Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
25.2.2009 | 23:51
Rökvilla Evrópusinnanna
Ég var að fylgjast með Kolfinnu Baldvinsdóttur á ÍNN ræða við mikinn Evrópusinna úr Framsóknarflokknum. Niðurstaða þeirra varð að engin hætta væri á að útlendingar gætu keypt kvóta hér við Ísland, en þau töldu hins vegar alveg sjálfsagt og mikil tækifæri felast í því að ganga í Evrópusambandið þannig að Íslendingar gætu keypt kvóta annarra þjóða, væntanlega þá eftir sömu reglum og útiloka útlendinga frá kaupum á innlendum fiskveiðiheimildum!
Skynsamt fólk sem veltir þessu aðeins fyrir sér hlýtur að sjá að þetta gengur ekki. Skuldsett íslensk fyrirtæki í núverandi kerfi eru auðveld bráð, með inngöngu í Evrópusambandið væri hægt að selja miðin um aldur og ævi. Það sem er kannski sérkennilegast í allri þessari umræðu er að margur fjölmiðlamaðurinn leggur kaup innlendra fyrirtækja á veiðiheimildum annarra ríkja upp sem eitthvert meiriháttar jákvætt afrek. Ef það sama gerist hins vegar hér er það eitthvað voða neikvætt.
Er þetta ekki sannkallaður tvískinnungur?
24.2.2009 | 23:05
Guðlaugur bólgnar í stað þess að stinga á kýlunum
Öll spjót stóðu í gær á Guðlaugi Þór út af samtals 22 milljóna króna reikningi í heilbrigðisráðuneytinu í meira en heilt ár. Ekki ætla ég að fjölyrða um það hvernig þessum fjármunum var varið, vel eða illa, en hitt liggur þó á borðinu að í gegnum tíðina hefur viðgengist ótrúlegur fjáraustur hins opinbera vegna kaupa á sérfræðiþjónustu. Fyrirspurn á Alþingi og svar við henni leiddi það í ljós að hið opinbera varði á árinu 2003 rúmlega 5 milljörðum króna í kaup á sérfræðiþjónustu. Það hefur tíðkast að fólk er ráðið í tímabundin störf hjá ríkinu án auglýsingar. Samfylkingin hefur verið mjög drjúg við það á þessu kjörtímabili og reikna má með að reikningar vegna þessa séu eitthvað hærri en þessar 22 milljónir. Er til of mikils mælst að fá eitthvert samhengi í hlutina? Hverju var t.d. eytt í sérfræðiþjónustu í iðnaðarráðuneytinu á árinu 2008?
Ég held að þrátt fyrir að Guðlaugur gæti hugsanlega komið sér undan spjótalögunum veigri hann sér við því vegna þess að þá byrji menn að stinga á fleiri kýlum - og upp komi sitthvað misfagurt um fyrrum formann flokksins sem sjálfstæðismenn hafa slegið skjaldborg um.
23.2.2009 | 21:05
Liður í ritskoðun Framsóknar
Það er auðvelt að skilja að sjálfstæðismenn sem eru skoðanajárnaðir við gamla formanninn vilji tefja fyrir afgreiðslu seðlabankafrumvarpsins sem gengur meira og minna út á að Davíð Oddsson, sem hvorki hefur traust ríkisstjórnarinnar né fjölmargra annarra, hætti í Seðlabankanum. En það er erfiðara að fá nokkurn botn í það hvað Höskuldi Þórhallssyni gengur til sem vildi bíða með að afgreiða frumvarpið úr viðskiptanefnd. Hann hefur átt náið samráð við formann Framsóknarflokksins um hvernig ætti að tefja málið.
Alþjóð veit að Sigmundur er gríðarlega sár út í Samfylkinguna vegna umræðu um fjármál sín og tengingu við Ólaf Ólafsson, Finn Ingólfsson og Halldór Ásgrímsson. Þetta virðist vera einhvers konar liður hjá Framsóknarflokknum í að stöðva umræðuna sem þeir kenna eingöngu Samfylkingunni um. Þeir gera þá ekki ráð fyrir því að aðrir en flokksbundnir samfylkingarmenn geti verið sömu skoðunar á málinu.
Mér finnst gott að vinur minn Birkir Jón falli ekki í þessa gryfju, enda er hann skæður briddsari sem sér að þessi kapall formanns Framsóknarflokksins gerir bara illt verra. Svo hafa verið uppi ýmsar kenningar, s.s. að Höskuldur hræðist mjög prófkjörsslaginn við Siglfirðinginn og sé þess vegna á leið í Sjálfstæðisflokkinn. Siglfirðingar hafa sýnt það og sannað að þeir eru nánast heimsmeistarar í prófkjörum.
Lausn ekki fundin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.2.2009 | 19:08
Hörður Torfa fær hrósið
20.2.2009 | 22:44
Óvitarnir í Sjálfstæðisflokknum
Ég var rétt í þessu að hlusta í tölvunni á umræður á Alþingi um ný seðlabankalög. Þar mátti hlýða á gamla jafnt sem nýja sjálfstæðismenn bullukollast. Allir vita um hvað málið snýst, að losna við Davíð Oddsson úr bankanum. Hann nýtur ekki trausts ríkisstjórnarinnar. Hann nýtur ekki heldur trausts fjölmargra í eigin flokki, jafnvel ekki þingmanna flokksins sem allajafna virðast skoðanajárnaðir við gamla formanninn.
Seðlabankinn í þessu ástandi, og fjármálakerfið þar með, er í tómarúmi fyrir alla ábyrga aðila í samfélaginu. Það væri rétt að greiða fyrir málum en það gera óvitarnir í Sjálfstæðisflokknum ekki, heldur halda þeir uppi fávitamálflutningi í ræðum á Alþingi. Það er eins og að þingmenn Sjálfstæðisflokknum viti ekkert af því að hátt í 20.000 eru atvinnulausir. Fjölmörg fyrirtæki standa frammi fyrir gjaldþroti, innflutningsfyrirtæki standa illa, á heimilum landsmanna ríkir algjör óvissa og fjöldinn allur hefur orðið fyrir gríðarlegri kjaraskerðingu.
Allt þetta er bein afleiðing algjörlega óábyrgrar efnahagsstefnu undanfarinna ára. Við þessar aðstæður væri eðlilegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins, gamlir sem nýir, kæmu með hóflegar athugasemdir um að þoka málum til betri vegar og sníða agnúa af frumvarpinu. Í stað þess slá þeir hver af öðrum, t.d. Illugi Gunnarsson sem sendi hverju heimili mörg hundruð þúsund króna reikning vegna óábyrgrar meðferðar fjármuna Glitnis (nú Íslandsbanka) og Árni Matt, fyrrum fjármálaráðherra, sem kom þjóðinni nánast á hausinn, um sig með frösum, innihaldslausu tali og ómarkvissu þvaðri, s.s. um það hvort frumvarpið væri nægilega mikið í samræmi við framsögu formanns nefndarinnar sem mælti fyrir nefndarálitinu.
Stefnt að lokaumræðu á mánudag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.2.2009 | 21:03
Slátrar Guðjón Arnar kópi?
Ég hef kannað lauslega hvernig innvígðir og innmúraðir sjálfstæðismenn hafa tekið inngöngu Jóns Magnússonar í flokkinn. Mér heyrist sem þeim finnist ekki mikið um, t.d. hef ég ekki rekist á nokkurn blogga af fögnuði yfir komu Jóns í herbúðir Sjálfstæðisflokksins. Einn virtasti bloggari sjálfstæðismanna sá ekki ástæðu tið að fagna, þess í stað sá hann ástæðu til að blogga um góðan dreng sem hefur orðið fíkniefnum að bráð.
Sjálfur hef ég heyrt utan af mér af megnri óánægju einstakra sjálfstæðismanna með komu Jóns í Sjálfstæðisflokkinn. Sjálfur lýsti hann því svo að engum alikálfi hefði verið slátrað þegar hann mætti á sinn fyrsta fund með þingflokki sjálfstæðismanna. Ég er ekki viss um að Jón telji sig eiga lengi heima í þessum nýju vistarverum og það má vel vera að hann snúi einfaldlega fljótt til baka í Frjálslynda flokkinn.
Þá er ég viss um að kafteinn Guðjón Arnar mun fagna týnda stýrimanninum, bjóða til veislu í Þernuvík við Ísafjarðardjúp og slátra kópi sem étinn yrði undir dýrlegum harmonikkuleik.
Maður skyldi aldrei segja aldrei því að nokkur dæmi eru um að fólk sem gengið hefur tímabundið úr flokknum hafi fljótlega gengið í hann á ný.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
18.2.2009 | 22:37
Jón Magnússon mættur í vörnina hjá Davíð Oddssyni
Ég get sagt margt gott um Jón Magnússon og fátt eitt slæmt, enda er okkur ágætlega til vina. Hann getur verið dálítið fljótfær og satt að segja kom mér lítið á óvart brotthvarf hans úr Frjálslynda flokknum en ég er mjög hissa á því að hann finni sér samastað í Sjálfstæðisflokknum. Jón Magnússon hefur verið harður andstæðingur Davíðs Oddssonar og viljað kenna honum um flest það sem miður hefur farið í samfélaginu síðustu tvo áratugina, gjafakvótann, einkavæðinguna, útþenslu hins opinbera, peningamálastefnuna og að koma í veg fyrir Evrópuumræðuna.
Í ræðu og riti Jóns hafa harðar og vel rökstuddar ákúrur kristallast í heljargreipum Davíðs Oddssonar á samfélaginu.
Síðustu vikuna hefur það verið dagskipan þingflokks Sjálfstæðisflokksins að þvælast endalaust fyrir því að Davíð Oddssyni, upphafi alls ills að mati Jóns, verði komið út úr Seðlabankanum. Á þessum tímapunkti finnur einhverra hluta vegna Jón hvöt hjá sér til að leggja honum lið í vörninni. Ég fæ ekki botn í þetta.
Á þessu máli eru svo sem skemmtilegar hliðar og það kæmi mér hreint ekki á óvart að einn harðasti stuðningsmaður Jóns, Eiríkur Stefánsson, fylgdi honum í Sjálfstæðisflokkinn. Eiríkur er mikill hugsjónamaður og einlægur kvótaandstæðingur og er líka vanur að láta menn finna til tevatnsins eins og ég þekki sjálfur. Það eru hressilegir pistlar sem hann lætur gossa og fari svo fram sem horfir býst ég við að á landsfundi Sjálfstæðisflokksins muni Eiríkur taka flokkinn til bæna fyrir óhæfuverk síðustu áratuganna.
Myndin af Eiríki er tekin af myndasíðu Óla Kristins.
Jón Magnússon í Sjálfstæðisflokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.2.2009 | 23:42
Jón Bjarnason styður ekki mannréttindabrot Steingríms J.
Ég hef orðið var við að einhverjir meðlimir í VG telji mig hafa sýnt flokknum ákveðna ósanngirni hér á blogginu þegar ég fjallaði um að Steingrímur J. Sigfússon virtist staðráðinn í að halda áfram mannréttindabrotum eins og ekkert væri. Ég hef því reynt að bæta úr því og lesið í gegnum þingræður meðlima flokksins eftir að þeir komust í ríkisstjórn. Það verður að segjast eins og er að Jón Bjarnason tók í umræðum 9. þessa mánaðar á Alþingi undir breytingar Frjálslynda flokksins til jafnræðis og gagnrýndi með því, þó á ofurkurteisan hátt, ófyrirleitinn þvergirðingshátt Steingríms.
Það er vonandi að fleiri liðsmenn VG en Jón Bjarnason reyni að koma vitinu fyrir formanninn. Það er ólíðandi að menn láti þessi mannréttindabrot viðgangast.
16.2.2009 | 17:06
Hvers vegna mótmælir Hörður Torfa ekki mannréttindabrotum VG?
Leiðtogi Vinstri grænna sem hefur lengi verið fylgismaður óréttláts kvótakerfis í sjávarútvegi og samþykkti framsalið á sínum tíma gæti breytt einni reglugerð og komið í veg fyrir að stjórnvöld haldi áfram mannréttindabrotum þeim sem þau hafa fengið ákúrur fyrir hjá mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna.
Það er ekki ólíklegt að Hörður Torfa mun taka þetta mál föstum tökum þegar hann verður búinn að hlusta á erindi Aðalheiðar Ámundadóttur í kvöld á borgarafundi í Háskólabíó.
13.2.2009 | 21:14
Íslensk alþýðukona slær í gegn
Helstu fréttir af Alþingi eru þær að fyrir rúmri viku urðu sætaskipti vinstri grænna og sjálfstæðismanna í ríkisstjórn. Vinstri grænir sem skyndilega fengu boltann vita eiginlega ekkert hvað þeir eiga að gera við hann og sjálfstæðismennirnir sem misstu hann láta eins og vitleysingar þrátt fyrir að vera búnir að koma þjóðinni í þvílíkan bobba að meðaljóninn sem væri í þeirra sporum og hefði einhverja siðferðiskennd mætti frekar í vinnuna með hauspoka en að ólátast.
Sem betur fer var alþýðukona, búsett á Skaganum, mætt við Austurvöll, Ragnheiður Ólafsdóttir, og talaði skýrt og umbúðalaust á þingi. Það var aðdáunarvert hvað Ragnheiður kom hugsun sinni - og fjölmargra annarra - vel til skila. Hún náði að vanda um við þingmennina sem tala í vafningum úr fílabeinsturni.
Mikið hefur verið gert úr næmni Ragnheiðar sem hún hefur eflaust nýtt sér, og ég þekki reyndar persónulega fólk sem hefur leitað til hennar og verið þess fullvisst að Ragnheiður hafi hjálpað sér. En það sem stendur upp úr er að hún talar venjulegt mannamál.
Frjálslyndi flokkurinn má vera stoltur af þessum blátt áfram og sköruglega fulltrúa sínum.
Þingmaður og árulesari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 1014403
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007