Leita í fréttum mbl.is

Að tjalda er góð skemmtun

Ég reikna með að slá niður tjaldi í Þorlákshöfn um næstu helgi, á unglingalandsmóti Ungmennafélags Íslands, og reikna fastlega með að það verði frábær skemmtun. Unglingalandsmót UMFÍ er ein af skrautfjöðrum ungmennahreyfingarinnar á Íslandi sem hefur í gegnum tíðina tekist mjög vel. Unglingalandsmót eru að vísu ekki fyrir alla, a.m.k. ekki þá sem vilja fá innvortis skúr. Þeir ættu frekar að drífa sig í stuðið í Eyjum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Tjalda, meinarðu hælar og allur pakkinn,.. hælar....!!!!! Hvar er tjaldvagninn, fellihýsið, hjólhýsið, trailerinn eða hvað þetta nú allt saman heitir?

 Annars er aðdáunar og lofsvert að enn skuli finnast fólk á Íslandi sem  finnur hjá sér þörf og löngun að halda þessi mót. Aðsóknin sýnir svo ekki verður um villst að þessi mót og eins unglingamótin eiga sér trygga aðdáendur. Framtakið er ekkert annað en lofsvert. Eigðu góða helgi í Þorlákshöfn. 

Halldór Egill Guðnason, 30.7.2008 kl. 03:30

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er talsverð eftirsókn í að halda landsmótin en ef þau heppnast vel þá er það fín kynning fyrir viðkomandi sveitarfélög.

Við í stjórn UMSS höfum boðist til að halda unglingalandsmót árið 2010, með góðum stuðningi sveitarfélagsins Skagafjarðar en það ár fagnar UMSS 100 ára afmælinu. 

Sigurjón Þórðarson, 30.7.2008 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband