Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
30.3.2007 | 09:02
Kvótakerfið, Helgi Áss og Morgunblaðið
Tækifæri er til að taka undir með leiðaraskrifum Morgunblaðsins í gær þar sem skrifað er Um orðhengilshátt lögfræðinga.
Réttara væri þó væntanlega að segja að leiðaraskrifari Morgunblaðsins hafi séð ástæðu til að taka undir með mér, enda skrifaði ég um sama efni á mánudag Keypt vísindi í Háskóla Íslands!
Hvað sem því líður er ljóst að Helgi Áss er á vafasamri braut.
Kvótakerfið hefur leitt til þess að það ríkir mikið ósætti um nytjastofna á Íslandsmiðum. Að auki hefur kerfið getið af sér gríðarlega óánægju og ósætti og forræðið hefur færst yfir á hendur útvalinna einstaklinga. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur búið til kvótakónga sem í kjölfarið ráða lögum og lofum og stjórna framtíð heilu bæjarfélaganna.
Í umfjöllun minni um grein Helga sagði ég: Rökstuðningur fræðimannsins er afar veikur. Í leiðara Morgunblaðsins um sömu grein segir: Hvers konar vitleysa er þetta?
Ég sagði: Aðalatriðið er að kerfið virkar ekki. Um orð Helga segir Morgunblaðið: Þetta er furðulegur málflutningur.
Ég hlýt að fagna því að málflutningur Frjálslynda flokksins skuli fá náð fyrir augum Morgunblaðsins þótt þess sé hvergi beint getið. Kannski skiptir ekki máli hvaða leið er farin að sannleikanum. En mér finnst ástæða til að halda þessu til haga.Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.3.2007 | 14:28
Mjög jákvætt - Hamingjuóskir frá gömlum Neistamanni
Það er glæsilegt að fá sundlaug í Hofsós en það er skilyrði þess að efla ferðaþjónustuna á Hofsósi. Nú er um að gera að virkja Ingibjörgu, Lilju og Baltasar í að berjast fyrir því að Hofsósingar fái að nýta nálæg fiskimið sér framfærslu.
Sigurjón
Færa íbúum Hofsóss og nágrennis sundlaug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.3.2007 | 21:23
Hvers vegna á íslenskur almenningur að blæða?
Stefnt að því að selja Wilson Muuga í brotajárn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.3.2007 | 18:41
Margt merkilegt á Akureyri
Síðan ég afréð að fara í framboð í Norðausturkjördæminu hafa orðið talsverðar breytingar á mínum högum. Ég hef flutt mig set úr hinum fagra Skagafirði og til höfuðstaðar Norðurlands, Akureyrar.
Hér á Akureyri er ein besta sundlaug á landinu og á þeim stutta tíma sem ég hef búið hér þá hafa veðurguðirnir sýnt hin ýmsu tilbrigði. Allt frá blíðskaparveðri og í hífandi rok sem fletti klæðningu ofan af húsum nágranna.
Eitt af því sem mér finnst vera mjög merkilegt hér á Akureyri er rekstur sjónvarpsstöðvarinnar N4 sem er flytur m.a. fréttir af Eyjafjarðarsvæðinu. Sjónvarpsstöðin virðist ganga ágætlega og er það umhugsunarefni að á sama tíma virðist sem RÚV eigi fullt í fangi með að reka svæðisútvarp á landsbyggðinni þrátt fyrir að fá vel á þriðja milljarða árlega í afnotagjöldum til þess að standa undir rekstri sínum.
28.3.2007 | 09:45
Dýr loforð sem bitnuðu á ungu fólki - í upphafi skyldi endinn skoða
Fyrir síðustu alþingiskosningar fór Framsóknarflokkurinn mikinn í að lofa ungu fólki 90% láni til þess að auðvelda því kaup á sinni fyrstu íbúð. Af málflutningi framsóknarmanna og auglýsingaglysi mátti helst ráða að mesta gæfa sem hent gæti ungt fólk væri að taka 90% lán til húsnæðislána. Vel má efast um að skilaboðin sem haldið var að ungu fólki hafi verið uppbyggileg, þ.e. að lausnin væri að taka hærra og hagstæðara lán í stað þess að ástunda ráðdeild og sparnað. Í Morgunblaðinu birtist þann 15. mars sl. mjög góð fréttaskýring eftir Grétar Júníus Guðmundsson þar sem hann gerði grein fyrir því að greiðslubyrði lána þeirra sem eru að kaupa íbúð í fyrsta sinn hafi aukist um allt að 57% frá vormánuðum 2004. Það hefur gerst vegna þess að fasteignaverð hefur rokið upp í verði. Það er því óhætt að fullyrða að það er orðið miklum mun erfiðara fyrir ungt fólk að eignast sína fyrstu íbúð en var áður en Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur fóru í meiriháttar breytingar á húsnæðislánakerfinu sem fólu það í sér að hækka lánshlutfall lána af fasteignaverði í 90% og hækka lánsfjárhæð. Ríkisstjórnarflokkarnir viðurkenndu á borði að þessi hækkun á lánum Íbúðalánasjóðs hefðu verið mistök þegar lánsfjárhlutfallið var lækkað í júní sl. en síðan var það hækkað á ný nú í aðdraganda kosninga. Það er ekki hægt að skella allri skuldinni af þessum verri kjörum unga fólksins á hækkað lánsfjárhlutfall heldur kemur fleira til, þensla, fólksflutningar af landsbyggðinni og óheft aðstreymi útlendinga til landsins sem hefur kallað á meiri eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði. Þessir þættir hafa allir áhrif til þess að auka eftirspurnina og hækka verð á húsnæði. Við eigum að læra af þessari reynslu og forðast aðgerðir sem valda ójafnvægi og þenslu eins og ríkisstjórnin valdi og leiddu til 60% hækkunar á húsnæðisverði á þriggja ára tímabili. Það er ekki hægt að kalla þetta neinu öðru nafni en kollsteypu. Það er rétt að móta heildarstefnu til framtíðar sem hefur í för með sér aukið framboð á lóðum til byggingar íbúðarhúsnæðis og eflingar leigumarkaðar samhliða því að bjóða ungu fólki hagstæðari lán. |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.3.2007 | 12:16
Keypt vísindi í Háskóla Íslands!
Það er athyglisvert að lesa grein eftir Helga Áss Grétarsson lögfræðing í Morgunblaðinu í dag. Helgi Áss er í rannsóknarstöðu við Háskóla Íslands í auðlindarétti en staðan er greidd af Landssambandi íslenskra útvegsmanna sem hefur ekki farið dult með að rétt sé að koma fiskveiðiauðlindum landsmanna í einkaeign. Það kom ekki á óvart að kostaði fræðimaðurinn skyldi reka áróður fyrir einkaréttarfyrirkomulaginu þrátt fyrir að Kristín Ingólfsdóttir rektor hafi einhverju sinni haldið því fram að LÍÚ hefði ekkert að gera með niðurstöður Helga. Hið gangstæða sannaðist þó í grein Morgunblaðsins þar sem sést að Háskóli Íslands slær ekki á höndina sem gefur.
Í aðkeyptum hugmyndum fræðimannsins kemur fram það viðhorf að það geti jafnvel orðið tilefni frekara ósættis ef tryggt verði að fiskveiðiauðlindin verði um aldur og ævi eign íslensku þjóðarinnar, í stað þess að vera einkaeign.
Rökstuðningur fræðimannsins er afar veikur og fer hann vítt og breitt í tíma og rúmi til þess að rökstyðja að launagreiðendur sínir skuli fá að eignast auðlindir Íslendinga. Helgi leitar sumsé aftur til landnámsaldar á Íslandi og síðan enn lengra aftur, til Rómaríkis.
Þetta væri auðvitað gott og blessað ef kostaði fræðimaðurinn véki nokkrum orðum að því að Héraðsdómur Reykjavíkur hefði nýlega komist að því að veiðiheimildir væru ekki varðar af eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar, þ.e. 72. grein.
Það gefur auga eið að ekki getur myndast eignarréttur í auðlind þó svo að ríkið hafi úthlutað stórum hluta af aflaheimildum fyrir rúmum 20 árum þar sem að frá því að fyrst var úthlutað hafa farið fram margvíslegar endurúthlutanir á sömu aflaheimildum, svo sem í formi byggðakvóta. Einnig má nefna að úthlutun á veiðiheimildum fór ekki einungis eftir aflareynslu viðkomandi útgerðar heldur komu mörg sjónarmið til, svo sem skipstjórakvótar og sérstök úthlutun eftir landshlutum.
Aðalatriðið er að kerfið virkar ekki og þess vegna eiga ábyrgir stjórnmálamenn að leita leiða út úr kerfinu sem allra fyrst.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.3.2007 | 16:15
Stórfurðuleg yfirlýsing Margrétar Sverrisdóttur
25. mars 2007 15:52 |
Ég fæ ekki nokkurn botn í yfirlýsingu Margrétar Sverrisdóttur í viðtali á Rás 2 í gær þar sem hún fullyrti að hún hefði verið búin að ákveða að segja sig úr Frjálslynda flokknum þó svo að hún hefði unnið kosningu um varaformannsembættið. Þetta sagðist hún hafa ákveðið eftir að hafa horft yfir salinn þar sem flokksbundið fólk í Frjálslynda flokknum sat.
Hún fór sem kunnugt er úr flokknum eftir að hafa tapað fyrir Magnúsi Þór Hafsteinssyni. Þessi afstaða Margrétar Sverrisdóttur lýsir mikilli vanvirðingu gagnvart þeim sem hana kusu á Landsþingi Frjálslynda flokksins. Skýringin á þessari ákvörðun sinni var að sjálfsvirðingu Margrétar Sverrisdóttur var misboðið. Mikil er virðing Margrétar. |
25.3.2007 | 00:27
Birting greina í Morgunblaðinu
Í kvöld þá dundaði ég mér við m.a. að svara grein Jónasar Bjarnasonar efnaverkfræðings, en hann skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann vekur athygli á pistli sem ég flutti á Útvarpi Sögu á þriðjudaginn var.
Við Jónas erum sammála um ýmislegt, s.s. að kvótakerfið sé mjög vont, en okkur greinir á í veigamiklum atriðum um áhrif veiða á erfðir fiska. Ég verð að viðurkenna það að ég skil oft á tíðum lítið í röksemdafærslu efnaverkfræðingsins þrátt fyrir að ég telji mig hafa góðan grunn í stofnerfðafræði.
Það sem ég fór að velta fyrir mér var forgangsröðun Morgunblaðsins á birtingu innsendra greina þar sem grein eftir mig um húsnæðismál hefur beðið frá því 15. mars sl. á meðan grein Jónasar um pistil minn þann 20. sl. á Útvarpi Sögu hefur greinilega verið sett í algjöran forgang.
Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvenær ritstjóri Morgunblaðsins sér ástæðu til þess að birta svar mitt við grein Jónasar sem hann fær sent á morgun.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.3.2007 kl. 09:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.3.2007 | 20:52
Bókmenntir og stjórnmál
Ég hlýddi á áhugaverðan fyrirlestur Jóns Karls Helgasonar í Amtbókasafninu á Akureyri í kvöld undir yfirskriftinni Þýðing, endurritun, ritstuldur.
Umræðuefnið var Hvenær stelur maður ritgerð og hvenær ekki? Fyrirlesturinn var hinn áhugaverðasti og var víða borið niður í efnisleit við að svara því hvar línan lægi á milli endurritunar og ritstulds og var rökstuðningur hinn fjölbreyttasti. Vísað var m.a. til þess að Hannes Hólmsteinn hafi gripið til sambærilegra varna og heimsfrægur ritþjófur brá fyrir sig, þ.e. að skrifin væru ekki doktorsritgerð. Á hinn bóginn var bent á að lögin gerðu ekki greinarmun á ritstuldi eftir því hvort um væri að ræða fræðirit eða skáldskap.
Niðurstaðan var þó sú að það væri ekki nægjanlegt að láta greipar sópa um ritverk annarra þó svo að það væri getið um heimildir og jafnvel þó svo að heimildirnar væru 1627.
Ég hef oft á tíðum velt því fyrir mér hvort það sé sanngjarnt að fjalla um Hannes Hólmstein Gissurarson sem hlutlausan fræðimann en hann var ráðinn í stöðu við Háskóla Íslands á flokkspólitískum forsendum en alls ekki fræðilegum.
Ég er ekki viss um að Hannes Hólmsteinn sem nú þarf að standa reikningsskil skrifa sinna í Hæstarétti gefi mikið fyrir það að fræðin og vísindin séu að öllu leyti óháð eins og fram kemur í grein hans í Fréttablaðinu í haust.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.3.2007 | 10:34
Áhrif hvalveiða á þorskveiði - Einar Kristinn á villigötum
Ég er fylgjandi hvalveiðum en ég efast stórlega um að veiðar á langreyði skipti nokkru einasta máli fyrir mögulegan þorskafla á Íslandsmiðum eins og Einar Kristinn Guðfinnsson hefur gefið í skyn.
Ef menn trúa því að hvalastofnar hafi áhrif þá ætti að einbeita sér að því að drepa tannhvali og hrefnu sem éta fiska. Hitt er svo annað mál að umræða um fiskveiðistjórn og hvalveiðar byggist oft á tíðum á miklum ályktunum út frá veikum grunni.
Það er ekki fyrsta sinn sem það er gert og minnir mig að Bjarni Sæmundsson hafi minnst á það í bók sinni um fiskifræði að sjómenn hafi talið að með auknu drápi á hvölum hafi fiskgengd minnkað þar sem hvalurinn hrakti fiskinn nær landi þar sem íslenskir sjómenn á opnum róðrarbátum gátu fangað þá.
Það sem mér finnst áhugavert við þessa umfjöllun um að hvalurinn sé að éta frá okkur allan afla er að í öllum þessum stærðfræðiæfingum er ljóst að áhrif veiða mannsins á fiskistofna eru ofmetin.
Í útreikningum gef ég mér hve mikill hluti af æti hrefnunnar er fiskur en í rannsókn sem fram fór í sumar fyrir norðan land kom í ljós að fiskur var 57% af fæðu hrefnu en ef sú er raunin er hrefnan við Ísland að éta milljónir tonna af fiski árlega.
Það kemur í ljós að ef orkuþörf sjófugla og spendýra hafsins er reiknuð út er hún einhverjum tugum meiri en afli sjómanna en samt sem áður eru spendýrin, og maðurinn meðtalinn, aukaleikarar í því orkuflæði sem fer fram í höfunum þar sem fiskarnir sem eru stærsti lífmassinn hljóta að spila aðalhlutverkið.
Það er stórfurðulegt með þessa vitneskju að verða vitni að því að það sé verið að telja upp úr trillunum hvern og einn fisk og halda að veiðin ráði úrslitum um stærð fiskistofna.
Hver sér það ekki orðið að kvótakerfið er með sínu frjálsa framsali allsherjarvitleysa sem má ekki dragast að fara að vinda ofan af?
Álíka margir ánægðir og óánægðir með að hvalveiðar skuli hafnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 1014398
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007