Leita í fréttum mbl.is

,,Fréttaskýring RÚV ohf.": Talnakönnun réttlætir eyðingu Flateyrar

http://school.discovery.com/clipart/clip/skull.html

Í gær mátti heyra forstjóra Talnakönnunar réttlæta eyðingu Flateyrar með einhverjum hagfræðilegum rökum, þ.e. að meint hagræðing væri fólgin í íslenska kvótakerfinu. Það gerði hann á skrautlegan hátt og ekki með því að vísa í einhverjar hagtölur enda er það ekki hægt.

Staðreyndin er að virði sjávarafurða hefur staðið í stað eða dregist saman þrátt fyrir að miklar verðhækkanir hafi orðið á erlendum mörkuðum.

Forstjórinn tók skrautleg dæmi til að réttlæta kerfið, s.s. tækniþróun í íslenskum landbúnaði á Íslandi frá þjóðveldisöld, sömuleiðis tækniþróun í prentiðnaði. Hann kemur með fá dæmi úr íslenskum sjávarútvegi enda er togaraflotinn orðinn fjörgamall.

Benedikt virðist oftar en ekki fenginn í spilið þegar stjórnvöld þurfa að réttlæta erfið mál og grípur þá Talnakönnun til óvandaðra útreikninga. Er skemmst að minnast þess þegar eftirlaunalög ráðherra og alþingismanna voru fyrir allsherjarnefnd í desember 2003 og þá reiknaði Talnakönnun í snatri út að lögin leiddu jafnvel til lækkunar á útgjöldum vegna eftirlauna æðstu embættismanna þjóðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Þarna birtist grímulaust hinn nýi tími græðgisvæðingarþjóðfélagsins, þar sem allt er leyfilegt í skyni hagræðingar og meiri hagnaðar. (Sem reyndar hefur ekki orðið raunin í sjávarútveginum, sem hefur aldrei verið skuldugri en í dag.)  Allt mannlegt skal víkja fyrir peningahyggjunni, ekkert mál þó fólk sé rúið ævistarfinu á einni nóttu og einhverjum öðrum afhent það á silfurfati.  Það er ótrúlegt að nokkur maður skuli reyna að verja þennan ósóma.

Þórir Kjartansson, 31.5.2007 kl. 11:34

2 Smámynd: Halla Rut

Ég get bara ekki hætt að hugsa til konunnar sem kom í viðtali í sjónvarpinu og sagðist vera nýbúin að kaupa sér hús á Flateyri og nú búin að missa vinnuna og enga aðra að fá. Þótt hún flytji annað þá er hún ábyggilega með afborganir af húsinu sem hún var að kaupa. Hefur þetta engin áhrif á stjórnamenn? Þetta er nú ekki það mikið af fólki að það væri ekki auðveldlega hægt að hjálpa. 

Halla Rut , 31.5.2007 kl. 11:48

3 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Skyldi Vestmannaeyjar verða næst á listanum.Guðmundur vinalausi virðist vera staðráðin í að slátra Vinslustöðinni.Ég bendi  á bloggið mitt síðan í gær um Sjómannadaginn,sem fyrrnefndur maður virðist vera komin svolítið ásleiðis með að slátra

Ólafur Ragnarsson, 31.5.2007 kl. 12:36

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þetta er brjálæði sem Samfylkingin virðist ekki ætla hreyfa við og það í nafni stöðugleika.

Sigurjón Þórðarson, 31.5.2007 kl. 12:57

5 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Sjáðu nú til Sigurjón.

Þetta er nefnilega allt útreiknanlegt.  Það var haft eftir líkkistusmið í Vestmannaeyjum rétt eftir stríð, þegar gjaldeyrir var nefnd valúta, að það væri alger firra, að halda þessu gamla fólki lifandi æ og sí, á rándýrum valútasprautum. , auk þess héldu þau föstum rúmum, sem betur væru brúkuð fyrir fólk, sem væri lið í, að lifði.

Eins er með Talnakönnun, þeir telja baunir og eingöngu baunir (aura).  Mannleg reisn er ekki með verðmiða, enda taka rekkar það með sér í ferðina en skilja aurinn eftir til áframhaldandi talningar.

Hér er líka hagrætt.  Hér er hagræðingin í verslun og viðskiptum.  Endalaust byggt af verslunar og skrifstofu húsnæði, kaupmönnum á öllum hornum nánast útrýmt en hallirnar koma í staðinn.

Hvað skyldi vera margir fermetrar í verslunum og peningahöllum núna, miðað við svona fyrir 20 árum, auðvitað í falli við fólksfjölda?

Eins er í veiðum og vinnslu.  Rafmagnið ekki notað til að framleiða frost, heldur innflutt olía, í tönkum vinnsluskipa.  Sífellt stærri veiðarfæri, sem hljóta að vera þyngri í drætti og þurfa meiri olíu.

Hvað skyldi Kyoto segja um það?

Nei minn kæri.  Þið flúðuð af hólmi af Landsfundunum, og fóruð í ,,Frjálslyndan flokk"  Sveiattann, þið hefðuð betur haldið áfram að berjast með vopnbræðrum ykkar innan Flokksins og þá hefði verið hugsanlegt, að ná fram breytingum, jafnvel stórfelldum. 

Næsta vígi er orkuauðlindirnar.

Fullveldisréttur Þjóðarinnar yfir ÖLLUM auðlindum verður að verða lendingin.

Baráttukveðjur, með söknuði sem í huga er yfir missi góðra manna til ykkar, svo sem Matta Bjarna ofl.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 31.5.2007 kl. 14:46

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já einmitt er nú farið að kalla til rugludalla " hagfræðinnar sem ekki kann að tala " . Það er gömul og ný saga að þeir detta fram hér og þar eins konar kjölturakkar hins óbreytta ástands.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 31.5.2007 kl. 22:52

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

Talnakönnun! arrrgggg!

Heiða Þórðar, 31.5.2007 kl. 22:59

8 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Kæri nafni. Það vill svo til að þróunarkenning Darwins á við um fleira en bara dýr yfir árþúsund. Byggðir líka.

Sigurjón Sveinsson, 1.6.2007 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband