Leita í fréttum mbl.is

Ekki ein gagnrýnin spurning frá fréttamanni

Ég var að horfa á fréttir Stöðvar 2 og hlusta á fréttir RÚV af ótíðindunum frá Hafró sem berast reglulega vor og haust um minnkandi þorskstofn þrátt fyrir loforð um uppbyggingu. Nú berast þær fréttir að þorskstofninn hafi jafnvel minnkað meira en sem samsvarar veiðum úr stofninum. Það sem er athyglisvert er að ekki ein einasta gagnrýnin spurning kemur fram hjá fréttamönnum á þessa vinnu. Ekki ein.

Ekki ein.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjúkk. Loksins blogg þar sem þú hjólar ekki  í Samfylkinguna. Ekki það að hún hafi bein til að bera en Kalli V meinti vel á sínu bloggi. Skil vel áhyggjur þínar vegna velferð fiskistofna....en svo er fólk að sinna velferðarmálum þeirra sem minna mega sín. Við hljótum að eiga oftar samleið Sigurjón.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 20:52

2 identicon

Það er nú svo í okkar litla samfélagi að fréttastofur sjónvarpsstöðvanna hafa yfirleitt þá reglu að velja alltaf sama manninn úr hverri vísindagrein til að svara og útskýra allt varðandi viðkomandi grein, sem spurt er um.  Þannig er forstöðumaður Hafró ævinlega fenginn til að svara og útskýra allt í sambandi við rannsóknir á fiskum við landið. Aðrir fá sjaldan tækifæri til að tjá sig nema rétt í svip og eru þá oftast á kafi í vinnu sinni á meðan, þetta eru oftast sjómenn nýkomnir með afla að landi. eða fiskverkafólk. Fólk trúir því líka einatt að forstöðumaður Hafró miðli bestu og áreiðanlegustu upplýsingunum um stöðu og atferli fiskistofnanna við landið. Fiskifræðin hefur í gegnum Hafró verið tengd pólitískum trúarsöfnuði sem kennir sig við kvótakerfi og forstöðumaður Hafró á ekki annarra kosta völ en leika nokkurs konar æðsta prest þessa  söfunuðar, vilji hann halda stöðu sinni. Svona stofnun sem hefur lifað lengi og er viðhaldið af ríkinu með árvissu rekstaraframlagi, líkt og þjóðkirkjan, hún venst og fólk heldur að hún sé beintengd óhagganlegum náttúrulögmálum. Kenningin hefur verið svo rækilega  fest í sessi í vitund þjóðarinnar að flestir fyllast lotningu þegar "æðsti presturinn" talar, einnig fréttamenn. Þeim finnst það því harla óviðurkvæmilegt að fara að spyrja slíkan andlegan meistara gagnýninna spurninga. Allt öðru máli gegnir um einhvern Jón fyrir vestan eða austan, sem þykist vera að grúska í einhverjum fiskifræðum sem ekki eru kórréttar samkvæmt "Kenningunni" miklu. Slíkur Jón hlýtur, samkvæmt almenningsálitinu að vera klikkaður. Og allir eru af almenningsálitinu álitnir hagfræðilega á veikum ís ef þeir reyna að tengja réttlæti við stefnu í fiskveiðistjórnunarmálum. En       réttlæti er hugtak sem er algjörlega ótækt í útreikningum í nútíma hagfræði. Slíkt hugtak öðlast aðeins gildi og virðingu almenningsálitsins, sé barist fyrir því með oddi og egg og það skulum og verðum við andstæðingar kvótakerfisins að gera.

Guttormur Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 22:23

3 identicon

Ég hef margoft lagt til að þessi stofnun verði tekin út af alþjóðlegum úttektaraðilum og það þarf líka að taka út í þessari stofnun stjórnsýsluúttekt.

Það finnst mér.

gudmunduroli (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 23:21

4 Smámynd: Sævar Einarsson

Mín skoðun á Hafró er eins og með veðurspá, lítið sem ekkert að marka veðurspánna, samt vill maður alltaf trúa því að spáin rætist. Ég var á sjó í 10 ár sem er ekki mikið miðað við þá gömu sjóhunda sem ég silgdi með, en maður lærði af þeim og þeirra skoðun flestra var að hafró væri ekkert ólík og veðurstofa Íslands, það sér það hver viti borinn maður að þetta togararall er bara grín, toga á sömu slóðum ár eftir ár og ætla svo að mæla einhverja stofnstærð eftir þeim mælingum ? duhh og svo vill ég að hvalastofnin verði grysjaður hið fyrsta.

Sævar Einarsson, 8.12.2007 kl. 00:52

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Þegar svo er komið að fréttamenn spyrja ekki heldur eða gá að hvort viðkomandi er sá sem hann er líkt og með unglinginn sem hringdi í Bush og tekið var viðtal við á Skaganum, þá segir það ákveðinn hlut um vinnubrögðin.

Mér skilst að viðbrögð fréttastjórans hafi verið sú að kenna unglingnum um . he he.....

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.12.2007 kl. 02:15

6 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Sigurjón, sjómaður á togbát var að segja mér frá vinnureglunni um borð eftir þorsk niðurskurðinn: Hirða alla Ýsu, en bara stærstu og verðmætustu þorskana. kv.

Georg Eiður Arnarson, 8.12.2007 kl. 07:26

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Óvenju góð úttekt hjá Guttormi og mjög sannfærandi um það hlutverk sem Hafró hefur í hugum fólksins sem trúir á fræðimenn.

Við megum nefnilega ekki gleyma tveim kynslóðum sem eru ótengdar þessari auðlind gegnum eigið líf.

Enski fótboltinn hefur löngu tekið yfir áhuga þjóðarinnar á auðlindum hafsins.

Georg Eiður segir frá reynslu margra sjómanna í dag. Það er í það minnsta mín sannfæring.

Árni Gunnarsson, 8.12.2007 kl. 14:18

8 identicon

Það er auðvitað mjög virðingarvert að fólk á Vestfjörðum og víða, skyldi hafa hug og dug til að stofna stjórnmálaflokk til að berjast gegn ósanngirninni í fiskveiðistjórnunarmálunum. En málið er kannski að fólk úr ýmsum kvótarýrðum sjávarplássum hefur fundið skjótvirkari "lausnir" á sínum atvinnulega vanda, heldur en að standa í áralangri stjórnmálalegri baráttu. Þær "lausnir"  er að flytja burt. Mér dettur þessvegna í hug að við kvótaandstæðingar (ég er að vísu óábyrgur, þar sem ég á hvorki heima í sjávarplássi, né er tengdur útgerð) þyrftum að grípa til fljótvirkari aðgerða jafnframt flokkslegri stjórnmálabaráttu. Slíkar aðgerðir væru beinar aðgerðir ( en nú verð ég að gæta orða minna). En áður en að því kæmi þyrfti að stofna grasrótarsamtök um þau grundvallar mannréttindi að fólkið í sjávarplássunum ætti siðferðilegan og byggðartengdan rétt til að nýta milliliðalaust sjávarauðlindina. Þann rétt mætti aldrei gera að söluvöru á markaði. Frjálslyndi flokkurinn gæti þá starfað við hlið slikra samtaka og eflt þau á allan hátt. Aðrir stjórnmálaflokkar myndu miklu meir hræðast slík óflokkspólitísk samtök heldur en einn stjórnmálaflokk sem þeir eru fyrir löngu búnir að króa málefnalega af. Grasrótarsamtök hafa nefninlega miklu meira og óformlegra svigrúm til aðgerða en stjórnmálaflokkur. Það skiptir engu máli í slíkum samtökum hvort félagar í þeim teldu sig til einhverra annarra stjórnmálaflokka en Frjálslynda flokksins, það er svo algengt að fólk hefur ekki einu sinni lesið stefnuskrá síns flokks og hangir bara í honum af gömlum vana eða misskilningi. Ég var t.d. einu sinni Framsóknarmaður að ég hélt, þangað til mér var bent á að ég gæti ekki verið  bæði Framsóknarmaður og á móti stríðsrekstri  Bandaríkjamanna  í Víet Nam.

Guttormur Sigurðsson (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 16:40

9 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Við fyrri athugasemd Guttorms vil ég aðeins segja þetta, forstjóri Hafró er hámentað fífl og hrokastig hans er þvílíkt að erfitt er að mæla það. Annars hafa fjölmiðlar brugðist skyldu sinni hvað eftir annað þegar kemur að því að láta menn svara spurningum, einnig sleppa þeir oft alveg að spyrja á gagnrýninn hátt, hver skyldi ástæðan vera?

Hallgrímur Guðmundsson, 8.12.2007 kl. 21:44

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Fyrir mér er málið afskaplega einfalt: Þeir fréttamenn, sem fjalla um sjávarútvegsmál hér á landi, hafa bara ekki nokkra þekkingu á þeim málum.

Jóhann Elíasson, 9.12.2007 kl. 13:30

11 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sammála Jóa það þarf menn með þekkingu til að spyrja erfiðara spurninga

Jón Aðalsteinn Jónsson, 10.12.2007 kl. 14:00

12 Smámynd: Óskar Þorkelsson

..en það þarf ekkert mjög kláran mann til að spurja spurninga sem sérfræðingar geta ekki svarað ;)

Óskar Þorkelsson, 10.12.2007 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband