Leita í fréttum mbl.is

Jólakúrekinn

Þegar maður á leið um Húnavatnssýslur, jú og Strandir líka, er alltaf gaman að stilla á Útvarp Kántríbæ. Þar ræður ríkjum kúreki norðursins, Hallbjörn Hjartarson. Í fyrradag var ég á ferðinni og stillti á kúrekann sem var í miklu jólastuði og spilaði færeyska jólatónlist, Engilbert Jensen og fleiri góða íslenska flytjendur og jú auðvitað ameríska kántrítónlist sem er meðal þess besta sem bandarísk menning hefur boðið heimsbyggðinni upp á. Það er alltaf gaman að hlusta á Hallbjörn, hann er einlægur og lagaval hans ber þess merki. Mér verður oft hugsað til þess hvers vegna hann fái ekki að samtengja Kántríútvarpið og Ríkisútvarpið, a.m.k. af og til. Það væri ábyggilega býhnykkur fyrir kúrekann og gleðigjafi fyrir landsmenn.

Nú er rétt að fara að hætta þessum skriftum og snúa sér að rjúpunni. Hún kostaði ekki þessa ógnarupphæð sem Ríkisútvarpið reiknaði út enda eru höfðingjar á þeim bænum og ekki vanir að gæta hófs. Þessar rjúpur sem fara í pottinn kostuðu vissulega svita auk mars á rassinn og ómældrar gleði og ánægju við veiðar.

Ég óska lesendum gleðilegra jóla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Gleðileg jól og ég styð þessa hugmynd með samtenginguna.

Óskar Þorkelsson, 24.12.2007 kl. 13:15

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Gleðileg Jól

Jón Aðalsteinn Jónsson, 24.12.2007 kl. 13:31

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Gleðileg jól!

Gunnlaugur B Ólafsson, 24.12.2007 kl. 15:58

4 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Sigurjón.

Gleðileg jól Megi guð og gæfa vera með þér og fjölskyldu þinni

Jólakveðja.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 24.12.2007 kl. 16:12

5 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Algörlega sammála þér um Hallbjörn og engin spurning að fá samtenginginu við RÚV, við eru mörg sem vildum gjarnan fá að njóta þess sem hann hefur upp á að bjóða.

Óska þér gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Vonandi var rjúpan þess virði

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 25.12.2007 kl. 00:03

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gleðileg jól!

Árni Gunnarsson, 25.12.2007 kl. 01:14

7 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Gledileg jol!!

Grétar Rögnvarsson, 25.12.2007 kl. 10:31

8 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Gleðileg jól félagi!

Vonandi hafa höglin farið vel undir tönn og enn betur í maga.

Magnús Þór Hafsteinsson, 25.12.2007 kl. 13:52

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Gleðileg Jól !

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 25.12.2007 kl. 15:55

10 Smámynd: Halla Rut

Hallbjörn er einstakur. Hann er hetja.

Vonandi hafðir þú það gott um jólin. Með bestu kveðju.

Halla Rut 

Halla Rut , 26.12.2007 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband