Leita í fréttum mbl.is

Hvað gera heiðarlegir vinstrimenn?

Samfylkingin hefur boðað til opins fundar i Iðnó skömmu fyrir boðuð mótmæli að Austurvelli og verður fundurinn að einhverju leyti eftirlíking af fundum sem haldnir hafa verið á umliðnum vikum til þess að krefjast þess að ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks grípi til aðgerða s.s. að rannsaka málin ofan í kjölinn. Valið á ræðumönnum er grátbroslegt en þar er að finna Vilhjálm Þorsteinsson hugbúnaðarhönnuð sem hefur um nokkurt skeið verið einn helsti málsvari spillingaraflanna.

Fundinum lýkur síðan Dagur B. Eggertsson sem var mjög svo skotinn í REI enda í nánu samstarfi með Birni Inga Hrafnssyni.

Ég reikna síðan með að fundinum ljúki með því að fundarmenn gangi út á Austurvöll og mótmæli ríkisstjórninni sem þeir þó styðja.

Er þetta ekki hámark hræsninnar?  Maður hlýtur að spyrja í framhaldinu hvort að heiðarlegir vinstrimenn á borð við Mörð Árnason vilji láta spyrða sig saman við þetta lið.

Ekki ætla ég að letja áhugafólk um atferlisfræði að mæta og fylgjast með hvernig fundur Samfylkingarinnar fer fram. Ég ætla hins vegar að hvetja fólk til þess að taka þátt í friðsamlegum mótmælum á Austurvelli þar sem krafist verði m.a. að ekki verði skrifað upp á gríðarlegar skuldbindingar sem munu skerða lífsafkomu Íslendinga til framtíðar.  Það er sömuleiðis nauðsynlegt að krefjast þess að Ingibjörg Sólrún og Geir Haarde hætti þessu leynimakki og setji málin upp á borðið.  Laumuspilið þjónar eflaust þröngum flokkshagsmunum en alls ekki hagsmunum þjóðarinnar. 
 


mbl.is Tveir mótmælafundir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Smáfylkingin er samansafn smásála sem skilja ekki eðli og tilgang mótmælanna. Við mótmælendur erum að krefjast þess að sjálfgræðgisflokkurinn og smáfylkingin hypji sig úr stjórnarstólunum. Nú ætlar hins vegar smáfylkingin að reyna að stela samstöðunni til að krækja sér í atkvæði ...skítapakk!

corvus corax, 15.11.2008 kl. 10:58

2 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Hafa þessir fundir í Iðnó ekki verið almennir borgarafundir ?

Hingað til ekki í boði stjórnmálflokks, eins eða fleiri ? 

Hildur Helga Sigurðardóttir, 15.11.2008 kl. 11:18

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Talið í lausnum félagar. Ég ætla að fara og hlusta á frænda minn Jón Ólafsson vera með innleggið Hugsjónamiðað raunsæi: Sjö dyggðir fyrir stjórnmál framtíðarinnar . Síðan ætla að hlusta á Andra Snæ. Hann er alltaf hugmyndaríkur og skapandi. Síðan langar mig á gleðitónleikana í Laugardagshöll.

Meirihluti þjóðarinnar er nú á nótum Samfylkingarinnar. Þetta er fólk sem talar fyrir virku lýðræði í landinu og situr ekki heima í einhverri hollustu við ríkisstjórnina. Reyndar ætla ég að hafa skrifað á mínum borða "Áfram Jóhanna! Hún lengi lifi!". Hefur staðið sig frábærlega og kemur með enn eina lausnina í dag sem mun trúlega redda mér að mögulegt sé að nýta sérignasparnað.

Njótið dagsins!

Gunnlaugur B Ólafsson, 15.11.2008 kl. 11:22

4 Smámynd: Sævar Einarsson

Mig langar að benda ykkur á þessa færslu hjá mér ef ég má -->
Sævarinn vill EKKI skoða ESB-aðild !

Sævar Einarsson, 15.11.2008 kl. 11:23

5 identicon

Ekki batnaði VERULEIKAFIRRINGIN hjá þessu fólki.Þetta fólk er RÚIÐ öllu TRAUSTI.Þessa RÍKISSTJÓRN BURT STRAZ ÍDAG

guðrún hlín adolfsdótt (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 11:56

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já tvískinnungurinn er botlaus hér. Góð ábending. Fyndið að sjá kokhreysti samfylkingarmannsins hér hehe. ISG og GHH voru einmit í gær að gera einhver slepjulegustu hrossakaup í íslenskri stjórnmálasögu, þar sem GHH lofaði að koma á Evrópuvagninn í skiptum fyrir að ISG leyfði Davíð að sitja áfram. Svo undrast menn að við skulum baka okkur vantraust á alþjóðavetvangi?

Skuldajöfnunarloforðin verða svo hirt með enn meiri hækkun stýrrvaxta eins og til stendur og hjálpin til heimilanna í landinu fólst í því að gera hliðrun fyrir menn sem vilja losna við Range Roverana sína.

Hér er annars skemmtileg áminning varðandi breta.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.11.2008 kl. 12:53

7 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Gulli, þú átt hrós skilið fyrir baráttuanda þinn og strögglið fyrir hönd Samfylkingarinnar þrátt fyrir einkavinavæðingu í utanríkisráðuneytinu og vonlausa ríkisstjórn.

Ég er viss um að þú unir þér nú hið besta á gleðitónleikunum.

Sigurjón Þórðarson, 15.11.2008 kl. 20:30

8 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ég er ekki að neinu ströggli fyrir Samfylkingu, ég hef áhuga á pólitík fyrir mig og framtíðarhagsmuni landsins. Heilbrigðasta tæki lýðræðisins er Samfylkingin.

Sigurjón, Það má frekar hrósa þér fyrir úthald í örflokki sem ekki er líklegur til áhrifa næstu árin. Mbk,  G

Gunnlaugur B Ólafsson, 16.11.2008 kl. 01:49

9 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Athyglisvert að ég hafi "um nokkurt skeið verið einn helsti málsvari spillingaraflanna"!

Þá eru nú spillingaröflin ekki beysin.  Hvet menn til að kynna sér bloggið mitt og leggja sjálfstætt mat þar á.

Annars fjallaði erindið í Iðnó um róttækar hugmyndir Vilmundar Gylfasonar og Bandalags jafnaðarmanna (sem ég var í á sínum tíma), sem miðuðu að virkara lýðræði, minna flokksræði, betri aðskilnaði löggjafar- og framkvæmdavalds, og að skera upp herör gegn spillingu.  Þessar hugmyndir eru aldarfjórðungs gamlar en hafa sennilega aldrei átt jafn vel við og nú.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 16.11.2008 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband