Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
31.5.2007 | 11:24
,,Fréttaskýring RÚV ohf.": Talnakönnun réttlætir eyðingu Flateyrar
Í gær mátti heyra forstjóra Talnakönnunar réttlæta eyðingu Flateyrar með einhverjum hagfræðilegum rökum, þ.e. að meint hagræðing væri fólgin í íslenska kvótakerfinu. Það gerði hann á skrautlegan hátt og ekki með því að vísa í einhverjar hagtölur enda er það ekki hægt.
Staðreyndin er að virði sjávarafurða hefur staðið í stað eða dregist saman þrátt fyrir að miklar verðhækkanir hafi orðið á erlendum mörkuðum.
Forstjórinn tók skrautleg dæmi til að réttlæta kerfið, s.s. tækniþróun í íslenskum landbúnaði á Íslandi frá þjóðveldisöld, sömuleiðis tækniþróun í prentiðnaði. Hann kemur með fá dæmi úr íslenskum sjávarútvegi enda er togaraflotinn orðinn fjörgamall.
Benedikt virðist oftar en ekki fenginn í spilið þegar stjórnvöld þurfa að réttlæta erfið mál og grípur þá Talnakönnun til óvandaðra útreikninga. Er skemmst að minnast þess þegar eftirlaunalög ráðherra og alþingismanna voru fyrir allsherjarnefnd í desember 2003 og þá reiknaði Talnakönnun í snatri út að lögin leiddu jafnvel til lækkunar á útgjöldum vegna eftirlauna æðstu embættismanna þjóðarinnar.
30.5.2007 | 16:52
Hvað gerir sonur Vestfjarða?
Össur Skarphéðinsson kennir sig af og til við Vestfirði þegar honum svo hentar, enda á hann ættir að rekja til Dýrafjarðar. Nú er svo komið að þessi afkomandi Vestfjarða er orðinn valdamikill ráðherra byggðamála og getur því auðveldlega komið byggðunum sínum til hjálpar, þ.e. ef hann hefur vilja og þor til.
Sjávarbyggðirnar fyrir vestan þurfa sárlega á aðstoð stjórnvalda að halda á næstu vikum. Á næstu dögum munu uppsagnir í rækjuvinnslu Bakkavíkur taka gildi og það stefnir sömuleiðis í algjört óefni á Flateyri þegar vinnsla og útgerð Kambs stöðvast. Vísasta leiðin fyrir Össur til að aðstoða frændur og vini á Vestfjörðum er að vinda ofan af kvótakerfinu sem er að brjóta niður byggðirnar.
Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að jafnaðarmenn, s.s. sr. Karl Matthíasson sem fór um vestfirskar byggðir og boðaði breytingar á óréttlátu kvótakerfi, sætti sig við óbreytt ástand sem mélar byggðirnar.
Össur Skarphéðinsson, ráðherra byggðamála, er líffræðingur og veit því mætavel að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi hvílir á vafasamri líffræði sem gengur þvert gegn viðtekinni vistfræði og þess vegna ættu heimatök hans að vera hæg við að rökstyðja það að koma sínu fólki til hjálpar.
29.5.2007 | 16:22
Morgunblaðið ruglar og bullar - Frjálslyndi flokkurinn misnotar Stöð 2!
Morgunblaðið okkar, allra landsmanna, getur stundum tekið léttgeggjaðar sveiflur og er ekkert við því að segja. Þetta er einfaldlega íslenskur veruleiki sem hefur endurspeglast í réttlætingu á olíusamráðssvindlinu, stuðningi Íslands við innrásina í Írak og skrifum blaðsins um Baugsmálið svo nokkur dæmi séu tekin.
Nú í dag tók Morgunblaðið létt kast þegar það fann það upp hjá sér að Frjálslyndi flokkurinn hefði jafnvel misnotað fréttaskýringaþáttinn Kompás til þess að kasta rýrð á íslenska kvótakerfið. Morgunblaðið ætti að vita að það er ekki hægt að kenna Frjálslynda flokknum einum um óvinsældir kvótakerfisins þar sem kerfið heggur reglulega djúp skörð í byggðir landsins og skilar þjóðarbúinu á þriðja tug milljörðum króna minni verðmætum nú en útvegurinn skilaði fyrir áratug.
Þetta er ekkert annað en bull og ómerkilegt þvaður og sýnir hversu röklausir menn eru í því að halda áfram með núverandi kvótakerfi. Tilgangur Morgunblaðsins er auðvitað sá að komast hjá því að fjalla um svindlið í sjávarútveginum sem Kompássþátturinn greindi frá og, jú, að sjálfur fiskistofustjóri játaði að svindlið væri árlega talið í milljörðum króna.
Einn liður Morgunblaðsins í því að réttlæta kvótakerfið hefur verið að afflytja fréttir af færeyskum sjávarútvegi og fyrir þá sem ekki þekkja til mætti ætla að þar væri allt á vonarvöl. Það er ekki rétt enda voru útflutningsverðmæti sjávarfangs Færeyinga hærri á árinu 2006 en árið á undan. Ég ætla ekki að rekja tölur um mismunandi aflaverðmæti einstakra tegunda á milli ára en benda lesendum þessarar síðu á töflu Hagstofu Færeyinga þar sem þeir geta séð þessar tölur án gleraugna minna eða ritstjórnar Morgunblaðsins.
Auðvitað er færeyska kerfið ekki gallalaust frekar en önnur mannanna verk en það hefur reynst miklum mun betur en íslenska kvótakerfið sem hvetur til svindls og skilar helmingi færri þorskum á land en fyrir daga þess.
28.5.2007 | 12:43
Ekki ríkisstjórn almannahagsmuna - sr. Kalli Matt plataði kjósendur í Norðvesturkjördæmi
Hin nýja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og samstarfsflokksins byrjar ekki gæfulega þar sem Samfylkingin virðist ætla að skrifa upp á óbreytta fiskveiðistefnu sem stríðir gegn almannahagsmunum en þjónar ríkulega mjög þröngum sérhagsmunum.
Það er ljót staða hjá nýjum þingmanni, s.s. sr. Karli V. Matthíassyni sem hefur farið um Norðvesturkjördæmið og platað fólk til fylgis við Samfylkinguna og gefið í skyn að hún muni stuðla að breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir virðist ætla að drepa málum á dreif með einhverju tali um úttekt á aflamarkskerfinu. Nokkrar úttektir hafa farið fram á þessu kerfi, s.s. úttekt Andrew Rosenberg frá árinu 2002 í kjölfar þess að uppbygging þorskstofnsins á 10. áratugnum hafði algerlega brugðist og mörg hundruð þúsund tonn tapast út úr fiskabókhaldi Hafró. Rosenberg þessi kemur úr sama skóla og sérfræðingar Hafró sem geta reiknað stærðir fiskistofna áratugi fram í tímann og síðan eru nýleg dæmi um reikninga fiskistofna allt aftur á þjóðveldisöld.
Rosenberg gerðist sjálfur svo djarfur að reikna út stærð fiskistofna við strendur Ameríku á 19. öld og komst auðvitað að því að þeir voru ofveiddir þá.
Fleira sem stríðir gegn almannahagsmunum virðist vera í pípunum, s.s. að flytja allt matvælaeftirlit undir sameinuð atvinnumálaráðuneytin, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti. Það er stórfurðuleg ráðstöfun að setja neytendavernd inn í atvinnumálaráðuneyti þar sem hagsmunir geta og munu skarast. Það eru allar líkur á því að við þá ráðstöfun muni hagsmunir neytenda verða fyrir borð bornir.
Það væri miklu nær að sameina matvælaeftirlitið og sömuleiðis vinnueftirlitið inn í stofnun sem heyrði undir umhverfis- eða félagsmálaráðuneytið.
Þessar tillögur sýna svo að ekki verður um villst að ríkisstjórnin stefnir í að verða ríkisstjórn stórra hagsmunasamtaka en alls ekki neytenda og almennings.
25.5.2007 | 10:14
Menn eru með óráði
Maður veltir enn fyrir sér gagnrýnisleysinu gagnvart íslenska kvótakerfinu, hvað menn fá að vaða uppi með miklar vitleysur, eins og Þorsteinn Pálsson í leiðara sínum þar sem hann talar um að kvótakerfið hafi hagrætt og leyst úr læðingi kraft fyrir íslenskt atvinnulíf.
Nýleg skýrsla Hagstofunnar sýnir að þjóðfélagið fær tugmilljörðum króna minna út úr greininni árlega þrátt fyrir meintan hagnað greinarinnar á ári og þorskafli er núna helmingi minni en fyrir daga kvótakerfisins.
Hver er stöðugleikinn? Hvar er stöðugleikinn?
Eini krafturinn sem hefur verið leystur í greininni er að hún hefur verið skuldsett fyrir nokkur hundruð milljarða króna á síðasta áratug. Það er eflaust sá kraftur sem Þorsteinn Pálsson vísar til í leiðara sínum en eftir stendur atvinnugrein sem er skuldugri og laðar alltaf minna og minna til sín ungt fólk eins og aðsókn að Fjöltækniskólanum ber með sér á umliðnum árum.
Maður furðar sig á því að bæði stjórnvöld og aðrir fjölmiðlar en Stöð tvö hafa lítið fylgt eftir svindlinu í sjávarútvegi sem að mati fiskistofustjóra eru margir milljarðar árlega.
Núna er ég staddur í Skotlandi á Fishing 2007 þar sem ég hitti marga forsvarsmenn í breskum og írskum sjávarútvegi. Jafnframt á ég von á að hitta nokkra blaðamenn í greininni og verður gott að fá tækifæri til að ræða ýmis mál, eins og t.d. ástandið á Íslandi. Það verður fróðlegt að hlera hljóðið í þeim og heyra hvað héðan er að frétta.
23.5.2007 | 12:54
Samfylkingin svíkur sjávarbyggðirnar
Nú er búið að opinbera stjórnarsáttmálann og er rétt að óska Sjálfstæðismönnum innilega til hamingju með hann.
Sjálfstæðisflokkurinn tekur við öllum mikilvægari málaflokkum á meðan samstarfsflokkurinn lætur í minni pokann.
Samstarfsflokkurinn hefur gleymt öllum heitstrengingum um að koma Íslandi af lista yfir stríðsfúsar þjóðir sem styðja innrásina í Írak. Sömu sögu er að segja um það fyrirheit að endurskipuleggja stjórnarráðið. Samfylkingin ætlar einnig að svíkja fólkið í sjávarbyggðunum en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir boðaði að hún ætlaði að viðhalda núverandi stöðugleika í sjávarútvegi!
Hvaða stöðugleika er Ingibjörg Sólrún að boða fyrir fólkið sem býr í sjávarbyggðunum s.s. Flateyri?
22.5.2007 | 23:13
Dapurleg tíðindi fyrir sjávarútveginn
Ég vonaðist eftir því að ferskir vindar myndu blása um sjávarútveginn með nýrri ríkisstjórn og að menn á borð við Össur Skarphéðinsson fengju að koma að því að breyta núverandi stjórn fiskveiða sem hefur vaskað sjávarbyggðir landsins og atvinnugreinina í heild sinni.
Nýlegar tölur frá Hagstofunni sýna svart á hvítu að ef verðmætasköpun væri svipuð og fyrir 10 árum fengi íslenska þjóðarbúið á þriðja tug milljarða árlega meira í sinn hlut úr sjávarútveginum.
Kerfið hefur komið í veg fyrir nýliðun og hrundið af stað svindli og sóun þannig að allur þorri landsmanna tapar, en þó sér í lagi sjávarbyggðirnar sem eru svipur hjá sjón miðað við hvernig var fyrir daga kvótakerfisins.
Skv. skýrslum Hafró sem ég tek hæfilega mikið mark á hefur þessi eyðibyggðastefna ekki heldur orðið til hagsbóta fyrir þorskstofninn. Það er því löngu orðið tímabært að fram komi ný hugsun eða nýtt sjónarhorn á það hvernig þessum málum verði best fyrir komið.
Og Einar K. er með öllu laus við þann ferskleika.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, hélt áfram í fréttum ríkissjónvarpsins ohf. að sneiða hjá því að ræða hina raunverulegu ástæðu þess hversu illa er komið fyrir atvinnulífinu á Vestfjörðum sem hvert mannsbarn sér að er auðvitað óstjórnin í sjávarútvegi. Ekki bólaði heldur á því að kappinn kæmi fram með tillögu um að breyta kvótakerfinu sem er á góðri leið með að leggja Flateyri í eyði.
Hann er greinilega ekki að vinna fyrir fólkið á Vestfjörðum - hann er miklu frekar að vinna fyrir flokkinn sem framfylgir miskunnarlausri eyðibyggðastefnu.
Mér finnst sérkennilegt að líta yfir þann flokk manna sem fylgir honum á þessari aumu vegferð en þar eru menn á borð við Gísla H. Halldórsson sem ég hef haft mætur á hingað til.
Bæjarstjórinn Halldór Halldórsson óskaði eftir því að ný ríkisstjórn legði til byggðakvóta til þess að bjarga ástandinu. Þessi orð komu mér nokkuð á óvart þar sem bæjarstjórinn er nýkominn af landsfundi Sjálfstæðisflokksins þar sem hann samþykkti að draga úr sérstökum úthlutunum til byggðarlaga, s.s. þá Flateyrar.
Gera þarf sérstakt átak í að einfalda stjórnkerfi veiðanna og auka gegnsæi þess með því að draga úr sérstökum úthlutunum og skorðum og öðru því sem felur í sér mismunun. Sjávarútvegurinn er og verður um ókomin ár höfuðatvinnugrein landsbyggðarinnar. Til þess að leysa vanda einstakra byggðalaga þurfa stjórnvöld og fleiri atvinnugreinar að leggja sitt af mörkum.
(Hér er vægast sagt sérkennileg ályktun Sjálfstæðisflokksins um sjávarútvegsmál í heild sinni.)
Það kæmi mér ekki á óvart að þessir snillingar í bæjarstjórn Ísafjarðar leiddu nú talið að allt öðru en sjávarútveginum sem er undirstaða byggðanna fyrir vestan - þá væri tilvalið að fara að ræða olíuhreinsistöðina.
Eina vörn fólks er að láta í sér heyra og helst að ganga í Frjálslynda flokkinn sem hefur verið óþreytandi við að hamra á lausn vandans. Og lausnin sú felst ekki í endalausu hjali og hringlandahætti - þaðan af síður að setja upp undrunarsvip og segja: Mig óraði ekki fyrir þessu. Eru í alvörunni vandræði í rekstrinum?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
21.5.2007 | 10:54
Verðmæti sjávarafurða hefur dregist saman
Það eru talsverðar sveiflur innan ársins á verðmæti sjávarafurða og þess vegna segir samanburður á fyrstu 2 mánuðum hvers árs lítið sem ekki neitt.
Nýleg skýrsla Hagstofunnar sýnir að verðmæti sjávarafurða dróst saman á árinu 2006 frá árinu á undan. Þetta hefur verið verið framvinda síðasta áratugs þrátt fyrir að hundruðum milljóna af fé almennings hafi verið veitt í að auka virði sjávarafurða í gegnum AVS-sjóðinn.
Það sem veldur sérstökum áhyggjum nú er auðvitað hversu stórskuldug fyrirtækin eru, s.s. Grandi, á meðan það berast fréttir af sölutregðu á frystum karfa.
Besta leiðin til þess að auka virði sjávarafurða er að aðskilja veiðar og vinnslu en það verður til þess að þeir sem geta gert mest verðmæti úr aflanum geti komist í hráefnið.
Aflaverðmætið var 15 milljarðar á fyrstu tveimur mánuðunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2007 | 16:53
Mun Einar Kristinn Guðfinnsson spila á hörpu?
Þetta verður örugglega sérkennilegur fundur en ég hef setið þá nokkra um bágt atvinnuástand á Vestfjörðum og þeir hafa ekki skilað miklu hingað til en umræðu í fjölmiðlum um skamma hríð á eftir.
Það er þó aldrei að vita nema að það verði tekin upp sú nýbreytni að sjávarútvegsráðherra sem kom ástandið algerlega í opna skjöldu, hafi með sér hörpu spili undir sönglinu í Einari Oddi og Sturlu um að ekki sé hægt að kenna kvótakerfinu um hörmungarástandið á Flateyri. Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvort að séra Karl Matt og Guðbjartur Hannesar taki undir þann brag að þessu sinni
Það sem skiptir öllu máli nú er að fólkið á Vestfjörðum og þeim sem er annt um Flateyri fylgi þessu máli fast eftir og láti ekki vitleysuna vaða uppi.
Jón Bjarnason óskar eftir fundi um um stöðuna á Flateyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
- Bara ef það hentar mér: Hér má sjá ráðleggingar Hafró um afla hvers árs og það sem enda... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: "Vagn" svei mér þá þú ert bara mun meiri "GRAUTARHAUS" en ég ha... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Jóhann, úthlutaður kvóti, veiðiheimildir, er ekki það sama og r... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Pálmi það skal tekið fram að ég fylgjandi auknum veiðiheimildum... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Sæll Sigurjón Þú ert bara ekki að bera saman epli og epli. Þú v... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Hvað er eiginlega á milli eyrnanna á þér "Vagn"???? Kvóti og v... 7.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 4
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 88
- Frá upphafi: 1019333
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 74
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Af mbl.is
Innlent
- Fjöldi staura brotnaði og línur slitnuðu
- Tveir bílar og rúta skullu saman: 16 um borð í rútunni
- Hljóp í útkall með slökkvitæki í hendi
- Við teljum dóminn í meginatriðum rangan
- Ekki góð áferð á þessu máli
- Hækka hættumat um mánaðamótin
- Hlaupi úr Grímsvötnum lokið
- Verklok við snjóflóðavarnir áætluð 2029
- Veitir átta fjölskyldum húsaskjól
- Ásthildur kynnti sér undirbúning strákanna okkar
Erlent
- Trump tekinn við sem forseti Bandaríkjanna
- Beint: Trump sver embættiseið
- Hundruð sænskra hermanna til Lettlands
- Bindur vonir við að koma syni sínum aftur heim
- Átta látnir eftir eldsvoða á hjúkrunarheimli
- Trump sver embættiseið í dag
- Létust vera fjórtán ára
- Úr fjötrum og til frelsis
- Rafmagnað andrúmsloft í Washington D.C.
- TikTok aðgengilegt á ný í Bandaríkjunum