Leita í fréttum mbl.is

Áhugaverð ráðstefna Samfylkingarinnar

Í athugasemdum við síðasta pistil um kjaftstopp og ráðaleysi Samfylkingarinnar hafði ég látið flakka að ráðstefna Samfylkingarinnar á Grand Hóteli í dag sem bar yfirskriftina Kvótakerfi á krossgötum, væri sótthreinsuð athöfn, haldin svona fyrir siða sakir. 

Ég mætti á ráðstefnuna en gat einungis setið rétt upphaf hennar, en ég þurfti að víkja af fundi vegna áreiðandi barnaskutls í borginni.

Ég sat þó nógu lengi til þess að ég telji mér rétt og skylt að draga orð mín til baka um að ráðstefnan væri sótthreinsuð og er ástæðan sú að Lúðvík Kaaber flutti magnaða ræðu þar sem hann fór yfir dæmalaus afskipti stjórnvalda og hæstaréttar af mesta óréttlæti Íslandssögunnar.  Lúðvík greindi frá því hvernig ráðherrar ráku mál opinberlega utan réttarsala gegn þeim sem órétti voru beittir við  að sjá sér farborða og vildu ná fram réttlæti í Hæstarétti.  Hann greindi frá því að honum hefði þótt það sár upplifun sjá réttinn helst líkjast kjölturakka í fanginu á stjórnmálamönnum sem vildu viðhalda mannréttindabrotum. 

Vegna þessa ofríkis stjórnmálaleiðtoganna og ístöðuleysis hæstaréttar sitja stjórnvöld í þeim sporum að þurfa að bregðast við.  Í sjálfu sér ætti ekki líta á það verkefni sem þraut heldur tækifæri til að rétta af óréttlátt og gagnslaust kvótakerfi sem hvílir á líffræði sem stangast á við viðtekna líffræði.

Það verða erfiðir dagar hjá samfylkingarfólki framundan eins og ég hef haldið fram áður, ef það ætlar að sniðganga álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna og vera á sama tíma að reyna að troða sér í sæti í öryggisráðinu til að tryggja mannréttindi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Þeir klúðra sig einhvernveginn í gegn um það með einu klúðrinu enn, getum við ekki búist við því ?

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 19.4.2008 kl. 17:44

2 Smámynd: Sævar Helgason

Já Sigurjón það má varast þessa fordóma og gefa einkunnir svona fyrirfram.

Ráðstefna sjávarútvegs og landbúnaðarnefndar Samfylkingarinnar í dag (laugardag) var afar fjölsótt og af mjög breiðum hópi áhugamanna um kvótakerfið og mannréttindabrotin okkar að mati SÞ

  Ég tek undir með þér - það var magnað að hlusta á framsögu Lúðvígs Kaaber, lögmanns. Öllum var frjálst að mæta til leiks og taka fullan þátt í umræðum og fyrirspurnum við pallborð.

Þetta var mjög vel heppnað málþing og lyfti hinni bráðnauðsynlegu umræðu um kvótakerfið og mannréttindabrot okkar í kvótakerfinu á hærra plan en verið hefur um langa hríð- vonandi veit það á gott.

Það mættu fleiri stjórnmálasamtök (flokkar) feta í slóðina. 

Sævar Helgason, 19.4.2008 kl. 22:27

3 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

LÍÚ hundarnir halda áfram að berja höfðinu við steininn líkt og stjórnvöld. Staðreyndin í þessu máli eru að LÍÚ hundarnir og stjórnvöld eru búin að berja höfðinu svo lengi í steininn að steinninn er í þann vegin að hrökkva í sundur.

Jóhann Kristjánsson, 19.4.2008 kl. 23:02

4 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sammála Sævar, þetta var mjög vel heppnuð ráðstefna og framsaga Lúðvíks, Þorvaldar og Aðalheiðar frábærar. Ég held að það þurfi langt aftur í tímann til að finna umræður um sjávarútvegsmál þar sem liðið er ekki gjammandi hvert ofan í annað með engum árangri.

Hallgrímur Guðmundsson, 19.4.2008 kl. 23:44

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Gott að heyra. Synd að ég skyldi þurfa að fara.

Annars er kominn tími til að taka grundvöll kerfisins til skoðunar. Á þessu þingi fjölluðu menn aðallega um úthlutun á einhverju aflamarki en lítil áhersla var lögð á líffræðilegar forsendur sem fiskveiðitakmörkunin byggir á. Á þeim forsendum var úthlutað með ómálefnalegum hætti.

Sigurjón Þórðarson, 20.4.2008 kl. 12:28

6 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sæll Sigurjón ég kom aðeins inn á þessa aðferðarfræði sem Hafró notar og lysti yfir furðu á því að menn þráskallst við að nota líffræðilegar forsendur til ákvörðunar um framhald veiða sem að mínu mati er það eina sem mark er takandi á.

Hallgrímur Guðmundsson, 20.4.2008 kl. 12:50

7 Smámynd: Jón Magnússon

Já það er rétt þetta var ágæt ráðstefna hjá Samfylkingunni og frummælendurnir stóðu sig vel og það var gaman að hlusta á Hallgrím sem kom að málunum  með því að setja fram sjónarmið sem heyrðust ekki í framsöguræðunum.

En stóra málið er að þingmenn Samfylkingarinnar ætla ekki að styðja tillögu okkar um að farið verði eftir niðurstöðu mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna nema e.t.v. Mörður Árnason og Ellert B. Schram.

Jón Magnússon, 20.4.2008 kl. 21:33

8 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Takk fyrir það Jón, eðlilega var maður svolítið stressaður fyrir þessa ráðstefnu enda í fyrsta skipti sem ég kem svona fram, ég var þó ekki kjaftstopp eins og nýleg dæmi sanna að geta komið fyrir besta og reyndasta fólk...

Hallgrímur Guðmundsson, 20.4.2008 kl. 23:26

9 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Já já allt gott og blessað, það breytir því hins vegar ekki að 'framboðsræður' einar og sér duga skammt, það þarf aðgerðir og þá á ég ekki við aðgerðir stjórnvalda því um þær er ekki hægt að tala (þar sem engar eru) Það er vitamál að unnið er að því í ráðuneytinu að komast í kringum þetta mál. Hvað ætlum við að gera til að koma í veg fyrir það? Getum við t.d. reynt að koma öryggisráðssætinu í hættu með því að vekja athygli á málinu erlendis og þá þeirri staðreynd hversu mjög þessi mál brenna á þjóðinni? Við þurfum að kynda undir rassgatinu á þessu liði, annars hreyfir ekkert við því...

Aðalheiður Ámundadóttir, 21.4.2008 kl. 16:10

10 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það væri ekki úr vegi að senda úrskurð mannréttindanefndarinnar á nokkra stóra fjölmiðla erlendis og einnig útskýringu á því hvernig Íslenska ríkið er bundið af þeim úrskurðum sem frá nefndinni koma. Frekar held ég að það væri neyðarlegt fyrir forsætis og utanríkisráðherra að svara fyrir það. Ekki hefur maður heyrt það að fjölmiðlum erlendis hafi verið kynnt málið, hvað þá heldur öryggisráðinu.

Hallgrímur Guðmundsson, 21.4.2008 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband