Leita í fréttum mbl.is

Ríkisstjórn Íslands er búin ađ missa trú á íslensku krónuna

Ég hlýddi á viđskiptaráđherra í ríkisstjórn Íslands, Björgvin G. Sigurđsson, í fréttaţćttinum Ísland í dag á Stöđ tvö í kvöld. Ţar lýsti hann yfir vantrú á íslenska gjaldmiđlinum og taldi hann ekki eiga framtíđina fyrir sér. Ţessi orđrćđa og afstađa ráđherra í ríkisstjórn Íslands hlýtur ađ vera afar óheppileg nú ţegar gjaldmiđillinn sveiflast um heilu prósentin frá degi til dags. Yfirlýsing sem ţessi á viđkvćmum tímapunkti er alls ekki til ţess fallin ađ auka tiltrú og stöđugleika í samfélaginu.

Seđlabankinn hefur haft ţađ hlutverk ađ halda aftur af verđbólgu međ ţví ađ hćkka vexti og sporna gegn ákvörđunum stjórnvalda á umliđnum misserum sem hafa sumar hverjar gengiđ í ţveröfuga átt og aukiđ á ţensluna, s.s. međ ađ auka útgjöld ríkisins međan ţensla ríkir. Ađ kenna krónunni um ójafnvćgiđ í íslensku efnahagslífi er barnalegt, hún er bara verkfćri. Árinni kennir illur rćđari.

Í lokin er rétt ađ huga ađ ţví ađ taka upp evru á Íslandi en ţađ verđur ađ gera međ öđrum hćtti og í öđru efnahagsumhverfi en Björgvin G. Sigurđsson leggur til. Til ţess ađ viđ getum tekiđ upp evru ţarf ađ ríkja stöđugleiki, verđbólga verđur ađ vera lág og vextir sömuleiđis. Upptaka evrunnar er í sjálfu sér alls ekki leiđin til ađ ná fram stöđugleikanum. Ţađ er líka betra ađ koma inn í myntsamstarf ríkja međ fullri reisn frekar en eins og flóttamenn ađ forđast heimatilbúinn óstöđugleika.

Ţađ verđur fróđlegt ađ fylgjast međ viđbrögđum annarra og vita hvort ţau eru í takt viđ viđbrögđ fagráđherrans.

   


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđmundur Jónas Kristjánsson

Íslenzkur ráđherra sem hefur ekki einu sinni trú á íslenzkri gjaldmynt á
tafarlaust ađ segja af sér, eđa ríkisstjórnin öll hafi hún misst trúna á
íslenzku krónunni..............

Guđmundur Jónas Kristjánsson, 21.8.2007 kl. 00:20

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Sigurjón, markađir eru ađ snúast og ţeir eru ađ verđleggja áhćttu inn í sín verđ. Sem var alltaf fatalt ţar sem alţjóđlegt fjármálakerfi tryggir jú sjálft sig gegn hruni og byggist ţví augljóslega fyrst og fremst á trausti - alveg eins og hver annar keđjubréfafaraldur. Ţegar menn missa tiltrú á kerfinu og hćtta ađ taka mark á eignum ţess á massafjölmiđlum er kerfiđ dauđadćmt. Confidence games byggjast jú fyrst og fremst á confidence. 

Hér heima erum viđ međ risavaxiđ og ofurskuldsett bankaapparat sem fyrir löngu hefur vaxiđ ríkisvaldi og seđlabanka yfir höfuđ. Ţetta er grátbroslegur brandari. Den mere kloge narrer den mindre kloge eins og alltaf. Ţess vegna er Dabbi í seđlabankanum og ţess vegna minnist Geir Haarde etv. fyrst á ţessa alvarlegu hluti á nćsta ári.  

Viđ erum međ mjög alvarlegt rof ţarna. Viđ getum ekki variđ krónuna. Fall hennar ţýđir innflutta verđbólgu. Viđ ţekkjum söguna. Verđbólga hefur áđur komiđ viđ sögu hér á landi raunar veriđ landlćg. Nú erum viđ í ţeirri stöđu ađ stýriađilarnir, seđlabanki og ríkisstjórn eru máttvana dvergar í gíslingu braskara og gjaldeyrisspekúlanta. Ríkissjóđur Íslands er í raun gjaldţrota vegna ţess ađ skattgreiđendur munu neyđast til ađ skaffa sombíunum í seđlabankanum fullnćgjandi gjaldeyrisvarasjóđ til ađ regúlera krónuna. Sem mun aftur rústa lánshćfi skattgreiđenda (ríkissjóđs) og bankanna. Og svo framvegis. Ţessi vitleysa dafnar á skorti á umrćđu en Björgvin virđist vera ađ herđa sig upp í ađ rćđa ţessi mjög svo krítísku málefni. 

Baldur Fjölnisson, 21.8.2007 kl. 00:38

3 Smámynd: Guđrún María Óskarsdóttir.

Ţessi ríkisstjórn samanstendur ţví miđur ađ virđist af mönnum sem tala sitt í hverja áttina , sitt á hvađ sem nefnt hefur veriđ tćkifćrismennska.

kv.gmaria.

Guđrún María Óskarsdóttir., 21.8.2007 kl. 02:38

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ţessi stöđugleiki, sem Geir H Haarde talar um í kosningabaráttu og á tyllidögum, er einfaldlega ekki til stađar og efnahaggsstjórnun er í molum ef hún er nokkur.  Ţetta sjá allir sem eitthvađ ţekkja til málanna.  Ţó hagvöxtur hafi veriđ hér á landi undanfarin ár er sá hagvöxtur ađ mestu borinn uppi af einkaneyslu sem aftur er borinn uppi af lántökum međ öđrum orđum ţá er "góđćriđ" sem veriđ hefur hér á landi "undanfarin ár" byggt á falsi og blekkingum.  Eins og ţú bendir á í grein ţinni ţá hefur krónan sveiflast um 1% á dag undanfariđ og viđ svoleiđis ađstćđur getur enginn atvinnuvegur ţrifist til lengdar og kallar ţetta á róttćkar ađgerđir og get ég ekki betur séđ en ađ skipta um gjaldmiđil sé einhver besta leiđin í stöđunni og ţá verđur um leiđ ađ sćkja um ađild ađ ESB.  Ţađ eina "slćma", sem umsókn um ađild ađ ESB gćti hugsanlega haft í för međ sér, er ađ illa tenntir og vanhćfir "blýantsnagarar" Seđlabanka Íslands yrđu atvinnulausir (ekki hafa ţeir sannađ tilverurétt sinn hingađ til).  Ţađ hafa veriđ rök margra ađ Ísland missti sjálfstćđi sitt gagnvart miđstýrđu valdi Brussel, en EES samningurinn gerir ţađ ađ Ísland verđur ađ taka upp reglugerđir ESB sama hvađ er sagt (ţessar reglur koma til okkar óvćnt)  er ţá ekki betra ađ vera međ fulltrúa í Evrópuráđinu og vita ţá ađ von er á reglugerđ til ađ framfylgja?  Ţađ er líka notađ sem rök á móti ESB-ađild ađ viđ missum forrćđiđ yfir fiskimiđunum, viđ erum ekki međ neitt forrćđi yfir fiskimiđunum eingöngu LÍÚ, ég get ekki séđ ađ ţetta séu nokkur rök.  Ţessi evru-umrćđa er bara af ţví góđa og mćttu jafnvel fleiri málsmetandi menn taka ţátt í henni.

Jóhann Elíasson, 21.8.2007 kl. 09:50

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Sigurjón, ţetta er ekki spurning um trú á gjaldmiđilinn, heldur raunsći. Hvert er rétt gengi krónunnar? Ekki uppblásiđ krónubréfagengi međ 800 milljarđa vaxtamunarblöđru alţjóđlegra braskara, heldur gamaldags vöruskiptajöfnuđur. Sammála Baldri međ margt varđandi Seđlabankann. Ţađ yrđi glaprćđi ađ verja fyrra platgengi međ inngripum, sem fćra tugmilljarđa frá skattgreiđendum til ţess ađ milda högg spekúlantanna á nokkrum klukkutímum. Krónan er bara úrelt eins og skildingurinn, tökum upp Evru án tilfinningasemi, en látum ESB batteríiđ eiga sig.

Ívar Pálsson, 21.8.2007 kl. 14:03

6 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég er sammála ţví ađ viđskiptaráđherran er ađ tala eins og bjáni. Ţetta er mađurinn sem á ađ gćta hagsmuna íslendinga og hann gerir ţađ ekki međ ţví ađ lýsa ţví yfir opinberlega ađ gjaldmiđlillinn okkar sé bara drasl sem eigi ađ henda! Gildir hér einu hvort ţađ er satt eđa ekki. Ég hélt ađ ţađ vćri eitthvert vit í ţessum dreng, ţađ reyndist vera stórlega rangt metiđ. Hann hefur ekkert vitrćnt innihald og talar bara í ađfengnum lánuđum Evrópusambandsfrösum.

Íslendingar geta fariđ ađ nota Evrur og dollara ef ţeim sýnist svo. Ţađ er ekkert sem stoppar ţađ og sumir reyndar byrjađir. Ég er líka sammála Ívari og fleirum ađ láta ESB eiga sig. Hvernig dettur fólki í hug ađ viđ yrđum betur settir sem nýlenda frá miđstýrđri Evrópu?!

Haukur Nikulásson, 21.8.2007 kl. 15:51

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband