Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
29.6.2008 | 17:41
Landsbankinn vandar um við Davíð Oddsson
Þegar jatan er tóm bítast hestarnir. Það á vel við um íslenskan fjármálamarkað um þessar stundir. Kaupþingsstjórinn skammaði ríkisstjórnina í heilu lagi um daginn fyrir efnahagsaðgerðir sínar og nú í Fréttablaðinu í dag má lesa grein eftir einn æðsta yfirmann Landsbankans þar sem lesa má á milli línanna að verið sé að vanda um við Davíð Oddsson og stefnuna í peningamálum þjóðarinnar.
Ástandið í peningalífi þjóðarinnar er auðvitað ekki krónunni sem slíkri að kenna, heldur því að bankarnir fóru gríðarlega geyst í að bera inn í landið erlent lánsfé á mjög lágum vöxtum og síðan þegar kjörin versnuðu lentu bankarnir og gengi íslensku krónunnar í miklum ólgusjó. Það er barnalegt hjá yfirmanni Landsbankans að ætla að kenna krónunni og Seðlabankanum alfarið um erfiðleikana, miklu nær væri að bankarnir litu einnig í eigin barm.
Það er ekki þar með hægt að segja að viðskiptabönkunum sé einum um að kenna, Seðlabankinn ber einnig ábyrgð vegna andvaraleysis síns og Geir Haarde er sekur um hið sama. Hann hefði átt að stemma stigu við gríðarlegri lántöku bankanna, sér í lagi vegna þess að menn fengu aðvaranir á sínum tíma, m.a. frá Danske bank.
Það er ekki fyllilega ljóst af hvaða hvötum Landsbankinn vandar um við Davíð Oddsson en maður heyrir æ fleiri raddir innan úr Sjálfstæðisflokknum tala um að þær sakni Davíðs Oddssonar og styrkrar stjórnar hans samanborið við lausatök Geirs Haarde í vonlausu samkrulli með Samfylkingunni.
Gengisfall skýri verðbólgu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.6.2008 | 11:04
Við hvað eru menn hræddir?
Uppi eru gríðarlegar efasemdir hjá þeim sem starfa í sjávarútvegi um ráðgjöf Hafró. Sjómenn hafa fyrir löngu misst trúna á hana og hið sama á við um fjölda útgerðarmanna, enda hefur ráðgjöfin á síðustu 20 árum leitt til minni og minni afla.
Jón Kristjánsson fiskifræðingur og fleiri hafa sagt til um að sú aðferðafræði sem unnið er með geti aldrei gengið upp. Og það hefur gengið eftir. Þess vegna er spurning hvers vegna hagsmunaaðilar, s.s. útgerðarmenn, samtök sjómanna og Landssamband smábátaeigenda, fjölmiðlar og stjórnvöld, verja ekki örlitlum tíma í að fara yfir hlutina.
Við hvað eru menn hræddir?
Líklegasta skýringin er sú að fulltrúar allra þessara framangreindu aðila hafa með einum eða öðrum þætti, s.s. Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins, komið að því að móta kerfið.
Tíma stjórnvalda og atvinnuþróunarfélaga er varið í annað eins, s.s. olíuhreinsunarstöð, koltrefjafyrirtæki og fjölda nýrra álvera, á sama tíma og það er tabú að fara yfir hvort hægt sé að nýta betur þau atvinnutæki sem fyrir eru í landinu, þ.e. skipin og frystihúsin, með því að veiða meiri þorsk. Við það eitt gætu skapast gjaldeyristekjur strax upp á tugi milljarða án nokkurs stofnkostnaðar.
26.6.2008 | 09:27
25% verðbólga - fjöldauppsagnir og Samfylkingin í Sýrlandi
Fólk sem nýbúið er að segja upp og horfir fram á vaxandi dýrtíð hlýtur að furða sig á áherslum Samfylkingarinnar þessa dagana en flokkurinn bauð kjósendum fyrir rétt rúmu ári síðan upp á ábyrgð, jafnvægi og framfarir í íslensku efnahagslífi.
Nú er það allt gleymt og áherslur flokksins eru fyrir botni Miðausturlanda. Sádí Arabar voru hér á ferðinni í vikunni og nú berast fréttir af leiðtoga "jafnaðarmanna" boða frið í Sýrlandi en hún hefur örugglega rétta svarið sem mun leysa áratuga deilur í heimshlutanum. Ætli leið hennar liggi ekki næst til Írans og síðan til Norður Kóreu og loki síðan túrnum á Ólympíuleikunum í Kína.
Hvar er Geir - ætli hann sé enn í útlöndum?
Er ekki kominn tími til fyrir þetta ágæta fólk og lenda og fara yfir þá möguleika sem eru í stöðunni s.s. að veiða meiri þorsk?
Verðbólga mælist 12,7% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.6.2008 | 14:03
Blaðamaður Fishing News mætti
Fundurinn í gær tókst ágætlega. Þar mætti m.a. blaðamaður Fishing News og var á honum að heyra að honum þætti af þeim gögnum og rökum sem voru kynnt til sögunnar ráðlegt að veiða meira, þ.e. að ráðgjöf Hafró sé snarvitlaus. Honum þóttu rök okkar Jóns Kristjánssonar ganga upp.
Væntanlega verður umfjöllun um málið í breska blaðinu. Enn bólar ekkert á því að íslenskir blaðamenn og hagsmunaaðilar fari yfir málið. Eina svarið sem menn sjá við skorti á gjaldeyri er að taka lán, byggja álver eða reisa olíuhreinsistöð! Á sama tíma hafa menn ekki kjark til að skoða hvort ekki sé skynsamlegt að veiða meira.
24.6.2008 | 00:32
Fundur í kvöld kl. 20 í Grindavík
Ég útbjó nokkrar glærur seinni partinn í dag, fór í gegnum gömul og ný gögn og er sannfærðari en nokkru sinni um að það er ekki nokkur vitglóra í núverandi stjórn fiskveiða. Fréttir af miðunum herma að vel fiskist og það er ekkert vit í öðru en að auka verulega við veiðarnar.
Þessar hugsanir flugu í gegnum hugann meðan fréttatími kvöldsins var í bakgrunninum og helsta fréttaefnið var frjálst fall krónunnar.
Það er ábyrgðarlaust að ýta heilbrigðri gagnrýni burtu - hver svo sem skoðun manna á kvótamálunum er, hvort sem menn eru harðsoðnir fylgismenn eður ei - og gefa sér ekki örlítinn tíma til að fara yfir málefnaleg og vönduð rök þeirra sem eru sannfærðir um að skynsamlegast sé að veiða meira.
Tækifæri gefst á Brimi í Grindavík í kvöld.
23.6.2008 | 12:00
Hvers vegna er ráðgjöf Hafró vitlaus?
Á morgun, þriðjudaginn 24. júní, kl. 20 munu ég og Jón Kristjánsson fiskifræðingur auk þingmannanna Guðjóns Arnars Kristjánssonar og Grétars Mars Jónssonar fjalla gagnrýnið um enn eina kolsvarta skýrslu Hafró. Fundurinn verður á Veitingahúsinu Brim, Hafnargötu 9 í Grindavík.
Nýjar sjávarútvegsrannsóknir Hafró gefa eindregið til kynna að forsendurnar sem Hafró notar við útreikninga séu rangar.
- 0 -
Allir velkomnir, sérstaklega þeir sem sjá einhverja glóru í aðferðafræði Hafró.
22.6.2008 | 14:42
Árásir Samfylkingarinnar bíta á Sjálfstæðisflokkinn
Af meðfylgjandi könnun má ráða að stöðugar árásir samfylkingarmanna á samstarfsflokkinn í ríkisstjórn virðast hafa áhrif. Það sem minnt hefur verið á er að forsætisráðherra ber mest áhrif allra stjórnmálamanna á óviðunandi ástandi í efnahagsmálum, hárri verðbógu og björgunarleiðangri fyrir bankana. Þetta hefur gengið svo langt að þegar ég hef minnt réttilega á að Samfylkingin taki óhikað þátt í áframhaldandi mannréttindabrotum á sjómönnum hefur litlu samfylkingarköllunum og -kellingunum fundist það óviðurkvæmilegt og heimtað að ég einbeitti mér að Sjálfstæðisflokknum.
Þegar Sjálfstæðisflokkurinn á svona vini þarf hann ekki á óvinum að halda.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar í könnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.6.2008 | 00:55
Meira eftirlit með sjómönnum en kynferðisglæpamönnum
Sitt hefur hverjum sýnst um hvort réttlætanlegt sé að fylgjast með barnaníðingum eftir að þeir hafa tekið út sinn réttláta dóm. Svo hafa margir lagt málefnaleg rök á báða bóga í þá umræðu. Minna fer fyrir umræðu um réttmæti síaukins eftirlits með sjómönnum. Störfum þeirra er svo vantreyst af stjórnvöldum að margfalt hærri upphæðir fara í eftirlit með þeim en í fíkniefnalöggæslu. Sama á við um þær fjárhæðir sem varið er í eftirlit með brotum á samkeppnislöggjöf og efnahagsbrotum.
Þetta er ekki séríslenskt vandamál eins og danska fréttin ber með sér, og í Ástralíu er jafnvel enn strangara eftirlit með tiltölulega smáum fiskibátum. Þar svarar kostnaðurinn á bát til 8 milljóna króna á ári.
Hér á Íslandi hefur kostnaðurinn nálægt því tvöfaldast á síðustu 10 árum, á sama tíma og þorskveiðar hafa dregist saman um nær helming. Ég er sannfærður um að vandinn sem er verið að leysa með auknu eftirliti felst ekki í því að sjómenn séu hneigðari til glæpa en annað fólk, heldur miklu frekar í því að stjórnvöld búa þeim óréttlát starfsskilyrði með innbyggðan hvata til að fara ekki eftir ósveigjanlegum reglum. Sömuleiðis hafa þau reiknislíkön sem hafa verið grundvöllur þess sem sjómönnum er skammtað upp úr hafinu ekki neitt forspárgildi. Menn hafa þá leitað að sökudólgum og skýringum og oftar en ekki er sökin fundin í of mikilli veiði eða þá framhjálöndun en aldrei er ljáð máls á því að skoða með gagnrýnum hætti reiknislíkönin sem hvergi hafa gengið eftir í heiminum.
Ég ætlaði að fjalla um framangreindar staðreyndir á fundi á þriðjudagskvöldið í Grindavík en því miður verður það að bíða um sinn vegna mistaka við boðun fundarins.
Brottkastsmyndavélar um borð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.6.2008 | 00:30
Rak Egill Geir og Ingibjörgu fram úr?
Það hefur vart farið framhjá neinum landsmanni að Geir og Ingibjörgu Sólrúnu hefur liðið einkar vel í stjórnarsamstarfinu. Það hófst með miklum innilegheitum og síðan hafa mánuðirnir liðið hver af öðrum í sælu þeirra beggja og þau flögrað um heiminn í einkaþotum á milli þess sem þau hafa hist á stuttum fundum og slegið upp veislum fyrir tigna gesti, s.s. vinkonu Ingibjargar, hana Condoleezu Rice, og Abbas Palestínuforingja sem er örugglega líka vinur Geirs.
Síðan hafa þau sett á fót eina og eina ríkisstofnun. Ekkert hefur raskað ró þeirra nema þá helst flaut nokkurra trukkabílstjóra þó að efnahagslífið hafi tekið gríðarlega mikla dýfu. Húsnæðismarkaðurinn á leiðinni í alkul og gengi krónunnar hrapar. Bankarnir sem ekki mátti anda á berjast í bökkum. Þetta, eins og áður segir, truflar á engan hátt sæluna og þau eru áfram ráðin í að gera ekki neitt og eru síðan algjörlega einhuga um að halda áfram að brjóta mannréttindi á sjómönnum.
Það eina sem gerðist við þessi tíðindi var að Geir sussaði á kurteislegar gagnrýnisraddir fjölmiðla þegar honum fannst þær vera að verða of háværar og sagði þær dónalegar - með því að lofa einhverjum aðgerðum sem aldrei komu og saka síðan fjölmiðla um að leggja góðvinkonu sína, Ingibjörgu, í einelti þegar spurningarnar urðu of nærgöngular.
Það var ekki fyrr en þrennt gerðist, bankarnir vöktu upp óþægilegar spurningar, þær sömu og Sindri spurði (hvar peningarnir væru), gengi krónunnar féll og það sem eflaust mestu máli skipti, að Egill Helgason, gagnrýni ríkisfréttamaðurinn, spurði hvort ekkert ætti að gera. Þegar allt lagðist á eitt kynnti ríkisstjórnin einhverjar aðgerðir á fasteignamarkaði. Það verður að segjast eins og er að þetta er fremur óljóst plagg og ef gangurinn á að vera svipaður með að koma þessum tillögum á koppinn og verið hefur með boðaðar aðgerðir megum vð búast við að bíða drjúga stund. Í plagginu eru engar dagsetningar og ekki heldur fjárupphæðir þannig að það lítur út fyrir að það hafi verið dregið upp til að svara dægurgagnrýni.
18.6.2008 | 21:00
Ísbirnir bitbein í fylkingadrætti
Ráðherrar Samfylkingarinnar reyndu að gera sér mat og jafnvel fjölmiðlaveislu úr ólánsama ísbirnunum sem endaði lífdaga sína hér í Skagafirði af völdum byssukúlna stjórnvalda í gær, á þjóðhátíðardaginn. Fyrst var það Björgvin ráðherra sem tilkynnti þjóðinni ábúðarfullur að hann ætlaði að gera allt sem í hans valdi stæði til að bjarga skepnunni og var m.a.s. búinn að redda sponsor.
Þegar Þórunn sá að Björgvin væri að slá sér upp á ísbirninum var hún fljót að breyta ferðaplönum sínum og mæta á svæðið. Þetta var allt mikið drama og fjölmiðlafár og er jafnvel uppi orðrómur hér í Skagafirði um að fárið hafi valdið því að ekki tókst betur til með björgunina en raun bar vitni.
Í eftirleik atburðanna blandast síðan þriðji ráðherra Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, sem segist vita nánast allt um ísbirni og hafa ætlað sér að skrifa bók um skepnuna en hafi ekki komið í verk vegna anna. Það er athyglisvert að iðnaðarráðherra gerði sér far um að hæla sérstaklega þætti Björgvins hins sunnlenska og vega síðan að æðsta embættismanni Þórunnar Sveinbjarnardóttur sem var fulltrúi hennar á staðnum.
Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því hvers vegna Össur gerir sér far um að gagnrýna störf Þórunnar, en hann hafði áður látið í ljós að hann teldi að betur hefði mátt standa að málum þegar fyrri björninn var drepinn. Þórunn er gömul kvennalistakona en Björgvin gamall vopnabróðir úr Alþýðuflokknum. Svo má auðvitað vera að þeir standi saman, iðnaðarráðherra og maðurinn sem tók skóflustungu að nýju álveri, að því að veikja stöðu umhverfisráðherra sem mest þeir mega til þess að hún geti ekki sett fótinn fyrir stóriðjustefnu þeirra félaganna.
Ísbjarna leitað úr lofti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
- Bara ef það hentar mér: Hér má sjá ráðleggingar Hafró um afla hvers árs og það sem enda... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: "Vagn" svei mér þá þú ert bara mun meiri "GRAUTARHAUS" en ég ha... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Jóhann, úthlutaður kvóti, veiðiheimildir, er ekki það sama og r... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Pálmi það skal tekið fram að ég fylgjandi auknum veiðiheimildum... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Sæll Sigurjón Þú ert bara ekki að bera saman epli og epli. Þú v... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Hvað er eiginlega á milli eyrnanna á þér "Vagn"???? Kvóti og v... 7.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 4
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 88
- Frá upphafi: 1019333
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 74
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Af mbl.is
Innlent
- Fjöldi staura brotnaði og línur slitnuðu
- Tveir bílar og rúta skullu saman: 16 um borð í rútunni
- Hljóp í útkall með slökkvitæki í hendi
- Við teljum dóminn í meginatriðum rangan
- Ekki góð áferð á þessu máli
- Hækka hættumat um mánaðamótin
- Hlaupi úr Grímsvötnum lokið
- Verklok við snjóflóðavarnir áætluð 2029
- Veitir átta fjölskyldum húsaskjól
- Ásthildur kynnti sér undirbúning strákanna okkar
Erlent
- Trump tekinn við sem forseti Bandaríkjanna
- Beint: Trump sver embættiseið
- Hundruð sænskra hermanna til Lettlands
- Bindur vonir við að koma syni sínum aftur heim
- Átta látnir eftir eldsvoða á hjúkrunarheimli
- Trump sver embættiseið í dag
- Létust vera fjórtán ára
- Úr fjötrum og til frelsis
- Rafmagnað andrúmsloft í Washington D.C.
- TikTok aðgengilegt á ný í Bandaríkjunum