Leita í fréttum mbl.is

Bókmenntir og stjórnmál

Ég hlýddi á áhugaverðan fyrirlestur Jóns Karls Helgasonar í Amtbókasafninu á Akureyri í kvöld undir yfirskriftinni Þýðing, endurritun, ritstuldur

Umræðuefnið var Hvenær stelur maður ritgerð og hvenær ekki? Fyrirlesturinn var hinn áhugaverðasti og var víða borið niður í efnisleit við að svara því hvar línan lægi á milli endurritunar og ritstulds og var rökstuðningur hinn fjölbreyttasti.  Vísað var m.a. til þess að Hannes Hólmsteinn hafi gripið til sambærilegra varna og heimsfrægur ritþjófur brá fyrir sig, þ.e. að skrifin væru ekki doktorsritgerð. Á hinn bóginn var bent á að lögin gerðu ekki greinarmun á ritstuldi eftir því hvort um væri að ræða fræðirit eða skáldskap.

Niðurstaðan var þó sú að það væri ekki nægjanlegt að láta greipar sópa um ritverk annarra þó svo að það væri getið um heimildir og jafnvel þó svo að heimildirnar væru 1627.

Ég hef oft á tíðum velt því fyrir mér hvort það sé sanngjarnt að fjalla um Hannes Hólmstein Gissurarson sem hlutlausan fræðimann en hann var ráðinn í stöðu við Háskóla Íslands á flokkspólitískum forsendum en alls ekki fræðilegum. 

Ég er ekki viss um að Hannes Hólmsteinn sem nú þarf að standa reikningsskil skrifa sinna í Hæstarétti gefi mikið fyrir það að fræðin og vísindin séu að öllu leyti óháð eins og fram kemur í grein hans í Fréttablaðinu í haust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Já það er lengi hægt að dansa á fræðimannalínunni.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.3.2007 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband