Leita í fréttum mbl.is

Úr fiski í flugiđ

Ţađ hefur veriđ einkennandi í gegnum árin ađ farsćlir forstjórar í flugfélögunum hafa komiđ úr bransanum sjálfum. Ţá koma strax upp í hugann forstjórar Loftleiđa og Arngrímur Jóhannsson sem lengi var forstjóri Atlanta. Nú í vikunni bar ţađ til tíđinda í heimi viđskiptanna ađ skipt var um forstjóra í Icelandair Group. Úr starfinu fór mađur sem hafđi unniđ um áratuga skeiđ í flugbransanum og inn kom Björgólfur Jóhannsson sem hefur ađallega reynslu úr sjávarútvegi og var síđast formađur LÍÚ og forstjóri stćrsta fisksölufyrirtćkisins, Icelandic Group.

Ţađ er ekki hćgt ađ segja ađ hann skili góđu búi. Útvegsmenn hafa veriđ ađ vola út sérstaka skattalćkkun vegna slćmrar rekstrarafkomu ţrátt fyrir ađ ţeir búi, ađ eigin sögn, viđ besta fiskveiđistjórnunarkerfi í heimi, og ţar ađ auki hefur verđiđ sjaldan eđa aldrei veriđ hćrra á fiskafurđum.

Á ţessu ári hefur gengi hlutabréfanna í Icelandic Group lćkkađ um nálćgt 30% og fram kom í Viđskiptablađinu ađ fyrirtćkiđ hefđi á ţriđja ársfjórđungi tapađ 2,5 milljónum evra. Ţađ er erfitt ađ átta sig á ţví hvađa forsendur liggja ađ baki ráđningunni og hvađa hlutverk nýja forstjóranum er ćtlađ. Óneitanlega hvarflar ađ manni ađ ţessi hópur, ađalleikararnir á hlutabréfamarkađi og forstjórar ţeirra auk viđhlćjendanna, sé afar ţröngur og menn líti ekki út fyrir ţann garđ til ađ finna menn til ađ stýra fyrirtćkjum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđrún María Óskarsdóttir.

Sćll Sigjurjón.

Innilega sammála ţér, ţađ lítur nákvćmlega ţannig út.

kv.gmaria.

Guđrún María Óskarsdóttir., 17.12.2007 kl. 01:29

2 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Eru til útgerđarmenn á Íslandi sem eru í útgerđ til ađ grćđa á henni, ansi fáir, til hvers er LÍÚ? Hagsmunasamtök hverra? Hverjir ákveđa fiskverđiđ í flestum tilfellum? Jú útgerđamennirnir sjálfir ţar sem ţeir eru bćđi kaupendur og seljendur, skrítin samtök, og óţörf.

Grétar Rögnvarsson, 17.12.2007 kl. 22:29

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ţeir slátra líklega kompaníinu ţá ná ţeir miklum aur út. Kannski selja SAS og ţá er ameríka opin fyrir ţeim. Hver veit allaveganna ţetta er gert til fjárs ţađ eitt er víst.

Valdimar Samúelsson, 17.12.2007 kl. 22:36

4 Smámynd: Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirđi

Já ţađ er margt skrítiđ í kýrhausnum en eru ţeir ekki hverjir á fćtur öđrum ađ fljúga úr kvóthreiđrinu? - Sumir í útveg í öđrum löndum og ađrir í eitthvađ allt annađ s.s. bílainnflutning ofl

Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirđi, 17.12.2007 kl. 23:48

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband