Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
31.12.2007 | 17:17
Guðjón Arnar vel kryddaður - Geir saltaður
Það var virkilega gaman að fylgjast með vasklegri framgöngu Guðjóns Arnars Kristjánssonar formanns Frjálslynda í umræðuþættinum Kryddsíldinni á Stöð 2 nú fyrr í dag. Hann kom víða við og benti á að ASÍ hafi tekið upp skattastefnu Frjálslynda flokksins og að víðtæk sátt sé orðin um sjónarmið Frjálslynda flokksins í útlendingamálum
Að vanda vakti Guðjón Arnar einn máls á því að nauðsynlegt sé að taka kvótakerfið í sjávarútvegi til gagngerrar endurskoðunar. Það er staðreynd að kvótakerfið er ekki að gera sig en það er eins og að umræða um það sé of erfið fyrir aðra stjórnmálaflokka en Frjálslynda flokkinn.
Guðni var einnig í nokkuð góðum gír enda hafði hann sér til aðstoðar sjálfan ævisöguritara sinn Sigmund Erni sem þekkti að eigin sögn betur til verka formanns Framsóknar en hann sjálfur.
Steingrímur J aðalritari VG átti óvenju dapran dag og reyndi hvað hann gat að hífa sig upp á kostnað annarra stjórnarandstöðuflokka.
Það var ólíkt að fylgjast með skötuhjúunum Geir og Ingibjörgu Sólrúnu. Geir var óvenju dapur í bragði og þungur, á meðan Ingibjörg Sólrún blómstraði og greinilegt að hún var glöð í bragði og hæstánægð með ráðherratign sína og nýja borgarstjóra Samfylkingarinnar.
Ég vil óska öllum lesendum bloggsins gleði og gæfu á nýju ári.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
27.12.2007 | 08:56
Ríkishagræðing Sjálfstæðisflokksins - Illa farið með fé
Hvaða almannahagsmuna er Sjálfstæðisflokkurinn að gæta? Fyrir tveimur árum var varið gríðarháum upphæðum til þess að endurnýja sláturhúsið í Búðardal vegna þess að þáverandi landbúnaðarráðherra tók upp á því hjá sjálfum sér að setja sláturhúsum mjög íþyngjandi reglur og gætti ekki jafnræðis við að framfylgja þeim.
Það er grátbroslegt að ég man ekki betur en að núverandi landbúnaðarráðherra Einar Kristinn Guðfinnsson hafi haldið langa og ábúaðarmikla ræðu við vígslu endurbótanna haustið 2005. Ræða Einars fjallið um mikilvægi stórhuga endurbóta fyrir Dali og íslenskan landbúnað. Nú mun sami maður nokkuð örugglega flytja þjóðinni þann boðskap að úreldingin sé mikilvæg aðgerð til hagræðingar í íslenskum landbúnaði. Ég efast stórlega um það enda hvíla allir þeir útreikningar á mjög hæpnum forsendum.
Ákveðið að úrelda sláturhúsið í Búðardal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
24.12.2007 | 13:13
Jólakúrekinn
Þegar maður á leið um Húnavatnssýslur, jú og Strandir líka, er alltaf gaman að stilla á Útvarp Kántríbæ. Þar ræður ríkjum kúreki norðursins, Hallbjörn Hjartarson. Í fyrradag var ég á ferðinni og stillti á kúrekann sem var í miklu jólastuði og spilaði færeyska jólatónlist, Engilbert Jensen og fleiri góða íslenska flytjendur og jú auðvitað ameríska kántrítónlist sem er meðal þess besta sem bandarísk menning hefur boðið heimsbyggðinni upp á. Það er alltaf gaman að hlusta á Hallbjörn, hann er einlægur og lagaval hans ber þess merki. Mér verður oft hugsað til þess hvers vegna hann fái ekki að samtengja Kántríútvarpið og Ríkisútvarpið, a.m.k. af og til. Það væri ábyggilega býhnykkur fyrir kúrekann og gleðigjafi fyrir landsmenn.
Nú er rétt að fara að hætta þessum skriftum og snúa sér að rjúpunni. Hún kostaði ekki þessa ógnarupphæð sem Ríkisútvarpið reiknaði út enda eru höfðingjar á þeim bænum og ekki vanir að gæta hófs. Þessar rjúpur sem fara í pottinn kostuðu vissulega svita auk mars á rassinn og ómældrar gleði og ánægju við veiðar.
Ég óska lesendum gleðilegra jóla.
21.12.2007 | 14:24
Kristinn H. er í andstöðu við formann Frjálslynda flokksins
Í DV í dag gerir Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, að umtalsefni að Frjálslyndi flokkurinn sé að hverfa frá þeirri stefnu sinni að aðskilja ríki og kirkju. Í sjálfu sér er eðlilegt að það sé að einhverju leyti ólík afstaða til andlegra mála innan stjórnmálaflokka sem snúast eðli máls samkvæmt að mestu leyti um önnur viðfangsefni. Undir þetta sjónarmið Kristins um að endurskoðunar sé þörf tekur Magnús Þór Hafsteinsson.
Það sem stakk mig sérstaklega í umfjöllun DV var að þingflokksformaður Frjálslynda flokksins tiltekur ein trúarbrögð sérstaklega, þ.e. heiðnina, og segir að þau eigi ekki að sitja við sama borð og þau trúarbrögð sem meirihlutinn aðhyllist. Með þessu talar hann þvert gegn þeirri grundvallarstefnu flokksins að trúarskoðanir fólks séu einkamál þess, allar eigi sinn rétt og að aðskilja beri ríki og kirkju.
Það sem meira er er að formaður flokksins hefur margsinnis lagt fram frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju. Grunnstefið í því máli er að allir landsmenn eigi að sitja við sama borð. Í greinargerð Guðjóns Arnars með frumvarpi sínu segir m.a.:
Efnislega felur þetta frumvarp í sér að öllum trúfélögum skuli gert jafnhátt undir höfði og í samræmi við það skuli stefnt að aðskilnaði ríkis og hinnar evangelísku lútersku kirkju.
Og nokkru síðar:
Með núverandi skipan mála má segja að öðrum trúarhópum en þjóðkirkjunni sé sýnt óréttlæti sem ekki samrýmist eiginlegu trúfrelsi.
Skoðanakannanir hafa leitt í ljós að 6065% þjóðarinnar styðja aðskilnað ríkis og kirkju.
Og enn síðar í greinargerðinni:
Flytjendum þessa frumvarps er öldungis ljóst mikilvægi hins menningarlega og félagslega hlutverks kirkjunnar í samfélaginu. Því felur frumvarpið ekki á neinn hátt í sér óvild í garð kirkjunnar. Með því er einungis ætlunin að tryggja jafnrétti allra þegnanna á þessu sviði sem öðrum í samfélaginu.
Erfitt er að átta sig á skyndilegum trúarhita Kristins H. Gunnarssonar og miklum vilja til að blanda saman stjórn- og trúmálum. Frelsaðir sannkristnir vinir mínir kannast ekki við að Kristinn H. hafi lagt áherslu á þessi mál fyrr. Það vekur einnig upp áleitnar spurningar um hvers vegna þingflokksformaður Frjálslynda flokksins sem enn er lítill flokkur skuli leggja sérstaka áherslu á að örlítið trúfélag ásatrúarmanna skuli vera sett skör lægra en önnur.
Ég sé enga ástæðu aðra en þá að Kristinn H. Gunnarsson vilji tryggja sína stöðu innan Frjálslynda flokksins með því að efna til deilna um trúmál við mig. Ég frábið mér að taka þátt í þeirri deilu með öðrum orðum en þeim að minna á orð frelsarans M.K. 12.17. Gjaldið keisaranum það sem keisarans er, og Guði það sem Guðs er og bréf Páls til Títusar 1.15. Allir hlutir eru hreinum hreinir, en flekkuðum og vantrúuðum er ekkert hreint, heldur er bæði hugur þeirra flekkaður og samviska.
Ég óska Kristni og öðrum landsmönnum gleðilegra jóla.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
19.12.2007 | 10:21
Vísindauppgötvanir á heimsmælikvarða
Trillukarlar hafa verið gagnrýnir á ráðgjöf Hafró sem er engin furða. Niðurskurður á aflaheimildum hefur ekki leitt til aukinnar veiði seinna eins og hefur verið lofað síðustu 20 árin. Nú er ástandið þannig að við veiðum um 30% af því sem við veiddum að jafnaði af þorski um áratugaskeið áður en þetta sérkennilega uppbyggingarstarf hófst. Þessi grein birtist í Morgunblaðinu í gær |
17.12.2007 | 01:08
Úr fiski í flugið
Það hefur verið einkennandi í gegnum árin að farsælir forstjórar í flugfélögunum hafa komið úr bransanum sjálfum. Þá koma strax upp í hugann forstjórar Loftleiða og Arngrímur Jóhannsson sem lengi var forstjóri Atlanta. Nú í vikunni bar það til tíðinda í heimi viðskiptanna að skipt var um forstjóra í Icelandair Group. Úr starfinu fór maður sem hafði unnið um áratuga skeið í flugbransanum og inn kom Björgólfur Jóhannsson sem hefur aðallega reynslu úr sjávarútvegi og var síðast formaður LÍÚ og forstjóri stærsta fisksölufyrirtækisins, Icelandic Group.
Það er ekki hægt að segja að hann skili góðu búi. Útvegsmenn hafa verið að vola út sérstaka skattalækkun vegna slæmrar rekstrarafkomu þrátt fyrir að þeir búi, að eigin sögn, við besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi, og þar að auki hefur verðið sjaldan eða aldrei verið hærra á fiskafurðum.
Á þessu ári hefur gengi hlutabréfanna í Icelandic Group lækkað um nálægt 30% og fram kom í Viðskiptablaðinu að fyrirtækið hefði á þriðja ársfjórðungi tapað 2,5 milljónum evra. Það er erfitt að átta sig á því hvaða forsendur liggja að baki ráðningunni og hvaða hlutverk nýja forstjóranum er ætlað. Óneitanlega hvarflar að manni að þessi hópur, aðalleikararnir á hlutabréfamarkaði og forstjórar þeirra auk viðhlæjendanna, sé afar þröngur og menn líti ekki út fyrir þann garð til að finna menn til að stýra fyrirtækjum.
13.12.2007 | 23:39
Verra en Rússland var
Á árum áður sigldu ýmsir í fjölskyldu minni til Sovétríkjanna og höfðu misjafnar sögur að segja af smásmygli og sérkennilegum uppákomum í höfnum þar eystra. Það virðist þó eins og roka í vindinum miðað við það sem sumir gestir Bandaríkjanna mega þola um þessar mundir. Það er ekki bara Erla þessi sem hefur þurft að sæta harðræði, æ fleiri sögur berast af slíkri framkomu. Ég heyrði rétt í þessu í vini mínum á Akureyri sem sagði mér að amma sín á níræðisaldri hefði lent í líkamsleit vegna þess að hún fann ekki strax passann sinn í flughöfninni!
Unglingsdóttir fyrrum samstarfskonu minnar lenti í spurningaleik og síðan í langri yfirheyrslu og varð fyrir vikið viðskila við samferðafólk sitt á leiðinni til skyldfólks í Bandaríkjunum. Þetta var hennar fyrsta ferð einsömul til útlanda.
Því miður virðist Bush forseti vera á góðri leið með að glata trausti hjá frjálsum vestrænum lýðræðisríkjum með óþarfa hörku. Svo virðist sem við séum að verða meðvirk þegar íslenskir fréttamenn eru farnir að telja eðlilegt að velta fyrir sér hvort 16 ára strákur ofan af Skaga fái til langrar framtíðar ekki að fara til Bandaríkjanna vegna tilraunar til símahrekks. Maður hefur fullan skilning á að Bandaríkjamenn vilji hafa öflugt landamæraeftirlit en þetta tekur út yfir allan þjófabálk.
Mun krefjast afsökunarbeiðni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.12.2007 | 13:56
Góð grein Hafró - notar Hafró miðla?
Á Hafróvefnum er að finna mjög áhugaverða grein um far ufsans en höfundur hennar er Hlynur Ármannsson ásamt fleirum. Endurheimtur á merktum ufsa renna styrkum stoðum undir að veiðiálag á ufsa sé miklum mun minna en stofnlíkan Hafró gefur til kynna sem síðan er notað til að skammta út veiðiheimildir.
Það er umhugsunarerfni hversu erfitt uppdráttar gagnrýnin umræða um stjórn fiskveiða á en ég sendi grein í Morgunblaðið um miðjan síðasta mánuð þar sem ég svaraði sérfræðingum Hafró sem höfðu leyft sér að kalla málefnalega gagnrýni eitthvert þvarg sem ætti að linna.
Morgunblaðið hefur ekki séð ástæðu til að birta greinina þó svo að ég upplýsi að einn af sérfræðingum Hafró hafi gripið til þess að flagga þróun stærðar hrygningarstofns og nýliðunar allt aftur til ársins 1920! Það eru auðvitað ekki til nein gögn um nýliðun eða stærð hrygningarstofns frá 3. áratug tuttugustu aldar og þess vegna hljóta þessar fullyrðingar að vera einhver vísindaskáldskapur.
Þegar ég lærði mína fiskifræði í tímum að Skúlagötu 4 voru birt línurit allt aftur til ársins 1955 en nú virðast vera fundin viðbótargögn sem ná aftur til ársins 1920. Ekki veit ég til þess að það hafi verið einhver rannsóknarskip í stofnmælingum á botnfiskum á 3., 4., 5., 6. eða 7. áratug síðustu aldar enda er Hafró ekki stofnuð fyrr en árið 1965, um líkt leyti og kenningar sem stofnunin vann síðar með upp úr miðjum áttunda áratugnum um uppbyggingu fiskistofna koma fram. Bakreikningar frá þeim tíma byggja á afar hæpnum gögnum. Nú virðist sem Hafró sé að teygja útreikninga sína á stærð fiskistofna aftur til þess tíma þegar Íslendingar fengu fullveldi og ef til vill verður næsta skref að reikna stærð þorskstofnsins aftur á þjóðveldisöld.
Það er engu líkara en Hafró sé komin með miðla í þjónustu sína.
11.12.2007 | 22:24
Valkyrjur, þungavigtarmenn og sjóhundar í Eyjafirði
7.12.2007 | 18:55
Ekki ein gagnrýnin spurning frá fréttamanni
Ég var að horfa á fréttir Stöðvar 2 og hlusta á fréttir RÚV af ótíðindunum frá Hafró sem berast reglulega vor og haust um minnkandi þorskstofn þrátt fyrir loforð um uppbyggingu. Nú berast þær fréttir að þorskstofninn hafi jafnvel minnkað meira en sem samsvarar veiðum úr stofninum. Það sem er athyglisvert er að ekki ein einasta gagnrýnin spurning kemur fram hjá fréttamönnum á þessa vinnu. Ekki ein.
Ekki ein.
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 108
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 60
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007