Leita í fréttum mbl.is

Hver Skagfirđingur fengi um 5 milljónir króna frá Landsbankanum

Ríkisstjórn Vg og Samfylkingar sem gaf sig út fyrir ađ vera stjórn breytinga og velferđar almennings hefur heldur betur gert í brćkurnar.  

Í stađ ţess ađ beita sér fyrir grundvallarendurskođun og breytingum á ţeim kerfum sem orsökuđu hruniđ hefur vinna stjórnarliđa fariđ í ađ tjasla ţeim saman.  Handbendi ríkisstjórnarinnar í Landsbanka Íslands eru á fullri ferđ ađ endurreisa fallna stórleikara hrunsins, međ gríđarlegum afskriftum t.d. af lánum Magnúsar Kristinssonar ţyrlu- og útgerđarmanns í Eyjum og Guđmundar Kristjánssonar í Brimi.  Ţađ er kaldhćđnislegt ađ kálfarnir sem ađ ríkisstjórnin endurreisti skuli síđan launa velgjörđarmönnum sínum, međ hörđum og óvćgnum áróđri gegn almannahagsmunum og ríkisstjórninni.

Ţađ er umhugsunarvert ađ ef ađ ţćr afskriftir sem ađ Guđmundur Kristjánsson í Brimi hefđu skipst jafnt á alla íbúa Sveitarfélagsins Skagafjarđar en ekki á Guđmund Kristjánsson einan, ţá hefđi hver og einn Skagfirđingur fengiđ frá Landsbankanum um fimm milljónir króna. Ţađ hefđi nú veriđ dágóđ búbót fyrir fjögurra manna skagfirska fjölskyldu ađ fá hátt í tuttugu milljónir króna frá Landsbankanum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sigurjón !

Hvers vegna nefnir ţú ekki öll fyrirtćkin sem búiđ er ađ afskrifa hjá og afhenda aftur til ţeirra sem settu fyrirtćkin á hausinn ?

Hvers vegna er ekki til regla í ţessu landi, ţar sem sá sem fór međ fyrirtćki í ţrot má ekki eiga fyrirtćki nćstu tíu árin ?

Öll olíufyrirtćkin tryggingarfyrittćkin, bílaumbođin, sjávarútvegsfyrirtćkin, matvöruverslanir, byggingarvörufyrirtćki og svona vćri hćgt ađ halda áfram !

Eru allir í klíkuklúbbum til ađ viđhalda sérhagsmunum ???

JR (IP-tala skráđ) 3.7.2011 kl. 21:41

2 Smámynd: Sigurjón Ţórđarson

Ţađ er rétt JR, ţađ ţarf ađ birta ţessar upplýsingar skilmerkilega og gera grein fyrir ţeim skilmerkilega og koma á heiđarlegum leikreglum.

Sigurjón Ţórđarson, 3.7.2011 kl. 22:41

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband