Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012
29.4.2012 | 20:20
Sjálfstæðisflokkurinn leggst gegn rannsókn á lögbrotum
Ekki var að heyra á Bjarna Ben í Silfrinu annað en að hann vildi fara nákvæmlega sömu leið og fyrir hrun og nota sömuleiðis að mestu sömu mennina og áður, í helstu verkin.
Greinilegt var að formaður Sjálfstæðisflokksins var mjög andsnúinn rannsókn; lögreglu, sérstaks saksóknara og Seðlabankans á lögbrotum Samherja. Hann talaði um innrás í fyrirtækið og að brotin snéru fyrst og fremst að lögum sem menn vildu ekki hafa, þ.e. lög um gjaldeyrishöftin.
Málflutningurinn og afstaðan gegn lögum og reglum minnti frekar á orðræðu aktífista eða vítisengils en formanns í borgarlegu stjórnmálaafli. Reyndar á Bjarni það sammerkt með öðrum formönnum fjórflokksins og bæjarstjóranum á Dalvík, að gera enga athugasemd við að Samherji hafi tekið stærsta vinnustaðinn á Dalvík í gíslingu vegna rökstuddra aðgerða yfirvalda. Það er engu líkara en það sé búið að normalisera bullið - Vitleysan sé orðin eðlileg.
Umræðan um kvótakerfið var ekki upp á marga fiska en formaður Sjálfstæðisflokksins vildi meina að kerfið hefði sannað ágæti sitt og í stað þess að útvegurinn væri upp á þjóðina kominn líkt og á níunda og tíundartugnum, þá væri hann að skila miklu. Þetta er auðvitað argasta kjaftæði enda má spyrja í framhaldinu ef að þetta tal væri tekið trúanlegt - á hverju lifði þjóðin þá á síðustu öld? Staðreyndin er sú að þorskaflinn á níundaáratugnum var um tvöfalt meiri þá, en nú.
Af hverju eruð þið að þessu? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.4.2012 | 21:32
Xdogun.is - Krefjumst réttlætis og heilbrigðrar skynsemi
Undirskriftasöfnun fer nú fram á heimasíðunni http://www.xdogun.is/askorun/ þar sem þess er krafist að stjórnvöld leyfi þjóðinni að greiða atkvæði um framtíðarfyrirkomulag við stjórn fiskveiða. Það er nauðsynlegt að koma með öllum ráðum í veg fyrir að ólög Steingríms J. nái fram að ganga.
Hér að neðan er greinargerð sem fylgir undirskriftasöfnuninni.
- GREINARGERÐ -
Með nýjum lögum um stjórn fiskveiða er núverandi handhöfum aflaheimilda tryggður forgangur, sem stenst ekki jafnræðisákvæði stjórnarskrárinnar, til að minnsta kosti 20 ára. Auk þess stenst það engan veginn nýja stjórnarskrá sem stjórnlagaráð hefur samið. Núverandi stjórnarmeirihluti lofaði fyrir síðustu kosningar að breyta stjórnkerfi fiskveiða þannig að jafnræði yrði tryggt. Það frumvarp sem liggur fyrir Alþingi gengur í þveröfuga átt (657. mál, þskj. 1052, 140. löggjafarþing) (http://www.althingi.is/altext/140/s/1052.html).
Fyrir síðustu alþingiskosningar, í apríl 2009, voru báðir ríkisstjórnarflokkarnir, Samfylking og VG, á einu máli um að fiskveiðistjórnunarkerfið væri svo ranglátt að það yrði að leggja niður í núverandi mynd og taka upp nýtt kerfi. Lofuðu báðir flokkar að taka tillit til ályktunar mannréttindanefndar SÞ sem átaldi ójafnræði milli borgara í aðgengi að auðlindinni og að ekki gengi að úthluta henni sjálfkrafa til sömu aðila ár eftir ár. Fjölmiðlar eru hvattir til þess að ganga eftir þessum loforðum.
Báðir stjórnarflokkarnir lögðu til 20 ára aðlögunarferli fyrir núverandi kvótahafa og kvótinn, sem þannig kæmi til úthlutunar, yrði leigður á almennum uppboðsmarkaði, beint af ríkinu. Báðir stjórnarflokkarnir einsettu sér að tryggja þjóðareign fiskimiðanna, bæði í raun og að lögum. Sömuleiðis átöldu báðir flokkarnir kvótaframsalið sem leitt hefur til gífurlegrar byggðaröskunar. Við þetta má bæta að eitt af 100 daga markmiðum ríkisstjórnarinnar voru frjálsar handfæraveiðar.
Í nýju frumvarpi ríkisstjórnarinnar um stjórn fiskveiða nær ekkert þessara markmiða fram að ganga. Þvert á móti er núverandi kerfi fest enn frekar í sessi og jafnvel ýtt undir væntingar kvótahafa um bótarétt við breytingar síðar.
Þá vantar inn í frumvarpið að hagsmunir og samkeppnisstaða fiskvinnslu án útgerða séu tryggð til jafns við fiskvinnslu með útgerð.
Skorum við því á ríkisstjórnina að halda þá sátt sem hún gerði við þjóðina í aðdraganda þingkosninga 2009 og í stjórnarsáttmála í kjölfarið. Þjóðin mun aldrei sættast á efni fyrirliggjandi kvótafrumvarps (þskj. 1052 657. mál, 140. löggjafarþing).
Að öðrum kosti er forseti Íslands með áskorun hér að ofan hvattur til þess að synja frumvarpinu staðfestingar þannig að þjóðin skeri úr - enda á þjóðin rétt á því að útkljá þetta mál, sem deilt hefur verið um í á þriðja áratug.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.4.2012 | 01:24
Ekkert sem kemur á óvart!
Árni Þór sem kosinn var sem þing á þeim forsendum að hann væri andstæðingur aðildar Íslands að Evrópusambandinu, flytur mál sitt eins launaður blaðafulltrúi Evrópusambandsins.
Eitt er ljóst að hann er ekki að tala fyrir hönd þjóðarinnar sem hafnaði alfarið þeim Icesavesamningum sem um er deilt og þingmaðurinn samþykkti tvisvar.
Ég vonast svo sannarlega eftir því að það verði flutt vantrauststillaga sem allra fyrst á eina ömurlegustu ríkissjórn sem verið hefur við völd á landinu, frá upphafi vega.
Ekkert sem kemur okkur á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
12.4.2012 | 00:32
Alþjóðahafrannsóknarráðið reiknar út að þorskaflinn á árinu 2060 verði 180 þúsund tonn
Ekki er öll vitleysan eins - og þó.
Skömmu eftir að meirihlutastjórn Vg og Samfylkingar tók við völdum, þá óskaði Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra eftir þvi við Alþjóðahafrannsóknarráðið, að ráðið yfirfæri veiðiráðgjöf og þá reglu sem notuð er við að ákvarða þorskafla landsmanna.
Þegar Einar K. Guðfinnson frétti af bréfinu til ráðsins, þá ærðist hann í fjölmiðlum. það var óskiljanlegt, þar sem Einar K. kom á þeirri aflareglu sem Jón Bjarna var að spyrja um.
Alþjóðahafrannsóknarráðsins svaraði fyrirspurn Jóns Bjarna um hálfu ári síðar og gerði það svo rækilega að það sagði nokkuð nákvæmlega til um hver þorskaflinn yrði næstu hálfu öldina og jafnvel lengur. Í svari reiknisfiskifræðinganna var ekkert sem kallast gæti líffræði, heldur einungis vitnað í reiknilíkan þar sem eina breytan voru veiðar. Sömuleiðis var reiknað út frá tveimur forsendum sem snúa að nýliðun. Miðað við núverandi aflareglu og nýliðun, þá eru allar líkur á því að þorskaflinn á Íslandsmiðum muni á árinu 2060, verða 180 þúsund tonn!
Ef að nýliðun fer hins vegar mjög vaxandi, þá reikna reiknisfiskifræðingarnir að þorskaflinn aukist mjög á næstu árum og fari í um 270 þúsund tonn og haldist síðan stöðugur næstu hálfu öldina.
Allir sem fylgjast með villtum dýrastofnum vita að þessir útreikningar eru hrein og klár vitleysa. Vistfræði 101 segir að dýrastofnar rísi og hnígi, en sú staðreynd hefur augljóslega ekki ratað inn í reiknilíkanið.
Eflaust myndi maður hlæja að þessu bulli en þar sem þingheimur allur virðist trúa þessu bulli, þá hefur þvælan grafalvarlegar afleiðingar fyrir Íslendinga.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2012 | 23:59
Fiskmörkuðum slátrað - Rugludallar setja reglur
Frumvörp ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum fela í sér algjör svik við kosningaloforð "vinstri" hluta fjórflokksins. Mannréttindabrotum og mismunun mun verða haldið áfram næstu áratugina ef frumvörpin ná fram að ganga.
Augljóst er að frumvörpin munu enn frekar girða fyrir nýliðun og leiða til frekari hnignunar og samþjöppunar í greininni. Útfærslan á veiðigjaldinu mun beinlínis verða til þess að fiskmarkaðir munu leggjast af. Ástæðan er sú að fiskmarkaðir gefa útgerðinni almennt mun hærra verð en það sem gerist í "viðskiptum" tengdra aðila á Verðagsstofuverði. Hvati er beinlínis til þess að hagnaði útgerðar sé haldið niðri með lágum tekjum og fiski landað inn í eigin vinnslu þar sem hlaðið er á kostnaði. Þau sjávarútvegsfyrirtæki sem eitthvað mega sín munu síðan stofna "fisksölufyrirtæki" í útlöndum ef þau eiga ekki slíkt fyrirtæki nú þegar, sem munu losa út hagnaðinn í auknum mæli erlendis.
Í stað þess að stjórnin tryggði að megnið af fiski yrði landað á fiskmarkað og að fiskur yrði skilyrðislaust verðlagður í öllum viðskipum á markaðsvirði, þá er haldið áfram með tvöfalda verðlagningu og ónýtt kvótakerfi. Ein áhrifaríkasta leið stjórnvalda til þess að tryggja að gjaldeyrishöftin haldi og að verðmætin skili sér inn í landið með lögmætum hætti, er að hætta tvöfaldri verðlagningu sem hvetur til undarlegra viðskiptahátta.
Stjórnin er nýbúin að setja reglur um bann við lúðuveiðum en hún veiðist mest sem meðafli og gerir enn. Til þess að koma í veg fyrir veiðarnar þá voru settar þær reglur um að lúðu skyldi landað á fiskmarkað og andvirði aflans yrði gert upptækt. Ágætt verkefni væri nú fyrir rannsóknarblaðamann að kanna hve háar fjárhæðir ríkissjóður hefði aflað vegna gjaldtökunnar. Ég reikna fastlega með því að það séu örfáar krónur, þar sem að það mun heyra til undantekninga að lúðu sé landað á landað.
Það er augljóst að kvótakerfið er ekki að ganga upp sem fiskveiðistjórnunarkerfi og segir meðfylgjandi súlurit allt sem segja þarf um "árangur" kerfisins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.4.2012 kl. 00:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.4.2012 | 13:27
Þögn þingmanna Norðausturkjördæmis um gíslatöku Samherja á Dalvík
Mér finnst þögn innanríkisráðherra og þingmanna Norðausturkjördæmisins um gíslatöku Samherja á Dalvík æpandi. Ógeðfelldar viðskiptaþvinganir Samherja gagnvart íslenskum stjórnvöldum ættu að kalla á hörð viðbrögð kjörinna fulltrúa almennings. Sérstaklega ættu þingmenn í Norðausturkjördæminu að beita sér, þar sem fyrirtækið hefur reitt sérstaklega til höggs á Dalvík.
Það eina sem hefur frést af þingmönnunum er að Björn Valur gerði fremur lítið úr tvöfaldri verðlagningu Samherja og svindli á gjaldeyrislögum, í grein sinni "bakara fyrir smið.."
Þögn þingmannanna sem vanir eru að nota hvert tækifæri sem gefst til að láta á sér bera, segir meira en flest um hvaða hagsmuni þeir setja í forgang og hvern þeir vilja alls ekki styggja. Greinilegt er að hagsmunir þjóðarinnar og fiskvinnslufólksins á Dalvík eru þar mjög neðarlega á blaði þingmannanna.
Krefjast þess að fá að sjá gögnin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.4.2012 | 15:57
Samherji hf. beitir Ísland og Íslendinga viðskiptaþvingunum
Dótturfélag Samherja beitir Ísland og Íslendinga viðskiptaþvingunum! Það er engin spurning að íslensk stjórnvöld ættu að svara í sömu mynt. Það er ekkert náttúrulögmál að Samherji skuli fá nánast óheftan aðgang að náttúruauðlindum þjóðarinnar án endurgjalds.
Það sannast hér sem aldrei fyrr að sjaldan launar kálfurinn ofeldið. Í ljósi þessa er furðulegt að þingið sé núna að bögglast með frumvarp, þar sem verið er að afhenda þessu sama fyrirtæki náttúruauðlindir þjóðarinnar til varanlegrar eignar.
DFFU hættir viðskiptum við Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.4.2012 | 00:14
Sjálfseyðingarhvöt Samfylkingarinnar
Samfylkingin, ásamt Steingrími J, er nú á miklu spretthlaupi við að veita Samherja og öðrum helstu útgefendum Morgunblaðsins nánast einokun á því að nýta fiskimiðin út 21. öldina.
Í kappi stjórnarflokkanna við að afhenda eigur almennings eru mannréttindi og jafnræði látin lönd og leið. Sömuleiðis er algerlega litið fram hjá því að "árangur" kvótakerfisins hefur verið hræðilegur við að ná upphaflegu markmiði sínu sem var að auka afla á Íslandsmiðum.
Nú þegar hafa eigendur Moggans, sem eru ráðandi í LÍÚ og SA, nánast kverkatak á stjórnvöldum þó svo að nýtingarrétturinn sé einungis veittur til eins árs í senn og að helstu eigendur séu illilega flæktir í vafasama gjörninga í aðdraganda hrunsins.
Við öllu hugsandi fólki blasir að kvótafrumvarp Steingríms J. mun styrkja stöðu Moggamanna í samfélaginu og ég leyfi mér að efast um að það muni verða Samfylkingunni og Evrópumálum sem flokkurinn setur á oddinn til framdráttar.
Kannski var eftir allt saman engin meining á bak við Evrópustefnu Samfylkingarinnar frekar en afnám verðtryggingarinnar og réttláta fiskveiðistjórnun.
Vilja vita ástæður húsleitarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
- Bara ef það hentar mér: Hér má sjá ráðleggingar Hafró um afla hvers árs og það sem enda... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: "Vagn" svei mér þá þú ert bara mun meiri "GRAUTARHAUS" en ég ha... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Jóhann, úthlutaður kvóti, veiðiheimildir, er ekki það sama og r... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Pálmi það skal tekið fram að ég fylgjandi auknum veiðiheimildum... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Sæll Sigurjón Þú ert bara ekki að bera saman epli og epli. Þú v... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Hvað er eiginlega á milli eyrnanna á þér "Vagn"???? Kvóti og v... 7.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 4
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 88
- Frá upphafi: 1019333
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 74
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007