Leita í fréttum mbl.is

Hvađ sögđu ţingmenn Samfylkingarinnar um hesthús fjármálaráđherra á Alţingi

Samkvćmt 33. grein fjárreiđulaga er einungis heimilt ađ greiđa úr ríkissjóđi fé til verkefna sem ekki eru heimuluđ í fjárlögum ef ófyrirséđ atvik eru ţess valdandi og greiđslan ţoli enga biđ og Árni Mathiesen mat ţađ svo ađ ţessi hesthús vćru í algjörum forgangi. 

Ţingmađur Samfylkingarinnar  gagnrýndi ţetta ráđslag Árna harđlega og hér er hluti af rćđu hans sem ekki er ársgömul. 

"Til ađ sjá ađeins hvađ veriđ er ađ gera međ fjáraukalögum er oft gaman ađ velta fyrir sér og skođa tölur sem fram koma í frumvarpinu og ţegar ég fletti upp á blađsíđu 62 til ţess ađ skođa undir utanríkisráđuneytinu hvort veriđ gćti ađ ţar kćmu einhverjar upphćđir til sýslumannsembćttisins á Keflavíkurflugvelli, sem ég fann náttúrlega ekki ţví ađ ţćr eru ekki ţar, ţá sá ég á nćstu blađsíđu ađ ţar er liđur undir landbúnađarráđuneyti sem heitir Ýmis verkefni. Ţar segir:
"Fariđ er fram á 330 millj. kr. framlag til ađ styrkja byggingu reiđhalla, reiđskemma og reiđskála sem reistir verđa í samvinnu viđ hestamannafélög innan Landssambands hestamannafélaga og sveitarfélög."
330 millj. kr. til ađ reisa reiđskemmur. Ţađ getur vel veriđ ađ ţađ sé í fínu lagi - bara fínt ađ byggja yfir íslenska hestinn svo hann ţurfi ekki ađ hrekjast úti ţegar veriđ er ađ temja hann á vetrum heldur sé hćgt ađ temja hann inni - ţegar til eru nógir peningar í ríkiskassanum. Fínt, byggjum bara yfir íslenska hestinn, aumingjann. En hver er forgangsröđunin hjá ríkisstjórninni? Hvađ höfum viđ heyrt undanfarna daga ţegar veriđ er ađ kalla eftir örfáum tugum milljóna til ţess ađ sinna verkefnum ţar sem manneskjur eiga í hlut en ţađ er ekki hćgt? Veltum ţví fyrir okkur núna í samhengi viđ ţađ sem viđ höfum veriđ ađ heyra um hvađ ríkisstjórnin ćtlar ađ gera, 330 milljónir til ađ byggja reiđskemmur. Hvađ er veriđ ađ gera varđandi BUGL ţar sem fárveikum börnum er vísađ frá á hverjum einasta degi ţegar komiđ er međ ţau á sjúkrahús? Hvađ er ađ gerast hjá SÁÁ? Hvađ er ađ gerast á Landspítalanum? Hvađ er ađ gerast á heilbrigđisstofnunum vítt og breitt um landiđ? 330 millj. kr. framlag mundi duga til ţess ađ hafa 24 tíma opnun á skurđstofu hjá Heilbrigđisstofnun Suđurnesja sem ríkisstjórnin hefur ekki treyst sér til ađ gera í átta eđa níu ár og ţá ţyrfti ekki ađ keyra fárveikt fólk međ sjúkrabíl upp á líf og dauđa til Reykjavíkur. Hvađ er ađ slíkri ríkisstjórn sem rađar svona, forgangsrađar svona í eins miklu góđćri og viđ vorum ađ horfa á hér međ 40,4 milljarđa í auknar tekjur? 330 milljónir ţannig ađ hćgt sé ađ temja íslenska hestinn innan dyra á sama tíma og ţađ eru upp í fimm aldrađir í sama herbergi á hjúkrunarheimilum landsins. Heyr á endemi. Hvers konar forgangsröđun ţetta er hjá ríkisstjórninni? Er ekki kominn tími til ađ koma ţessari ríkisstjórn frá sem leggur svona lagađ fyrir okkur? Ég held ađ allir hljóti ađ vera sammála um ţađ".

Nú eru breyttir tímar og Samfylkingin orđin ađ samherja Sjálfstćđisflokksins í blíđu sem stríđu.  Samheldnin  er slík ađ liđsmenn og ráđherrar Samfylkingarinnar eru farnir ađ draga úr og jafnefl réttlćta gjörđir sem ţeir gagnrýndu áđur s.s. Grímseyjarferjuhneyksliđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Tamning, ţjálfun og reiđkennsla er starfrćkt í reiđhöllum víđs vegar um land. Jafnframt fara ţar fram sýningar og kynningar á hestinum, sem er mjög mikilvćgt innlegg í markađssetningu. Ţá má ekki gleyma ţví ađ líkamsţjálfun fatlađra- og ţá fyrst og fremst fatlađra barna á hestbaki er mjög vaxandi starfsemi sem talin er skila umtalsverđum árangri.  Hesturinn er árangursríkasti sendiherra okkar víđa um lönd ađ mati formanns Útflutningsráđs og ţessi ályktun er tekin beint úr samtali okkar fyrir Fréttablađiđ Feyki rúmlega ári síđan.

Viđ erum ágćtlega sammála um ađ forgangsröđun fjármagns á vegum ríkisins hefur komiđ illa niđur á mörgum ţáttum heilbrigđis-og félagsmála. Ţar kemur mér ţó fyrst í hug fjáraustur í utanríkismál og óskammfeilnar eftirlauna- og biđlaunagreiđslur til pólitískra "undrabarna." Áreiđanlega er auđvelt ađ skera niđur margt af vafasömum útgjöldum ríkisins og bćta úr brýnum ţörfum á mörgum sviđum á sama hátt.

Sammála ţér um vistunarmál aldrađra. Ţau eru ţjóđarskömm og ţó fyrst og fremst vegna ţess ađ ţar eru ţarfirnar fyrirséđar á öllum tímum. 

Nú verđum viđ ađ vona ađ fulltrúar Frjálslyndra á Alţingi falli ekki í skuggann af fyrrverandi félaga sínum ţar ţegar kemur ađ baráttu fyrir samfélagslegum umbótum.

Bestu kveđjur á Krókinn og ekki síst til hestamanna!  

Árni Gunnarsson, 26.8.2007 kl. 18:45

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Góđ íţrótt er gulli betri!

Júlíus Valsson, 26.8.2007 kl. 19:33

3 Smámynd: Guđrún Jóna Gunnarsdóttir

Umsnúningur samfylkinamanna kom mér ekki á óvart ţegar ţeir gengu í eina sćng međ sjálfstćđismönnum.  Fórnarkostnađurinn vegna samstarfsins er fjandi hár og tvískinnungshátturinn allsráđandi.  Áttu menn von á öđru af hálfu Samfylkingarinnar?  Ţeir hafa ćtiđ hagađ seglum eftir vindum.

Spurningin er hins vegar sú; hversu mikil verđur eyđileggingin áđur en stjórnarsamstarfiđ springur?

Sjálf er ég hlynnt allri uppbyggingu fyrir íslenska hestinn en verđa hestamenn og félögin ekki ađ byggja utan um starfsemina líkt og önnur félög? 

Mig langar mikiđ ađ vita í hvern ţú vitnar í pistlinum ţínum, Sigurjón ţó mig gruni ţađ.  Flottur pistill og ţörf ábending.

Guđrún Jóna Gunnarsdóttir, 26.8.2007 kl. 22:57

4 Smámynd: Sigurjón Ţórđarson

Ţađ var Jón Gunnarsson en á nćstu dögum ćtla ég ađ gera grein fyrir enn stćrra máli sem fékk vafasama afgreiđslu á Alţingi.

Sigurjón Ţórđarson, 27.8.2007 kl. 10:14

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ţeir sem veljast til setu á Alţingi eru kosnir til ađ sjá um ţjóđţrifamál. Ţeir eru ekki kosnir til ađ sjá fólki fyrir afţreyingu. Á ţessu tvennu er smá munur.

Milljarđar í menningar- og tónlistarhús, lagfćringu skipa, styttur af dauđu fólki, málverkakaup, sinfóníuhljómsveit, Ríksútvarp, kirkja og niđurgreiđslur til landbúnađar, varnar- og utanríkismál eru allt dćmigerđ dekurmál viđ frekjuhópa.

Ţađ ţarf ađ taka til. Miđađ viđ hvađ stjórnarandstađan er lítil, Sigurjón, ţá sýnist mér ađ ţiđ ţurfiđ ađ vera svakalega hávćrir til ađ í ykkur heyrist. 

Haukur Nikulásson, 27.8.2007 kl. 13:54

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband