Leita í fréttum mbl.is

Morgunblaðið ruglar og bullar - Frjálslyndi flokkurinn misnotar Stöð 2!

Morgunblaðið okkar, allra landsmanna, getur stundum tekið léttgeggjaðar sveiflur og er ekkert við því að segja. Þetta er einfaldlega íslenskur veruleiki sem hefur endurspeglast í réttlætingu á olíusamráðssvindlinu, stuðningi Íslands við innrásina í Írak og skrifum blaðsins um Baugsmálið svo nokkur dæmi séu tekin. 

Nú í dag tók Morgunblaðið létt kast þegar það fann það upp hjá sér að Frjálslyndi flokkurinn hefði jafnvel misnotað fréttaskýringaþáttinn Kompás til þess að kasta rýrð á íslenska kvótakerfið.  Morgunblaðið ætti að vita að það er ekki hægt að kenna Frjálslynda flokknum einum um  óvinsældir kvótakerfisins þar sem kerfið heggur reglulega djúp skörð í byggðir landsins og skilar þjóðarbúinu á þriðja tug milljörðum króna minni verðmætum nú en útvegurinn skilaði fyrir áratug. 

Þetta er ekkert annað en bull og ómerkilegt þvaður og sýnir hversu röklausir menn eru í því að halda áfram með núverandi kvótakerfi. Tilgangur Morgunblaðsins er auðvitað sá að komast hjá því að fjalla um svindlið í sjávarútveginum sem Kompássþátturinn greindi frá og, jú, að sjálfur fiskistofustjóri játaði að svindlið væri árlega talið í milljörðum króna. 

Einn liður Morgunblaðsins í því að réttlæta kvótakerfið hefur verið að afflytja fréttir af færeyskum sjávarútvegi og fyrir þá sem ekki þekkja til mætti ætla að þar væri allt á vonarvöl. Það er ekki rétt enda voru útflutningsverðmæti sjávarfangs Færeyinga hærri á árinu 2006 en árið á undan. Ég ætla ekki að rekja tölur um mismunandi aflaverðmæti einstakra tegunda á milli ára en benda lesendum þessarar síðu á töflu Hagstofu Færeyinga þar sem þeir geta séð þessar tölur án gleraugna minna eða ritstjórnar Morgunblaðsins. 

Auðvitað er færeyska kerfið ekki gallalaust frekar en önnur mannanna verk en það hefur reynst miklum mun betur en íslenska kvótakerfið sem hvetur til svindls og skilar helmingi færri þorskum á land en fyrir daga þess.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ragnar bergsson

Já við vitum þetta Sigurjón en það er eins og stór hluti þjóðarinna kæri sig kollótta. Elítan í 101 hefur ekki snefil af áhuga. Fólk segir oft við mig þetta þýðir ekkert þeir eru búnir að eignast þetta. Það þarf að finna ráð eða aferðir til að koma þessu almennilega inn í umræðuna. Spurning að stofna áhugahóp sem væri samstettur af hæfileikafólki í fjölmiðlun og vant kynningarherferðum.

ragnar bergsson, 29.5.2007 kl. 21:05

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Komdu sæll.Ég hef árum saman fylgst með þróun kvótakerfisins og tillögum ykkar í Frjálslyndafl.Ég er sammála ykkur í megin málum og þið hafið svo sannarlega reynt að vekja þjóðina til meðvitundar um alla spillinguna sem innbyggt er inn í þetta kerfi.Verst er þó af öllu ,að allir sem vinna við framkvæmd  kvótakerfisins hafa með einum eða öðrum hætti funndið sér stað í svikamyllunni og orðið samsekir.Það hefur komið sér vel fyrir fyrrv.ríkistjórn ,sú almenna þögn og yfirhylmun sem ríkt hefur um þessi meintu afbrot

Ljóst er að mjög lítið hefur áunnist fyrir andstæðinga þessarar kvótastefnu allt frá kvótinn komst á koppinn 1984 og framsalið og leigan hófst 1991.Það er við sterk öfl að eiga í þessum málum,en við verðum að halda áfram.Það var afar slæmt að missa þig út af þingi,þar vart þú fremstur meðal jafningja,stóðst vaktina vel.

Á blogginu mínu í undanfarna daga hef ég skrifað um þessi mál frá dálítið öðrum sjónarhól,sérstaklega eftir að hafa rætt við nokkra sjómenn sem ég þekki.Það hefur lengi verið skoðun mín,að sjómenn verði sjálfir að hafa meira frumkvæði að úrlausn þessa mála og skera á hnútinn.Fróðlegt að heyra álit þitt á þessum hugmyndum mínum.

Nú verður Samfylkingin að gera upp við sig,hvort hún ætli að vera samábyrgð með íhaldinu ,að viðhalda áfram  umfangsmestu sakamálum þjóðarinnar kvótaspillingunni.Hún hefur hingað til staðið á hliðarlínunni,nú verður ISG að taka ákvörðun.Samfylkingin getur ekki horft aðgerðarlaus á tugmiljarða afbrot árlega á þessu kerfi.

Kristján Pétursson, 29.5.2007 kl. 21:28

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Auðvitað þarf alltaf að " hengja bakara fyrir smið " og afar hentugt að kenna Frjálslynda flokkunum um annmarka kvótakerfisins eins stórhlægilegt og það nú er.

Einn góðan veðurdag munu menn gjöra svo vel að þurfa að opna augun.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 29.5.2007 kl. 23:03

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já vonandi fyrr en síðar. Takk fyrir þetta innlegg Kristján Pétursson.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.5.2007 kl. 00:09

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Eftir að Samfylkingin fór í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum hefur Mogginn tekið Ingibjörgu Sólrúnu í sátt.  Þeim hefur alltaf verið illa við Frjálslynda flokkinn en núna missa þeir sig og sjá þeir gjörsamlega rautt.  Kannanir sýna að lestur Morgunblaðsins fer stöðugt minkandi og ef fram heldur sem horfir þá munu þeir verða tilneyddir að finna sér uppbyggilegri verkefni en að úthúða Frjálslyndum að ósekju. 

Sigurður Þórðarson, 30.5.2007 kl. 15:47

6 identicon

Má ég benda á í þessu sambandi að það er verið að ræða það að stöðva Þorskveiðar í Færeyjum á næsta ári vegna hruns í stofninum.  Kann að vera varasamt að taka upp færeyska kerfið.

Sigurjón (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 19:00

7 Smámynd: Jón Kristjánsson

Sigurjón, með IP töluna:

Ég veit ekki hvaðan þú hefur þessar upplýsingar um stöðvun þorskveiða, nema ef vera skyldi frá færeyskum fiskifræðingum, sem hafa viljað draga úr öllum veiðum sl. 10 ár.
Það er ekki hægt að skera niður þorskveiðar nema stöðva aðrar veiðar líka, og hvers vegna stöðva þorskveiðar ef stofninn er hruninn? Þá er enginn þorskur til að veiða hvort eð er.
Það er orðið nokkuð ljóst að ástæðan fyrir sveiflunum í færeyska þorskstofninum stafa af vanveiði.
Stofninn stækkar, veiðarnar megna ekki að halda aftur af stækkuninni og stofninn verður svo stór að hann "étur sig út á gaddinn". Þetta sést greinilega á vaxtarhraðanum. Eftir að hann hefur fallið vegna hungurs og sjálfáts, nær fæðan (m.a. sandsílið) sér upp aftur, nýliðun þorsks eykst, stofninn stækkar á nýjan leik og leikurinn endurtekur sig. Versta sem er hægt að gera ef fiskstofn er að horast niður er að draga úr veiðum. Bíddu bara, hann mun ná sér á strik fljótlega.

Jón Kristjánsson


Jón Kristjánsson, 30.5.2007 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband