Leita í fréttum mbl.is

Kvótakerfið, Helgi Áss og Morgunblaðið

Tækifæri er til að taka undir með leiðaraskrifum Morgunblaðsins í gær þar sem skrifað er Um orðhengilshátt lögfræðinga.

Réttara væri þó væntanlega að segja að leiðaraskrifari Morgunblaðsins hafi séð ástæðu til að taka undir með mér, enda skrifaði ég um sama efni á mánudag – Keypt vísindi í Háskóla Íslands!

Hvað sem því líður er ljóst að Helgi Áss er á vafasamri braut.

Kvótakerfið hefur leitt til þess að það ríkir mikið ósætti um nytjastofna á Íslandsmiðum. Að auki hefur kerfið getið af sér gríðarlega óánægju og ósætti og forræðið hefur færst yfir á hendur útvalinna einstaklinga. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur búið til kvótakónga sem í kjölfarið ráða lögum og lofum og stjórna framtíð heilu bæjarfélaganna.

Í umfjöllun minni um grein Helga sagði ég: Rökstuðningur fræðimannsins er afar veikur. Í leiðara Morgunblaðsins um sömu grein segir: Hvers konar vitleysa er þetta?

Ég sagði: Aðalatriðið er að kerfið virkar ekki. Um orð Helga segir Morgunblaðið: Þetta er furðulegur málflutningur.

Ég hlýt að fagna því að málflutningur Frjálslynda flokksins skuli fá náð fyrir augum Morgunblaðsins þótt þess sé hvergi beint getið. Kannski skiptir ekki máli hvaða leið er farin að sannleikanum. En mér finnst ástæða til að halda þessu til haga.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband