegna eigi þjóðin að sætta sig við viðvarandi mannréttindabrot og byggðaröskun.
Hver er hinn kaldi raunveruleiki? Uppbyggingarstarf og framseljanlegt kvótakerfi hefur skilað þjóðinni þrisvar sinnum minni þorskafla en fyrir daga þess og skuldir fyrirtækjanna hafa fjórfaldast síðustu 10 árin. Frjálslyndi flokkurinn hefur hafnað niðurskurðartillögum Hafró sem engan enda virðast taka og hefur lagt til að tekin verði upp sóknarstýring að færeyskri fyrirmynd. Frjálslyndi flokkurinn hefur ítrekað boðað að fara leið Færeyinga við að stjórna fiskveiðum. Í gegnum tíðina hafa stjórnmálamenn reynt að slá ábyrgar tillögur Frjálslynda flokksins út af borðinu með því að sverta færeyskan sjávarútveg og gefa í skyn að þar sé allt í kaldakoli og sumir sérfræðingar Hafró hafa tekið undir það.Færeyska veiðistjórnunin hefur í gegnum tíðina mætt harðri gagnrýni, bæði færeyskra reiknisfiskifræðinga og erlendra trúbræðra þeirra sem hafa ár hvert gefið út dómsdagsspá sína um endanlegt hrun ef ekki verði skornar niður aflaheimildir.
Um aldamótin stóð þáverandi sjávarútvegsráðherra Færeyinga og núverandi utanríkisráðherra, Jørgen Niclasen, frammi fyrir einni slíkri spá, að algjört hrun blasti við, en hann ákvað áður en hann tók afdrifaríka ákvörðun um að skera niður nánast einu útflutningsgrein Færeyinga að fá álit annars aðila og það var íslenski fiskifræðingurinn Jón Kristjánsson. Jón Kristjánsson gaf Færeyingum það þjóðráð að hætta við niðurskurðinn, enda hefði hvergi í heiminum tekist að sýna fram á að uppbyggingarstefna reiknisfiskifræðinganna hefði gengið eftir. Nú í nóvember 2008 er staðan sú að Færeyingar eru aflögufærir.
-----------------------------------------
Ofangreind grein birtist í Morgunblaðinu á sunnudaginn og finnst mér tilvalið að birta hana hér í tengslum við að Jörgen er mættur til að veita ríkisstjórninni okkar ráð. Það væri forvitnilegt að vita hvort ráðamenn hafi leitað aðstoðar hjá Færeyingum hvað varðar stjórn fiskveiða - það kæmi mér á óvart ef Ingibjörg Sólrún gerði það ekki.
Læri af mistökum Færeyinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
18.11.2008 | 10:20
Seðlabankinn hældi bankaeftirlitinu
Það er átakanlegt að horfa upp á Davíð Oddsson standa í þessari vörn þar sem hann reynir að snúa henni í sókn, og þá gegn fjölmiðlum landsins af því að þeir hafi ekki staðið sig nægilega vel í eftirliti með fjármálastarfsemi. Þetta er sér í lagi vitlaust vegna þess að það er ekki lengra síðan en á vormánuðum þessa árs að einn af bankastjórum Seðlabankans lét þessi orð falla um bankaeftirlit:
Þið þekkið að sjálfsögðu regluumhverfið og eftirlit með fjármálastarfsemi á Íslandi. Það byggir á því besta sem þekkist í öðrum löndum og hefur hlotið mjög jákvæða umsögn erlendra aðila. Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn eiga með sér náið samstarf á vettvangi fjármálastöðugleika. Framvinda undanfarna mánuði hefur leitt til þess að samvinnan hefur orðið enn nánari en áður og stofnanirnar tvær fylgjast grannt með framvindu mála hvor á sínu sviði. Þetta er eins og það á að vera og í samræmi við það sem þekkist annars staðar um þessar mundir.
Ekki minnist ég hinna sterku viðvarana úr Seðlabankanum sem Davíð er að rifja upp, en ég man hins vegar greinilega eftir því að Davíð Oddsson sakaði óprúttna aðila um að gera áhlaup á íslensku krónuna. Hann var þá hundsvekktur yfir því að hækkun stýrivaxta næði ekki að smala meira lánsfé inn í landið og hækka gengi krónunnar sem var farið að síga.
Fjölmiðlar í heljargreipum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.11.2008 | 19:25
Ríkisstjórnin alltaf að plata
Í dag var enn einn blaðamannafundurinn. Nú fullyrtu oddvitar ríkisstjórnarinnar að þörf fyrir lánsfé hefði minnkað um heilan milljarð bandaríkjadollara þrátt fyrir að öllum megi vera ljóst að skuldbindingar vegna Icesave hafa vaxið frá því sem ríkisstjórnin gerði áður ráð fyrir. Þetta er undarlegt. Það er ennþá skrýtnara að ríkisstjórnin segist vera búin að afla þess lánsfjár sem hún segist þurfa, en samt sem áður er ríkisstjórnin enn að ræða bæði við Kínverja og vini okkar í Rússlandi um að fá lánaða peninga.
Auðvitað trúir þessu enginn nema gagnrýnislitlir fréttamenn.
ESB hefði jafnvel sagt upp EES-samningi við Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 109
- Frá upphafi: 1013224
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 61
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007