Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
29.4.2008 | 13:27
Ríkisstjórnin klók
Ríkisstjórnin hefur ekki boðað neinar efnahagsaðgerðir síðan íslenskt efnahagslíf tók mikla dýfu ef frá er talin auglýsingaherferð Ingibjargar Sólrúnar og Geirs Haarde við að koma réttum skilaboðum um stöðu íslenskra efnahagsmála til heimsbyggðarinnar. Þessi auglýsingaherferð leystist upp eða réttara sagt breyttist í að Ingibjörg Sólrún fór að boða friðun heimsins á meðan Geir þeyttist um og bað fjölmargar þjóðir náðarsamlegast að koma í reglulegt flug yfir landið með orrustuflugvélar.
Ein af boðuðum aðgerðum er að setja 4 milljónir króna í verðlagseftirlit. Það er svolítið sniðugur leikur vegna þess að það er látið líta út eins og vondir heildsalar eða verslunarmenn beri einir ábyrgð á að skrúfa upp verðlag á Íslandi. Það er auðvitað ekki svo, hver maður getur séð að heildsali sem er með rekstrarfé að láni í erlendri mynt sem hækkar um 30% er vafalaust í vanda við að verðleggja vöru þannig að hann fái sanngjarnt verð fyrir vinnu sína en verðleggi sig ekki út af markaðnum þótt vafalaust séu þess einhver dæmi að menn fari hastarlega í að hleypa hækkunum út í verðlagið. Vegna falls íslensku krónunnar kosta erlendar vörur 30% meira en þær gerðu fyrir örfáum vikum sem auk verðhækkana í útlöndum hlýtur að einhverju leyti að skila sér út í verðlagið. Það er spurning hvert hlutverk verðlagseftirlitsins sé og til hvaða aðgerða eigi að grípa í framhaldinu. Það væri miklu árangursríkari leið að tryggja samkeppni á matvælamarkaði.
Það er sniðugt hjá ríkisstjórninni, en ódýrt, að beina umræðunni i eitthvert verðlagseftirlit í stað þess að ræða kjarna málsins.
28.4.2008 | 22:57
Einkaþotur eða almannahagsmunir
Allar breytingar fela í sér tækifæri. Ýmislegt sem lítur út fyrir að vera ógn, s.s. hækkað eldsneytisverð, ætti að geta falið í sér tækifæri í landi sem hefur yfir orkuauðlindum að ráða. Víða eru katlar í minni iðnfyrirtækjum kyntir með olíu en það væri hægur vandi að nota rafmagn sem orkugjafa.
Það sem framsækin stjórnvöld ættu að gera nú er að koma á markvissum hvata til breytinga líkt og gert hefur verið við jarðhitaleit hringinn í kringum landið. Með skilvirkum hætti hefur hver byggðakjarninn á fætur öðrum nýtt sér heitt vatn í stað rafmagns eða olíu til húshitunar. Með svipuðum hætti þyrfti að koma á hvata til þess að minnka olíunotkun, m.a. í iðnaði og samgöngum.
Því miður hafa ráðamenn úr Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokki verið í öðrum verkum, eins og að flögra um heiminn í einkaþotum, annað hvort til þess að tryggja mannréttindi í heiminum eða þá að fá orrustuvélar til þess að fljúga yfir landið bláa. Er ekki orðið tímabært að snúa sér að almannahagsmunum?
27.4.2008 | 21:01
Hlífði Egill Ingibjörgu í Silfrinu?
Ég missti af Silfrinu í dag en það hringdu í mig ekki einn heldur tveir sjóarar í dag og furðuðu sig á þessu viðtali við Ingibjörgu Sólrúnu í Silfri Egils þar sem hún átti að hafa rökstutt framboð Íslands til öryggisráðsins með því að Ísland hefði eitthvað sérstakt fram að færa fyrir heimsbyggðina. Sjómennirnir furðuðu sig á því að Egill Helgason hlífði henni alveg við að svara fyrir það hvernig hún ætlaði að bregðast við mannréttindabrotum stjórnvalda sem bitna á sjómönnum landsins.
Sjómaðurinn úr Grindavík taldi allt eins líklegt að Ingibjörg hefði gengið frá því fyrir þáttinn við skoðanabróður sinn að þessi spurning kæmi ekki fram
26.4.2008 | 19:58
Af hverju er Ingibjörg Sólrún ekki spurð?
Fjölmiðlar hafa gengið nokkuð hart fram gegn vörubílstjórum, birt af þeim myndir við handtökur, nafngreint þá og reynt að sýna fram á að kröfur þeirra séu óljósar og lítt ígrundaðar. Þetta er umhugsunarvert í ljósi þess að uppi hefur verið hávær umræða um nafn- og myndbirtingu af meintum útlenskum glæpamönnum. Mér finnst fréttamenn vera að bregðast skyldum sínum að spyrja ekki Samfylkinguna út í það hvers vegna Samfylkingin lækki ekki olíugjaldið í ljósi þess að Ingibjörg Sólrún flutti um það tillögu þegar hún var í stjórnarandstöðu.
Það má greina að vörubílstjórarnir sem ekki eru vanir málafylgjumenn lenda á ákveðnum vegg í samfélaginu og þá á ég ekki einungis við valdið heldur einnig svokallaða álitsgjafa í samfélaginu sem reyna hver af öðrum að gera lítið úr umkvörtunum bílstjóranna og uppnefna þá jafnvel sem smáborgara sem séu að sinna sérhagsmunum sínum.
Ein meginkrafa vörubílstjóranna er að fallist verði á tillögu formanns Samfylkingarinnar sem hún flutti fyrir tveimur árum og henni hrundið í framkvæmd.
Hvers vegna spyrja fjölmiðlamenn ekki Ingibjörgu? Mér finnst það miklu meira áhyggjuefni en það hvort einhver fréttamaður hafi látið eitthvað út úr sér í hálfkæringi þegar allt var á suðupunkti í átökum á milli bílstjóra og lögreglu.
Þrátt fyrir þennan múr sem mætir bílstjórunum eiga þeir ákveðinn hljómgrunn vegna þess að fólk skynjar að ríkisstjórnin fylgir fast þeirri stefnu að gera neitt.
25.4.2008 | 15:59
Er Sturla Jónsson á leið í pólitík?
Ég hitti Sturlu Jónsson fyrir tilviljun í dag og við tókum tal saman. Hann kom mér fyrir sjónir sem klár og harður nagli sem væri orðinn þreyttur á umbúðastjórnmálum þar sem mikið er talað en minna um meiningar.
Við ræddum ýmislegt, s.s. aðbúnað aldraðra, háan virðisaukaskatt sem hvetti til undanskota, kvótakerfið og - jú, auðvitað vörubílamálið og lögregluaðgerðirnar. Ég tók sérstaklega eftir því að ekki fór mikið fyrir beiskju i garð lögreglunnar, heldur lét hann miklu frekar falla hlý orð í garð þeirra lögreglumanna sem voru settir í þessi verk af Birni Bjarnasyni og Ingibjörgu Sólrúnu.
Sturla var hinn viðræðubesti og afar þægilegur í alla staði. Ég hef þó vissan skilning á því að Geir Haarde eigi erfitt með að ræða við mann sem lætur verkin tala enda er Geir upp á síðkastið þekktastur fyrir að sitja með hendur í skauti.
Og einmitt þannig kemur Sturla mér ekki fyrir sjónir.
Ég hef orðið var við það í ágætum athugasemdum við skrif mín hér á síðunni að talsmenn Samfylkingarinnar botna ekkert í óánægju vörubílstjóranna og finnst mér því vel við hæfi að birta grein sem birtist í DV á dögunum.
Það virðist sem ráðamenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar telji það fyrir neðan virðingu sína að setja sig inn í umkvartanir bílstjóranna - andinn frá stjórnarliðinu er að bílstjórarnir séu ekki nógu fínt fólk og kunni ekki að mótmæla með nógu penum og áhrifaríkum hætti líkt og samkynhneigðir og náttúruverndarsinnar eiga víst að kunna. Eflaust væri þægilegra ef Sturla Jónsson læsi ljóð á Austurvelli og héldi með bílstjórana sína í gleðigöngu í stað þess að þeyta lúðra og trufla tigna Palestínumenn í að heimsækja ráðherraliðið.
Ég legg það til að stjórnvöld komi á viðræðum við bílstjórana sem fyrst og fari yfir málið af alvöru og sýni annað en belging og sinnuleysi. Vandamál ríkisstjórnarinnar er að almenningur skynjar að ríkisstjórnin er ekki að gera neitt annað en að flögra um heiminn.
Stjórnvöld tóku nýlega upp á arma sína útgerðarmenn sem urðu fyrir niðurskurði í besta fiskveiðistjórnarkerfi í heimi og síðan bankastjórana sem eru með tugi ef ekki hundrað millur á mánuði en bílstjórarnir virðast ekki vera nógu fínt fólk fyrir Samfó og Sjálfstæðisflokkinn.
Greinin í DV:
Samfylkingin æsti til vörubílstjórauppreisnarinnar
Nú hafa ýmsir meðreiðarsveinar Samfylkingarinnar, s.s. Dofri Hermannsson og Egill Helgason, reynt að útmála mótmæli vörubílstjóranna sem einhvern asnalegan misskilning, þ.e. að bílstjórarnir fatti ekki að heimsmarkaðsverð á olíu fari hækkandi. Það er auðvitað ekki svo, bílstjórarnir eru eflaust margir hverjir að borga af erlendum lánum sem þeir hafa tekið til að fjármagna bílakaup sín. Þeir þurfa að greiða æ hærra verð fyrir olíuna til að knýja tækin áfram á meðan margur hefur boðið í verk þar sem forsendur eru allar aðrar, enda ekki gert ráð fyrir að ríkisstjórnin missti algjörlega tökin á efnahagsmálum með frægri stefnu forsætisráðherra, stefnunni að-gera-ekki-neitt.
Reyndar hefur forsætisráðherrann okkar ferðaglaði áður komið fram með nýstárlegar hugmyndir í efnahagsmálum, eins og þegar hann ætlaði sér að slá á þenslu með því að fresta framkvæmdum á Vestfjörðum, í þeim landshluta þar sem samdráttur ríkti. Ein krafa vörubílstjóranna er að lækkaðar verði álögur á olíu. Ef eitthvert mark ætti að vera hægt að taka á ráðherrum Samfylkingarinnar, t.d. samgönguráðherra og utanríkisráðherra Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, hefðu þau strax átt að taka undir kröfu bílstjóranna þar sem það eru ekki nema örfá misseri síðan núverandi samgönguráðherra sem þá var í stjórnarandstöðu sendi frá sér ákall til ríkisstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks um lækkun álaga hins opinbera vegna þess að dísilolían nálgaðist að kosta 120 kr., lítrinn. Ef farið er í gegnum þingræður núverandi samgönguráðherra á umliðnum árum blasir við að þetta var hans helsta baráttumál auk þess að jafna flutningskostnað. Í þessum ræðum hans kemur greinilega fram að hann telji að skattlagning umferðar sé margfalt meiri en varið er í uppbyggingu vegasamganga.
Þessi áhugi Samfylkingarinnar og barátta tók á sig þá mynd að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir flutti sérstaka tillögu um lækkun olíugjalds um 15%, úr 41 kr. í 35 kr.Það er aumt að horfa upp á þingmenn Samfylkingarinnar skilja vörubílstjórana eftir á berangri þegar þeir krefjast þess að farið sé að tillögum sem Samfylkingin sjálf lagði til. Þeim er att á foraðið og síðan fá forystumenn Samfylkingarinnar minni spámenn flokksins til að hía á þá.Það væri meiri bragur að því að flugkapparnir í ríkisstjórninni settust að viðræðum við bílstjórana til að leita leiða um að leysa úr málum á farsælan hátt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
23.4.2008 | 17:23
Það þarf hugrekki til að semja frið
Ríkisstjórnin hefur sýnt bílstjórum mikinn hroka. Það má segja að kröfur bílstjóranna séu endurómur af málflutningi Samfylkingarinnar frá síðasta kjörtímabili. Eins hefur Samfylkingin tekið undir sjónarmið bílstjóra en nú, þegar Samfylkingin er komin í stjórn, virðist ekkert hægt að gera ef frá er talið að KLM var eitthvað að móast í Brüssel við að breyta reglum.
Í stað þess að einblína á að leysa þessi mál og leysa úr óánægju bílstjóranna sem er afleiðing ójafnvægis í efnahagsmálum hefur ríkisstjórnin verið í háloftunum, í einkaflugvélum úti um allan heim. Í stað þess að skipa formlega viðræðunefnd til að fara yfir stöðu mála þar sem hist væri á reglulegum fundum taldi formaður Samfylkingarinnar vænlegra að skipa sendifulltrúa Palestínu.
Þessi átök í dag eru sorgleg í okkar annars friðsæla landi. Það hlýtur að vera kappsmál forystumanna þjóðarinnar, bílstjóra og mótmælenda sem flestir eru ábyrgir þegnar sem hafa unnið þjóðfélaginu gagn að slíðra sverðin. Lögreglan er núna í virkilega erfiðri stöðu við að framfylgja skipunum og takast á við almenna borgara sem þeir sem hafa betur fer litla æfingu í.
Nú er spurning hvort Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún jafnaðarmaður geti brotið odd af oflæti sínu og boðið sættir. Hið sama á við um bílstjóraforingjann Sturlu Jónsson.
Grjótkastari segir lögreglu hafa sýnt valdníðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.4.2008 | 00:09
Brýtur Alþingi kjarasamninga á saumakonum?
Það er margt mjög merkilegt í Morgunblaðinu og rannsóknarblaðamenn þess fara víða í að upplýsa ýmislegt sem betur má fara í samfélaginu. Ég man ekki betur en að Morgunblaðið hafi tekið upp hanskann á sínum tíma fyrir blaðburðarbörn sem voru án kjarasamninga. Blaðið hefur þó lagt minni áherslu á að smábátasjómenn eru án kjarasamninga.
Morgunblaðið hefur vökult auga fyrir mörgu því sem þarf að lagfæra í íslensku samfélagi. Í blaðinu mínu sem kom inn um lúguna á Skagfirðingabrautinni kom í ljós í gagnrýninni umfjöllun um Skólaþing - þar sem tekið var fram að þingflokkarnir væru fjórir en ekki fimm eins og þeir eru í verunni - að saumakonur á Alþingi sem höfðu starfað af alúð við að bródera í næturvinnu fengu ekki greitt fyrir vinnu sína. Nú er að vita hvort jafnréttissinnaður og velmeinandi forseti þingsins, Sturla Böðvarsson, kippi þessu ekki í liðinn.
Þegar hann er búinn að því getur hann farið að beina sjónum sínum að kjörum smábátasjómanna en hann sýndi það í ræðu 17. júní sl. að honum er ekki alls varnað.
21.4.2008 | 23:31
Fíflagangur Páls Magnússonar
Páll Magnússon virðist vera mikill spaugari, gerir mikið grín og hefur gaman. Honum er ekkert heilagt, ekki einu sinni landslög. Samkvæmt nánast glænýjum útvarpslögum er honum ætlað að starfa eftir upplýsingalögum, en þegar stofnunin er krafin upplýsinga í krafti upplýsingalaganna þvælir hann málið í hið óendanlega og jafnvel í nafni persónuverndar.
Nýjasta djók RÚV, ríkisútvarpsins okkar, er að miða rekstrarár sitt við kvótaárið. Á þeim örfáu mánuðum sem Ríkisútvarpið ohf. hefur starfað hefur það tapað gríðarlegum fjármunum. Engin rök hafa komið fyrir því hvers vegna útvarpsstjóri miðar við kvótaárið í stað þess að taka almanaksárið. Kannski er það til að bæta fyrir að hafa lagt niður Auðlindina, þátt um sjávarútvegsmál.
Hvað ætli Ríkisendurskoðun segi um málið?
Það var að heyra á varaformanni Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í dag að henni þætti ekki mikið til kerskni Páls koma og var henni frekar misboðið.
Þótt svo virðist sem varaformanni Sjálfstæðisflokksins sé misboðið hefur enginn samfylkingarmaður gert athugasemdir þannig að í þeim herbúðum má reikna með mikilli sátt um fíflaganginn.
Mér er svo sem alveg sama sjálfum, þ.e. mér væri sama ef ég væri ekki skyldugur til að borga til þessa battarís.
20.4.2008 | 21:29
Illa upplýstur forsætisráðherra
Gamli góði Villi er líklegast í gamalli stöðu Albaníu sem öll spjót beindust að þegar menn vildu gagnrýna Kína. Það ríkir mikil ólga í herbúðum sjálfstæðismanna vegna ráða- og dáðleysis forsætisráðherra og í stað þess að ræða það undanbragðalaust ræða menn opinskátt önnur mál eins og REI-málið með beinskeyttum hætti.
Ég hef heyrt að mönnum hafi misboðið ræða Geirs á fundi Samtaka atvinnulífsins. Þar opinberaði hann fyrirhyggjuleysi sitt um sviptivindana sem nú leika um íslenskt efnahagslíf og kenndi fjölmiðlum og jafnvel stjórnarandstöðu um ástandið. Það ástand ætti engum að koma á óvart sem fylgst hefur með efnahagsmálum á liðnum árum og ber þá fyrst að nefna að erlendir bankar, s.s. Danske bank, hafa ítrekað bent á vissa veikleika í íslenska fjármálageiranum, s.s. mikla skuldasöfnun og eignatengsl viðskiptaaðila.
Það er engu líkara en að Geir hafi látið þessi viðvörunarorð sem vind um eyru þjóta og má eflaust að einhverju leyti rekja þá dýfu sem íslenskt efnahagslíf er í til þessa fyrirhyggjuleysis. Það er vafamál að ýmsar skýringar sem Geir Haarde býður upp á sem orsök þessa uppnáms í fjármálalífinu séu trúverðugar. Hann telur t.d. eina orsökina hækkun á ýmsum hrávörum. Það er fráleitt að tefla því fram enda er einmitt styrkur Íslands í núverandi ástandi sá að vera að miklu leyti hrávöruframleiðandi, sbr. ál, fisk og orku. Allir þessir þættir hafa hækkað í verði og við gætum eflaust sparað olíu ef stjórnvöld færu skipulega í það verkefni.
Geir er afar illa upplýstur um sjávarútvegsmál en hann virðist einhverra hluta vegna telja að sjávarútvegurinn standi traustum fótum. Honum virðist ókunnugt um að þorskveiðin núna sé einungis þriðjungur þess sem hún var fyrir daga kvótakerfisins, og nýleg fiskatalning Hafró gefur ekki til kynna að stjórnvöld muni auka kvótann, heldur skera ýsukvótann niður um fjórðung. Skuldir sjávarútvegsins eru gríðarlegar og engin nýliðun er í atvinnugreininni. Í lok ræðu sinnar segist hann vera nýkominn úr ferð til Kanada og þar hafi hann komist að því að þorskurinn hafi horfið frá Kanada vegna ómögulegs fiskveiðistjórnunarkerfis þarlendra.
Það virðist því sem Geir Haarde hafi ekki kynnt sér grein í vísindaritinu Science þar sem sagt var frá því að þáttur veiða hefði verið ofmetinn, miklu frekar mætti leita skýringa á hvarfi þorsksins í lækkandi hitastigi.
Geir hefur það sér að vísu til málsbóta að Ríkisútvarpið okkar sneri að einhverju leyti fréttum af þessari grein á hvolf og neitaði síðan að leiðrétta rangfærsluna. Það er greinilegt að Birni Bjarnasyni er orðið nóg um þessa stefnu Geirs Haarde að gera ekki neitt, enda sjálfur maður sem lætur verkin tala og er eflaust með þessari dagbókarfærslu sinni að gefa félögum sínum í Sjálfstæðisflokknum til kynna að hann sé tilbúinn að leysa Geir Haarde af hólmi.
Björn: Vandræðum OR sópað undir teppið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 111
- Frá upphafi: 1013226
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 62
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Af mbl.is
Innlent
- Myndskeið: Stórbrotið útsýni af flugbrautinni
- Maskína: Framsókn í fallbaráttu
- Myndir: Hraunið komið inn á bílaplan Bláa lónsins
- Gosstöðvarnar ekki aðgengilegar fyrir ferðamenn
- Vatnsleki hjá Brauð & co
- Má segja að þetta gos hafi þjófstartað
- Hraunið við bílastæði Bláa lónsins
- Stal munum úr starfsmannaaðstöðu
- Virknin dregist saman um 600 metra
- Rafmagn komið á: Engin viðgerð fyrr en eftir gosið
- Erum í miðri hrinu: Styttist í Eldvörp
- Fylla í skörð í varnargarði
- Ábyrgt stjórnvald hljóti að áfrýja
- Blóðkám á vegg ráðhússins
- Mæðgur dæmdar til að greiða 64 milljónir
Íþróttir
- Alfreð Finnbogason: Takk fyrir allt
- Leikur ekki meira á keppnistímabilinu
- Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir HM
- 18 ára samstarfi lokið
- Annaðhvort að hætta að drekka eða að deyja
- Þurfti sturtu eftir hörkuleik
- Úr Árbænum í Garðabæinn
- Eyjamenn kærðu framkvæmdina á Ásvöllum
- Skortur á miðvörðum sem geta komist í landsliðsklassa
- Einn sá vinsælasti hættir á samfélagsmiðlum