Leita í fréttum mbl.is

Guðlaugur bólgnar í stað þess að stinga á kýlunum

Öll spjót stóðu í gær á Guðlaugi Þór út af samtals 22 milljóna króna reikningi í heilbrigðisráðuneytinu í meira en heilt ár. Ekki ætla ég að fjölyrða um það hvernig þessum fjármunum var varið, vel eða illa, en hitt liggur þó á borðinu að í gegnum tíðina hefur viðgengist ótrúlegur fjáraustur hins opinbera vegna kaupa á sérfræðiþjónustu. Fyrirspurn á Alþingi og svar við henni leiddi það í ljós að hið opinbera varði á árinu 2003 rúmlega 5 milljörðum króna í kaup á sérfræðiþjónustu. Það hefur tíðkast að fólk er ráðið í tímabundin störf hjá ríkinu án auglýsingar. Samfylkingin hefur verið mjög drjúg við það á þessu kjörtímabili og reikna má með að reikningar vegna þessa séu eitthvað hærri en þessar 22 milljónir. Er til of mikils mælst að fá eitthvert samhengi í hlutina? Hverju var t.d. eytt í sérfræðiþjónustu í iðnaðarráðuneytinu á árinu 2008?

Ég held að þrátt fyrir að Guðlaugur gæti hugsanlega komið sér undan spjótalögunum veigri hann sér við því vegna þess að þá byrji menn að stinga á fleiri kýlum - og upp komi sitthvað misfagurt um fyrrum formann flokksins sem sjálfstæðismenn hafa slegið skjaldborg um.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem verra er að ennþá er til fólk sem ætlar að hjálpa þessum siðspillta flokki BRAUTAGENGI til VALDA Á ÍSLANDI.

Guðrún Hlín (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 09:31

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Ekki veit ég af hverju Gulli er tekinn svona fyrir. Þessu umræða er algjörlega út í hött án þess að fá að sjá samanburð við önnur ráðuneyti. Þetta er afspyrnu léleg blaðamennska. Fjölmiðlar eða þeir sem þeim stýra virðast hafa ákveðið að koma höggi á hann.

Júlíus Valsson, 25.2.2009 kl. 12:28

3 identicon

Við þetta má bæta að heildarútgjöld ríkisins frá árinu 1998 - 2007, árin reiknuð á verðlagi 2007, jukust um 23 % á tímabilinu.

mest aukningin varð á milli 2006-2007

kv. ilmandi VgUnnar

Gunnar Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 12:37

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Öll ráðuneyti eiga náttúruelga að vera með svona uppi á borðinu svo fólk sjaí hvað er í gangi og geti gagnrýnt og bennt á hluti til að halda fólki á tanum, það hlýtur að vera heiðarlegasta og besta leiðin, ja ekki nema að fólk sé sífellt að maka eigin krók þá skil ég vel að þetta lið vilji hafa þetta helst á botninum á skúffunni.

Eins finnst mér líka með ólíkindum að Lúðvík Bergvins. sé enn með þetta ábyrgðarmannafrumvarp í höndunum - mér finnst eitthvað svo sjálfsagt að þessu sé breytt og að maður þurfi ekki að leggja alla ættina að veði til að fá 1000 kall að láni.

Gísli Foster Hjartarson, 25.2.2009 kl. 13:01

5 identicon

Það þarf alveg klárlega að hafa allt svona upp á borðinu á vefsíðum ráðuneytanna, ekki bara hvers konar þjónustu verið er að kaupa heldur líka hversu mikið á að greiða fyrir hana ásamt myndarlegum rökstuðningi.

Jónína (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 18:45

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það mætti nú skoða vinagreiðanna hjá fleirum. Mér skilst að Össur og fleiri í samfylkingu hafi gaukað litlum 7 milljónum að fyrirtæki Kristjáns Guy Burges sem nú er aðstoðarmaður Össurar. Auðvitað í boði skattgreiðenda. Ágætt væri líka að vita hvað Capacent hefur haft í tekjur frá ráðuneytum samfylkingar á síðastliðnu ári.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 25.2.2009 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband