Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
21.3.2007 | 08:28
Jarðgangaáætlun samþykkt
Guðjón Arnar fékk samþykkta þingsályktunartillögu á síðasta degi þingsins um að koma vegakerfi landsins niður fyrir 200 m hæð. Hér er um framsýna tillögu að ræða og það er greinilegt að vindar eru að snúast til jarðgangagerðar vegna þess að í fyrstu þegar við lögðum fram tillögur af þessu tagi voru þær taldar dæmi um veruleikafirringu eða ávísun á óráðsíu.
Nú er andrúmsloftið annað og t.d. var kynnt í ríkissjónvarpinu í fyrrakvöld mjög áhugaverð borun með nýrri aðferð fyrir austan, á Egilsstöðum, Seyðisfirði og suður eftir fjörðunum.
Það er tilhlökkunarefni þegar þetta kemst í framkvæmd og atvinnusvæði Austfirðinga stækkar til muna.
20.3.2007 | 21:53
Rót vanda Framtíðarlandsins
Ekki ætla ég að draga dul á það að mér rann í skap þegar tölvupósthólfið mitt tútnaði út af vel á annað hundrað tölvuskeytum Framtíðarlandsins á einum sólarhring. Ég furða mig á baráttuaðferðinni og því líka að stilla þingmönnum upp við vegg með það að vera með eða á móti einhverri yfirlýsingu sem mér finnst ekkert alltof vel orðuð.
Ég furða mig mest á því að þetta upplýsta fólk í Framtíðarlandinu skuli ekki velta fyrir sér hvers vegna fólkið á Húsavík og víðar kalli á álver sem er auðvitað vegna þess að kvótakerfið hefur kippt fótunum undan þessum bæjum. Fólk verður að fá eitthvað í staðinn. Og hvað er betra í boði þegar fiskveiðikvótinn hefur verið látinn í önnur byggðarlög?
Vandi Framtíðarlandsins er sjálfhverfni og taktleysi. Það er nefnilega hægt að vera með náttúrunni og samt þessari atvinnuuppbyggingu.
18.3.2007 | 10:30
Akstursíþróttir ekki í náðinni hjá Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.3.2007 | 15:07
Sjávarútvegsráðherra vill opinbera umræðu um gagnrýni mína
Í nótt fóru fram umræður á Alþingi um byggðakvóta og fór ég þá yfir forsendur kvótakerfisins og rakti skilmerkilega að kerfið hvílir á mjög veikum líffræðilegum grunni.
Ef ég þekki Einar Kristin rétt þá hættir hann við boðaða umræðu þar sem hvað rekst á annars horn í málflutningi hans. Umræðan er skráð í þingtíðindi og má lesa hana hér.
Einar Kristinn segir þorskstofninn stóran og vitnar í sjómenn en sendir síðan Hafró í hringferð að boða niðurskurð.
Ég myndi hins vegar fagna því sérstaklega ef Einar K. treysti sér til þess að ræða hvaða hagsmuni almennings er verið að verja með því að halda áfram með kerfi sem hefur ekki skilað neinu nema tjóni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.3.2007 kl. 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.3.2007 | 10:47
Einar Kristinn Guðfinnsson fer í felur með sín mál
Það er eftirtektarvert að Einar Kristinn Guðfinnsson reynir að láta umræðu um sjávarútvegsmál fara fram seint á kvöldin og jafnvel á nóttinni. Ástæðan er einföld að mínu mati en hún er sú að hann er algerlega rökþrota í málflutningi sínum og vill sem minnst láta á því bera.
Hann getur ekki rökstutt hvers vegna á að halda áfram með kerfi sem hefur skilað helmingi minni afla en fyrir daga þess.
Hann getur ekki röksyutt hvar meint hagræðing sé í sjávarútvegi, þar sem skuldir hafa þrefaldast á síðustu 10 árum og tekjur staðið í stað eða dregist saman.
Þetta eru mjög ólík vinnubrögð þeim sem Björn Bjarnason dómsmálaráðherra viðhefur. Hann er óhræddur við að ræða sín mál í dagsbirtu og hefur rök fyrir þeim hvort sem það eru mál á sviði hlerana eða fangelsismála. Það er óneitanlega meiri mannsbragur á Birni en Einari Kristni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.3.2007 | 18:40
Það verður fróðlegt að fylgjast með breytingum hjá RÚV
Það verður fróðlegt að fylgjast með breytingum hjá RÚV á næstu vikum. Ég hef verið mjög undrandi á nýlegum vinnubrögðum og yfirlýsingu fréttastjóra RÚV Óðins Jónssonar eins og sést hér á skrifum á heimasíðu minni.
Páll Magnússon útvarpsstjóri og framkvæmdastjóri Ríkisútvarpsins ohf. | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.3.2007 | 22:06
Ræðan sem aldrei var flutt á eldhúsdegi
Félagar mínir Magnús og Kristinn gengu á tímann svo að þessi ræða verður að bíða betri tíma. |
Góðir landsmenn Frjálslyndi flokkurinn er hópur hugsjónafólks. Frjálslyndi flokkurinn hefur sýnt það hann beitir sér af alefli gegn þröngum sérhagsmunaklíkum sem hafa verið að sópa til sín landsins gæðum, s.s. þegar forkólfar Framsóknarflokkurinn seldur sjálfum sér Búnaðarbankann. Þetta var gert með aðstoð og vilja núverandi forsætisráðherra Geirs Haarde. Núverandi stjórnarflokkar hafa setið að völdum of lengi. Valdaþreyta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks birtist m.a. í dekri við þrönga sérhagsmuni, ábyrgðarleysi og spillingu. Hver man ekki eftir efnahagsaðgerðum Geirs Haarde sem fólust í því að fresta opinberum framkvæmdum í nokkrar vikur á þeim landsvæðum þar sem samdráttur ríkti, s.s. á Vestfjörðum og Norðurlandi. Þessi stjórnarhættir hafa kristallast í fjölda mála, s.s. Byrgismálinu þar sem brotlegir ógæfumenn eru eltir á meðan ráðamenn sem vissu um óráðsíuna héldu gögnum leyndum fyrir þjóð - og þingið skipa nefndir. Vinir og vandamenn hafa verið skipaðir í kippum í æðstu stöður, s.s. í Hæstarétt og sendiráð í fjarlægum heimsálfum. Þessir óráðsía og flottræfilsháttur fer fram á sama tíma og öldruðum er gert að búa í þvinguðu sambýli með ókunnugum og dæmi eru einnig um að hjónum sé stíað í sundur Nú síðustu dagana hafa flokkarnir bitið höfuðið af skömminni með því að boða breytingar á stjórnarskránni. Breytingar sem deilt er um hvað þýða í raun og veru. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er mjög ósáttur við þessa stjórnarhætti og það er mjög mikilvægt að meirihlutinn lýsi þeim vilja í kosningunum í maí.Gott gengi Frjálslynda flokksins er lykillinn að því að fella ríkisstjórn ósanngirni og sérgæsku. Frjálslyndi flokkurinn deilir ekki þeirri sýn með formanni Framsóknarflokksins að Ísland eigi að vera borgríki en það viðhorf er ráðandi í ríkisstjórn Íslands og birtist víða, m.a. í óbilgjörnum kröfum í eignarlönd bænda. Ísland þarf á nýrri ríkisstjórn að halda, ríkisstjórn sem tekur til almannahagsmuna alls staðar á landinu. Við viljum og teljum skynsamlegt að byggja allt Ísland og til þess að svo megi verða verður að aflétta þeim ósanngjörnu atvinnuhöftum sem atvinnuvegir landsbyggðarinnar eru fjötraðir í bæði til sjávar og sveita. Það er mikilvægt að stjórnvöld reisi strax við flagg uppbyggingar í stað undanhalds sog tór liður í því er að stórefla þær menntastofnanir sem eru utan höfuðborgarsvæðisins, s.s. Háskólann á Akureyri. Sömuleiðis á að taka fagnandi tillögum um uppbyggingu orkufreks iðnaðar sem nýtir vistvæna orku, s.s. við Húsavík. Ekki má gleyma því að bættur hagur hinna dreifðu byggða eflir höfuðborgina en rannsóknir sýna að nálægt tvöfalt hærri upphæðar í sköttum er aflað á landsbyggðinni en er varið á landsbyggðinni. Með öðrum orðum, ef hagur dreifbýlisins vex geta borgarbúar vænst hærra framlags til reksturs sameiginlegra verkefna á höfuðborgarsvæðinu. Frjálslyndi flokkurinn er bjartsýnn á framtíð sjávarbyggðanna við strendur landsins þegar góð og farsæl sátt næst um árangursríkari fiskveiðistjórn. Kerfinu verður breytt fyrr eða síðar og það verður mun auðveldara því fyrr sem hafist verður handa. Ég tel mikilvægt að þeirri vinnu stýri formaður Frjálslynda flokksins, Guðjón Arnar Kristjánsson, sem er sanngjarn maður og hefur víðtæka þekkingu og reynslu á sviði sjávarútvegs. Sáttin þarf að vera ekki einungis við núverandi handhafa aflaheimildanna heldur ekki síður við fólkið í landinu og þær byggðir sem hafa nýtt sér gjöful fiskimið um aldir. Ísland þarf á styrkri stjórn flokks að halda sem hefur skýra framtíðarsýn og stefnu. Frjálslyndi flokkurinn hefur skýra stefnu í velferðar- og skattamálum sem fellur vel að hagsmunum venjulegra Íslendinga. |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.3.2007 kl. 12:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.3.2007 | 14:29
Ráðstefna fyrir efnaða eldri borgara
Ég fékk senda kynningu og boð um að mæta á ráðstefnu um breyttar áherslur við þjónustu eldri borgara sem verður haldin eftir viku. Á ráðstefnunni er margt góðra fyrirlesara, s.s. aðstoðarmaður Geirs Haarde forsætisráðherra.
Það sem vakti athygli mína var þátttökugjaldið sem er um 10 þúsund krónur en ég er ekki viss um að það passi inn í heimilsbókahaldið hjá mörgum eldri borgaranum sem hefur mátt þola að ríkisstjórnin hafi fært skattbyrðina á lægri launin og tekjutengt lífeyrisgreiðslur þannig að algengt er að um 70% af greiðslum úr lífeyrissjóðum renni beina leið aftur til ríkisins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.3.2007 | 22:20
Fréttastjóri RÚV sakar þingmann um skæting
Óðinn Jónsson fréttastjóri RÚV fór mikinn á heimasíðunni minni www.sigurjon.is og sakaði undirritaðan bæði um skæting og vera að leita sér að málstað. Ég vona svo sannarlega að fréttastjórinn sjái að sér og sýni hófstilltari viðbrögð við eðlilegri og málefnalegri gagnrýni á fréttaflutning útvarps allra landsmanna..
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2007 | 11:57
Vill RÚV ekki leiðrétta mjög vafasaman fréttaflutning - má ekki styggja stjórnvöld?
Síðasta haust varð uppi fótur og fit í fjölmiðlum þar sem fjallað var um spá um hrun allra fiskistofna heimsins 2048. Það átti að heita að spáin byggði á vísindum.
Ég benti fréttastofu RÚV og íslenskum fjölmiðlum á að þessar fréttir væru vægast sagt byggðar vafasömum grunni en ég fjallaði talsvert um þá staðreynd á heimsíðunni minni sl. haust. Það eru staðreyndir að þeir sem komu að gerð falsspárinnar hafa verið fengnir til starfa af íslenskum stjórnvöldum til þess að taka út íslenska kvótakerfið og vera sérstakir hátíðagestir íslenskra stjórnvalda.
-------------------------------------------------
Grein af heimasíðunni minni frá því í haust.
Miðvikudagur 8. nóvember 2006
Þögn íslenskra fjölmiðla
Íslenskir fjölmiðlar hafa algerlega þagað yfir því að dómsdagsspá um eyðingu fiskistofna hafi í raun verið beita fyrir fjölmiðla og ekkert annað.---
Í óðagoti við að koma fréttatilkynningu út um dómsdagsspána sem greindi frá eyðingu fiskistofna 2048 var óvart sent bréf til fjölmiðla sem sýndi samskipti höfundar skýrslunnar við samstarfsmenn sína. Samskiptin greindu frá því að helsta ástæðan fyrir framreikningunum til ársins 2048 væri sú að það yrði að búa til beitu fyrir fjölmiðla. Það er óhætt að fullyrða að helstu fjölmiðlar heimsins hafi kokgleypt beituna en tilgangurinn var sá að vekja áhuga þar sem fullyrt var að lítill áhugi væri á innihaldi skýrslunnar nema fyrirsjáanleg væru einhver endalok á næstu áratugum.
Mér finnst sérstaklega áhugavert að Morgunblaðið sýni þessum tíðindum ekki meiri áhuga en raun ber vitni þar blaðið gerði þessa spá að forsíðufrétt sinni á dögunum. Hið sama má segja um Ríkisútvarpið sem gerði þessari skýrslu góð skil.
Ég benti norska blaðinu Fiskaren á þessa frétt. Þar var brugðist strax við og ég á einnig von á að Fishing News taki málið upp.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 109
- Frá upphafi: 1013224
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 61
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007