Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
31.8.2007 | 14:23
Hagfræðingar í afneitun - þurfa að fara í meðferð
Það kom ekki á óvart að Fréttablaðið undir stjórn Þorsteins Pálssonar fyrrum sjávarútvegsráðherra skyldi skrúfa hressilega frá gagnrýnislausum straumi frétta af ráðstefnu kvótavina um íslenska kvótakerfið.
Sérfræðingarnir sem þar tjáðu sig virðast vera í algerri afneitun og neita að horfast í augu við að kerfið er algerlega misheppnað. Þá þarf ekki frekari vitna við en að skoða aflatölur, þorskaflinn nú er þriðjungur af því sem hann var áður en farið var af stað með þessa tilraun sem kvótakerfið er.
Í stað þess að ræða það með gagnrýnum hætti hvers vegna kerfið gengur ekki upp, s.s. líffræðilegar forsendur eða að ekkert vit sé í að framselja aflaheimildir landshorna á milli - fiskurinn fer ekki af miðunum við Grímsey þó svo kvótinn sé seldur í burtu - halda umræddir kvótavinir ráðstefnu sem virðist miklu frekar vera hópefli í afneitun og raunveruleikafirringu. Niðurstaðan er alltaf sú sama, sú að ekki sé hægt að kenna kvótakerfinu um neitt sem miður fer og að allar breytingar sem það hefur í för með sér séu í raun af hinu góða.
Sveinn Agnarsson gekk svo langt að fullyrða að það væri ekkert samband á milli byggðaþróunar og flutnings á aflaheimildum þó svo að almenn skynsemi segi annað sem og skýrslur Byggðastofnunar.
Sérfræðingur Kaupþingsbanka heldur á lofti stjarnfræðilega vitlausri kenningu um myndun og þróun byggða á Íslandi. Er hún að einhverju leyti kóperuð upp úr erlendri kenningu um þróun byggða og borga í Ameríku og Evrópu út frá samgöngum og síðan peistuð á íslenskt samfélag.
Þessar kenning stenst ekki neina skoðun þar sem öllum má vera ljóst að þróun sjávarbyggðanna er samofin atvinnuveginum sem byggðin er grundvölluð á. Það sést berlega á þróun byggðar, t.d. á Siglufirði þar sem síldveiðar skipta miklu máli. Sá uppgangur sem verður í fiskveiðum Íslendinga á 8. áratugnum sem eru samfara auknum veiðum og útfærslu landhelginnar kemur berlega fram í íbúaþróun sjávarbyggðanna og einnig kemur hnignun byggðanna vel fram með minnkandi afla og lamandi hendi kvótakerfisins sem hefur komið í veg fyrir nýliðun í greininni.
Ég er mjög undrandi á að menn sem kalla sig sérfræðinga skuli leggja aðra eins dellu á borð fyrir almenning. Er ekki til meðferð við svona vanda?
28.8.2007 | 19:40
Heilög Jóhanna tekur þátt í leiknum
Enn og aftur berast fréttir austan af Kárahnjúkum um að brotin séu réttindi á erlendu verkafólki, nú í tengslum við bílslys þar sem fjöldi verkamanna slasaðist og reyndist ekki hafa lágmarksréttindi. Í stjórnarandstöðu fór núverandi félagsmálaráðherra mikinn í að tíunda að pottur væri brotinn hvað þessi mál varðar.
Nú þegar Samfylkingin er komin í mjúk sæti virðist ekkert vera að gerast, það þarf að kanna, skoða, leita leiða og bíða eftir nefnd sem mun athuga hvort mögulegt sé að gera eitthvað. Það er fáránlegt að láta umræðuna um ábyrgð í þessu máli snúast um einstakar starfsmannleigur eða verktaka, stjórnvöld hljóta að bera ábyrgðina en þau hafa heykst á að taka á því sem vitað er að hefur verið í ólagi frá því að framkvæmdin fór af stað, frá því að innstreymi erlends verkafólks varð hömlulaust.
28.8.2007 | 12:15
Hópefli kvótavina í svartnættinu
Það fer ekki á milli mála að kvótakerfið hefur borið upp á sker og beðið algert skipbrot. Það sýnir niðurskurður þorskveiðiheimilda fyrir næsta fiskveiðiár og afkoma helstu sjávarútvegsfyrirtækja sem eru orðin stórskuldug eins og nýlegt uppgjör HB Granda ber ljóslega með sér.
Nú hafa helstu hugmyndafræðingar kerfisins boðað til ráðstefnu þar sem á að berja í brestina og þeir telja sér og öðrum trú um að allt leiki í lyndi. Lögfræðingurinn Helgi Áss Grétarsson sem kostaður er af LÍÚ mun ræða um þorskstofninn og bankastarfsmaðurinn í Reykjavík Ásgeir Jónsson mun fjalla um áhrif kvótakerfisins á byggðaþróun.
Það er grátbroslegt að enginn fiskifræðingur og hvað þá sérfræðingur frá Byrggðastofnun mun tjá sig um þessi málefni. Það er spurning hvort kranablaðamennskan muni skrúfa gagnrýnislítið frá niðurstöðu þessa málþings kvótavinanna.
Helgi Áss hefur á liðnum vikum mikið látið fara fyrir sér á síðum Morgunblaðsins í umræðum um sjávarútvegsmál. Ég hef verið á báðum áttum um hvort ég ætti að nenna að svara greinunum á sama vettvangi. Helgi gerir sig sekan um að misskilja grundvöll þess sem hann fjallar um. Í réttlætingu sinni fyrir kvótakerfinu hefur hann beint sjónum sínum að stærð fiskiskipastóls við Íslandsstrendur, að hann hafi farið stækkandi, og réttlætir þannig kvótakerfið, þ.e. að skipastóllinn hafi stækkað en aflinn minnkað.
Í fyrsta lagi gerir hann ekki grein fyrir breytingum sem verða á sókn erlendra togara hér við land og í öðru lagi skiptir stærð flotans sáralitlu máli. Eftir 1984 þegar kvótakerfinu er komið á er ákveðið hversu margir fiskar eru teknir úr sjónum og það skiptir ekki máli upp á sóknina hvort það er gert með 10, 20 eða þúsund skipum. Líffræðilegar forsendur eiga ekki að breytast með fjölda skipa.
Samkvæmt 33. grein fjárreiðulaga er einungis heimilt að greiða úr ríkissjóði fé til verkefna sem ekki eru heimuluð í fjárlögum ef ófyrirséð atvik eru þess valdandi og greiðslan þoli enga bið og Árni Mathiesen mat það svo að þessi hesthús væru í algjörum forgangi.
Þingmaður Samfylkingarinnar gagnrýndi þetta ráðslag Árna harðlega og hér er hluti af ræðu hans sem ekki er ársgömul.
"Til að sjá aðeins hvað verið er að gera með fjáraukalögum er oft gaman að velta fyrir sér og skoða tölur sem fram koma í frumvarpinu og þegar ég fletti upp á blaðsíðu 62 til þess að skoða undir utanríkisráðuneytinu hvort verið gæti að þar kæmu einhverjar upphæðir til sýslumannsembættisins á Keflavíkurflugvelli, sem ég fann náttúrlega ekki því að þær eru ekki þar, þá sá ég á næstu blaðsíðu að þar er liður undir landbúnaðarráðuneyti sem heitir Ýmis verkefni. Þar segir:
"Farið er fram á 330 millj. kr. framlag til að styrkja byggingu reiðhalla, reiðskemma og reiðskála sem reistir verða í samvinnu við hestamannafélög innan Landssambands hestamannafélaga og sveitarfélög."
330 millj. kr. til að reisa reiðskemmur. Það getur vel verið að það sé í fínu lagi - bara fínt að byggja yfir íslenska hestinn svo hann þurfi ekki að hrekjast úti þegar verið er að temja hann á vetrum heldur sé hægt að temja hann inni - þegar til eru nógir peningar í ríkiskassanum. Fínt, byggjum bara yfir íslenska hestinn, aumingjann. En hver er forgangsröðunin hjá ríkisstjórninni? Hvað höfum við heyrt undanfarna daga þegar verið er að kalla eftir örfáum tugum milljóna til þess að sinna verkefnum þar sem manneskjur eiga í hlut en það er ekki hægt? Veltum því fyrir okkur núna í samhengi við það sem við höfum verið að heyra um hvað ríkisstjórnin ætlar að gera, 330 milljónir til að byggja reiðskemmur. Hvað er verið að gera varðandi BUGL þar sem fárveikum börnum er vísað frá á hverjum einasta degi þegar komið er með þau á sjúkrahús? Hvað er að gerast hjá SÁÁ? Hvað er að gerast á Landspítalanum? Hvað er að gerast á heilbrigðisstofnunum vítt og breitt um landið? 330 millj. kr. framlag mundi duga til þess að hafa 24 tíma opnun á skurðstofu hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem ríkisstjórnin hefur ekki treyst sér til að gera í átta eða níu ár og þá þyrfti ekki að keyra fárveikt fólk með sjúkrabíl upp á líf og dauða til Reykjavíkur. Hvað er að slíkri ríkisstjórn sem raðar svona, forgangsraðar svona í eins miklu góðæri og við vorum að horfa á hér með 40,4 milljarða í auknar tekjur? 330 milljónir þannig að hægt sé að temja íslenska hestinn innan dyra á sama tíma og það eru upp í fimm aldraðir í sama herbergi á hjúkrunarheimilum landsins. Heyr á endemi. Hvers konar forgangsröðun þetta er hjá ríkisstjórninni? Er ekki kominn tími til að koma þessari ríkisstjórn frá sem leggur svona lagað fyrir okkur? Ég held að allir hljóti að vera sammála um það".
Nú eru breyttir tímar og Samfylkingin orðin að samherja Sjálfstæðisflokksins í blíðu sem stríðu. Samheldnin er slík að liðsmenn og ráðherrar Samfylkingarinnar eru farnir að draga úr og jafnefl réttlæta gjörðir sem þeir gagnrýndu áður s.s. Grímseyjarferjuhneykslið.
25.8.2007 | 14:26
Var skólabókunum fórnað fyrir hvalveiðibann?
Samfylkingin skreytti sig með ýmsum fjöðrum í kosningabaráttunni sl. vor.
Ég hef fjallað hér fyrr í sumar um hvernig sr. Karl Matthíasson ofl. plötuðu landsmenn þegar þeir boðuðu breytingar á kvótakerfinu í sjávarúvegi sem skilar æ færri þorskum á land en efndir eða réttara sagt svik Karls og félaga eftir kosningar voru að reyna festa óréttlátt kerfi frekar í sessi.
Samfylkingin lofaði nemum í framhaldsskólum ókeypis skólabókum sl. vor en samkvæmt nýlegum ummælum sem höfð voru eftir einum þingmanna Samfylkingarinnar náðist það mál ekki í gegn í stjórnarviðræðum Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks þar sem gerð voru kaup kaups.
Margur hefur verið að velta því fyrir sér hvaða málum Samfylkingin náði yfir höfuð í gegn sáttmálanum. Það hefur verið á hvers manns vitorði að ráðandi öfl innan Samfylkingarinnar hafa verið mjög á móti hvalveiðum og það mátti sjá í Blaðinu í dag ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hefur ákveðið að hætta hvalveiðum og er það nær fullvíst að bannið sé tilkomið vegna atbeina Samfylkingarinnar.
Þeirri spurningu er ósvað hvort að Samfylkingin hafi samið um að falla frá loforði sínu um ókeypis skólabækur og fengið í staðinn bann við hvalveiðum?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.8.2007 | 14:09
Hesthús fjármálaráðherra kostuðu glás og meira en Grímseyjarferjan
Ég heyrði í vikunni í miklum stuðningsmanni Sturlu Böðvarssonar og var hann verulega ósáttur við formann Sjálfstæðisflokksins að láta eineltið vegna Grímseyjarferjunnar ganga svo langt sem raun ber vitni gegn forseta Alþingis.
Stuðningsmaður Sturlu rifjaði upp fyrir mér að Árni Matt fjármálaráðherra hefði verið stórtækari en Sturla í að moka út peningum úr ríkissjóði sem ekki var heimild fyrir í fjárlögum. Í fyrra kom fjármálaráðherra því til leiðar að á fjórða hundruð milljóna hefðu farið í byggingu hesthúsa á Suðurlandi.
Samkvæmt 33. grein fjárreiðulaga er einungis heimilt að greiða úr ríkissjóði fé til verkefna sem ekki eru heimuluð í fjárlögum ef ófyrirséð atvik eru þess valdandi og greiðslan þoli enga bið.
Útgjöldin voru að því leyti ófyrirséð að enginn sá það fyrir þegar fjárlögin voru afgreidd að Árni Matt þyrfti að etja harðvítuga keppni við nafna sinn Johnsen um að leiða lista Sjálfstæðismanna á Suðurlandi. Þessi skyndilegi fjáraustur úr sameiginlegum sjóðum landsmanna var jú liður í prófkjörsbaráttunni og hefur eflaust skipt sköpum að fjármálaráðherra náði að merja sigur á flokksbróður sínum Árna Johnsen.
Það er greinilega þung undiralda meðal Sjálfstæðismanna víða sem furða sig niðurskurði aflaheimilda í kjölfar ráðgjafar sem æ færri hafa nokkra trú á að muni skila nokkrum árangri.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.8.2007 | 01:32
Kom þorskurinn frá tunglinu?
Pennavinur minn og blaðamaður Morgunblaðsins Hjörtur Gíslason spurði í Morgunblaði gærdagsins helsta og virtasta sérfræðinga Hafró; hvaðan í ósköpunum kæmi stóri þorskurinn sem togarinn Kiel mokaði inn fyrir borðstokkinn á dögunum?
Þessi spurning blaðamannsins er ofureðlileg í ljósi þess að grænlenski þorskstofninn er talinn af Alþjóða hafrannsóknarráðinu í afar mikilli lægð og var afli Kiel í raun drjúgur hluti af stofnstærðinni eins og ráðið metur stofnstærðina.
Varla gat þessi fiskur vera kominn frá Íslandi enda er ástand þorskstofnsins mjög alvarlegt að mati Hafró þrátt fyrir að veitt sé nánast í samræmi við ráðgjöf og þaðan í síður gat stóri fiskurinn verið kominn frá Barentshafinu þar sem veitt er hundruð þúsund tonna umfram ráðgjöf. Algerlega útilokað var að fiskurinn kæmi úr Norðursjónum eða frá Kanada en Þorskurinn á nánast að vera útdauður þar að mati sérfræðinga Hafró.
Það er því ekki nema von að blaðamaðurinn Hjörtur og þeir sem trúa í blindni á þessar vafasömu talningu á fjölda fiska í sjónum spyrji hvaðan þorskurinn komi? Enda er ástandið svart eins og áður segir og þess vegna allt eins líklegt að þorskurinn kæmi frá tunglinu ef skýrslur Hafró eru einar hafðar til hliðsjónar.
Niðurstaða sérfræðings Hafró var í viðtalinu að líklegast væri að þorskurinn væri af grænlenskum uppruna sem Kiel mokaði upp en hann komst að þessari niðurstöðu þrátt fyrir að þessi fiskur eigi vart að vera til í þessu magni samkvæmt niðurstöðum Alþjóðahafrannsóknarráðsins. Helsti varnagli sem sleginn var á niðurstöðuna, var að það vantaði upplýsingar um erfðasamsetningu fisksins.
Eftir því sem ég best veit er ekki nokkur lifandi leið að ákvarða út frá greiningu á DNA hvaðan Þorskur er uppruninn hvort hann er frá Grænlandi, Færeyjum eða Íslandi? Það væri afar fróðlegt fyrir mig sem líffræðing ef að sérfræðingur Morgunblaðsins gæti leitað svara við þeirri spurningu enda væri þá eflaust brotið í blað í sögu náttúruvísindanna.
Í nýrri skýrslu Alþjóða hafrannsóknarráðsins er þorskstofninn við Grænland metinn hvorki meira né minna en 16.400 tonn. Nú ber svo við að togarinn Kiel sem er í eigu þess ágæta fyrirtækis Samherja á Akureyri er nýkominn úr veiðiferð úr Norðurhöfum með 700 tonn af þorskflökum, en ætla má að aflinn hafi því verið um 1.700 tonn upp úr sjó. Samkvæmt fréttum veiddist drjúgur hluti aflans við Grænland og þar af 700 tonn á einungis 10 dögum.
Þessi veiðiferð ætti að vera umhugsunarefni fyrir þá sem vilja taka fullt mark á þessum stofnstæðrarmælingum Alþjóða hafrannsóknarráðsins við Grænland og fara yfir forsendur veiðráðgjafarinnar. Einnig væri ráð að fara í leiðinni með gagnrýnum hætti yfir stofnmælingu við Ísland þar sem sömu sérfræðingar beita sambærilegum aðferðum við stofnmælingar og veiðiráðgjöf hér og við Grænland.
Ég get ekki tekið nokkuð mark á þessum stofnstærðarmælingum og er mjög undrandi á að nokkur taki mark á þessum mælingum. Við Grænland er stofnstærð þorsks árið 2006 miklu mun minni en sami stofni mældist ári fyrr. Það sem upp á vantar á milli ára er mun meira en veitt var úr stofninum og það sem meira er að nýliðun við Grænlænd er sögð vera á uppleið.
21.8.2007 | 00:03
Ríkisstjórn Íslands er búin að missa trú á íslensku krónuna
Ég hlýddi á viðskiptaráðherra í ríkisstjórn Íslands, Björgvin G. Sigurðsson, í fréttaþættinum Ísland í dag á Stöð tvö í kvöld. Þar lýsti hann yfir vantrú á íslenska gjaldmiðlinum og taldi hann ekki eiga framtíðina fyrir sér. Þessi orðræða og afstaða ráðherra í ríkisstjórn Íslands hlýtur að vera afar óheppileg nú þegar gjaldmiðillinn sveiflast um heilu prósentin frá degi til dags. Yfirlýsing sem þessi á viðkvæmum tímapunkti er alls ekki til þess fallin að auka tiltrú og stöðugleika í samfélaginu.
Seðlabankinn hefur haft það hlutverk að halda aftur af verðbólgu með því að hækka vexti og sporna gegn ákvörðunum stjórnvalda á umliðnum misserum sem hafa sumar hverjar gengið í þveröfuga átt og aukið á þensluna, s.s. með að auka útgjöld ríkisins meðan þensla ríkir. Að kenna krónunni um ójafnvægið í íslensku efnahagslífi er barnalegt, hún er bara verkfæri. Árinni kennir illur ræðari.
Í lokin er rétt að huga að því að taka upp evru á Íslandi en það verður að gera með öðrum hætti og í öðru efnahagsumhverfi en Björgvin G. Sigurðsson leggur til. Til þess að við getum tekið upp evru þarf að ríkja stöðugleiki, verðbólga verður að vera lág og vextir sömuleiðis. Upptaka evrunnar er í sjálfu sér alls ekki leiðin til að ná fram stöðugleikanum. Það er líka betra að koma inn í myntsamstarf ríkja með fullri reisn frekar en eins og flóttamenn að forðast heimatilbúinn óstöðugleika.
Það verður fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum annarra og vita hvort þau eru í takt við viðbrögð fagráðherrans.
20.8.2007 | 16:47
Útgerðarmenn láta bjóða sér hvað sem er og stórmeistaralygi
Margt orkar tvímælis við stjórn fiskveiða, s.s. að hægt sé að færa aflakvóta landshorna á milli, eins og frá Grímsey til Vestmannaeyja og frá Grundarfirði til Austfjarða. Það sjá allir að út frá líffræðinni er þetta dauðans della, og hvað þá að trilla inni á Eyjafirði sé að taka frá togara á Halamiðum.
Nú bárust fréttir af gríðarlegri veiði við Grænland sem togari veiddi á nokkrum dögum, vel á annað þúsund tonn af þorski sem hlýtur að vera drjúgur hluti þess sem leyft er að veiða allt þetta ár. Samkvæmt ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins á þessi þorskur ekki að vera til, ráðgjöf frá árinu 1993 til ársins 2007. Samkvæmt ráðgjöfinni áttu engar veiðar að fara fram á þessu árabili. Öll veiði sem samt sem áður var ekki mikil var því vel umfram ráðgjöf.
Fyrir árið 2007 var gefinn út kvóti upp á 4.875 tonn sem nú hlýtur að vera löngu uppurinn.
Þessi gríðarlegi afli og fréttir af mikilli fiskgengd við Grænland segja bara það að ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins fyrir Grænland sé röng. Það sem væri rökrétt að gera núna fyrir íslenskar hafrannsóknir væri að merkja fisk við Grænland og kanna hvort merkin skili sér á Íslandsmiðum þannig að menn þurfi ekki að þrasa um hvort grænlenskur fiskur hafi komið eða ekki. Margir sjómenn telja það hafa gerst en geta ekki sýnt fram á það. Íslenskir útgerðarmenn láta bjóða sér ráðgjöf hér heima sem byggir á sömu röngu forsendunum og ráðgjöfin við Grænland sem augljóslega er röng.
Hér virðist sem t.d. Guðmundur Kristjánsson í Brimi sem hefur yfir að ráða öflugu og stórglæsilegu skipi sætti sig við niðurskurð sem byggður er á fáránlegum forsendum, t.d. að veiða ekki fisk sem er vanhaldinn. Í stað þess að stuðla að því að ráðgjöfin sem augljóslega er röng verði tekin til gagnrýninnar endurskoðunar verja samtök útgerðarmanna stórfé í einhverja rannsóknarstöðu innan HÍ þar sem Helgi Áss Grétarsson virðist hafa það verkefni að hagræða sannleikanum og framleiða stórmeistaralygi. Í ýmsu sem hann lætur frá sér er sannleikanum hagrætt svo að ekki sé dýpra í árinni tekið.
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007