Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
19.4.2008 | 16:14
Áhugaverð ráðstefna Samfylkingarinnar
Í athugasemdum við síðasta pistil um kjaftstopp og ráðaleysi Samfylkingarinnar hafði ég látið flakka að ráðstefna Samfylkingarinnar á Grand Hóteli í dag sem bar yfirskriftina Kvótakerfi á krossgötum, væri sótthreinsuð athöfn, haldin svona fyrir siða sakir.
Ég mætti á ráðstefnuna en gat einungis setið rétt upphaf hennar, en ég þurfti að víkja af fundi vegna áreiðandi barnaskutls í borginni.
Ég sat þó nógu lengi til þess að ég telji mér rétt og skylt að draga orð mín til baka um að ráðstefnan væri sótthreinsuð og er ástæðan sú að Lúðvík Kaaber flutti magnaða ræðu þar sem hann fór yfir dæmalaus afskipti stjórnvalda og hæstaréttar af mesta óréttlæti Íslandssögunnar. Lúðvík greindi frá því hvernig ráðherrar ráku mál opinberlega utan réttarsala gegn þeim sem órétti voru beittir við að sjá sér farborða og vildu ná fram réttlæti í Hæstarétti. Hann greindi frá því að honum hefði þótt það sár upplifun sjá réttinn helst líkjast kjölturakka í fanginu á stjórnmálamönnum sem vildu viðhalda mannréttindabrotum.
Vegna þessa ofríkis stjórnmálaleiðtoganna og ístöðuleysis hæstaréttar sitja stjórnvöld í þeim sporum að þurfa að bregðast við. Í sjálfu sér ætti ekki líta á það verkefni sem þraut heldur tækifæri til að rétta af óréttlátt og gagnslaust kvótakerfi sem hvílir á líffræði sem stangast á við viðtekna líffræði.
Það verða erfiðir dagar hjá samfylkingarfólki framundan eins og ég hef haldið fram áður, ef það ætlar að sniðganga álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna og vera á sama tíma að reyna að troða sér í sæti í öryggisráðinu til að tryggja mannréttindi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
17.4.2008 | 21:50
Ég hef mikinn skilning á kjaftstoppi Guðnýjar
Ég fylgdist með umfjöllun Stöðvar 2 um kjaftstopp Guðnýjar Hrundar sem kom flestum á óvart sem þekkja hana. Ég hef sjálfur haft stutt og góð kynni af þingmanninum þegar hún var sveitarstjóri á Raufarhöfn. Hún kom mér fyrir sjónir sem skelegg manneskja, kraftmikil og fylgin sjálfri sér, barðist hart fyrir lækkun húshitunarkostnaðar og auknu tölvusambandi við umheiminn. Í öllum málflutningi var hún fumlaus og föst fyrir.
Mér kom hins vegar ekki á óvart að hún skyldi verða slegin út af laginu þegar hún átti að flytja ræðu um fiskveiðistefnu Samfylkingarinnar. Hún veit af eigin reynslu, af veru sinni á Raufarhöfn, um óréttlæti og gagnsleysi kvótakerfisins. Það hefur verið henni um megn að tipla í kringum það að segja meiningu sína sem gæti þá komið stjórnarstefnunni og Ingibjörgu Sólrúnu illa sem eflaust tryggði henni varaþingmannssætið án þess að hún þyrfti sjálf að heyja prófkjörsbaráttu.
Það verða erfiðir dagar hjá samfylkingarfólki framundan ef það ætlar að sniðganga álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna og vera á sama tíma að reyna að troða sér í sæti í öryggisráðinu til að tryggja mannréttindi.
17.4.2008 | 16:00
Ætlar Möllerinn að halda óhikað áfram með klúðrin?
Þegar Kristján Möller tók við starfi sem samgönguráðherra fylgdu honum ýmis erfið mál eins og Grímseyjarferjan. Einhvern veginn tókst honum ekki að bæta það mál, heldur gera vont mál jafnvel enn verra. Ekki hefur honum heldur tekist að gera neinar stefnubreytingar varðandi olíu og bensín og skera upp þungaskattskerfið eins og hann básúnaði um meðan hann var í stjórnarandstöðu.
Nú þegar Magnús Kristinsson tekur upp merki Grétars Mars Jónssonar og fleiri sjómanna sem vara stórlega við því að gera höfn í Bakkafjöru virðist hann ekki heldur vera tilbúinn til að endurskoða málið. Það er engu líkara en að Kristján Möller líti bara svo á að hann sé kominn í var og hans helsta vinna sé að framfylgja stefnu fyrrverandi samgönguráðherra, ekki síst Halldórs Blöndal.
Of seint segir ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.4.2008 | 23:09
Dorritt, eini verðugi andstæðingurinn
Forsetinn gerði góða ferð hingað norður í Skagafjörðinn, fór vítt og breitt og hitti flesta Skagfirðinga. Einhverra hluta vegna fór ég á mis við forsetann að þessu sinni en heyrði að hann hefði gert mikla lukku. Hann hlýddi m.a. á erindi um atvinnulífið í Skagafirði, dró saman efni máls og lyfti á frekara flug.
Það var þó annar gestur sem heillaði Skagfirðinga enn frekar og það var forsetafrúin Dorrit Moussaief. Hér mátti heyra á götubylgjunni að líklegast væri hún eini Íslendingurinn sem gæti skákað núverandi forseta í næstu forsetakosningum.
15.4.2008 | 14:13
Einar Kristinn heldur Al Gore sig
Það er ekki laust við að greina megi kvörtunartón og undrun í skrifum Einars Kristins sjávarútvegsráðherra á bloggi sínu yfir því að Al Gore hafi verið með sama boðskap í Færeyjum og flutt hann með sömu brellum og bröndurum og skömmu síðar í Háskólabíóinu á Melunum.
Einar Kristinn er nokkuð vanur að tala í hringi, vera á móti kvótakerfinu fyrir kosningar sem hann er síðan með eftir kosningar. Sömu sögu er að segja um gagnrýni hans á Hafró.
Það er því ekki að undra að Einar Kristinn sé forviða á Al Gore sem virðist hafa einhverja samfellu í sínu máli.
14.4.2008 | 22:59
Hvort er Evrópusambandið himnaríki eða alræðisríki?
Sínum augum lítur hver á silfrið.
Samfylkingin lítur á Evrópusambandið sem frelsun. Manni er stundum brugðið við að horfa upp á gamalreynda þingmenn Samfylkingarinnar, t.d. Katrínu Júlíusdóttur, kikna í hnjáliðunum af lotningu fyrir Evrópusambandinu og telja að við það eitt að ganga í það breytist tilveran í allsherjarsælu og nánast jólahald alla daga ársins.
Svo eru það hinir sem sjá allt svart ef minnst er á bandalagið, s.s. rússneski andófsmaðurinn Vladimir Búkovksíj sem sér miklar hliðstæður með Sovétríkjunum sálugu og Evrópusambandinu. Hann greinir frá fáránlegu hlutverki Evrópuþingsins, segir að það minni um margt á löggjafarþing Sovétríkjanna og segir að framkvæmdaráð Evrópusambandsins sé mjög svipað og Politburo. Eini munurinn sé að framkvæmdaráðið hafi 25 fulltrúa en í Politburo hefðu venjulega verið helmingi færri, 13-15 fulltrúar. 80.000 blaðsíðna regluverk Evrópusambandsins minnti andófsmanninn óþægilega á margra ára áætlanir kommanna sem skipulögðu atvinnulífið út í smæstu skrúfur og bolta.
Gagnrýni andófsmannsins á Evrópusambandið er að mörgu leyti þörf. Evrópusambandið þarf að bregðast við henni þótt hún sé vissulega ýkt enda var nánast eini munurinn sem hann sá á ráðunum að það vantaði gúlagið í Evrópusambandið.
Samfylkingin þarf hins vegar að hugsa sinn gang. Hún segist vilja umræðu um Evrópumálin en býður þjóðinni í raun ekki upp á upplýsta umræðu. Hún minnir um margt meira á trúboð en að taka umræðu um kosti og galla á málefnalegan hátt.
Sjálfum finnst mér rétt að skoða hlutina frá öllum hliðum. Mér hefur löngum þótt Evrópusambandið ofvaxið regluverk og skrifræði þar sem hefur skort á raunveruleikatengingu. Sambandið líður einnig fyrir lýðræðishalla eins og andófsmaðurinn bendir á. Ég vinn mikið með reglur sem eru ættaðar frá Brussel og þykist vita um hvað ég er að tala. Á hitt ber þó að líta að ýmis réttarbót í íslensku samfélagi, og framþróun, t.d. á sviði samkeppnisreglna og aðhalds í íslenskri stjórnsýslu, að ég tali ekki um nýtt álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, er komin að utan. Ráðandi öfl í íslensku samfélagi hafa oft og tíðum tekið úrbótum í fyrstu mjög illa, s.s. sjálfstæðismenn taka áliti mannréttindanefndar SÞ um að virða rétt íslenskra sjómanna. Á endanum hafa þeir þó tekið því og kyngt eins og hverju öðru hundsbiti.
12.4.2008 | 20:35
Vörubílstjórar, íslenskt efnahagslíf og kynlíf á BBC
BBC fjallar með ítarlegum hætti um íslenskt efnahagslíf og er óhætt að fullyrða að sú umfjöllun viðurkenndrar alþjóðlegrar fréttastofu sé ekki allt of jákvæð, sérstaklega þegar tekið er mið af því mikla kynningarstarfi sem þau Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún hafa lagst í á kostnaðarsömum ferðum sínum um heimsbyggðina.
Í byrjun fréttaskýringar er rætt við mjög áhyggjufullan sérfræðing Fitch Ratings um stöðu íslensks efnahagslífs og sérstaklega skuldastöðu bankanna. Í kjölfarið er hinn baráttuglaði Sturla Jónsson kynntur til sögunnar sem maðurinn sem lokaði eðalvagn forsætisráðherra af í mótmælum sínum. Sturla lýsir stöðu efnahagsmála út frá bæjardyrum þorra almennings, þ.e. að æ stærri hluti þess sem aflað er fari í að borga af lánum.
Fréttamaðurinn sem er skilningsríkur og minnir um margt á Jón Ársæl Þórðarson lýsir Geir Haarde sem reiðum manni sem kenni spákaupmönnum um það öldurót sem íslenskt efnahagslíf er að fara í gegnum en þrátt fyrir það sé um tímabundið ástand að ræða. Í sama streng tók bankastjóri Glitnis og sagði að staða bankans væri sterk og að bankinn hefði grætt ógurlega á að veðja gegn íslensku krónunni!
Umfjölluninni lauk á jákvæðu nótunum, þ.e. að ferðaþjónar á sviði karlaferða undir yfirskriftinni Einnar-nætur-gaman væru að gera góða hluti. Það voru einkum viðskiptamenn frá Wall Street og Englandi sem nýttu sér þá möguleika sem byðust hjá því fyrirtæki sem einblíndi á dýrt helgargaman en það var látið fylgja sögunni hjá hinum breska Jóni Ársæli að nýlega hefði vændi verið lögleitt á Íslandi.
Ef þetta er afrakstur aukins kynningarstarfs Ingibjargar Sólrúnar og Geirs Haarde verður að gera betur. Ég er þó efins um að leiðin sé að skipa enn fleiri sendiherra ...
10.4.2008 | 22:16
Davíð Oddsson á bremsulausu hjóli
Það er ólíkt hlutskipti Davíðs Oddssonar og Ólafs Ragnar Grímssonar. Félagi Ó. Grímsson baðar sig í alþjóðlegum dýrðarljóma, fær Nehru-orðuna rétt eins og Martin Lúter King, Nelson Mandela og Olof Palme. Ekki nóg með það, heldur kom vinur alla leið frá Ameríku sem hvatti landann sem og alla heimsbyggðina til að berjast gegn hlýnun andrúmsloftsins. Eini skugginn á tilveru Ólafs þessa vikuna er að það hríðaði á Al Gore sama dag og hann flutti predikun sína.
Á sama tíma birtist Davíð Oddsson hálftættur á skjám landsmanna og reyndi að bremsa niður verðbólguna. Svo virðist sem bremsurnar, þ.e. stýrivextirnir, séu haldlitlar þar sem krónan féll í sömu mund. Nú eru góð ráð dýr. Það má segja að Davíð beri mjög mikla ábyrgð á stöðunni. Hann var náttúrlega forsætisráðherra og stýrði efnahagsmálunum þegar bankarnir voru gefnir og stofnuðu síðan til gríðarlegra skulda í útlöndum. Skuldaaukning bankanna hélt áfram af fullu skriði í nafni útrásar eftir að Davíð var kominn í Seðlabankann. Eftir að hann kom þangað datt honum aldrei í hug að beita 13. gr. laga 36/2001 sem gefur bankanum tök á að stemma stigu við óheftri skuldaaukningu bankanna í útlöndum.
Nú eru góð ráð dýr eins og áður segir. Hver veit nema Davíð leiti ráða þar sem vel gengur og slái á þráðinn til Bessastaða?
Krónan veiktist um 1,30% í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.4.2008 | 23:19
Samlífi stjórnmála og íþrótta
Það er fráleitt að halda því fram að íþróttir og stjórnmál séu ótengd, heldur lifa þessir kimar samfélagsins í nánu samlífi þar sem stjórnmálamenn eru snöggir að baða sig í sviðsljósi íþrótta þegar vel gengur. Þeir laumast síðan í snatri frá liðum sem gengur illa og eru að gera í brækurnar. Handboltalandsliðið íslenska þekkir þetta vel, liðsmenn geta ekki þverfótað fyrir ráðamönnum þegar vel gengur sem síðan gufa upp þegar á móti blæs. Íþróttahreyfingin hefur vissulega líka gagn af þessu samlífi þar sem árangur sem varpað getur jákvæðum ljóma á ráðamenn getur verið viss réttlæting fyrir fjárframlögum og ef ekki gengur nógu vel þarf auðvitað að bæta aðstöðu til að tryggja að það gangi bara betur næst.
Niðurstaðan er að stjórnmál og íþróttir eru samtvinnuð hvað sem hver segir. Samt sem áður er það svo að þegar litið er á mótmæli gegn óafsakanlegum mannréttindabrotum Kínverja gegn Tíbetum finnst manni þau ósanngjörn þar sem þau ganga út á að varpa rýrð á einn skemmtilegasta íþróttaviðburð sem þjóðir heims sameinast um að hafa ánægju af sem er vissulega í samlífi með stjórnmálum. Þetta er ósanngjarnt að því leytinu til að réttara hefði verið að beina kröftunum gegn því að Kínverjar fengju að halda Ólympíuleikana í stað þess að varpa skugga á mót eftir að skaðinn er skeður.
Í lokin má spyrja hvort margir þeirra mótmælenda sem ganga hvað harðast fram sniðgangi kínverskar vörur.
Hlaupið með eldinn utan við San Francisco | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.4.2008 | 19:51
Ingibjörg Sólrún tekur upp merki Hannesar Hólmsteins
Það er ýmislegt hægt að segja um sagnfræðingana Hannes Hólmstein og Ingibjörgu Sólrúnu. Þau eiga margt sameiginlegt, s.s. áhuga á sögu og hernaðarsamvinnu, öryggismálum og Nató, útþenslu íslenskrar utanríkisþjónustu og svo almennt stjórnmálum, en flokkar þeirra eiga nú í nánu samstarfi um framangreind mál, svo mjög að lítið fer fyrir að stjórnmálamennirnir megi vera að því að leysa úr minni málum eins og hárri verðbólgu og gríðarlegu hruni og flökti á íslensku krónunni.
Nú um stundir þegar Hannes er hálflaskaður eftir að hafa þurft að verja drjúgum tíma í málsvarnir í réttarsölum og hefur ekki haft tíma og krafta til að boða þjóðum heims það bull að íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið sé það besta í heimi virðist sem Ingibjörg Sólrún taki upp það merki hans. Í ræðu á Alþingi í dag segir hún það helsta styrkleika og framlag Íslendinga í alþjóðasamstarfi að leggja helsta áherslu á reynslu á sviði sjálfbærrar nýtingar sjávarauðlinda. Þetta eru ótrúlegar fullyrðingar í ljósi þess að á næstu vikum neyðist ríkisstjórnin til að bregðast við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna sem segir að kvótakerfið sé ósanngjarnt, enda er það ranglátt og gagnslaust. Þorskveiðin nú í ár er þrisvar sinnum minni en áður en íslensk stjórnvöld tóku upp kvótakerfið.
Að mati sérfræðinga Hafró í haust kemur fram að það þurfi að friða þorskinn enn meira en gert hefur verið vegna hættu á að hann deyi út. Hvorki ég né íslenskir sjómenn tökum það sem heilagan sannleik sem kemur frá Hafró, en það gera hins vegar Hannes og Ingibjörg.
Öllum má ljóst vera að sagnfræðingarnir hafa varið tíma sínum og fjármunum almennings í að ferðast um og plata heimsbyggðina.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 109
- Frá upphafi: 1013224
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 61
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007