Leita í fréttum mbl.is

Klíkan

Samtök Atvinnulífsins fengu í kvöld, einhverra hluta vegna að boða þjóðinni gagnrýnislaust algera þvælu í seinni fréttatíma Ríkissjónvarpsins. Skilaboðin voru að alls ekki mætti breyta illræmdu kvótakerfi í sjávarútvegi. Ástæðan var að sögn SA, að ljósið í efnahagsmyrkrinu fælist í því að flytja út aukin verðmæti sjávarafurða.

Staðreyndin er hins vegar sú að frá því að kvótakerfið var tekið upp hefur botnfiskafli dregist gífurlega saman. Upphaflega markmið kerfisns voru að afla árlega 550 þús tonn af þorski en aflinn í ár er 160 þús tonn. Fyrir þá sem vilja bæta þjóðarhag er augljósasta leiðin að auka frelsi í sjávarútveginum og aflétta óréttlátum atvinnuhöftum.

Fyrir þjóðina er kerfið vont en mögulega er kerfið gott fyrir klíkuna sem ræður SA.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Emilsson

Rétt hjá þér Sigurjón. Það er ábyggilega hægt að reikna út hvern arð 500.000 tonna aflamagn skilaði þjóðarbúinu. Hér í Bandaríkjunum td kvarta menn sáran undan skorti á ýsu. Eru tilbúnir að kaupa alla þá ýsu sem í boði er.

Hér er um að ræða stærsta heildsölufyritæki í veröldinn, þa er mikið sagt! Jafnvel stærra en Baugur!! Hugsa sér.

Göggur maður ætti að setja dæmið saman og birta.

Björn Emilsson, 8.7.2011 kl. 00:17

2 Smámynd: Jónas S Ástráðsson

Þakka þér Sigurjón fyrir ágætar greinar. Nú fer að kreppa að hjá okkur sem ekki erum sátt við veðsetningu kvótans og nauðsyn að taka höndum saman. Var að velta fyrir mér hversu stóran hlut erlendir aðilar eiga í veðsettum kvóta. Gæti verið að veðréttur þeirra nemi allt að 50% veiðiheimilda þjóðarinnar?

Jónas S Ástráðsson, 8.7.2011 kl. 10:38

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Jónas, það er erfitt að átta sig á því hvað erlendir aðilar eiga í veðsettum kvóta, en enn er á huldu hverjir eiga bankanna sem eiga skuldir útgerðarinnar.

Sigurjón Þórðarson, 9.7.2011 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband