Leita í fréttum mbl.is

Bretar eiga bágt - Ísland er þeim huggun

Ég rakst á athyglisverða grein á BBC þar sem sagt er frá því hversu mjög pundið hefur hrapað miðað við bandaríkjadollara og er það talið lýsandi fyrir efnahagsástandið í Bretlandi. Helsta huggun Bretanna er að pundið hefur styrkst gríðarlega gagnvart íslensku krónunni.

Pund vs. dollari

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er nokkuð sláandi eins og sést á myndinni. Þessi óáran í Bretlandi skýrir e.t.v. hörkuleg viðbrögð breskra stjórnvalda í garð okkar Íslendinga.

Það kveður við allt annan tón í breskum vinum mínum og kunningjum, þeim sem ég hef heyrt í hér. Það er vitanlega þó ekki tilviljunarkennt úrtak, þar er um að ræða fólk sem hefur sterk tengsl út fyrir eigið land.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sterk staða dollars er bara enn eitt fyllerýið og gæti orðið timburmenn á morgun.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.11.2008 kl. 23:39

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Dollarinn er á uppleið af því að það er verið að pumpa nýprentuðum seðlum inn í hagkerfið og auka halla í hagkerfinu. Þetta mun springa og dollarinn rýrnar í verði þótt hann sé hátt skráður. Þegar hann svo fellur, þá mun Evran hrapa með og ekki má hún við því. Þetta system er um það bil að bræða úr sér og ekki munu G20 leiðtogarnir verða sammála um aðgerðir.  Ameríka kefst þess að vera í bílstjórasætinu í efnahag heimsins, en hún er dauðadrukkin af rokgjörnum platpeningum.

Þessi samanburður á milli gjaldmiðla segir lítið. Það er eins og horaður maður segi sig feitann miðað við annann, sem er enn horaðri eða fyllibytta telji sig edrú við hlið annarrar fyllri fyllibyttu. Svo að auki eru þessar hagtölur meira og minna kokkaðar til svona í örvæntingarfullri tilraun til að koma á trausti á fallítt peningakerfi. Það gerist ekki. Þetta er bara forleikurinn að miklu verri hlutum. Mundu þau orð mín.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.11.2008 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband