Leita í fréttum mbl.is

Betra ef satt væri - Gaspur Steingríms J.

Steingrímur J. Sigfússon foringi ríkisstjórnarinnar fór mikinn í hádegisfréttatíma RÚV í að hreykja sér af styrkri stöðu þjóðarbúsins.  Sannleikurinn er allur annar en staðan er grafalvarleg.  Á fyrstu 5 mánuðum ársins námu gjöld að meðaltali á hverjum degi 180 milljónum krónum umfram það sem ríkið aflaði.  Hallarekstur Steingríms og Samfylkingarinnar er gífurlegur. Hagtölur Seðlabankans sýna mikinn viðskiptahalla þrátt fyrir að verðmæti innflutnings sé mun minni en útflutnings.  Ástæðan er gífurlegur vaxtakostnaður þjóðarbúsins vegna erlendra skulda en vaxtagjöld umfram vaxtatekjur á fyrstu þremur mánuðum ársins voru á sjötta tug milljarðar króna!

Í afar þröngri stöðu er þetta gaspur Steingríms J. sérkennilegt en furðulegra er þó að hann neitar að skoða augljósar leiðir sem geta aukið gjaldeyristekjur þjóðarbúsins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Sigurjón; æfinlega !

Og; ekki bætir úr skák, að þessi fáráðlingur, á sér ákveðinn söfnuð stuðningsfólks; hér á Mbl. vefnum meðtöldum, sem flaðrar upp um hann, á svipaðan máta - og himpigimpi þau, sem halda Davíð Oddsyni, hvað hæst á lofti, enn þann dag, í dag.

Þannig að; líkast til, þarf að koma á einhvers lags siðferði - sem siðmenningu hérlendis, ætti að takast, að koma fólki upp úr þeim hjólförum, sem delar; eins og Steingrímur J. Sigfússon - Davíð Oddsson, og aðrir þeim líkir, hafa hvað lengst, í spólað.

Með beztu kveðjum í Skagafjörð - sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.7.2011 kl. 19:01

2 identicon

http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/

Var að lesa þetta áðan. Gefur tilefni til þess að hugsa málið m.t.t. þess sem Sigurjón bloggar hér.

Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 13.7.2011 kl. 22:26

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Verð að segja það. Ég er komin með upp í háls af viðbjóði á Steingrími, Jóhönnu og Össuri. Er ekki hægt að setja þetta fólk af???

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.7.2011 kl. 00:33

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Væru þeir Össur og Steingrímur, ekki best geymdir í Hrunasetri með Halldóri Ásgrímssyni sem þeir hafa  komið fyrir í vinnu hjá Norræna ráðherraráðinu.  Það er furðulegt að þjóðin skuli samþykkja að Halldór sé enn í vinnu hjá íslenskum stjórnvöldum á alþjóðavettvangi.

Sigurjón Þórðarson, 14.7.2011 kl. 10:09

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jú og þar má koma fyrir fleirum, eins og Ingibjörgu Sólrúnu, Jóhönnu Sig og fleirum.  Upplagt að hafa setrið í Hörpunni sem verður orðin ryðhrúga eftir nokkur ár skilst manni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.7.2011 kl. 10:37

6 identicon

Það verður aldeilis fróðlegt að sjá svarið, frá OECD.

S. Þórarins (IP-tala skráð) 14.7.2011 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband