Leita í fréttum mbl.is

Mun Þorsteinn Pálsson verða spurður út í þöggunina um mesta óréttlæti Íslandssögunnar?

Á NASA við Austurvöll verður mánudaginn 17. nóvember klukkan 20:00 haldinn fundur þar sem rit- og fréttastjórar fjölmiðla landsins sitja fyrir svörum og gefst almenningi kostur á að spyrja út í ábyrgð og hlutverk þeirra.
Mér þykir miður að komast ekki suður á fundinn en þá hefði ég m.a. spurt Þorstein Pálsson ritstjóra Fréttablaðsins út í hvers vegna hann hefði staðið fyrir þöggun um eitt mesta óréttlætismál Íslandssögunnar, kvótakerfið í sjávarútvegi. Fjölmiðlar með fáeinum heiðarlegum undantekningum hafa látið það vera að fjalla um algert árangursleysi kerfisins við að þjóna upphaflegum markmiðum og dregið hvað eftir annað falska glansmynd af árangri og hagræðingu kerfisins. Staðreyndin er sú að þorskafli er margfalt minni en fyrir daga kerfisins og aflaheimildir eru veðsettar langt út yfir nokkur skynsamleg mörk. Kerfið hefur verið dæmt úr leik af mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna. Þrátt fyrir framangreint reynir Fréttablaðið að berja þær bumbur að óréttlætið skuli áfram vera við lýði.
Ég hefði sömuleiðis látið þá spurningu flakka á fréttastjóra RÚV hvers vegna hann hann neitaði sannarlega að leiðrétta rangan fréttaflutning RÚV af sjávarútvegsmálum en á ríkisstöðinni eru menn feimnir við að birta nokkuð sem getur varpað réttu ljósi á kvótakerfið í sjávarútvegi sem var upphafið af ofurveðsetningu og skuldsetningarbólunni sem er að springa framan í landsmenn.
Ástand fjölmiðlanna er súrrealískt en viðskiptahorni Stöðvar 2 stjórnar Björn Ingi Hrafnsson REI-maður og fyrrum aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar sem ráðstafaði bönkunum sem komu síðan þjóðinni í bobba. 
Nú virðist sem fjölmiðlar séu byrjaðir að taka þátt í þeim leik stjórnmálamanna sem hafa eitthvað að fela að reyna að snúa samfélaginu í umræður um aðild að Evrópusambandinu en frá spillingunni og óstjórninni!
Markmiðin virðast vera tvö, þ.e. að forðast umræðuna um ábyrgð stjórnvalda á ástandinu og deila og drottna.
Margir liðsmenn ríkisstjórnarinnar taka þessu fegins hendi og sama á við um liðsmenn Framsóknar sem að sönnu eiga sína sök á því hvernig komið er fyrir þjóðarskútunni.

Ég hvet fólk til að mæta og fá svör.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Við náum að sammálgazt þarna, nema að því leyti að ég næ að renna suður á fundinn, en ætla samt að sleppa honum.

Á fína tóma tunnu heima til að belja í.

Steingrímur Helgason, 17.11.2008 kl. 00:16

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þetta er áhugaverður fundur sannarlega, ekki myndi af veita að spyrja spurninga.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.11.2008 kl. 00:23

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Guðrún María mættu endilega ef þú mögulega kemst og taktu Grétar Mar með en við Steingrímur boðum hér forföll.

Sigurjón Þórðarson, 17.11.2008 kl. 00:26

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er margt sem þyrfti að fá svör við í þessu sambandi. Því miður hafa fjölmiðlarnir staðið sig afspyrnuilla við að upplýsa þjóðina um málefni sem varða afkomu hennar og framtíð. Það er eins og rannsóknarblaðamennska heyri sögunni til og allar tilraunir til að taka málin einhverjum tökum snúast upp í andhverfu sína þar sem viðmælandinn situr einn fyrir svörum og svarar spurningum sem oft er útlit fyrir að hann hafi samið sjálfur og afhent spyrlinum fyrir viðtalið.

Fjölmiðlar líta þess vegna út fyrir að þjóna stjórnvöldum en ekki þjóðinni allri. Þeir gegna ekki lengur hlutverki sínu sem verðir lýðræðisins heldur þvert á móti verja þeir einræðið og spillingu innan stjórnarliðsins

Rakel Sigurgeirsdóttir, 17.11.2008 kl. 04:51

5 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Það er eins og það sé náttúrulögmál að fjölmiðlanir reyni alltaf að lifa í skjóli og skugga valdsins. Fjölmiðlarnir eiga að vera eins og hver önnur óværa á valdhöfum, þannig að þeir verði alltaf að svara fyrir sig en ekki segja bara "hver segir það?". Því verður mjög athyglisvert að fá svör milliliðalaust í kvöld.

Gunnar Skúli Ármannsson, 17.11.2008 kl. 07:18

6 Smámynd: AK-72

Verð nú að hryggja þig með að Þorsteinn verður ekki á fundinum, heldur Jón Kaldal fyrir hönd Fréttablaðsins

AK-72, 17.11.2008 kl. 09:42

7 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það var svo sem auðvitað að Þorsteinn Pálsson léti ekki sjá sig.

Sigurjón Þórðarson, 17.11.2008 kl. 10:35

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sigurjón er ekki hægt að senda inn skriflega fyrirspurn ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.11.2008 kl. 11:41

9 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég veit ekki Ásthildur en þá væri nauðsynlegt að vita hverjir sitja fyrir svörum.

Sigurjón Þórðarson, 17.11.2008 kl. 11:49

10 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það hefur verið lagt mjög hart að Þorsteini að mæta en hann harðneitaði. Aðrir sem ég man eftir að munu mæta er Egill Helgason og Ólafur Stephensen, en einnig mætir fulltrúi frá fréttadeild RÚV og Stöð2. Svo koma voandi einhverjir fleiri. Það hafa allir hellstu fjölmiðlar landsins verið boðaðir og lagt mjög hart á eftir þeim að koma.

Héðinn Björnsson, 17.11.2008 kl. 14:29

11 Smámynd: Héðinn Björnsson

Hvað varðar skirflegar spurningar að þá þarf maður að fá einhvern til að lesa hana upp fyrir sig. Það er engin slík þjónusta frá skipuleggjendum. Ef þú mætir Ásthildur getur þú hinsvegar auðveldlega notað spurningu þína í að spyrja fyrir Sigurjón ef þér svo sínist.

Hvet alla til að mæta og vera með í endurvakningu opins lýðræðis í landinu. 

Héðinn Björnsson, 17.11.2008 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband