Leita í fréttum mbl.is

Óvitarnir í Sjálfstæðisflokknum

Ég var rétt í þessu að hlusta í tölvunni á umræður á Alþingi um ný seðlabankalög. Þar mátti hlýða á gamla jafnt sem nýja sjálfstæðismenn bullukollast. Allir vita um hvað málið snýst, að losna við Davíð Oddsson úr bankanum. Hann nýtur ekki trausts ríkisstjórnarinnar. Hann nýtur ekki heldur trausts fjölmargra í eigin flokki, jafnvel ekki þingmanna flokksins sem allajafna virðast skoðanajárnaðir við gamla formanninn.

Seðlabankinn í þessu ástandi, og fjármálakerfið þar með, er í tómarúmi fyrir alla ábyrga aðila í samfélaginu. Það væri rétt að greiða fyrir málum en það gera óvitarnir í Sjálfstæðisflokknum ekki, heldur halda þeir uppi fávitamálflutningi í ræðum á Alþingi. Það er eins og að þingmenn Sjálfstæðisflokknum viti ekkert af því að hátt í 20.000 eru atvinnulausir. Fjölmörg fyrirtæki standa frammi fyrir gjaldþroti, innflutningsfyrirtæki standa illa, á heimilum landsmanna ríkir algjör óvissa og fjöldinn allur hefur orðið fyrir gríðarlegri kjaraskerðingu.

Allt þetta er bein afleiðing algjörlega óábyrgrar efnahagsstefnu undanfarinna ára. Við þessar aðstæður væri eðlilegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins, gamlir sem nýir, kæmu með hóflegar athugasemdir um að þoka málum til betri vegar og sníða agnúa af frumvarpinu. Í stað þess slá þeir hver af öðrum, t.d. Illugi Gunnarsson sem sendi hverju heimili mörg hundruð þúsund króna reikning vegna óábyrgrar meðferðar fjármuna Glitnis (nú Íslandsbanka) og Árni Matt, fyrrum fjármálaráðherra, sem kom þjóðinni nánast á hausinn, um sig með frösum, innihaldslausu tali og ómarkvissu þvaðri, s.s. um það hvort frumvarpið væri nægilega mikið í samræmi við framsögu formanns nefndarinnar sem mælti fyrir nefndarálitinu.


mbl.is Stefnt að lokaumræðu á mánudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja, þarna hittirðu naglann beint á höfuðið Sigurjón. 

Þeir hafa bara eitt markmið!

Að stoppa seðlabankafrumvarpið, eins og það sé mest virði. Davið er ekki þess virði að Sjálfstæðisflokkurinn eyði meiri tíma í hann, flokkurinn mun gjalda þess í næstu kosningum ef haldið verður áfram. Enda held ég að nú sjái þeir að taflinu er lokið.

Nú er spurningin: var Davíð þess virði? 

Þið í Frjálslynda flokknum sem berjist af heilindum fyrir kvóta-afnámi og af heilindum í sjávarútvegi, ættuð að  huga að því hversu margir ykkar eruð í raun Frjáls - lyndir, því þegar á reynir, kemur að innra manni. Hversu margir munu ,,hoppa heim?"

Það er t.d. Steingímur J. og VG að fást við núna. Taka jafnvel á málum sem enginn annar getur í raun gert. Allir aðrir eru búnir að taka þátt í sukkinu. Hvað sem hver vill segja um að hann hafi greitt atkvæði með kvótanum, hann hafi átt hlutabréf o.s.frv.

Hvað mannréttindabrot  og Steingrím J varðar ætla ég ekki lengur að þrátta við þig. Við verðum bara að vera sammála um að vera ósammála um það.

Nú er hann sjávarútvegsráðherra, fjármálaráðherra o. fl. og er að fást við allt í sama vetfangi. Og það í mestu kreppu sem riðið hefur yfir sland frá því 1262, en það fólst reyndar í allt öðru.

Staðreyndin er sú að enginn annar gæti tekið það að sér að vera sjávarútvegsráðherr, iðnaðarráðherra og fjármálaráðherra í senn, á slíkum tímum. Enda gaf Sjálfstæðisflokkurinn þetta frá sér þegar séð varð hvert stefndi.

Að vera ábyrgur felst ekki bara í því að hafa gert eitthvað af sér, heldur líka að vera tilbúinnað taka að sér að hjálpa og reyna að bjarga.

það er nákvæmlega það sem VG er að gera. Og ég held að Addi Kitta Gau, sé nokkuð sammál því að þannig eigi að vinna, en það er erfitt að tapa stjórnarandstöðuvigtinni bara svona allt í einu til gamalla flokksfélaga.

en eins og haustið sagði við veturinn um árið:  

,,Það er alltaf hægt að vera vetur eftirá", sagði Evrópubúinn við Ástralann.

Keðja að vestuan 

Gústaf Gústafsson (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 23:42

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er því miður svo Gústaf að Steingrímur J Sigfússon er flaskari en 65 krónuseðill þegar komið er að umræðu um sjávarútvegsmál og það getur því miður orðið skeinuhætt fyrir flokkinn.

Sigurjón Þórðarson, 21.2.2009 kl. 00:15

3 identicon

Ég var að vona að þú myndir sjá, en það er borin von, enda mataður og fyrrverandi.

En tímar líða og verða til þroska, líka fyrir þig. Ekki örvænta, flokkar koma og fara.

Talandi um 65 krónu seðla, þá var það nú þannig í mínum uppvesxti að tuttugu og fimm krónuseðlar voru algengir, en nú er það þannig eftir stjórn þinna fyrrum fornvina og uppalenda í stjórnmálum, að ekki einu sinni 25 króna seðill hefur nokkurt gildi. Og það er yfir 1000% lækkun á gildi. En þú manst bara nákvæmlega jafn langt aftur og þér hentar, ekki satt?

Mér finnst það næstum ótrúlegta klikkað að Frjálslyndir tali um falska seðla, þegar jafnel ykkar fremsti maður, Jón, var að hoppa heim.

Hins vegar held ég að í fyrsta  skipti í Íslandssögunni sé kominn fjármálaráðherra/sjávarútegsráðherra sem hefur jafnvel meira gildi en krónan.  Ykkur væri nær að vinna með, en vera á móti, vitandi betur. Ekki satt Sigurjón?

Maður sem skoðar, hugsar, leitar ráðlegginga, og tekur svo ákvarðanir með hagsmuni þjóðarinnar að markmiði.

Betra verður það ekki.

 Ég veit að þér finnst erfitt að hann er VG,

But what can you do?

Kveðja að vestan 

Gustaf Gústafsson (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 00:41

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Kleinupokinn kostar enda þrjá 65 kalla í dag.

Að öðru leyti malum við mýsnar í kór ...

Steingrímur Helgason, 21.2.2009 kl. 01:16

5 Smámynd: Elinóra Inga Sigurðardóttir

Þú minnist ekkert á bankamennina sjálfa. Hætt er við, að þeir hefðu siglt landinu í þrot óháð stjórnarstefnu eða því hverjir voru við stjórvölinn. Ég sé ekki betur.

Elinóra Inga Sigurðardóttir, 21.2.2009 kl. 11:23

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Elinóra það er ekki hægt að horfa fram hjá því að Sjálfstæðisflokkurinn bjó til reglurnar, úthlutaði bönkunum, skipað í allar stöður eftirlits og lögreglu sem átti að fylgjast með batteríinu og þvælist síðan fyrir ef það á að taka málum.

Sigurjón Þórðarson, 21.2.2009 kl. 17:43

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Dálítið sammála þessu hjá þér frændi. Sérstaklega svarinu til hennar Elinóru hér að ofan. Sjálfstæðisflokkurinn seldi allan arkitektúrinn að þessu sjálfsmarki á heimsmælikvarða:

Árni Gunnarsson, 21.2.2009 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband