Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
31.7.2008 | 21:18
Færeyska stjórnin fallin
Það hefur dregið til mikilla tíðinda í færeyskum stjórnmálum og nýjust tíðindi bera með sér að færeyska stjórnin sé fallin. Það sem braut á voru samgöngumál en það hefur byggst upp gífurlega mikil spenna í færeyskri pólitík vegna algerlega óábyrgra niðurskurðartillagna stjórnarflokkanna á fiskveiðiheimildum. Jörgen Niclasen formaður Fólkaflokksins sagði tillögur stjórnarinnar vera óðs manns æði og höggva nærri efnahag eyjanna.
Á sama tíma og efnahagsmál Íslands eru í uppnámi þá er óábyrgum niðurskurðartillögum í á Íslandsmiðum kyngt kinnroðalaust af öllum öðrum stjórnmálaöflum en Frjálslynda flokknum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.7.2008 | 12:19
Háskóli Íslands í djúpum skít
Ef vel á að vera á háskóli sem stendur undir nafni að ástunda gagnrýna hugsun og vísindamenn sem þar starfa að draga ályktanir út frá hlutlægum rannsóknum.
Það skortir mjög mikið á að þegar svokallaðir fræðimenn félagsvísindadeildar Háskóla Íslands fjalla um Frjálslynda flokkinn séu framangreind vinnubrögð í hávegum höfð. Ég hef áður greint opinberlega frá vafasömum vinnubrögðum Baldurs Þórhallssonar en nú rakst ég á furðulegan fyrirlestur Guðmundar Hálfdánarsonar prófessors þar sem hann rangtúlkar málflutning þingmanna og forystumanna Frjálslynda flokksins og dregur fram einkennilegar og órökstuddar fullyrðingar, tekur orð algerlega úr samhengi og leggur út á versta veg. Þessi málflutningur og fræðimennska dæmir sig sjálf þar sem viðkomandi hafa aldrei sett sig í samband við forystumenn Frjálslynda flokksins og ekki hefur farið fram nokkur vitræn rannsókn, heldur virðist sem dregnir séu upp stimplar sem búnir eru til af pólitískum andstæðingum til að útiloka umræðu um mál sem eru einhverra hluta vegna viðkvæm fyrir flokk eins og Samfylkinguna.
Eitt af því sem Guðmundur Hálfdánarson dregur fram sem staðfestingu á aðdróttunum sínum í garð Frjálslynda flokksins er nafnlaus skrif eftir meinta stuðningsmenn flokksins sem er að finna á netinu, í athugasemdum hjá Magnúsi Þór.
Er þetta fræðimennska?
Ofangreindar áherslur Háskóla Íslands eru umhugsunarverðar í ljósi þess að allir fræðimenn Háskóla Íslands í lagadeild og félagsvísindadeild hafa með einni undantekningu - sem er Þorvaldur Gylfason - annaðhvort þagað yfir eða rökstutt áframhaldandi mannréttindabrot á íslenskum sjómönnum.
29.7.2008 | 21:29
Að tjalda er góð skemmtun
Ég reikna með að slá niður tjaldi í Þorlákshöfn um næstu helgi, á unglingalandsmóti Ungmennafélags Íslands, og reikna fastlega með að það verði frábær skemmtun. Unglingalandsmót UMFÍ er ein af skrautfjöðrum ungmennahreyfingarinnar á Íslandi sem hefur í gegnum tíðina tekist mjög vel. Unglingalandsmót eru að vísu ekki fyrir alla, a.m.k. ekki þá sem vilja fá innvortis skúr. Þeir ættu frekar að drífa sig í stuðið í Eyjum.
27.7.2008 | 15:25
Þarf að auka völd ráðherra?
Í dag varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að Kristján Möller, íbúi Fjallabyggðar, sló á þráðinn til mín. Satt best að segja var ég feginn að heyra í Kristjáni en það gaf til kynna að eitthvert lífsmark væri með stjórnarþingmönnum og ráðherrum landsbyggðarinnar. Það er a.m.k. ekki að heyra að þeir hafi gert eitthvert veður yfir nýrri skýrslu Byggðastofnunar um byggðir í nauðvörn en fólksfækkunina má að stórum hluta rekja til alræmds kvótakerfis sem rænir byggðirnar atvinnuréttinum.
Erindi Kristjáns Möller var að koma á framfæri þeirri leiðréttingu, afar kurteislega þó, að skrif mín um að samgönguráðherra hefði eitthvað með þá ákvörðun að gera að leggja af Siglufjarðarflugvöll væru röng. Ég hafði ályktað út frá fréttum í 24 stundum og vefsíðunni Lífið á Sigló að ráðherra væri potturinn og pannan í þeirri ákvörðun að leggja niður flugvöllinn, enda var ákvörðunin tekin í samráði við Flugstoðir ohf. sem heyrir undir ráðherra. Það var að heyra á ráðherra að hann hefði ekkert með málið að gera frekar en hver annar íbúi Siglufjarðar og ég gat ekki heyrt betur en að hann væri mótfallinn því að leggja niður völlinn.
Ég vil því nota tækifærið og biðja Kristján Möller afsökunar á því að hafa misskilið málið með þeim hætti að telja að samgönguráðherra hefði eitthvað með starfrækslu flugvalla að gera. Þetta mál hlýtur að vekja upp alvarlegar spurningar um hvort í fyrsta lagi ekki sé nauðsynlegt að auka völd samgönguráðherra þannig að hann hafi eitthvað með grundvallarmál að gera og síðan í öðru lagi hvort hið nýja opinbera hlutafélag Flugstoðir ohf. fari algerlega gegn ráðherra í málum sem snerta samgöngur í heimabæ ráðherra.
26.7.2008 | 20:58
Þórhallur blaðamaður fékk verðlaun fyrir stíl
Það var margt um glæsimenni og glæsimeyjar á íþróttaleikvangi Neista á Hofsósi í dag þegar félagið fagnaði 110 ára afmæli sínu með skemmtilegri knattspyrnukeppni, grillveislu og léttum leikjum. Í mótslok veitti sjónvarpsmaðurinn og landsþekkti grínarinn Gísli Einarsson keppendum margvísleg verðlaun og einkum fyrir stíl. Meðal annars var gert upp á milli Óslandsbræðra um hver þeirra væri liðtækastur í boltasparki en hinn reyndi blaðamaður Skessuhorns, Þórhallur Ásmundsson, fékk bæði verðlaun fyrir fegurð, enda lítur hann út eins og Tarzan, og fyrir að vera ellismellur Neista fyrr og síðar.
Mitt lið, lið Fljótamanna, lenti í 2. sæti í keppninni og var gert út um leikinn í vítaspyrnukeppni þar sem ég stóð í markinu og Harpa Kristinsdóttir, kjarnorkukvendi, þrumaði knettinum rétt undir markslána. Gísli Einarsson lýsti aðdraganda marksins sem ógurlegum þar sem krafturinn sem Harpa leysti úr læðingi hefði jafnast á við Suðurlandsskjálftann.
Til hamingju með afmælið, Neistamenn.
25.7.2008 | 23:06
Ég fagna framsóknarmönnum
Það er alltaf varasamt þegar stjórnmál fara að snúast algerlega um flokkadrætti og menn gleyma algerlega málefnunum. Ég hef alltaf fagnað hverjum þeim sem hefur séð að sér varðandi vont fiskveiðistjórnunarkerfi, s.s. iðrandi framsóknarmönnum sem hafa snúið frá villu síns vegar og viljað fara út úr vonlausu kvótakerfi. Mér finnst það jákvætt, og Guðni Ágústsson maður að meiri fyrir að opna á slíkar leiðir.
Sumir eru því miður svo harðsoðnir í gömlum flokkadráttum, s.s. arftaki gamla Sósíalistaflokksins, VG, sem kennir sig nú mest við græn gildi að þeir geta alls ekki fagnað liðsauka úr öðru litrófi stjórnmálanna sem leggur sannarlega málefnum þeirra lið, s.s. að vera á móti virkjunum til stóriðju. Að minnsta kosti virðist sá harði tónn sem kemur fram í yfirlýsingu Svandísar Svavarsdóttur vegna yfirlýsingar borgarstjóra bera vott um afbrýðisemi - eins og hann sé að taka frá þeim vörumerkið.
Ég er fráleitt talsmaður þess að vera alfarið á móti stóriðju en finnst satt að segja ekki skynsamlegt að spila út allri óbeislaðri orku í einhverju óðagoti vegna stöðu efnahagsmála. Það þarf að leysa yfirvofandi kreppu.
Til þess að komast út úr hinni erfiðu stöðu væri miklu nær að sækja meiri þorsk í sjóinn.
Segja borgarstjóra fara með rangt mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.7.2008 | 11:15
Kristján Möller tekur meintan óþarfa af Siglfirðingum
Kristján Möller, íbúi Fjallabyggðar, og fyrrum sveitarstjórnarmaður hefur gegnum sín pólitísku áhrif stundað það að koma af höndum Siglfirðinga margvíslegri starfsemi, s.s. hitaveitu og rafveitu. Einnig hefur hann á stundum verið talsmaður þess að atvinnurétturinn, þ.e. rétturinn til sjósóknar, hafi verið gerður að söluvöru og þess vegna seldur úr bænum. Nú er komin upp sú staða að samgönguráðherra vill leggja niður flugvöllinn á Siglufirði. Siglfirðingum finnst þetta mörgum helvíti hart, að frétta þetta svona í dagblöðunum.
Nú eru uppi framsýnar hugmyndir um að byggja upp ferðaþjónustu í bænum og fljúga stangveiðimönnum í lúxusveiðiaðstöðu. Vonandi bregður ekki ráðherrann fæti fyrir þær hugmyndir.
24.7.2008 | 16:36
Göfugt verkefni hjá ferðamálastjóra
Fátt er mikilvægara í ferðaþjónustu en að fólk geti létt á sér. Fín veitingahús geta fallið um marga klassa ef þessir hlutir eru ekki í lagi. Það kemur þó nokkuð á óvart að nýr ferðamálastjóri skuli fela fararstjórum þetta mikilvæga og göfuga verkefni. Ég hefði talið nærtækara að láta Umhverfisstofnun meta ástandið sem hefur með málaflokkinn að gera.
Þessi aðferð gæti þó kannski allt eins nýst til þess að þeir sem sækja okkur heim komist í notaleg náðhús.
Skrásetja klósettferðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.7.2008 | 23:22
Ekki von á góðu, hvorki hjá öldnum né ungum sjálfstæðismönnum
Nú hefur sá reyndi Snæfellingur og þingmaður Sturla Böðvarsson hafnað því að kalla saman þing og ræða stöðu efnahagsmála þrátt fyrir að við blasi mikil nauðsyn á því að ræða stjórn fiskveiða og það hvort þjóðin geti ekki reddað sér út úr efnahagsþrengingum með því að veiða meiri þorsk. Þessi viðbrögð koma verulega á óvart ef litið er til gagnrýninnar ræðu Sturlu Böðvarssonar á þjóðhátíðardegi Íslendinga 17. júní 2007 á Ísafirði. Þar ræddi hann tæpitungulaust að kvótakerfið hefði algjörlega mistekist og að kerfið ógnaði tilveru sjávarbyggðanna.
Nú er að koma á daginn að þessi stefna er einnig farin að sverfa verulega að hag þjóðarinnar. Það sem er sárgrætilegast er að yngri stjórnmálamenn Sjálfstæðisflokksins eru að fimbulfamba við fyrrverandi aðstoðarmann Halldórs Ásgrímssonar um mögulegar lausnir á efnahagsvanda þjóðarinnar og þá er rætt um allar aðrar leiðir en þá sem blasir við, þ.e. hvort ekki megi veiða meira af þorski sem allt bendir til að hafi hvort eð er ekki nægilegt æti.
Forseti Alþingis kallar ekki saman þing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.7.2008 | 12:49
Skynsamlegasta tillaga VG lengi
Vinstri grænir hafa lagt fram tillögu um að kalla þing saman eftir verslunarmannahelgi. Þá hafa flestir þingmenn verið í fríi um tveggja mánaða skeið og ættu þess vegna að vera endurnærðir og geta tekist á við gömul og ný verkefni, s.s. að auka trúverðugleika íslensks fjármálakerfis sem myndi án efa lækka skuldatryggingarálag bankanna.
Því miður sá starfandi forsætisráðherra enga ástæðu til að taka undir þessi sjónarmið. Hún sagði enn fremur að unnið væri í einhverjum tillögum og að lausn þessara mála af fullum krafti. Gallinn á því er sá að enginn veit hver verkin eru. Það kemur sjaldnast fram hjá ráðamönnum. Nú ber svo við að bæði forsætisráðherrann og nýi efnahagsráðgjafinn eru komnir í frí og vart er þá verið að gera nokkurn skapaðan hlut.
Það væri forvitnilegt að fá að heyra hvað vinstri grænir hafa meira að segja en að kalla saman þingið. Er flokkurinn tilbúinn að styðja raunverulegar lausnir, s.s. að veiða meiri þorsk? Nú berast góðar fréttir af fiskgengd á Austfjörðum. Er VG tilbúinn að afla meiri gjaldeyris með aukinni sölu á orku?
Ég er ekkert endilega viss um það.
Hátt skuldatryggingarálag bankanna til umræðu erlendis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 1014403
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007